Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 18
18 DV. MÁNUDAGUR30. SEPTEMBER1985. rauður, ekinn aðeins 40 þús. km, m/húsi og klæðn- ingu frá Ragnari Vals, lengri gerð, sportfelgur, ný dekk. Bíll í sérflokki. Till sýnis í dag og næstu daga. TÖQGURHF. UMBOÐ FYRIR SAAB OG SEAT BÍLDSHÖFÐA16. SÍMAR 81530-83104 Toyota hilux árg. 1981, IBonduuell 'rþað mögulegt. Verð kr. 36.900,- Bondwell 12 er einstök tölva A ótrúlegu verði. • I ferðatösku meö handfangi. • CP/M 2,2 stýrfkerfi. • 9" amber skjér, 24 línur, 80 tAkn. • 16 forritanlegir notendalyklar. • synthesizer sem talar ensku. FORRITSEM FYLGJA • Wordstar • Mailmerge • Calstar • Datastar • Reportstar Ath. ferða telex , gegnum Easy link. Laugavegi 89, sími 13008 HRARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboó Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum i eftirfarandi: RARIK—85011 Raflinuvír RARIK-85012 Þverslár Opnunardagur: Þriðjudagur 29. október 1985 kl. 14.00. Tilboðun skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim þjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með mánudegi 30. september 1985 og kosta kr. 300,- hvert eintak. Reykjavik 26. september 1985 Rafmagnsveitur ríkisins. Fréttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós Tölvustýrt stjórnborð tœkisins er mikið í sniðum eins og sjá má. DV-myndir GVA. Hjartans mál Fjárfesting sem skilar sér eða off járfesting sem leiðir til ofnotkunar—hjartaskurðlækningar á íslandi „Heppilegasta afkastageta hjarta- skurðlækningastofu miðast við að framkvæmdir séu 12—15 uppskuröir í viku hverri eða 500 til 550 uppskurðir á ári. Undir vissum kringumstæðum mætti hugsa sér minni afköst eða á bil- inu 250 til 500 uppskurði á ári.” Þessi orð eru gripin úr plaggi Fjár- laga- og hagsýslustofnunar frá 24. febrúar 1983. Þetta plagg er efnisleg endursögn á WHO-skýrslu um lang- tímaáhrif hjartaskurðaðgeröa. Þar eru raktar kringumstæður er réttlæta rekstur hjartaskurðstofu. Viss atriði eru heimfærö upp á íslenskar að- stæður. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra lét orð falla í viðtali í NT 11. þ.m. um hjartaskurðlækningar á Is- landi, kostnað og reynslu lækna á þessu sviði. Yfirlýsing hans þar: „ég myndi frekar fara til London”, ef til slíkrar læknisþjónustu þýrfti að grípa, hefur vakið mikið umtal og deilur á milli manna. Vaknaö hafa spurningar m.a. um hver sé forsaga þess að innan tíðar verði opnuð hjartaskurðdeild á Land- spítalanum og eins hvort deildin sé „þjóöhagslega hagkvæm”. Erfitt er líklega að meta þessi mál eingöngu út frá peningasjónarmiði þó reynt sé. „Það er nóg af stöðum um allan heim þar sem hægt er að kaupa þessa þjónustu á vegum ríkisins héðan, hjá færum læknum í þjálfun. Það eru dag- legar ferðir til London, til dæmis. Með fullri virðingu fyrir ágætum læknum hér þá myndi ég frekar fara til London »» Þetta eru ummæh forsætisráðherra sem róti hafa komið á hugi manna. Gjafafé Arið 1971 gáfu fé til tækjakaupa fyrir hjartaskurölækningar Seðlabankinn og Gjafasjóður Ásbjörns Olafssonar stórkaupmanns. Þá töldu ráögjafar heilbrigðisráðherra ekki tímabært að hefja hjartaskurðlækningar hér á landi, m.a. vegna þess að rannsóknar- aðstaðan var ekki fullnægjandi. Það er ekki fyrr en 1978 sem sérfræð- ingar á Landspítalanum og Borgar- spítalanum, þeir Grétar Olafsson, Árni Kristinsson, Gunnar H. Gunnlaugsson og Þórður Harðarson, telja að hjarta- skurðlækningar geti hafist hér. Land- læknir og ráðgjafi ríkisstjórnarinnar mæltu á þeim tíma ekki meö málinu. Það var ekki fyrr en 1982 sem land- læknir taldi þessar framkvæmdir ráð- legar. Þegar hér var komið sögu var Matthías Bjarnason heilbrigðisráð- herra. Á undan honum var Magnús Kjartansson í embætti og um hjarta- Texti: Þórunn Gestsdóttir Mynd: GunnarV. Andrésson skurðlækningar var nokkuö fjallað í hans ráðherratíð. Á síöustu dögum Magnúsar H. Magnússonar í embætti heilbrigðisráð- herra (1978—1980 var hann ráðherra) voru hjartaskurölækningar enn á dag- skrá í ráðuneytinu. Meö bréfi 31. janúar 1980 fól ráðu- neytið forstjóra ríkisspítalanna að sjá um aö undirbúningur færi fram og stefnt yrði að því aö byrja hjartaskurð- lækningar og opnar hjartaaðgerðir á Landspítalanum í ársbyrjun 1981. Fyrirspurn í sameinuðu þingi Mál þetta kom til umræðu í samein- uðu þingi 25. okt. 1983 vegna fyrir- spurnar frá Svavari Gestssyni sem gegndi embætti heilbrigðisráðherra frá ársbyrjun 1980 til vors 1983. Fyrir- spurninni var beint til núverandi heil- brigðisráðherra, Matthíasar Bjarna- sonar, og var svohljóðandi: Hver eru áform ríkisstjómarinnar varðandi stofnun deildar fyrir hjartaskurðlækn- ingar á Landspítalanum? I svari sínu rakti ráðherra forsögu málsins. Við grípum niður þar sem komið er sögu aö bréf Magnúsar H. Magnússonar hafði borist viðkomandi aðilum: ,,Á Landspítala mun undirbúningur hafa farið fram eftir því sem hægt var án þess aö heimild væri til aö kaupa tækjabúnað og senda starfsfólk til menntunar. Stjórnarnefnd ríkisspitala hafði þetta verkefni sem forgangsverkefni sitt við gerð f járlaga áranna 1981,1982 og 1983, án þess að fjárveitinganefnd Alþingis féllist á þetta verkefni sem nýtt verkefni ríkisspítalanna,” sagði ráöherra m.a. Samkomulag náðist á árinu 1982 á milli heilbrigöis- og fjármálaráðu- neytis um að í fjárlagafrumvarpi árs- ins 1983 yrði gert ráð fyrir þeim mögu- leika að hefja undirbúning að hjarta- skurðlækningum ef Alþingi féllist á þá tillögu. Það gerði Alþingi ekki. Þrátt fyrir það skrifaði Svavar Gestsson, þáverandi ráðherra heil- brigðismála, bréf til stjórnarnefndar ríkisspítalanna. Það var dagsett tveimur vikum áður en hann hvarf úr embætti. I því bréfi heimilar ráðherra að auglýstar skuli stöður sem nauösyn- legar eru vegna hjartaskurðlækninga. Stöðurnar skyldu auglýstar í desem- ber 1983 og ráöið í þær þannig að hjartaskurðlækningar gætu hafist á ár- inul984. Utboð á tækjum voru einnig heimiluö um áramótin 1983 og 1984. Heimild ráð- herra í ársbyrjun 1983 átti sér ekki stoð í gildandi f járlögum. Þingheimur fylgjandi I þeirri umræðu, sem fram fór á Al- þingi þennan dag í október 1983, sem áður er greint frá, tóku margir þing- menn til máls, þeirra á meöal Davíð Aðalsteinsson framsóknarþingmaður. Hann sagði m.a.: „Eg kom í ræðustól fyrst og fremst til þess að lýsa vilja mínum gagnvart þessu máli; ég er fylgjandi því að það verði ýtt hressi- lega á eftir málinu. Ég fagna því að hæstvirtur heilbrigöisráðherra mun gera allt sitt til þess, ég vænti þess að ég og minn flokkur aö minnsta kosti liggi ekki á liði sinu í þessu efni.” I sama streng tók flokksbróðir Davíðs (og Steingríms), Tómas Áma- son. En Tómas hafði vara á og vildi gaumgæfa framkvæmdakostnaðinn betur. Hann sagði m.a.: „Ég held aö það þurfi ekki að fara í grafgötur um það að þingheimur sé yfirleitt fylgjandi þeirri stefnu að hjartaskurðlækningar verði fluttar inn í landið. Skal ég ekki fara um það fleiri orðum. En í þessu efni sem öðrum, þegar um er að ræða þjónustu af hálfu þess opinbera, þá fylgir því venjulega yfirleitt alltaf talsvert verulegur kostnaður þó að það borgi sig þegar til lengdar lætur að taka upp þessa þjónustu eins og í þessu tilfelli.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.