Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 44
44 DV. MÁNUDAGUR30. SEPTEMBER1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Michael Jackson — átrúnaðargoð ungu kynslóðarinnar — ætlar að flytja að heiman og reyna að búa á eigin spýtur i þessu smáhýsi í Malibu. Þarna er alit a la Michael Jackson sem helst vill eiga samneyti við dýrin úr Disneylandi — jafnvel einkajárnbraut i ævintýrastíl fylgir húsinu 1 I f 'Vti 1 1 111 1 wwTp | mit-ttm SVONA BÚA ÞEIR SEM EIGA AURA Hérna koma nokkrar myndir sem sýna bústaði þeirra sem eiga aura, eru nöfn og búa á réttum stöðum — Hollywood eða Los Angeles. Þetta eru engir smákofar og eigendurnir ættu ekki að fá innilokunarkennd á staðnum — eða hvað? Flestir búa við stöðuga hræðslu við Eitt sinn átrúnaðargoð þeirra ungu en núna hjartaknúsari fyrir ömmur og langömmur. Frank Sinatra býr i hvítu hallarliki rótt fyrir utan Los Angeles, þar sem kallast Bowmont Drive. Þarna er eitt fullkomnasta öryggiskerfi sem um getur. Húsnæði Warrens Beatty er byggt á bjargi og reyndar inn í bjarg líka, þvi er lögunin mótuð að nokkru eftir klettinum að baki hússins. Hann er sjálfur mjög ánægður með húsið sem inniheldur heilu veggina úr gleri og aðra úr málmi. Varúðarráðstafanir eru engin smásmíði og í kjallaranum er miðstöð varnarkerfisins, auk hælis fyrir Beatty sjálfan sem lifir i stöðugri hræðslu um að verða rænt. árásir og mannrán þannig að allir hafa sett upp öryggiskerfi og þykka múra umhverfis húsin. Auöæfunum fylgir þannig skerðing á persónu- frelsi og margir þjást af hinum ýmsu fóbíum. En húsin eru álitleg að utan sem innan og mikiö hefur veriö á sig lagt að afla f jár til kaupanna. ■ Guðföðurhúsið svonefnda, sem notað var í samnefnda kvikmynd, er i raunveruleikanum eign Marion Davies sem þar bjó með elskhuga sinum, blaðakónginum Randolph Hearst. Rokkarinn Rod Stewart er ekki húsnæðislaus þótt eiginkonan, Alana, búi þarna ennþá, þvi ekki er ennþá gengið endanlega frá skilnaðinum. Innrétt- ingar og alla tilhögun hússins sá kvenskörungurinn Alana um sjálf og sagðist ekki hafa neina þörf fyrir innanhússarkitekta. Gu/f- unginn Aþena Eftir mikiö japl, jaml og fuður fæddist svo loksins erfingi Onassis- auöæfanna. Fjölmiðlar um heim allan gátu þá hætt að f jalla um lík- amsvöxt Christinu Onassis og óhamingju vegna barnleysisins. Núna er mál málanna hjónaband hennar með Thierry Roussel — óhamingjusamt að sjálfsögðu — og áhyggjur manna af velferð gull- ungans. Barnið var tekið og skírt á dögunum eins og gengur og gerist með slík kríli hér á Vesturlöndum. Mikið var um dýrðir, lystisnekkja vígð í tilefni dagsins og gestum boöiö frá öllum heimshornum. Stelpukornið og snekkjan hlutu sama nafn — Aþena — og er röðin Skirnarmynd & snekkju — faðlrinn, Thlerry RoussgI, með Aþenu, iklædda skirnar„átfitfi" frá Dior í Paris. þannig að snekkjan heitir eftir barnunganum en ekki öfugt, að sögn foreldranna. Þetta sama gerði sá frægi Aristoteles Onassis, hann nefndi lystisnekkjuna sína Christinu í höfuðið á dótturinni heittelskuðu. Sagan endurtekur sig, tauta svartsýnisurnenn en hér skal því við bætt að móðirin hefur gefið út þá yfirlýsingu að auðæfin fái ekki að eyðileggja líf dóttur hennar eins og raunin varð með hana sjálfa. Af því tilefni var svo skirnarkjóllinn keyptur hjá Dior í París og fata- skápur fylltur af kjólum og tilheyr- andi frá hinum ýmsu spekingum í fatabransanum úr þessari höfuð- borg tískunnar. Gestir i veislunni fengu smáhluti frá Yves Saint Laurent að gjöf og... Það er eins gott að sýna hörku við að láta ekki peningana spilla heimsmynd barnanna. Þegar sklrnarkjólnum sleppir er séð vandloga fyrir því að Aþena þurfi ekki aÖ sprikla klasðiaus um heiminn. Þetta er eitt horn i fotasképnum hennar ó snekkjunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.