Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Síða 13
DV. MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER1985. 13 Hja öldruðum er hver geisli kærkominn Kjallarinn HELGI SELJAN ALÞINGISMAÐUR FYRIR ALÞÝÐUBANDALAGIÐ „Mannleg hamingja er svo viða i veði að einskis má leita ófreistað að finna farsælustu lausnirnar og þar þarf einmitt fyllsta samráð við þá sem eiga að njóta þessara lausna." Oftlega leitar á hug minn hversu leysa megi málefni hinna öldruöu í þjóðfélaginu svo aö farsæld ráöi ferö. Máske er ég þegar farinn aö hugsa til þess tíma sjálfur, máske samvizkan séaöverki. Blessunarlega hefur meöalaldur hækkaö mjög og um leið hefur fjöldi hinna öldruöu þ.m.t. hinna háöldr- uöu aukizt mjög. Aldraðir verða að vera virkir Læknavísindi og lifskjarabylting segja þar helzt til sín. Þróunin í þessa átt heldur áfram og þó gleöileg sé þá fylgja henni ýmis þau vanda- mál sem viö þarf aö snúast. Þau vandamál þarfnast skjótra úr- lausna, úrlausna þar sem byggt er á hinum mannlega þætti fyrst og síö- ast. Að leiðum þurfum og eigum viö öll aö leita og þar eiga hinir öldruðu aö vera virkir í allri mótun. Sú stefna hefur verið ríkjandi og leitt margt gott átak af sér aö leysa vanda hinna öldruðu með byggingu íbúða, vistheimila og hjúkrunar- heimila — eöa deilda. Þar hefur þróunin víöa á lands- byggöinni oröiö mjög ör og komið mörgum til góöa. I raun er þaö ekki vansalaust fyrir hvern meðalstóran stað aö eiga ekki athvarf af ein- hverju tagi fyrir aldurhnigna íbúa byggðarlagsins. Nógu erfið og sárs- aukafull er sú röskun sem veröur þegar aldrað fólk þarf að skipta um verustaö, getur ekki lengur búiö að sínu heima, þó ekki bætist þar viö aö flytja þarf í fjarlægan staö og höggviö er á allar rætur samskipta og tengsla viö ættingja, vini og um- hverfi allt. Nóg er breytingin samt, þó fólk fái áfram að lifa í sínu um- hverfi, á sínum heimaslóöum. Víöa — alltof víöa hefur ekkert eöa lítiö veriö aöhafzt og þar þarf aö ráöa bót á sem allra fyrst. Áfram þarf því að halda á þessari braut og reyna nýjar leiðir þar sem enn frekari áherzla er lögö á langan- ir og þarfir þess fólks sem njóta á og verðskuldar ellidaga sem allra bezta. Sjálfur hefi ég á Alþingi bent á einn möguleika til athugunar, heimili í sveit fyrir aldrað búandfólk, með vissri aöstoð, en um leið möguleikum til athafna á sama starfssviöi, þó í litlum mæli muni veröa. Sú tillaga hefur fengiö góöar undir- tektir, en síöan ekki söguna meir. Ein af mörgum leiöum til lausnar, vel þess verö aö hún sé reynd, enda hugmyndin komin frá öldruöu sveitafólki eystra, sem gleggst finn- ur hvar skórinn kreppir. Átaks er þörf En æ meira leitar þaö á hugann hvort viö eigum ekki aö gera virki- legt átak í því aö gera öldruðu fólki kleift aö búa að sínu eöa hjá sínum sem allra lengst. Veit ég vel um heimilishjálp og umönnunargreiðsl- ur trygginganna og þetta er af hinu góöa, aöeins þarf miklu meira til. Og við rekum okkur fljótlega á vegg þar sem f jármunir vega þyngst hjá fjölda mörgum. En fleira kemur til. Mér ógnar í raun sú ríka tilhneig- ing minnar kynslóöar og annarra einnig aö koma hinum öldruöu af sér sem allra fyrst, losna viö amstur og ýmsa annmarka sem umör.nun og aöstoð viö þá fylgir. Hins vegar gleymist margt í þessari áráttu. Fólk missir nefnilega líka af miklu í samskiptum — hinir yngstu þjóðfé- lagsþegnar ekki hvaö sízt. Eöa teljum viö það ekki lengur þroskandi fyrir unga, leitandi barns- sál að mega hverfa á vit ömmu og afa meö spurningar og vandamál sem önn hversdagsins gerir mörgu foreldri ókleift eöa illa kleift að sinna og leysa úr. Hér er um mikilvægan 9 leit að leiðum til betri og far- sælli lausna þurfum við á því að halda að leita til hinna öldruðu sjálfra.” uppeldisþátt að ræða sem huga þarf aö. Máske er hin tryllta tækniöld svo ærandi í öllum sínum hraða og erli, lífsgæöakapphlaupið svo yfirþyrm- andi aö allt þetta gleymist og málum sem þessum því vikið til hliðar meö öllu sem einhverju óþægilegu og erf- iöu sem endilega þurfi aö losa sig viö. öfgar kunna þetta aö þykja en í ljósi þessa er hollt að hugleiða þetta mál allt. Að horfa í eigin barm Eitt er a.m.k. víst aö hollt er aö horfa í eigin barm og spyrja sig hvort við höfum gert okkar skyldu undanbragöalaust. I leit að leiöum til betri og farsælli lausna þurfum viö á því aö halda aö leita til hinna öldruðu sjálfra, samtaka þeirra sem ein- staklinga, svo sjónarmiö þeirra fái sembezt notiösín. Engir hugsa þessi mál betur, ígrunda þau oftar en einmitt þessir þolendur ellinnar og þangað er því hollt aö sækja ráö, auk þess sem slíkt samráð er jafnsjálfsagt hér og ann- ars staðar þar sem þess er talin þörf. Eg mun áfram á mínum starfs- vettvangi viöra hugmyndir til úrbóta og þá sér í lagi þá möguleikaað aldr- aöir fái notiö aöhlynningar sinna í heimahúsum sem lengst, þó þaö kunni að kosta ákveöna fjármuni samfélagsins í auknum mæli til að- stoöar því fólki sem gjarnan vildi hafa sína hjá sér lengur, ef aöstæður og efnahagur leyföi, en geta þaö t.d. ekki í dag einfaldlega vegna kapp- hlaupsins viö aö hafa í sig og á eöa af öörum áþekkum aöstæðum. Og vel aö merkja, þá hygg ég aö verja mætti til þessa allgóöum fúlgum mið- að við kostnaö af umönnun þessa fólks á stofnunum. Eg hygg aö þaö f járhagsdæmi gæti litið vel út, þó aöeins sé til hinna bein- liöröu fjármuna litiö. En hér er miklu stærra og veigameira mál á ferð en svo að þaö veröi metið og veg- iö á þá mælistiku eina. Eitt er Ijóst: Mannleg hamingja er svo víða í veöi að einskis má láta ófreistað að finna farsælustu lausn- irnar og þar þarf einmitt fyllsta sam- ráö viö þá sem njóta eiga þessara lausna. Þrátt fyrir átök af ýmsu tagi og áform góö eru málefni aldraöra enn skuggi á velferðarþjóöfélagi okkar. Hver geisli sem berst inn í þann skugga er kærkominn. Hann er gjöf handa okkur öllum. Helgi Seljan. Framtíð reyrð í fjötra fortíðar Fjárlög hljóta aö vera mikilvæg- asta stjórntæki hverrar ríkisstjórn- ar. Þau ættu aö endurspegla stefnu hennar og hvernig hún hyggst ná markmiðum sínum. Fjárlög á Is- landi eru bókmenntir af allt ööru tagi. Þau endurspegla aö vísu póli- tíkina í landinu og snúast eins og hún um liöna tíö. Þeim er ætlaö aö breiða yfir mistök gærdagsins og helst aö koma sökinni yfir á aðra, útlendinga, þjóöina eða landið og oftast allt í senn. Sá háttur að gefa árlega út bók til aö lappa upp á fortíðina og afla efnis í næstu bók er í hæsta máta fávíslegur. Fjárlög þessa árs eru enn ein staðfesting þess aö fjárlög síö- asta árs voru vitlaus og var senni- lega aldrei ætlað aö ganga upp. Ráö- herrar í jólasveinaleik eru ekki vandinn heldur jólasveinar í ráö- herraleik og meöan mannval ís- lenskra stjórnmálaflokka er í líkingu viö þaö sem stjórnmálaumræða sum- arsins endurspeglaði er ekki breyt- inga von. Fátæktin vöxtuð í út- löndum Viö Islendingar erum fátæk þjóö, fátækt okkar má lesa í dálkum er- lendra lánardrottna undirstrikaö getuleysi innlendra stjórnvalda. Á þessu veröur engin breyting meðan loddaramennska og sjónhverfingar verða hvaö eftirsóknarverðastir eig- inleikar þeirra sem stjórna eiga landinu. Fjárlagaumræða öll hefur oröið makalaust bull. Aðhald og sparsemi eru lögö aö jöfnu viö dug- Kjallarinn KRISTÓFER MÁR KRISTINSSON FORMAÐUR LANDSNEFNDAR BANDALAGS JAFNAÐARMANNA leysi til að taka á helstu vanköntum hins opinbera fjármálakerfis. Otti og pólitískt kjarkleysi kallast á fjár- lagamáli; varkárni. Nýsköpun og efling nýrra atvinnugreina reynist ómerkileg auglýsingabrella, jafnvel auvirðilegri en framkvæmdastofn- unarrugliö. Meö stjórnleysi viröist eiga aö halda óbreyttu atvinnustigi, koma í veg fyrir atvinnuleysi. Þing- flokkakrumlan á bankakerfinu hefur gelt peningamarkaöinn og opnaö smugur fyrir fáránlegan bílskúrs- markaö meö peninga. Breytt viðhorf, nýjar leiðir Fjárlög eru ekki fyrir fyrirtæki og atvinnuvegi, fjárlög eru ekki fyrir rikisstofnanir, f járlögum er ekki ætl- aö aö fullnægja kosningaloforöum og metnaði einstakra ráðherra. Fjárlög eru fyrir fólk, þau snúast um fólk, rétt þess til mannsæmandi afkomu og öryggis. Fjárlög hafa mikil áhrif á líf fólks. Þess vegna eiga þau að stefna í átt til einföldunar, þau eiga aö miöa aö því aö fólk haldi sem mestu eftir til ráöstöfunar eftir eigin geöþótta en ekki duttlungum þing- flokka. Fjárlög sem eru á kafi í fyrir- tækjabraski, hallarekstri og viö- brenndri skuldasúpu Kröflutöffar- anna veröa alltaf bæði vont og óþarft innlegg í jólabókaflóöið. Kristófer M. Kristinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.