Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 19
DV. MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER1985. Fréttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós 19 hagkvæmt aö gera hjartaaögerðimar hér heima er svar sérfræöinganna, sem leitað hefur veriö til, jákvætt. Um 50 milljónir króna fara á þessu ári til London vegna aðgerða sem þar eru framkvæmdar. Þeir fjármunir veröa framvegis færðir til á milli stofn- ana innanlands — frá Tryggingastofnun til Landspítalans. Samkvæmt útreikningum á síðasta ári var áætlaður kostnaður á aðgerð hér (legudagar innifaldir) 116 þúsund krónur. I því reikningsdæmi er auövitað ekki ferðakostnaöur, vinnutap aöstandenda og fleira sem til kostnaöar telst í heild- ardæminu vegna aðgerða erlendis. Talið er að legudögum sjúklinga fækki þegar aðgerðir hefjast hér innanlands. Mörg atriði þarfnast skoðunar ef út- koman á að vera raunhæf og sumt hefur verið tilnefnt hér en öðru sleppt. Áætlaður tækjakostnaöur var 6,9 milljónir áriö 1984 en það var án tolla. Landssamtök hjartasjúklinga hafa gefið tæki fyrir fimm milljónir króna. Tvö ár eru síöan samtökin voru stofnuð og í þeim eru um sex hundruð ein- staklingar, sjúklingar og aöstand- endurþeirra. „Ég held að okkar læknar verði alveg samkeppnisfærir við erlenda kollega sína. Á síðasta ári fóru um 190 manns til London í hjartaaðgeröir og í ár stefnir í 200. Eg held að það dugi vel til að halda okkar mönnum í þjálfun,” sagði Ingólfur Viktorsson, formaður Landssamtaka hjartasjúklinga, í DV nýlega. „Eg held að þaö sé fullkomlega óhætt að treysta læknum hér til þess- ara aðgeröa ef tæki verða til þess,” sagði hann einnig. Samtals er gjafafé til tækjakaupa á milli 7 og 8 milljónir króna. Verið er aö setja upp hjartaþræð- ingatæki á hjartadeild Landspítalans þessa dagana. Áætlað er að taka það í notkun í næsta mánuði. Hjartaskurð- lækningar verða teknar upp hér á Is- landi í marsmánuði á næsta ári — að öllu forfallalausu. Allur undirbúningur er kominn vel á veg á Landspítalanum, skurðstofur hafa verið lagfærðar, starfsfólk er í þjálfun og fjármagn er til staðar til tækjakaupa. Tveir íslenskir læknar munu veita deildinni forstöðu, þeir Hörður Alfreðs- son og Þórarinn Arnórsson. Báðir hafa þeir unnið í Svíþjóð og fram- kvæmt hundruö hjartaaðgerða. Annar þeirra, Þórarinn Arnórsson, sagði í viötali í DV 20. þ.m., aðspurður um ummæli Steingríms Hermannssonar: „Ég vil ekki leggja neinn dóm á þessi orö forsætisráðherra, nema það að mér finnst kjánalegt að segja svona. Ég get aðeins lagt faglegt mat á þetta mál og sé ekkert því til fyrirstöðu að hefja þessar skurðlækningar hér.” Faglegt mat, pólitískt mat, efna- hagslegt mat, mannlegt mat — nú, hvernig sem metið er og af hvaöa sjónarhóli þá eru hjartaskurðlækning- ar að verða að veruleika á Islandi. Hreint reikningsdæmi verður þetta aldrei en víst er aö „alþjóðlegur stað- all” hæfir varla Islendingum í þessu máli frekar en svo mörgum öðrum. Hvað ætli sérfræðingar í „alþjóðleg- um staðlaleik” segi við því að tvö hundruö þúsund manna þjóð standi undir rekstri háskóla, tveggja stórra flugfélaga og nokkurra skipafélaga svo dæmi séu tekin úr íslensku þjóðfé- lagi. Við erum kannski of stórhuga fyrir alþjóðlega staðla. -ÞG. Verid er að leggja síðustu hönd á tengingar nýja hjartaþrœðingatœ/cisins á Landspítalanum. „Engin rök, hvorki efnahagsleg, læknisfræðileg né félagsleg, mæla með þvi að kaupa lengur þjónustu á sviði kransæðaskurölækninga í öðrum lönd- um,” segja læknarnir m.a. í bréfi sínu sem Stefán vitnaöi i. Stefán sjálfur studdi málið. Guðrún Agnarsdóttir sagði m.a.: „Mig langar eindregið til þess að hvetja hæstvirtan heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að beita sér fyrir því að hjartaskurðlækningar megi sem fyrst hefja hér á landi. Af- staða mín mótast af tveim megin- sjónarmiðum. Annað er mannúðar- sjónarmið og hitt er sparnaöarsjónar- mið, sem er vinsælt um þessar mund- ir.” „Ég vann um 12 ára skeið á sjúkra- húsi úti í London þar sem margir Is- lendingar komu í hjartaskurðlækning- ar,” hélt Guörún áfram. „Þess vegna get ég af eigin reynslu dæmt um þaö að því fylgir mikið aukaálag og áhyggju- efni, ekki bara fyrir sjúkling heldur líka fyrir aðstandendur, að þurfa að gangast undir stóra skuröaðgerð á er- lendri grund þar sem um er að ræða öryggisleysi og framandi umhverfi og og fjárhagslega úttekt á flutningi hjartaskurðlækninga til Islands. Nefndarmenn voru Davíð Á. Gunnars- son, þáverandi forstjóri ríkisspítal- anna og núverandi aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, Árni Kristinsson, læknir á hjartadeild Landspítalans, og Björn önundarson tryggingayfirlækn- ir. Nefndin skilaði viöamikilli skýrslu í júní 1984. En áður en vikið er nánar að niðurstöðum þeirrar skýrslu skulum við líta nánar á það plagg sem vitnað er til hér i upphafi greinar. Það er endursögn á skýrslu Alþjóða heil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) um langtímaáhrif hjartaskuröaðgerða. Að áliti WHO er nauðsynlegur mann- afli fyrir „hagkvæmustu” skurðstofu og skylda starfsemi 80 starfsmenn auk starfsmanna á rannsóknarstofum og skrifstofu. Þar er talið að hver læknir þurfi að framkvæma um það bil 50 uppskurði árlega til að viðhalda fullnægjandi þjálfun og færni. Kostnaður erlendis I Evrópu hefur kostnaöur reynst að pr. miUjón íbúa. Væru hins vegar allir læknar „þeir áköfu” yrðu uppskurðir 1000 pr. mUljón íbúa. Fæðin annmarki? Ht frá reynslu Evrópulanda segir ennfremur í gögnum þessum að WHO telji að 150 ný tilfelU komi upp árlega pr. mUljón íbúa. Árið 1983 voru tilfellin hér á landi á mUli 80 og 90 sem svarar tU u.þ.b. 400 t.ilfella pr. mUljón íbúa. I ár stefnir í 200 tUfeUi þannig að komið er yfir „500 tilfella markið”. Út frá fjölda tilfella árið 1983 (80—90 tilfelli) er gengið í gögnum Fjárlaga- og hagsýslustofn- unar. Þá er komist að þeirri niðurstöðu að hjartaskuröstofa hér á landi stæöist vart þær kröfur er WHO gerir vegna fæðar tilfella. En sýnt er að tilfellum hér hefur fjölgað um rúmlega 100% á tveimur síðustu árum. I áðurnefndum niðurstöðum segir einnig að afstaða lækna ráöi mUdu um val á læknisað- gerð og að sjálfsögðu aðstaðan tU að- gerða. Þá er minnt á „þá íhaldssömu” og „þá áköfu”. Sem sagt að offjárfest- að mati sérfræðinga, og að þeirra mat fari fram á miðju ári 1986. Fæð aðgerða „miðað við alþjóölegan staðal” er viss áhættuþáttur við að flytja hjartaskurðaðgerðir til landsins. En sé rétt að staöið við undirbúning og þjálfun starfsfólks töldu nefndarmenn þá áhættu hverfandi. Og við má bæta að sá áhættuþáttur hefur enn farið hverfandi þar sem aðgerðum hefur f jölgað síðan skýrslan var lögð fram. Eftir því sem heimUdir herma var gerð samanburðarkönnun á dánartíðni íslenskra og breskra sjúklinga eftir kransæðaaðgerðir á breskum sjúkra- húsum. Dánartíðni íslensku sjúkling- anna var hærri. Ýmsir telja að aukið álag vegna ferðalags og erfiðra sam- skipta á erlendu máli kunni aö valda nokkru um. Tilfærsla á fé SíðastUðin 16 ár hafa um eitt þúsund Islendingar gengist undir hjartaað- gerðir erlendis. Lágmarkskostnaöur við hjartaaögerð í London er um 220 þúsund á sjúkling en í Bandaríkjunum fer kostnaður yfir mUljónina. Þegar spurt er hvort þjóðhagslega sé ingar í hjartaskurölækningum geti leitttilofnotkunar. Lokaorð skýrslunnar eru þessi: — Athyglisverður er sá lági kostnaður er við viröumst þurfa að borga í Englandi, samanborið við kostnaðartölu WHO. Vekur það grun um að sparnaður af að flytja þessa þjónustu heim sé í einhver ju ofmetinn. Þetta plagg frá í febrúar í fyrra hefur sjálfsagt verið einhverjum stjórnmálamönnum „leiðarljós” í þeirra umfjöllun um hjartaskurðlækn- ingar á Islandi. Þriggja manna nefndin Þá er rétt að víkja aðeins nánar að niðurstöðum þriggja manna nefndar- innar sem skilaði sínu áliti i fyrra. Hún kemst að þeirri niðurstöðu að samið verði viö sjúkrahús erlendis um aö þjálfa starfsfólk og skera upp ís- lenska sjúklinga næstu árin. Aö- gerðirnar verði síðan fluttar heim þeg- ar þjálfun og aðstaöa er fullnægjandi, Hvað skal metið? Eiður Guðnason, formaður þing- flokks Alþýðuflokksins, sagði við þessa umræðu: „Eg vil aðeins við þessa umræðu hér koma þeirri skoöun þingflokks Alþýðu- flokksins á framfæri aö það sé tví- mælalaust einhver skynsamlegasta fjárfesting á sviöi heilbrigöisþjónustu hér á landi, sem hægt sé aö ráðast í núna, að taka hér upp hjartaskurð- lækningar. Það er hægt að sýna fram á það með tölum hversu fljótt sú f járfest- ing skilar sér aftur og hinu megum við heldur ekki gleyma að mannlegur þátt- ur þessa máls er stór og verður ekki í tölum talinn.” Engin rök Fleiri tóku til máls við þessa umræðu og skal hér nefna til viðbótar Stefán Benediktsson, þingmann Bandalags jafnaðarmanna, og Guðrúnu Agnars- dóttur, Samtökum um kvennalista. Stefán lagði fram bréf frá félags- mönnum Hjartasjúkdómafélags ís- lenskra lækna sem honum hafði borist daginn áöur. þar að auki erfiðleika við aö tjá sig á erlendu tungumáli. Og þetta getur haft afdrifaríkar afleiöingar í sambandi við bata sjúklinganna.” „Síöara sjónarmiöið er sparnaðar- sjónarmið. Það er rétt aö þessu fylgir stofnkostnaður og hann er nokkuö hár einmitt núna, þegar verið er að reyna að spara, en hann mun skila sér mjög fljótt aftur þannig að á stuttum tíma veröur þarna um sparnaðarfram- kvæmdaö ræða. Eg hef enga ástæðu til þess að efa að heilbrigöisstarfsfólk á Islandi er full- komlega hæft til þess að sinna þessu verkefni og lýsi hér með yfir stuðningi Samtaka um kvennalista við þessa hugmynd.” Svo mörg voru orð læknisins og þing- mannsins Guðrúnar Agnarsdóttur. „Staöall" Skömmu eftir að umræður þessar fóru fram í þingsölum, eöa 1. nóvem- ber 1983, skipaði Matthías Bjarnason þriggja manna nefnd. Hlutverk þeirr- ar nefndar var að gera læknisfræðilega meðaltali tíu þúsund dollarar pr. sjúkl- ing. Kostnaður sveiflast á milli fimm og fimmtán þúsund pr. sjúkling. Ef farið yrði aö ráðleggingum WHO, stendur í plagginu, varðandi tækjabún- að og mannafla er kostnaðurinn talinn liggja nær fimmtán þúsund dollurum. Þess má geta aö samkvæmt upplýs- ingum Tryggingastofnunar ríkisins voru meðferðaraöilum í Bretlandi greidd u.þ.b. 3950 sterlingspund fyrir aðgerð í september 1982. Þetta sam- svarar tæplega 6100 dollurum. Þörfin á skurðaögerð sem læknisað- gerð ræðst af afstöðu lækna meðal ann- ars. I könnun, er gerö var í Kaliforníu, var læknum skipt í tvo hópa, „þá íhaldssömu” og. „þá áköfu”. Niður- staða könnunarinnar var á þá leið aö „þeir íhaldssömu” ráðlögðu ekki skuröaögerð nema sjúklingurinn sýndi enga svörun við lyfjameöferð. „Þeir áköfu” ráðlögðu uppskurð ef verulegra afbrigöa varð vart á hjartalínuriti. I ljós kom að væru allir læknar „íhalds- samir” svaraði uppskuröafjöldi til 230 v m ■ ^ I GÓÐ GREIÐSLUKJÖR Fyrir utan gseði 09 tímasparnað fást Raðveggir á einhverjum bestu greiðslukjörum á markaðinum í dag. Sðlustaðir Reykjavík Innréttingamiðstöðín ÁrmOla 17a Slmar 91-84585, 84461 Akranes Guðlaugur Magnússon Skarðsbraut 19 Síml 93-2651 Siglufjörður Bútur hf, Rónargðtu 16 Slmi 96-71333 Akureyri Bynor Glerörgötu 30 Slmi 96-26449 Egilsstaðir Trésmiðja Fljótsdalshéraðs Fellabœ Slmi 97-1700 Neskaupstaður Vblmi hf B-götu 3 Slmi 97-7605 Vestmannaeyjar Brimnes Strandvegi 54 Sími 98-1220 Selfoss G. A. Böðvarsson Austurvegi 15 Slmi 99-1335 Kefiavik Byggingaval Iðavöllum 10 Slmi 92-4500 FJALAR h/f Húsavík Sími 96-41346

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.