Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Síða 2
2
DV. MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER1985.
Skoðanakönnun DV um fylgi listanna:
FORSKOT ALÞÝÐU-
FLOKKSINS HORFIÐ
AÍþýöuflokkurinn hefur misst veru-
legan hluta fylgisaukningar sinnar.
Hann er nú með svipað fylgi og Fram-
sóknarflokkur og Alþýðubandalag.
Sjálfstæðisflokkurinn vinnur á. Þetta
eru niðurstöður skoðanakönnunar sem
DV gerði nú um helgina.
Spurt var: Hvaöa lista mundir þú
kjósa, ef þingkosningar færu fram
núna? Urtakið í könnuninni var 600
manns. Jafnt var skipt milli kynja og
jafnt milli höfuðborgarsvæðisins og
landsbyggðarinnar.
Oákveðnum f jölgaði í könnuninni frá
síðustu könnun i júní. Þetta er eðlilegt
eftir lognmollu sumarsins.
Af heildinni sögðust 7% nú styðja
Alþýðuflokkinn, sem er minnkun um
3,8 prósentustig frá júníkönnun. 6,7%
kváðust styðja Framsóknarflokkinn,
sem er minnkun um 1,5 prósentustig
frá júní. 3% sögðust styðja Bandalag
jafnaðarmanna, sem er minnkun um
1,5 prósentustig síðan í júní. Sjálf-
stæðisflokkinn sögðust nú 21,3%
styðja, sem er minnkun um 2 prósentu-
stig frá júní. 6,8% sögöust styðja
Alþýðubandalagið, sem er aukning um
0,8 prósentustig frá í júní, 2,8% sögðust
styðja Samtök um kvennalista, sem er
fækkun um 0,9 prósentustig frá júní-
könnun. Flokkur mannsins fékk fylgi
0,5%, sem er sama og í júní. Oákveðnir
voru 41,8% af heildinni, sem er 10 pró-
sentustiga aukning frá júníkönnun.
Loks vildu 10% ekki svara spurning-
unni, sem er 1,2 prósentustigum minna
en í júní.
Samanburður við kosningar
Til að bera þetta saman við kosn-
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar. Til samanburðar eru niðurstöður fyrri
D V-kannana á kjörtímabUinu:
Nú Júní '85 Mars '85 Jan. '85 Okt. '84 Sept. '84 Mai '84 Mars '84 Okt. '83
Alþýðuflokkur 42 eða 7% io,8% n,8% 10,7% 3,3% 5,2% 4,8% 5,2% 4,3%
Framsóknarflokkur 40 eða 6,7% 8,2% 9,7% 7% 8,5% 7,2% 10,7% 9,3% 7,8%
Bandal. jafnaðarm. 18 eða 3% 4,5% 330^ 3,2% 5,5% 2,8% 2,2% 1,5% 2%
Sjálfsfæðisfl. 128 eða 21,3% 23,3% 21,5% 19,8% 21,7% 23,6% 27,8% 28% 25,3%
Alþýðubandal. 41 eða 6,8% 6% 9% 7,2% 10,7% 10,7% 9% 8,2% 9,5%
Samt. um kvennal. 17 eða 2,8% 3,7% 4% 5,3% 4,8% 3,3% 3,3% 2,7% 3,8%
Flokkur mannsins 3 eða 0,5% 0,5% 0,2% 0% 0,2%
Óákveðnir 251 eða 41,8% 31,8% 30,5% 29,2% 32,2% 32,8% 28,5% 34% 34,3%
Svara ekki 50 eða 10% 11,2% 10% 17,7% 14,2% 14,5% 13,7% 11,2% 12,8%
Ef aðeins eru teknir þeir, sem tóku afstöðu, verða niðurstöðurnar þessar. Ti! samanburðar
eru fyrri DV-kannanir á kjörtímabiHnu og úrs/it síðustu kosninga:
Nú Júni ‘85 Mars '85 Jan. '85 Okt. 'B4 Sept. '84 Mai '84 Nars '84 Okt. '83 KOSN.
Alþýðuflokkur 14.5% 19% 19,9% 20,1% 6.2% 9.8% 8,4% 9.4% 8.2% 11,7%
Framsóknarflokkur 13,8% 14,3% 16,2% 13,2% 15,8% 13,6% 18,4% 17% 14,8% 19%
Bandal. jafnaðarm. 6,2% 7.9% 5,6% 6% 8,4% 5,4% 3.7% 2.7% 3,7% 7,3%
Sjálfstæðisflokkur 44.3% 40.9% 36,1% 37,3% 40,4% 44,6% 48,1% 51,1% 47,9% 39,2%
Alþýðubandalag 14,2% 10,5% 15.1% 13,5% 19,9% 20,3% 15,6% 14,9% 18% 17,3%
Samt. um kvennal. 5,9% 6.4% 6,7% 10% 9% 6,3% 5,8% 4,9% 7.2% 5,5%
Flokkur mannsins 1%- 0,9% 0,3% 0,3%
Ef þingsætum er skipt í réttu hlutfalli við fylgi samkvæmt síðustu DV-könnun og reiknað með
63 þingsætum, verða niðurstöðurnar þessar. Til samanburðar eru sambærilegar tölur frá fyrri
DV-könnunum og reiknað með 63 þingsætum í síðustu könnunum en 60 þingsætum þar áður.
Til samanburðar eru einnig úrslit síðustu kosninga:
Nú Júní (63 þm.l Mars (63 þm.) Jan. (63 þm.) Okt. (60 þm.) Sept. '84 Maí '84 Mars '84 Okt. '83 KOSN.
Alþýðuflokkur g 12 13 13 3 6 5 6 5 6
Framsóknarftokkur g 9 10 8 10 8 11 10 9 14
Bandal. jafnaðarm. 4 5 3 3 5 3 0 0 2 4
SjáKstæðisflokkur 29 77 23 24 25 28 31 32 29 23
Alþýðubandalag g 6 10 9 12 12 10 9 11 10
Samt. um kvennalista 344 6 5 3 3 3 4 3
KOSN. OVokfM DVmanW DVm.CM DVnpt 14 OVokl'M DV|on.1S DVmanlS OV júnl 15 DVnptlS
ingaúrslit skulu aöeins teknir þeir,
sem tóku afstöðu. Þá fær Alþýðu-
flokkurinn nú 14,5%, sem er minnkun
um 4,5 prósentustig síðan í júníkönnun
en aukning um 2,8 prósentustig frá
síðustu kosningum.
Framsókn fær nú 13,8%, sem er
minnkun um 0,5 prósentustig frá júní-
könnun og tap upp á 5,2 prósentustig
frá kosningunum.
Bandalag jafnaðarmanna fær nú
6,2%, sem er tap upp á 1,7 prósentustig
síðan í júní og tap upp á 1,1 prósentu-
stig frá kosningunum.
Sjálfstæðisflokkurinn fær nú 44,3%
þeirra, sem afstöðu tóku, sem er 3,4
prósentustiga aukning frá júníkönnun
og 5,1 prósentustiga aukning frá kosn-
ingunum.
Alþýðubandalagið fær 14,2%, sem er
aukning um 3,7 prósentustig frá í júní
en tap upp á 3,1 prósentustig frá kosn-
ingunum.
Kvennalistinn fær nú 5,9%, sem er
tap upp á 0,5 prósentustig frá júní-
könnun en aukning upp á 0,4 prósentu-
stig frá kosningunum.
Flokkur mannsins fær 1%, sem er 0,1
prósentustigs aukning frá júníkönnun.
Ef litið er á skiptingu þingsæta og
reiknaö meö fjölgun þingmanna um
þrjá, í 63, verður útkoman þessi, ef
skipt er hlutfallslega við fylgi: Alþýðu-
flokkur fengi 9 þingmenn og ynni 3.
Framsókn fengi 9 þingmenn og tapaði
5. Bandalag jafnaðármanna fengi 4
þingmenn sem fyrr. Sjálfstæðisflokk-
urinn fengi 29 þingmenn og ynni 6. Al-
þýðubandalag fengi 9 þingmenn og
missti einn. Kvennalistinn fengi 3 þing-
menn sem fyrr.
-HH.
UMMÆLIFÓLKS
í KÖNNUNINNI
„Eg kýs Sjálfstæðisflokkinn og
mundi deyja með þeim flokki, ef
hann dæi,” sagöi karl úti á landi.
„Eg mun kjósa Framsókn þrátt fyrir
allt,” sagði annar. „Mundi ekki
kjósa neitt. Færi ekki að elta þessa
karla,” sagði kona úti á landi.
„Jafnaðarmanneskja og mundi
kjósa Alþýðuflokkinn, en þótti Jón
Baldvin fara of snemma af staö,”
sagöi kona úti á landi. „Þeir eru allir
bölvaðir,” sagöi karl á Norðurlandi.
„Eg get ekki gert þetta upp fyrir
mér. Mér finnst þeir allir jafnléleg-
ir,” sagöi kona á Reykjavíkursvæð-
inu. „Ég er orðinn andvígur þeim öll-
um,” sagði karl á Reykjavíkursvæð-
inu. „Sjálfstæöisflokkinn þrátt fyrir
allt,” sagöi annar. „Ætli Sjálfstæðis-
flokkurinn sé ekki bestur fyrir okkur
launþega,” sagði karl á Reykja-
víkursvæðinu, „Eg kýs ekki. Þetta er
allt eins, þegar á herðir,” sagði kona
úti á landi. „Kvennalistann, því þaö
er komið í ljós, að karlarnir geta ekki
stjórnað,” sagöi karl úti á landi.
-HH.