Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 43
DV. MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER1985. Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýöubankiau: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65—74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikning- arnir eru verötryggðir og með 8% nafnvöxt- um. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbök er fyrir þá sem fá lífeyri frá líf- eyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 27%, en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uöi án úttektar upp i 33%. Arsávöxtun á óhrevf ðri innsíæðu er a fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sérvöxt- um, Gullbókin, er óbundin með 34% nafnvöxt- um og 34% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reikn- ings reynist hún betri. Af hverri úttekt drag- ast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaöarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30% árs- ávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxt- um. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbaukinn: Kjörbók er óbundin með 34% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánað verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 22%, eftir 2 mánuði 23,5%, 3 mánuði 25%, 4 mánuði 26,5%, 5 mánuði 28%, eftir 6 mánuði 29,5% og eftir 12 mánuði 31,6%. Árs- ávöxtun á óhreyfðu innleggi er34,l%, eða eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum reikning- um reynist hún betri. Vextir færast tvisvar á ári. Utvegsbankinn: Ábót ber annaöhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga i bankan- um, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings með 1% jafnvöxtum sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðar- lega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennirsparisjóðsvextir, 22%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga i bankanum. Nú er ársávöxtun ann- aðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax . hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila árs- fjórðung. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun meö svokölluðum trompvöxtum, 32% með 34,3% ársávöxtun. Miðaö er við lægstu inn- stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæöur innan mánaðar bera trompvexti sé reikningurinn eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega. Spariskírteini Spariskírteini Rikissjóös Islands eru seld i Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýj- ustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur. ) Við kaup á viðskiptavixlum og viðskiptaskulda bréfum er miðað við sérstakt kaupgengi. kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum i Hafnarfirði, Kópavogi, Keflavík Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára en inn- leysanleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir 7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greið- ast með höfuðstól við innlausn. Með vaxta- miðum, skírteini til mest 15 ára, innleysanleg eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð- stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og greiddir út gegn framvisun vaxtamiða. Verð- bætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta- auka, til 18 mánaða eða 10.03. 87. Vextir eru meöaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum reikningum bankanna og með 50% álagi. Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur greiðast með höfuðstól viö innlausn. Gengis- tryggð skírteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9% vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn- lausn með höfuðstól, í samræmi við stöðu SDR. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12—18% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 3. ársfjórðungi 1985: Til einstaklinga 677 þúsundum króna, 2—4 manna fjölskyldna 860 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.004 þúsundum, 7 manna og fleiri 1.160 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 3. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 320 þúsund krónur til einstakiings, annars 130—160 þúsund. 2—4 manna fjöl- skylda fær mest 400 þúsund til fyrstu kaupa, annars 160—200 þúsund. 5 manna fjölskylda eða stærri fær hámark 470 þúsundir til fyrstu kaupa, annars 190—235 þúsund. Lánslími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, láns- upphæðir, vextir og lánstima. Stysti timi að lánsrétti er 30—60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. I.án eru á bilinu 150—700 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verðtryggð og með 5—8% vöxtum. Iánstími er 15—35 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóöum. IMafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tím- ans 1.220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6+6 mánuði á 22% nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mán- uði. Þannig verður innstæðan í lok tímans 1.232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,5% á mánuði eða 42% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 0,1166%. Vísitölur Lánskjaravísitaia í september er 1.239 stig, en var 1.204 stig í ágúst. Miðað er við 100 í júní 1979. Byggingarvisitala á 3. ársfjórðungi 1985 er 216 stig á grunninum 100 frá janúar 1983, en 3204 stig á grunni frá 1975. og Sparisjóði Reykjavikur. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og Verslunarbankanum. VEXTIR 8ANKA OG SPARISJÚÐA (%)_________________________________________21.-30.09.1985 INNLÁN MEÐ SERKJÖRUM SJA sérlista 5 1 111! tl II 11 !l iiif ii li innlAn óverðtryggo sparisjOosbækur úbunán mstaða 22.0 22,0 22,0 22.0 22.0 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 SPARIREIKNINGAR 3fa mánaóa uppsogn 25.0 26.6 25,0 25.0 23.0 23.0 25.0 234) 25.0 25.0 6 ménaða uppsogn 31.0 33.4 30.0 28,0 28.0 30.0 29.0 31.0 28.0 12 mánaóa uppsogn 32.0 34.6 32,0 31.0 32,0 SPARNADUR LANSRÉTTUR Sparað 3 - 5 minuöi 25JJ 23.0 23,0 23.0 23.0 25.0 25.0 Sparað 6 mén. og mmra 29.0 26.0 23,0 29.0 28.0 INNLANSSKlRTEINI Ti 6 márutða 28.0 30.0 28.0 28.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareárangar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 Htauparmhrangar 10,0 10.0 8.0 8.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 INNLÁN VERDTRYGGD SPARIREIKNINGAR 3fa mánaða uppsogn 2.0 1.5 14) 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 6 mánaða uppsogn 3.0 3.5 3.5 3.5 3.0 3.0 3.0 3.5 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandar íh jadotar ar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0 Slertngspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5 Vsstur þýsk mork 5.0 4.5 4,25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5 Danskar krónur 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 ÚTLÁN DVERÐTRYGGÐ ALMENNIR VÍXLAR IforvBxtv) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 VIOSKIPTAVlXLAR IforvextB) 32.5111 32.5 32.5 kga 32.5 kge kga kga 32.5 ALMENN SKULDABRÉF 32.0(2) 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 324) 32.1) 32.0 VKJSKIPTASKULOABRÉF 33.51) 33.5 kge 33.5 kge kg. kge 33.5 HLAUPAREIKNINGAR Yfvrkátlur 31.5 31.5 31.5 31,5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 UTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULOABRÉF Að 2 112 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Ltmgnen? 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 UTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU VEGNA INNANLANDSSOLU 27.5 27.5 27.5 27.5 27.5 27.5 27.5 27.5 27.5 VEGNA UTFLUTNINGS SDR rrahramfTTt 9.5 9.5 9.5 9.5 9.5 9.5 9.5 9.5 9.5 43 Sandkorn Sandkorn a Suðurnesjum Stuadum eiga sér stað óvæntar uppákomur í dans- húsum landsmanna. Við greindum frá því hér í Sandkorni er kona ein hóf mikla fatafellusýningu á Stuðmannaskemmtun ný- lega. En ævintýrin gerast víð- ar. Við gefum blaðinu Vikurfréttum orðið: „Það varð óvænt skemmtun sem gestir fengu á danshúsi einu á Suður- nesjum fyrir skemmstu. Einn dansgestanna úr hópi kvenna hóf að tina af sér spjarirnar í grið og erg og hætti ckki fyrr en hún var stöðvuð af dyravörðum hússins, þá aðeins á nær- buxum einum f ata. Varð hún ókvæða við og taldi að með þvi að leiða sig í burtu væru þeir að svipta hana virðingu sinni...” Dagur til vinstri Nú er Dagur á Akureyri orðinn að dagblaði, eins og heimsfrægt er orðið. Væntu tryggir lesendur og stuðn- ingsmenn blaðsins þess að einhverjar breytingar yrðu á því á þessum merku tíma- mótum. En nú segja árvökulir að cina breytiugin sem orðið hafi á blaðinu sé sú að haus þess hafi verið færður til vinstri. Það er kannski engin til- viljun að forsíðufyrirsögn fyrsta blaðsins eftir breyt- Hinn dagkgí Dagur, mcð haus- inn iil vinstri. ingu skuli vera: „Þetta er afarviðkvæmtmái”. Göturnar i Kópavogi hafa lengi verið sérstakur kapí- tuli i bæjarlifinu þar. Margar þeirra voru á sín- um tíma „teppalagðar" mcð oliumöl yfír pollana og án undirbyggingar. Teppið seig svo hér og þar, bólgn- aði anuars staðar eða hrein- lega sprakk. Þannig var komið í veg fyrir allan hrað- akstur, enda hefur hann ekki verið stórvægilegt vandamál í bænum. Smám saman cru Kópa- vogsgötur þó að brcytast til samræmis viö venjulegar götur i þéttbýli. Og þá hafa greinilega vaxið áhyggjur viðkomandi yfirvalda af stórhættulegum hraöakstri. Þess vegna var Borgar- holtsbrautinni lokaö um næstsíðustu helgi og tvær gangbrautir lagðar bungu- malbiki með iniklum túþríf- um. Arkitektar að bungun- um hafa greinilega haft hagsmuni bæjarvinnunnar i huga. Á miðvikudaginn fór nefnilega aö rigna og á fimmtudaginn var nóg að gera með loftpressu við að brjóta regnvatni lelðir gegnum nýmalbikaðar bungurnar. Hagkaup fékk hcldur en ekki auglýslnguna síðastlið- innmiðvikudag. Þann sama dag var sjón- varpað í beinni útsendingu leik tslendinga og Spán- verja í Sevilla á Spáni. Lciknum var vitaskuld einnig sjónvarpað á Spáni en á völlinn komu um 50.000 manns. Svo geröist það í miðjum leik að Pétur Pétursson slasaðist og lá hreyflngar- laus á vcllinum. Þá þustu til íþróttaþjálfari og læknir. Annar hélt á rækilcga merktum Hagkaupspoka sem allt í einu fyllti skjáinn eins og skrattinn úr sauðar- leggnum. Ekki dónateg auglýsing það! Prófkjörs- fiðringur Nú er farið að styttast í prófkjör sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar í Reykjavik í vor. Enn hef ur ekki vcrið endan- lega ákveðið hvcnær það fer fram, en rætt er um 24.-25. nóvember næstkomandi. Arni Sigiússon. Margir hafa verið nefndir sem fulltrúar yngri manna ftokksins í prófkjörsslag- inn. En þar ber einna hæst nafn Árna Sigfússonar, fyrrverandi formanns Heimdallar og núverandi framkvæmdastjóra Full- trúaráðs sjálfstæðisfélag- anna i Reykjavík. Árni hefur stundað nám í opinberri stjórnun við há- skóla i Tennessce í Rauda- rikjunum. Hann hefur nú lokið námi, eftir tveggja ára puð. Telja kunuugir að Árni njóti mikiis stuðnings fari hann i framboð í próf- kjörinu. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. I 4! i i 1 Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir | HÁSKÓLABIÓ — AMADEUS ★ ★ ★ ★ 1 KVIKMYND SEM HRIFUR Amadeus. Leikstjóri: Milos Forman Handrit: Peter Shaffer eftir eigin leifkriti. Kvikmyndun: Miroslav Ondricek. Aðalleikarar: F. Murray Abraham og Tom Hulce. Leikrit Peters Shaffer hafa ekki fengið góða meðhöndlun í kvikmynd- um. Equus og The Royal Hunt Of The Sun eru, þrátt fyrir að hæfileikamikl- ir leikstjórar hafi stjórnað þeim, misheppnaðar kvikmyndaútgáfur af góðum leikritum. Svo er ekki farið með Amadeus. Sjálfur hefur Peter Shaffer tekið að sér að gera handrit eftir þessu fræga leikriti sínu og svo síðast en ekki síst gefur tónlist Moz- arts margfalt meiri möguleika í kvikmyndaformi. Saman hafa þeir Milos Forman og Peter Shaffer gert ógleymanlega kvikmynd um snillinginn Mozart og höfuöandstæðing hans, Antonio Salieri. Amadeus byggist að mestu leyti á þeim sögusögnum sem voru í gangi snemma á nítjándu öld um aö Salieri heföi orðið Mozart að bana vegna sjúklegrar afbrýðisemi. Myndin byrjar á geðveikrahæli þar sem Salieri dvelur flestum gleymdur og heldur hann því fram við prest, sem kominn er til að taka við syndajátningu frá honum, að hann hafi drepið Mozart. Fer hann að rekja sögu sína um aðdragand- ann. Salieri er hirðskáld Austurríkis- keisara. Þegar hann heyrir tónlist Mozarts finnur hann til smæöar sinnar sem tónskáld. Það sem fer samt verst meö hann er að Mozart er duttlungafullur flagari og sjálfs- traustiö uppmálað. Salieri getur ekki skilið að svo lítilf jörlegur maður skuli fá að gjöf þá náðargáfu að geta Tom Hulce hlaut ekki óskarsverð- launin, en hann skilar samt hlut- verki sinu frábærlega. samið tónlist sem gerir hans eigin tónlist að ómerkilegu tónaflóði. Smám saman eykst öfund Salieris í garð Mozarts sem kemur með hvert snilldarverkið á fætur öðru. Salieri, sem á yfirborðinu þykist vera vinur Mozarts, kemur því til leiöar ásamt vinum sinum aö verk Mozarts eru lítið leikin. Brátt tekur að sækja á hann sú hugmynd að hann muni ekki fá frið fyrr en Mozart sé allur og skipu- leggur hann morðið á Mozart í smáatriðum.... Amadeus er mikið sjónarspil. Fléttað er saman atriðum úr þekktum óperum Mozarts við magnaðan söguþráðinn. Aðeins fannst mér Amadeus vera farinn að þreyta mig með öllum skarkalanum í seinni helmingi myndarinnar. En sú yfirkeyrsla gleymdist fljótt við hin stórkostlegu endaatriði myndarinn- ar. Samkvæmt fyrirmælurn hans að sálumessu I lokaatriðunum nær Amadeus hámarki. Mozart, þjáður á líkama og sál, biður Salieri að skrifa nótur og Salieri finnst sem hann nálgist meistarann með aö fá að skrá nótur hans. Þetta er atriði sem seint gleymist. Og í lokin, þegar Salieri hefur lokið sögu sinni, hefur presturinn löngu gleymt til hvers hann kom og situr dolfallinn eftir meðan Salieri er keyrður í hjólastól á gangi geðveikrahælisins heilsandi sjúklingum á báðar hendur. Þessi atriði gera það að verkum að áhorf- andinn finnur að hann hefur séð eitt- hvað sem ekki verður endurtekið. Það reynir mikið á aðalleikarana tvo og þótt þeir F. Murray Abraham og Tom Hulce sýni báðir stórbrotinn leik í hlutverkum sinum þá er skiljanlegt hvers vegna F. Murray Abraham fékk óskarsverðlaunin en ekki Tom Hulce. Hlutverk Salieris er fyrst og fremst stærra og alvarlega. Það er alltaf stutt í gamansemina hjá Mozart og allur húmor myndarinnar er kominn frá honum. Tom Hulce gerir hlutverkinu virkilega góð skil en það er Salieri sem er miðdepill myndarinnar og F. Murray Abraham tekst aðdáunarlega vel að sýna þennan aumkunarverða einstakling. Milos Forman hefur gert stór- brotna kvikmynd sem á fyllilega skiliö öll þau óskarsverðlaun sem hún hefur fengið og er samanburðar- hæf við hans bestu mynd hingaö til, Gaukshreiðrið. Hilmar Karlsson. * * * * Frábær ★ ★ ★ Góð ★ ★ Miðlungs ★ Léleg O Afleit

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.