Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Qupperneq 12
12
DV. MÁNUDAGUR30. SEPTEMBER1985.
Ú'.gáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlASSNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALLSTEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12-14, SlMI 686611
Auglýsingar: SlÐUMÚLA33, SlMI 27022
Afgreiðsla.áskriftir.smáauglýsingar ogskrifstofa: ÞVERHOLT111 ,SlMI 27022
Slmi ritstjórnar: 686611
Setning,umbrot,mynda-ogplötugerð: HILMIR HF„ SIÐUMÚLA12
Prentun: ARVAKUR HF.-Askriftarverðá mánuði 400 kr.
Verð I lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblað 45 kr.
Þrírjafnirí,þingbyrjun
I skoðanakönnunum síðustu tíma hefur athyglin eink-
um beinzt að Alþýðuflokknum.
Fólk spyr: Hvernig tekst hinum nýja formanni að
halda fylgisaukningu flokksins?
Síðasta skoðanakönnun DV svarar því.
Alþýðuflokkurinn hefur tapað miklum hluta af því
fylgi, sem hann hafði áður unnið.
Alþýðuflokkurinn er ekki lengur öruggur í öðru sæti
flokkanna. Hann hefur nú svipað fylgi og Framsóknar-
flokkur og Alþýðubandalag.
Þetta eru töluverðar sveiflur á einu sumri.
Jafnan hefur verið sagt, að fylgisaukning Alþýðuflokks-
ins byggist á framgangi flokksformannsins, Jóns Bald-
vins Hannibalssonar.
En í raun hefur þessi flokksformaður verið í „sumar-
leyfi”.
Á því sjáum við, að Alþýðuflokkurinn nýtur í þessari
skoðanakönnun ekki lengur góðs af persónutöfrum
flokksf ormannsins.
Því er svo komið, að Alþýðuflokkurinn er ekkert stærri
en Framsóknarflokkur eða Alþýðubandalag.
Ekki kemur á óvart, að hinum óákveðnu fjölgi í þessari
skoðanakönnun.
Hafa verður í huga, að stjórnmál hafa verið í ládeyðu
yfir sumarmánuöina. Einkum hefur stjórnarandstaðan
verið í undaríegu sumarfríi.
Aö því athuguðu er ekki skrítið, þótt sumir flokkarnir í
stjómarandstöðu spjari sig illa.
Þetta gildir þó ekki um Alþýðubandalagið, sem kemur
vel út úr þessari könnun.
Sjálfstæðisflokkurinn kemur vel út. En sjálfstæðis-
menn skyldu varast að fagna sigri. Fylgisaukning þeirra
stafar af því, að fleiri þeirra, sem nú teljast óákveðnir,
hafa yfirgefið vinstri flokkana.
Þannig er fylgi Sjálfstæðisflokksins í slíkri könnun
stöðugra en fylgi vinstri flokkanna.
Rætur Sjálfstæðisflokksins standa djúpt.
í skoðanakönnunum reynist fylgi Sjálfstæðisflokksins
yfirleitt meira en flokkurinn fær í kosningum.
Sjálfstæðismenn skyldu því ekki hrósa sigri eftir þessa
skoðanakönnun. Margt ber að athuga. Einkum það, að
hlutfallsleg fylgisaukning sjálfstæðismanna byggist á
því, að ýmsir fyrri kjósendur vinstri flokkanna segjast nú
vera óákveðnir.
Alþýðubandalagið kemur þokkalega út úr þessari
skoðanakönnun.
Flokkurinn var í deyfð í júníkönnuninni. Nú virðist hafa
úr rætzt.
Bandalag jafnaöarmanna hefur helzt vakið athygli
fyrir innbyrðis sundrung.
Slíkur flokkur getur ekki vænzt sigurs samkvæmt
skoðanakönnunum.
Hinir góðu pennar flokksins hafa mestmegnis verið í
„ritbanni”.
Bandalag jafnaðarmanna hefur þannig misst af sinni
stóru stund.
Að öllu samanlögðu hefur stjórnarandstaðan verið í
sumarfríi.
Þegar við nú athugum, hvernig flokkarnir standa eftir
sumarfríin og rétt fyrir þingbyrjun, blasir við, að þrír
flokkar eru að heita má jafnir, Alþýðuflokkur, Alþýðu-
bandalag og Framsóknarflokkur.
Frammistaða þeirra í þingbyrjun mun skera úr um,
hver þeirra hlýtur annað sætið í flokkakerfinu.
Nú er til dæmis spurning, hvort formaður Alþýðu-
flokksins vaknar og þá með hverjum hætti.
Haukur Helgason.
„Þeir þarna upp frá eru með fullt af kreditkortum í gangi. Fólkið hefur bara gleymt að nota þau til þess að
borga afborganir með."
Rauði dregill-
inn í ísrael
„Heyröu mig. Ertu búinn aö dusta
rauða dregilinn, góðurinn minn?”
sagöi æösti ráðherra í Israel viö aðal-
ráögjafann í landinu. „Þú veist sem
er að við eigum von á tignum gesti
norðan úr íshafi. Eg held ábyggilega
aö landið hans heiti Island.”
„Jú, jú, herra ráðherra. Eg er
löngu búinn að gera allt klárt. Við
höfum, eins og þú manst, átt von á
honum þónokkuð lengi. Og nú hefur
hann þegiö boð okkar um að halda
þennan langþráöa og þarfa fyrirlest-
ur um stjórnmál í veröbólguþjóðfé-
lagi.”
„Já, ekki veitir af, góðurinn. Þessi
verðbólga hér er alveg að kaffæra
okkur. Ertu búinn að pússa drykkj-
arhornin? Þeir þarna norður frá eru
alveg vitlausir í bjór. Það er alveg
bannað að drekka hann þar svo að þú
gætir þess að fylla hornin alltaf nógu
vel. Svo er annað. Við verðum allir
að fá okkur nýja hatta, svona texas-
hatta. Það er móöins á Islandi að
vera með svoleiðis höfuðföt. Ekki
getum viö verið síöri en þeir.”
„Þetta er allt á hreinu, herra
ráðherra. En hefurðu nokkuð velt því
fyrir þér hvernig þessir Islendingar
fóru að ná verðbólgunni svona nið-
ur?”
„0 já,” sagði æðsti ráðherra.
„Sko, fyrst létu þeir launin hjá
verkalýðnum standa í stað en af-
borganir af lánum, sem lýðurinn
þurfti t.d. að borga af húsum sínum,
stóðu ekki í stað. Þau hækkuðu. Þar
með komu heilmiklir peningar í
kassann. Nú, lýöurinn herti bara
sultarólina og sagði ekki múkk í þó-
nokkurn tíma. Fólkið hélt nefnilega
að ráöamenn á Islandi ætluðu líka aö
herða sultarólina en ég hef þó heyrt
annað. M.a. kaupa þeir sér fína bíla
með einhverjum opinberum styrkj-
um og eitthvað eru launin há hjá
ráðamönnum, ætli þau séu ekki 6—
10-föld mánaðariaunin hjá gesti okk-
ar miðaö við verkamannalaunin
þarnanorðurfrá.”
„Hvað ertu að segja? Tekur lýður-
inn þessu alveg þegjandi og hljóða-
laust?”
„Nei, nei, góöurinn. Osköp ertu
skilningssljór. Þaö er allt búiö að
9 „Góðurinn minn. Þetta er bara
trassaskapur í fólki að láta íbúðir
fara á nauðungaruppboð! ”
4
Kjallarinn
ERNA V.
INGÓLFSDÓTTIR
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR
vera logandi í verkföllum og ókyrrð
á vinnumarkaðnum. Hvað heldurðu
aö lýðurinn hafi heimtað? Jú, að
launin væru m.a. í takt viö lána-
greiðslur sem hann þarf aö inna af
hendi.
Æðsti ráðherra á Islandi þurfti að
samþykkja þetta. En þú hlýtur aö
sjá aö þetta gaf ráðamönnunum visst
forskot.’l
„Jæja, er þá þetta Island barasta
ekkert verðbólguþjóðfélag? ”
„Það er nú það, góðurinn minn. Eg
hef heyrt að verðbólgan sé alltaf á
niöurleið. Af hverju heldurðu aö ég
hefði annars verið að biðja þig að
dusta rauöa dregilinn fyrir þennan
höfðingja? Við ætlum að læra af hon-
um. Skilurðu þaö ekki?”
„Já, en ráðherra. Ég hef heyrt að
það sé verið að selja fullt af íbúðum á
nauðungaruppboðum þarna norður
frá. Leiga á 2ja herbergja íbúð sé
komin upp í 12 þús. krónur á mánuði.
Það sé ekki einu sinni hægt að fá leigt
fyrir því, vegna lítils framboðs. Og
meira. Unga fólkið þorir ekki aö
byggja vegna hárra og óhagkvæmra
lána. Því er meira að segja fleygt að
ungmennin, menntuð og dugleg, séu
farin að líta á búsetu í öðrum löndum
hýru auga.”
„Góðurinn minn. Þetta er bara
trassaskapur í fólki, að láta íbúðir
faraánauöungaruppboö! Þeirþarna
upp frá eru með fullt af kreditkortum
í gangi. Fólkið hefur bara gleymt að
nota þau til þess að borga afbórganir
með.”
„En heyrðu, ráðherra. HVað með
öll þessi rauöu strik hjá þeim? Ef
farið verður upp fyrir þau þá er heil-
mikil hætta á að lýðurinn segi upp
samningum og að það verði verkfall.
Nýjustu fréttir herma, meira að
segja, að stórt, stórt félag með fullt
af verkalýð innan sinna vébanda hafi
sagt samningum sínum lausum frá
og með næstu áramótum.”
„Það getur kannski vel verið. En
þú veist það, góöurinn, að dollarinn
hefur lækkað en ýmis gjaldmiðill í
Evrópu hækkað. Stjórnin á Islandi
getur augljóslega ekkert gert að því.
Nei, ég skal segja þér það. Mér er
sagt að þessi æðsti ráöherra frá Is-
landi hafi ráð undir rifi hverju og
haldi líka fast í stólinn sinn. Sjómenn
á síld eru raunar eitthvað að ybba
sig. Það veröur ábyggilega allt í lagi
með það. Við fáum áreiöanlega fullt,
fullt af ráðleggingum frá æösta ráð-
herra á fyrirlestrinum. Bíddu bara.”
Og asðsti ráðherra í Israel og góður-
inn hans fóru að pússa drykkjarhom-
in betur.
-Erna V. Ingólfsdóttir.