Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 16
16 Spurningin Heldurðu að ónæmistæring (AIDS) varði vandamál hór á landi? Slgriður Svavarsdóttir: Þetta er stór spurning. Nei, ég held ekki. pælt i því. Eg efast nú samt um aö ónæmistæringin verði mikið vanda- mál hér. Eg vona það allavega. Best væri ef læknarnir fyndu eitthvert lyf gegn henni. Eagna Rúnarsdóttir: Eg vona ekki. Kannski þó einhvern tíma. Reynir Ástþórsson: Þaö er nú það. Hún gæti oröið vandamál. Þaö er svo erfitt að spá í framtíðina. Maður verður aö trúa hinu opinberá að við séum lausir við þetta ennþá. Gunnlaugur Símonarson: Eg veit ekki hvað ég á að segja. Það fer eftir því hvemig fólk bregst við. Ef það er á varðbergi í kynferðismálum þá skul- um við vona að allt fari vel. Þóra Blómsterberg: Já, örugglega. Eru ekki allir með öllum? DV. MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER1985. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Lesandi kvartar yfir úthlutun verkamannabústaða á Hvammstanga. Hér sést yfir hluta staðarins. Úthlutun verkamannabústaða íbúi á Hvammstanga skrifar: Eg get ekki oröa bundist vegna út- hlutunar verkamannabústaða hér á Hvammstanga. 1983 lét stjórn verkamannabústaöa afskiptalaust þegar fram fóru maka- skipti á íbúð í verkamannabústað og glæsilegu einbýlishúsi. 1985 var sex íbúðum úthlutað. Þar af var einni úthlutað til sjómanns sem átti fyrir rúmgóða íbúð. Hana seldi hann útgerðarfyrirtæki hér í bæ eftir úthlutun. Nú á síðsumri var ein íbúð auglýst til endursölu en áðurnefnt útgeröar- félag haföi haft hana á leigu um eins árs skeið frá fyrri eiganda. Fjórar umsóknir bárust, þar af tvær frá verkamannáfjölskyldum sem búa í litlu og ófullnægjandi hús- næði. íbúðina fengu hins vegar nýað- flutt hjón, starfsmaður útgerðar- félagsins og kona hans sem rekur sjálfstæðan atvinnurekstur. Munu þau þó hafa átt fyrir íbúð á höfuð- borgarsvæöinu. Er hér farið að lögum? Ekki er allt sem sýnist Þorvaldur Böðvarsson héraðs- stjóri, formaður úthlutunarnefndar verkamannabústaða, varð fyrir svörum á Hvammstanga. Fullyrðingu bréfritara um maka- skipti á einbýlishúsi og íbúö í verka- mannabústað kvað hann ranga. Hjón í einbýlishúsi heföu skiliö og selt hús- ið. Síðan hefði einstæður faðirinn sótt um íbúð í verkamannabústað og fengið. Hvort íbúinn í verkamanna- bústaðnum hefði keypt einbýlishúsið væri ekki mál úthlutunarnefndar. Um sjómanninn, sem fékk úthlut- aö, sagði Þorvaldur að hann hefði verið búinn að selja íbúö sína fyrir úthlutun. Varðandi verkamannafjölskyld- urnar sagði Þorvaldur að þær heföu ekki uppfyllt þau skilyrði sem til þurfti. Á öðrum staðnum bjó um- sækjandi með konu og börnum sem ekki áttu lögheimili á staönum. I hinu tilfellinu bjó umsækjandi meö manni sem átti íbúð. Þorvaldur sagði að enginn vafi heföi leikið á réttmæti úthlutunar nú í sumar. Hjónin, sem getið er um í greininni, hefðu búiö á staðnum á annað ár og konan hefði lengst af átt þar sitt lögheimili. Þau höfðu átt fyrir litla íbúð í Reykjavík en seldu hana 3—4 mánuðum fyrir úthlutun. Varðandi úthlutun almennt sagði Þorvaldur margt erfitt við að eiga þar sem ætíð sæktu fleiri um en fengju. Einnig væri þetta viðkvæm- ara í litlum plássum þar sem allir þekktu alla. B .....v4.v.. '’WwK? Lesandi þakkar fyrir góða neyt- endasiðu i DV. Hér sést einn um- sjónarmaður hennar, Anna Bjarna- son, við störf sín. Góð neyt- endasíðaíDV Guðjón Tómasson hringdi: Eg vildi bara þakka DV fyrir góöa neytendasíðu. Sérstaklega þóttu mér leiðbeiningarnar um kaup og sölu á notuðum bifreiðum gagnlegar. Hversáekið yfirköttá Kleppsvegi? Þórarinn Björnsson hringdi: Eg varð fyrir því áfalli að ekið var yfir kött, sem mér var afar kær, á móts við Kleppsveg 8 um daginn. Kötturinn var stór og ekki leikur nokkur vafi á því aö ökuníó- ingurinn hefur fundið þegar hann ók yfir hann þótt hann hafi kosið að i flýja af hólmi. Vil ég biðja þá er kynnu að vita eitthvað um atburð þennan aö láta mig vita í síma 81956 og greiði ég 1500 krónur fyrir upplýsingar sem aö gagni gætu komið við að finna ökuþórinn. Samningur FÍB og olfufélaganna: KEMUR AÐ ENGU GAGNI FYRIR NEYTENDUR Félag islenskra bifreiðaeigenda og oliufélögin hafa gert með sér samning um gæðaeftirlit með bensini. Bensinkaupandi skrifar: Þegar mikið liggur við, t.d. þegar bera þarf klæði á vopnin í samskiptum neytenda við ríkisreknar stofnanir, sem stundum eru allstormasöm, eða hálfríkisrekin fyrirtæki eða fyrirtæki, sem eru undirokuð af hinu opinbera, er stundum gripiö til þess ráðs að gefa út fréttatilkynningar í skyndingu eöa boða til blaðamannafundar. Ein slík fréttatilkynning hefur nú borist frá þeim olíufélögunum, nú í samráði við Félag íslenskra bifreiða- eigenda. — „Við viljum eyða allri tor- tryggni,” segja forstjórar olíufélag- anna í fréttafyrirsögnum. Tortryggni um hvað? Jú, það er tor- tryggnin um bifreiöabensínið! Allt á þetta að vera vegna einhverra kvart- ana frá nokkrum bifreiðaeigendum um aö bensín sé ekki af þeim gæðastaðli sem nauðsynlegur þykir. Það vita allir að hér á landi er ekkert val um tegundir bensíns. Gæðaeftirlit breytir þar engu um. I fréttatilkynn- ingunni frá þess um samningsaðilum, sem nú virðast vera í sátt og samlyndi, er talað um að ,,í gær hafi olíufélögin og FlB gert með sér samning um gæðaeftirlit með öllu bifreiðabeinsíni sem flutt er til landsins”! Síðast í þessari frétt kemur svo í ljós að hér sé ekki um neitt nýtt eftirlit að ræða, samkvæmt ummælum forstjóra Olíufélagsins! Oliufélögin væru bara að „eyða” allri tortryggni hjá bifreiðaeigendum um að veriö væri aö selja þeim aðra vöru en ætti að vera. Ekki veit maður nú hvernig skilja ber orðalagið „ætti að vera”. Við vit- um þó fuilvel að við Islendingar „eig- um” ekki að fá annað bensín en það sem er á boðstólum. Með því þarf ekk- ert gæðaeftirlit. Nú, ekki er allt búið enn. Eftirlitið er framkvæmt af tveimur aöilum. Islensk rannsóknarstofa sér um sýnatöku bensíns frá birgðastpðvum olíufélag- anna hér á landi og útlent fyrirtæki um rannsókn bensínsýna úr söludælum. Maður hefði nú haldið að það þyrfti aðeins eftirlit með því bensíni sem kemur úr dælunum beint til kaupand- ans — ekki tvöfalt eftirlit. Og eftirlitið frá söludælunum framkvæmt af inn- lendumaðila! Allt er þetta furðulegt og ekki til aö auka traustið, fremur að ala á tor- tryggninni, ef eitthvað er. — Besta ráð- ið tU að eyða tortryggni bensínkaup- enda hefði verið að bjóða þeim kredit- kortaviðskipti eins og flest fyrirtæki gera. Fyrir þessu ætti FlB aö beita sér. — Eða hefur þetta samkomulag eitt- hvað að gera með væntanlegan upp- steyt almennings vegna hækkunar á bensíninul. okt.? Hringið kl. 13-15 eða SKRIFIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.