Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 20
20 DV. MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER1985. ALLAR STÆROIR HÓPFEROABÍLA SÉRI.EYFISBlLAR AKUREYRAR H.F. FERPASWdFSTOFA AKLMEVRAR HF. rAdhústohgi3.AKUREYRi sMaw KRAFTBLAKKIR ÚTGERÐARMENN Höfum A lagar 400 kg kraftblakkir með ains aöa tveggja spora hjóli. Gott varð og göðir graiðsluskil- Atlas hf Borgartuni 24. simi 26755 BIIALEIGA REYKJAVÍK: AKUREYRI: BORGARNES: VÍÐIGERÐI V-HÚN.: BLÖNDUÓS: SAUÐÁRKRÓKUR: SIGLUFJÖRÐUR: HÚSAVÍK: EGILSTAÐIR: VOPN AFJÖRÐU R: SEYÐISFJÖRÐUR: FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: HÖFN H0RNAFIRÐI: 91-31815/686915 96-21715/23515 93-7618 95-1591 95-4350/4568 95-5884/5969 96-71498 96-41940/41594 97-1550 97-3145/3121 97-2312/2204 97-5366/5166 97-8303 interRent Oryggið Í ÖNDVEGI MEÐ PHILIPS BÍLPERUM Á bensínstöövum Shell fást ódýrar og endingargóö- ar Philips bílperur í öll Ijós bifreiðarinnar. Skeljungur h.f. 46 Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8- 15655 „Skafrenningur og kafaldssnjór i kringum tjöld bandarisku hermannanna á Íslandi. Einmana hermaðurinn er eins og dökkur skuggi i hvitri breiðunni. Á sumrin er forarsvað i kringum tjöldin." Grein um ísland í einu Life-blaðanna sem f undust á Akureyri: tSLENSKAR K0NUR ERU EKKITILKIPPILEGAR — segja bandarískir hermenn við Life 10. maí1943 og líkja fslenskum konum við kalt veðrið Heilsíðugrein er um Island i einu þeirra Life-blaða sem fundust á öskuhaugunum á Akureyri um helg- ina. Blaðið er frá striðsárunum, 10. maí 1943.1 greininni segir að banda- riskum hermönnum finnist íslenskar konur ekki tilkippilegar. „Islenskar konur eru, eins og veðriö á Islandi, kaldranalegar. (Like the weather, the Icelandic girls are chilly).” I grein Life er annars verið að segja frá dvöl bandarískra her- manna á Islandi. Byrjað er á því að segja frá veðrinu á tslandi. „Veturn- ir eru langir og þaö vorar seint á Is- landi.” Og áfram: „Það er norðangarri með snjó og slyddu, beint frá heim- skautsísnum, langt fram í apríl. Og þegar svo voriö kemur loksins er það kalt og votviðrasamt. Meira að segja í júli er hitinn aöeins um 10,5 gráður á Celcius (51,6 gráður á Fahren- heit).” Já, svo er nú það og það er nú svo. Enn er haldiö áfram. „Meðfylgjandi myndir eru fengnar úr myndasafni hersins. Þær sýna okkur hvernig veturinn hefur verið hjá bandaríska herliðinu á Islandi þetta árið. En her- mennirnir eru þar til að halda úti herflugvelli á flutningaleiðinni frá Bandaríkjunum til Englands.” Þá segir að hermennirnir séu þarna einnig til að undirbúa hugsan- lega innrás í Evrópu. Life segir síðan að þrátt fyrir veturinn og kaldan storminn hafi líf haldist í hermönn- unum, þeim hafi ekki orðiö kalt. „Þeir hafa búið í þægilegum vetr- artjöldum og Nissan-bröggum sem hitaöir hafa verið upp með kabyss- um. ökutækin hafa einnig verið vernduð fyrir storminum og hafa til þess verið notaðar krossviðarplötur og timburrusl.” Og greininni lýkur svo á þessum orðum: „Það er aðeins eitt sem hef- ur gert bandarísku hermennina óhamingjusama. Þeim leiðist að fá ekki að berjast á vígstöðvunum. Eina skemmtunin, sem þeir hafa á Islandi, er að fara í bíó og fá sér tvö- faldan viskí. Islenskar konur eru, eins og veðrið á Islandi, kaldranaleg- ar.” -JGH „Vindur og snjóstormur á götum herbúöanna. Hermaður er é vakt. Bogmyndaða þakið til vinstri er Nissanbraggi, liklegast ágœtlega tœkj- um búinn, eins og með heimasmiðaða stóla, lampa og öskubakka." „Það er reynt að æfa sig á Íslandi þrátt fyrir vetrarríkið þar og bylinn."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.