Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Side 29
DV. MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER1985. 29 „Veiðum vonandi vænar hrygnur næsta sumar” — segir Þórarinn Sigþórssonr sem veiddi tæplega 300 laxafsumar „Veiöin hefur sjaldan gengiö eins illa og í sumar, ég fékk tæplega 300 laxa en var samt mjög marga daga viö veiðar,” sagöi Þórarinn Sigþórs- son tannlæknir. Stærstu laxar sumarsins? „Eg fékk tvo 18 punda, annan í Laxá á Ásum, hinn í Höklunum í Laxá í Kjós, skemmtilegir laxar. Annars missti ég stórlax, örugglega vel yfir 20 pund í Höklunum í Laxá í Kjós eftir mikla viðureign. Laxinn þaut út í sjó og barst leikurinn út all- ar fjörur og slitnaði loksins þegar allt var komið út af hjólinu.” Besti veiöitúr sumarins? „Minn besti veiðitúr í sumar var í Laxá á Ásum. Þar veiddi ég 30 laxa og voru óvenjumargir vænir. Þetta var skemmtilegur veiðidagur í góð- um félagsskap. Leirvogsáin gaf okk- ur Stefáni Guðjohnsen góða veiði, veiddum þar 22 laxa, vorum svo stál- heppnir aö lenda í göngu.” En hvers vegna fékk hann ekki fleiri laxa? „Ég hef líklega ekki haft nógu af- kastamikla aðstoðarmenn til aö plasta og beita, eins og einhver nöldurseggur vildi halda fram í les- endabréfi NT. En í alvöru talað voru ástæðurnar einkum vatnsleysi og við slíkar aðstæður tekur laxinn oft illa. Ég fór líka oft sem einhvers konar Þórarinn Sigþórsson. hjálparkokkur.” Var ekki óvenjumikið um smálax? „Jú, mikið af smálaxi og þá eink- um 5—7 punda hængum. Ég vonast svo eftir aö vænu hrygnurnar láti sjá sig næsta sumar.” Hvaö finnst þér um hið háa verð á veiðileyfum? „Verðið er oröið óheyrilega hátt og við íslenskir stangaveiðimenn er- um í samkeppni við útlendinga sem flestir vita ekki aura sinna tal. Ef veiðileyfin hækka enn get ég ekki ímyndað mér að þau seljist á inn- lendum markaöi. Annars virðist sem útlendingar séu aö draga saman seglin og fækka komum sínum hingað.” Ef veiðin minnkaði enn og veiði- leyfin hækkuðu meira á þá að draga inn færið? „Það yrði erfitt að kyngja því að þurfa að hætta því að veiðidellan á nú einu sinni svo sterk ítök í manni.” „Sé betur og betur hvað Norðurá er góð veiðiá” „Veiðin fór rólega af stað í sumar, var lítil þangað til kom fram í júlí en þá varð þetta mjög gott,” sagði Magnús Jónasson. „Þó að vatnsleys- ið væri mikið fór maöur aldrei lax- laus úr veiðitúrunum þegar veiðin byrjaði loksins í júlí. Veiðin hjá mér hófst 1. júní og veiddist enginn lax, lauk sumrinu síðan í Laugardalsá í Isaf jaröardjúpi 15. september og við fengum 7 laxa á einum og hálfum degi.” Hver var besti veiðitúrinn? „Það var í Miðfjarðará og þar veiddum við vel, félagarnir, ég, Kristján Bjarnason og Ólafur Rögvaldsson: 67 laxa á þremur dög- um á þrjár stangir. Miðfjarðaráin fyllist af laxi á þessum tíma. Norður- áin gaf mér líka vel í sumar og veiddi ég þar mest 33 laxa; veiddi oft í Norðuráísumar.” Er Norðurá eitthvað sérstök? „Uppáhaldsáin min og eftir því sem ég veiði í fleiri veiðiám sé ég — segir Magnús Jónasson betur og betur hvað Norðurá er góð veiðiáogberaf.” Eftirminnilegustu laxar sumars- ins? „Tveir laxar eru eftirminnilegir. Eg var að prófa 9 feta stöng, Orvis, í Miðfjarðará og 12 punda lax, ný- genginn, tók Blue Charm fluguna. Þetta var mikil barátta í Grjóthyln- um og stöngin vann fiskinn skemmti- lega. Fiskurinn, sem ég veiddi í Skarðafljóti í Miðá í Dölum, var hreint ævintýralegur. Hann djöfl- aðist um allan hylinn og tók vel í. Ég var með sterkan taum, 12 pund, og þetta var 12 punda lax og tók græna fransis; að lokum var honum landað.” Hvað er búið að veiða marga laxa í sumar? „Ætli maður sé ekki búinn að fá á milli 200 og 250 laxa.” Hvað finnst þér um verðlag á veiðileyfum? „Vonandi aö veiðileyfi hækki ekki Magnús Jónsson. meira en orðið er, þetta er orðið alltof hátt núna. Þessari stefnu verð- ur að linna aö veiðileyfi fylgi verð- laginu, sem er ekki oft í samræmi við veiöina.” Dagur Garðarsson. „Þetta var 25 —30 punda lax” — segir Dagur Garðarsson „Þetta hefur verið huggulegt sum- ekki fengist til að taka.” ar, sól og blíöa, og maður hefur lítiö þurft á regnkápu að halda. Hef veitt 30—40 laxa og flesta á flugu,” sagði Dagur Garðarsson. „Mjög gott sum- ar, en vatnsleysið var orðið sums staðar of mikiö og þaö hefði mátt rigna dag og dag.” Stærsti laxinn? „Hann var 18 pund og veiddist í Gíslakvörn í Laxá í Dölum og tók rauöa fransis, en sú fluga hefur ver- ið gífurlega sterk í Laxá í Dölum í sumar.” Misstirðu stórlax í sumar? „Já, mjög stóran lax seint í ágúst í sól og blíðu í Þegjandakvörn í Laxá í Dölum. Gæti hafa verið 25—30 punda lax og þetta var klukkutíma barátta og hann tók rauða fransis númer 10. Laxinn tók djúpt í hylnum og var varla byrjaöur að þreytast þegar lak úr honum; mikill og vænn fiskur; margir hafa séð hann en hann hefur Fékkstu flesta laxana á flugu? „Já, flesta nema í Staðarhólsá í Dölum, þar veiddi ég á maök, alla hina á flugu, uppáhaldsáin var Laxá í Dölum og gekk vel í henni sem endranær. Rauð fransis var uppá- haldsflugan hjá mér í sumar, en þetta gæti breyst næsta sumar. ” Nú veiðir þú mikið á flugu, er fluguveiðin skemmtilegri en maðkurinn? „Já, miklu skemmtilegra að veiöa á flugu. Þar sem mikiö er af laxi get- uröu kannski tekið 2 laxa á maðk en margaáflugu.” Hvað finnst þér um verö á veiði- leyfum? Er þaö orðið of hátt? „Mér finnst það fáránlegt, vil frek- ar fara í Laxá í Dölum en Gljúfurá í Borgarfirði fyrir svipað verð, ef maður tekur dæmi. Verðið er orðiö nóguháttnúna.” „Mikið af laxi að ganga f Víðidalsá” segir Björn Lárusson, bóndi á Auðunnarstöðum Víöidalsá þykir góð veiöiá og margir veiðimenn leggja þangaö leið sína á hverju sumri. En þar sem veiðin var frekar dræm í Víðidalsá í sumar og töluvert til af veiðileyfum í ánni undir þaö síðasta höfðum við samband viö Björn Lárusson, bónda á Auðunarstöðum og formann veiði- félagsins, og spurðum frétta. Hvað er að frétta, B jörn? „Lax er ennþá að ganga í Víði- dalsá og það er mikið af laxi í ánni.” Hvað veiddust margir laxar í ánni í sumar? „Það veiddust um 700 laxar og 3000 bleikjur, mjög góð silungsveiði. Okk- ar kúnnar eru auðvitað óhressir með þessa tregðu í sumar, en fiskifræð- ingar halda að áin sé aö komast upp úr lægöinni.” Er lax að ganga ennþá? „Mér finnst það merkilegt að lax sé að ganga ennþá. Ég hef veitt og búið hér á bökkum Víðidalsá í 50 ár og ekki séð lax svona seint.” Hvað getur það þýtt þegar laxinn kemur svona seint? „Það væri kannski hægt að lækka veiðileyfi eitthvað ef veiðitíminn yrði lengdur og laxinn fengist til að ganga svona eins og núna.” Hvað finnst þér um verö á veiði- leyfum? „Það hefur hlakkað í veiðimönnum núna vegna lélegrar veiði, en því ekki að láta þá borga fyrir góða veiði.” „Þetta er búið að vera gott sumar” — segir Snæbjörn Kristjánsson „Þetta er búið að vera gott sumar, þó að vatnsleysið hafi háö veiðinni töluvert,” sagði Snæbjörn Kristjáns- son. „Ég hef veitt víða í sumar og ég hef veitt rúma 200 laxa.” Sá stærsti? „Veiddi hann í Holunni í Laxá í Kjós og það var 15 punda lax, ný- genginn og tók vel í, mikil barátta í honum. Maður missir alltaf væna laxa á hverju sumri og þannig fór líka í sumar. I Stóru-Laxá í Hrepp- um, fyrir neöan Hólmahylinn í strengnum, missti ég um 25 punda lax, ég hef líklega verið meö hann í 4—ðmínútur.” Uppáhaldsáin? „Miðfjarðará hefur alltaf verið min uppáhaldsá og er sannkölluö VEIÐIVON GunnarBender paradís á jörðu. Fallegt að veiða við hana og margir skemmtilegir veiði- staöiríhenni.” Fékkstu góöa veiöi í henni í sumar? „Það gekk vel og við vorum við veiðar í henni í júlí og þá voru miklir vatnavextir. Mikil barátta við laxinn þegar áin er í miklum vexti.” Eitthvað minnisstætt frá sumrinu? „Ætli það sé ekki frá Laxá í Kjós þegar veiðifélagi minn, Hlöðver Vil- hjálmsson, setti í rosalegan lax í Höklunum og laxinn hafði ekki verið lengi á þegar hann tók strikið út í sjó og fór með alla flugulínuna og undir- línuna líka og þar með skildi á milli þeirra.” Hvað finnst þér um verð á veiði- leyfum? „Kominn tími til að lækka það og fækka mætti stöngum í mörgum veiðiám eins og í Norðurá, Laxá í Kjós og Miðfjarðará.” Snæbjörn Kristjónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.