Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR 30: SEPTEMBER1985. 5 Hvað ætla þær að gera á þinginu? Efnahagsvandinn ekki leystur með þvf að skapa mannlegan vanda — segir Guðrún Agnarsdóttir, Samtökum um kvennalista „Kvennalistakonur héldu fundi með konum víðs vegar um landið í sumar. >ar komu fram ýmsar góðar hug- myndir sem nú er verið að vinna úr. Bakhópar kvenna innan Kvennalistans vinna nú með þingkonum þessa dag- ana að undirbúningi þingmálanna. Við höfum reyndar endurskoðaö og mun- um flytja mörg þeirra mála sem við fluttum á síöasta þingi og ekki fengust samþykkt og síðan munum við einnig fylgja fast eftir þeim málum sem feng- ust samþykkt. Eins og áður mun athygli okkar bein- ast að því að flytja mál til hagsbótar konum og börnum. >að má segja að oft hafi verið þörf en nú er nauðsyn því að stefna þessarar ríkisstjórnar hefur sí- Guðrún Agnarsdóttir, þingmaður Sam- taka um kvennalista. fellt gengið nær láglaunafólki, en í þeim hópi eru konur fjölmennar. Launamál kvenna þurfa gagngerðrar endurskoöunar við og sleitulaust þarf að vinna að því að afhjúpa þaö misrétti sem konur eru beittar á vinnumark- aðinum. >að er til háborinnar skammar hversu stutt fæðingarorlof foreldra er og hve ótrúlegt skilnings- leysi og kæruleysi ríkir í dagvistunar- málum barna. Viö munum endurflytja mál til úrbótar í þessum málum,” sagði Guðrún Agnarsdóttir í þingflokki Samtaka um kvennalista við DV um ætlunarverk flokksins á komandi þingi. „En það eru ekki einungis útivinn- andi konur sem verða fyrir órétti. Réttindastööu heimavinnandi hús- mæðra verður að bæta hvað varðar slysa- og sjúkrabætur, Ufeyrissjóðs- réttindi og margt fleira, ennfremur að húsmóðurstörf séu metin til starfs- reynslu er út á vinnumarkað kemur. Um það munum við endurflytja mál. Mestu varðar þó að hlutverk kvenna og framlag þeirra til þjóðfélagsins séu metin að verðleikum bæði til virðingar og f jár og til þess munum við kvenna- listakonur hvetja með málflutningi okkar. Húsnæðismálin eru í þvílíkum ólestri aö þau verður aö stokka alveg upp á nýjan leik. >aö verðúr að tryggja fasta fjármögnun til langframa í samræmi við langtímaþarfir. >að var meðal annars hlutverk þeirrar milliþinga- nefndar sem stjórnarandstaðan gat knúið fram í vor. Við munum ganga eftir niöurstöðum frá þeirri nefnd. >á munum við einnig leggja áherslu á aukningu í byggingu leiguhúsnæðis og að fólk eigi raunverulegt val um það í hvernig húsnæði það býr. Tillögur Kvennalistans um að miða kauptryggingu langtímalána við kaup- gjaldsvísitölu viröast vera að ná hljómgrunni meðal stjórnarliða en við munum ítreka þær. Ennfremur má ekki gleyma þeim vanda sem stjómin gekk fram hjá í vor en það er greiðslu- byrði húsbyggjenda og einnig munum við leggja áherslu á að húsnæðissam- vinnufélögum verði tryggöur tilveru- réttur. Atvinnumál þjóöarinnar standa á tímamótum og við verðum aö leita allra leiða til að nýta og markaössetja það úrvalshráefni sem okkur stendur til boða úr sjó og á landi, einnig að opna nýjar leiðir til að vega upp á móti einhæfni og sveiflum í atvinnuvegun- um. >að má segja að aldrei hafi at- vinnumálin verið jafntengd eða átt jafnmikið undir menntamálunum og nú. Tillögur okkar um eflingu ferðaþjón- ustu urðu til þess að örva alla umræðu um þau mál og er það vel. Enda hefur komið í ljós að þaöan kemur vaxandi hluti gjaldeyristekna þjóðarinnar og munum við huga frekar að þessum málaflokki. Mikið er nú rætt um kosti eins og fiskeldi, loðdýrarækt, líftækni eða há- tækni sem framtíðarbjargvætti. Allir eru þessir atvinnukostir fýsilegir en þeir byggjast allir á menntun þeirra sem við þá vinna. Og viö teljum að far- miði þessarar þjóðar yfir í viðunandi framtíð sé góð almenn menntun allra landsmanna. >að verður best tryggt með því að við höldum menningu okk- ar og verðum bjargálna. Við munum flytja mál og knýja á um að þessu marki verði náð,” sagði Guðrún. „>að var einnig gleðiefni að allir flokkar skyldu geta komið sér saman um og samþykkt tillögu um afvopn- unarmál. >etta er þó aðeins fyrsta skrefið og við munum áfram flytja til- lögur gegn vaxandi vígbúnaði,” sagði Guðrún. Hún var einnig spurö að því hvað ætti eftir að einkenna þetta þinghald. „>etta er þriðja þingið sem fulltrúar Kvennalistans sitja. Hvert þing virðist vera með sínu lagi og því erfitt að spá. >ó virðist sá tónn, sem f járlagasmiðir blístra þessa dagana, gefa til kynna aö hörð átök eigi eftir að verða um for- gangsröð á milli stjómar og stjómar- andstööu. >etta er herská og óvægin stjórn sem hikar ekki við að knésetja þegna sína, jafnvel fyrir duttlunga ein- stakra ráðherra. Ofyrirleitni hennar er verri en ósamlyndi hennar en hvort tveggja mun verða henni að falli fyrr en seinna. Á meðan þarf að ver ja hags- muni þeirra sem minna mega sín því það varðar miklu að efnahagsvandinn verði ekki leystur með því að skapa mannlegan vanda. Gegn því munum við kvennalistakonur standa af alefli á þessu þingi,” sagði Guðrún Agnars- . dóttir. TRC-6 Gamla verðlð: 3.630 Sprengju- verðlð: 2.770 PH-35 Gamla verðlð: 9.580 Sprengju- verðlð: 6.990 System 708 Segulbönd Gamla verðlð: Sprengju- verðlð: CR-111 9.740 7.305 CR-115 11.900 9.850 CR-155 16.590 12.442 Gamla verölö: AX-750 18.930 AX-770 23.130 AX-5700 24.760 Sprengjuverðlð: 14.950 17.950 18.950 KMS-600 Gamla verðlð: 1.930 Sprengjuverðlð: 1.300 System 550 2x30 sínuswött Gamla verðlð: Sprengjuverðlð: 46.600 34.950 EQ-IOO Gamla verÖIÖ: 6.970 Spreng/u- verÖIÖ: 5.920 Lágmúla 7 — Reykjavik Póstkröfusendingar afgreiddar samdægurs. SJÓNVARPSBÚÐIN Simi 68 53 33

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.