Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 14
14 DV. MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER1985. Menning Menning Menning Menning AÐSKILNAÐAR- STEFNA í USTUM Magnús Tómasson myndlistarmaður ræðir um f ramlag sitt til Listahátíðar kvenna og önnur aðsteð jandi verkef ni Magnús Tómasson — Pússaði upp gamla „smámuni" og sýnir þá konunni til dýrðar i Galleri Grjóti. DV-mynd KAE. „Eg má ekki láta mitt eftir liggja í kvennafárinu,” segir Magnús Tómas- son myndlistarmaður sem um helgina opnaði sýningu sem hann nefnir Konan til gagns og gamans. „Satt best að segja eru komin öfug formerki á jafnréttis- baráttuna,” heldur Magnús áfram. „Ég hef auðvitað ekkert út á sýningar kvennanna að setja en mér finnst undarlegt þetta apartheit í listunum.” Framlag í dós Það er Listahátíð kveiuia sem Magnús er að vísa til. Á sýningunni í Gallerí Grjóti hefur hann safnað saman ýmiss konar „smámunum”, sem hann kallar svo, frá árunum 1968 til 1972. Á þeim árum voru konur Magnúsi einkar hugleiknar. „Já, þetta var svolítið sérstakt tímabil hjá mér. Eg var m.a. í því að setja ýmislegt í dósir,” segir Magnús og dregur fram dós með kynfærum konu, alsettum stálþráðum — og syngur í. Magnús hefur undanfarin ár staðið að rekstri Gallerí Grjóts ásamt fimm öðrum. Þau eru, auk hans, öm Þor- steinsson, Jónína Guðnadóttir, Ofeigur Bjömsson, Ragnheiður Jónsdóttir og Hjördís Gissurardóttir. „Gallerí Grjót barst bréf þess efnis að þar yrði eitthvað gert í tilefni af lokum kvennaáratugarins,” segir Magnús um tildrög þess að hann efndi til sýningarinnar. „Konurnar í hópn- um vildu ekkert gera í því máli svo ég ákvaö pússa upp þessi gömlu verk og sýna þau konunni til dýrðar,” segir Magnús og er alvaran uppmáluö. „Ef til vill var þó ekki ætlast tU þessa,” bætir hann við og ræður ekki lengur við hláturinn. Frjálst land — eða hvað „Reyndar held ég að konum hafi ver- ið gert hátt undir höfði í íslenskri list eftir aö þær voru komnar út í listsköp- um,” segir Magnús og er nú tekinn að ræða alvörumáUn á ný. „Ýmsar félagslegar ástæður kunna þó að hafa valdiö því aö þær lögðu síður en karl- menn út á þá braut. Ég held aö þetta kvennastand hafi verið flutt hingaö sem tíska, en þetta er frjálst land. Þó mundi eitthvað heyrast ef karlmenn héldu sýningar og óskuðu eingöngu eft- ir karlmönnum og héldu þær eingöngu vegna þess að þeir væru karlmenn. En þetta líður sjálfsagt hjá,” segir Magnús í svolitlum mæðutón. En nóg um kvennafáriö. Magnús hef- ur fleira fyrir stafni en að pússa upp gamla hluti tU að glettast við stallsyst- ur sínar. Nýverið lauk hann við að gera skúlptúr fyrir fyrirtækið Smith og Nor- land. Skúlptúrnum hefur veriö komið fyrir hjá húsi fyrirtækisins í Nóatún- inu. Þá á Magnús hlut að samnorrænni tillögusýningu um húsakost og um- hverfi í einu af úthverfum Stokkhólms. OgMagnúshefurfleiraá prjónunum. Verkefni dagsins „Eg er að vinna að skreytingu, væntanlega skúlptúr, fyrir skóla sem enn er óbyggður. Skreytingin verður bæði innan húss og utan. Þá tók ég að mér verk vegna afmælis Reykjavíkurborgar. Eg hef undanfar- ið verið að safna myndum sem á að nota á þróunarsýningu Reykjavíkur- borgar á næsta ári Hlutverk mitt er að velja og hafna myndefni eftir mínum smekk. Síðan tekur viö uppsetning myndanna og allur ytri búnaður sýn- ingarinnar. Ég hef einnig orðið aö vera við gagnasöfnun þó ég hafi því miöur ekki næga sagnfræðilega þekkingu en ég held að ég viti hvað ég vil fá. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á Reykjavík og þessu umhverfi sem við lifum í. Því miður er ekki hægt að ferðast aftur í tímann og taka myndir. En þaö er margt til sem hægt er að moða úr. Við notum, auk mynda, kort og uppdrætti, ferðabækur, gömul skjöl og svo mætti lengi telja.” Gamli Ford í bakhúsi Og áhugi Magnúsar á gömlu Reykja- vík lýsir sér ekki eingöngu í álitlegum stæðum af gömlum myndum á stofu- gólfinu. Stofan var eitt sinn gömul hlaöa vestast í vesturbænum. Magnús leitar þó ekki eingöngu á vit fortíöar- innar þessa dagana. Fyrir dyrum standa sýningar í Noregi og Svíþjóð þótt óvíst sé enn hvenær þær veröa haldnar. Hér heima er sýning einnig á dagskrá. „En ég er orðinn fráhverfur stórum sýningum,” segir Magnús. „Það er miklu nær að halda litlar sýningar. Hitt er annað mál að sýn- ingarnar vilja oft vaxa mönnum yfir höfuð.” Er möguleiki aö komast yfir þetta allt? „Jú, en þaö er ansi mikið aö gera og fer vaxandi. Ég þyrfti að hafa miklu fleiri tíma í sólarhringnum.” Eitt af því sem þó verður ógert fyrst um sinn hjá Magnúsi er að koma saman gamla Fordinum sem lagt hefur umdir sig af- hýsi sem eitt sinn var vinnustofa. „Þetta er T-módelið frá 1931,” segir Magnús hróöugur, ,,en mig vantar tíma til að koma honum á götuna.” IMafli alheimsins „Fyrstu árin eftir aö ég kom aö utan frá námi voru erfið,” segir Magnús og er aftur farinn að ræða lífsbaráttuna. „Mig vantaði húsnæði af því að ég átti ekki peninga og peninga fékk ég ekki af því að mig vantaöi húsnæði. En þaö hefur ræst mikiö úr síðan. Ég er ánægöur með að hafa sest hér að til að vinna. I mínum augum er Reykjavík nafli alheimsins. Meðan illa gekk var ég oft spuröur að því af hverju ég flyttist ekki til útlanda. Þá svaraöi ég að gagnvart 99,99% af heim- inum væri ég staddur erlendis.” Framtíðin núna Þú ert þá á grænni grein núna? „I þessum bransa eru menn aldrei öruggir með framtíðina. Fyrir mig er það dagurinn í dag sem skiptir máli. Þótt ég neyðist stundum til aö skipu- leggja nokkuö fram í tímann þá reyni ég að hugsa sem minnst um það og kvíða sem minnstu. Einu sinni, þegar ég var um tvítugt, man ég að mér þótti óralangt til fertugs. Framtíðin, sem var þá, er núna. Enn finnst mér ég jafnóráðinn og ég var um tvítugt. Ég held þó áfram að vera myndlistarmaöur. Þaö er ekki hægt að leggja þetta starf á hilluna eins og þegar bakari gerist smiöur. Þegar ég var ungur var ég mikill anarkisti og dadaisti í myndlistinni. Þá var ég að hugsa um aö setjast í helgan stein. Ég var búinn aö smíða mér þá kenningu að göfugust allra listgreina væri listin að láta það vera. En ég get aldrei verið sjálfum mér samkvæmur. Ég veit ekki hvers vegna ég held alltaf áfram að búa til hluti. Það gæti veriö afvegaleiddur metnaður — svona eins og hjá íþróttamönnum.” Magnús stendur upp og finnst hann hafa sagt nóg. Þótt framtíöin sé víst ekki langt undan þá eru gletturnar við hátíða- glaðar listakonur verkefni dagsins. GK. Portrett af Gunnari Reyni Tónleikar f Laugarneskirkju 24. september. Flytjendur: Gústaf Jóhannesson, Haildór Vil- helmsson, Martial Nardeau. Efnisskró: Gunnar Reynir Sveinsson: Orgel- fantasía, Til Móríu, Sónata fyrir orgel nr. 2, Partfta fyrir orgel, Hendingar fyrir einleiks- fiautu, Orgelsónata nr. 1, Lofsöngur. Það er ekki á hverjum degi að haldnir eru tónleikar með alíslenskri kirkjutónlist. Enn sjaldgæfari eru kirkjutónleikar þar sem flutt er músík eftir eitt og sama tónskáldiö, eða svonefndir portrettónleikar. Það hafði spurst að þegar Gústaf Jó- hannesson léti af starfi organista við Laugarneskirkju ætlaði hann að kveðja með tónleikum þar sem ein- göngu yrðu verk Gunnars Reynis Sveinssonar á efnisskrá. Upphaflega stóð til að tónleikarnir yröu í ágúst en nú voru þeir sem sé haldnir með smáseinkun, sem kannski kom að- sókninni til góöa. Mér er til efs að margir aðrir en Gunnar Reynir Sveinsson eigi til í fórum sinum kirkjuleg verk til að fylla heila tónleika svo vel sé. Al- kunna er, svo vart þarf fram að taka, að iðni Gunnars Reynis við samn- ingu kirkjuverka er ekki síst til kom- in fyrir tilstuðlan og hvatningu Gústafs og flutningur þeirra hefur verið merkur þáttur 1 þróttmiklu starfi hans við Laugarneskirkju. í átt til einföldunar Á portrettónleikum sem þessum má fá glöggt yfirlit yfir þróunina í skáldskap viðkomandi tónskálds. Þróunin stefnir öll í átt til hins ein- falda — frá því að reyna að yrkja sem dýrast til þess að segja sama Tónlist Eyjólfur Melsted hlutinn með heldur færri nótum, tær- ari og hreinni. Það er eins og að með orgelfantasíunni, fyrsta verkinu á efnisskránni, verði vendipunkturinn. Síðan komu nýjustu verkin, Til Máríu og Sónata fyrir orgel nr. 2. Til Máríu, sem kveðiö er við ljóð úr Lilju Eysteins Ásgrímssonar, er eitt hið allra besta sem ég hef heyrt frá hendi Gunnars Reynis og hér var flutningurinn, sem reyndist frum- flutningur, frábær af beggja hálfu, Halldórs Vilhelmssonar og Gústafs. Eldri verkin heyrðu menn meðal annars á portrettónleikum sömu aðila á Myrkum músíkdögum næst- liðnum og var ánægjulegt að rifja upp kynnin við þau, ekki síst að kynnast nýjum sjónarhornum í hreint makalausum leik Martials Nardeau á Hendingum fyrir einleiks- flautu. Mynd af tónvini Gústaf Jóhannesson kvaddi Laugarneskirkju með því að mála fagra og heilsteypta mynd af tónvini sínum, Gunnari Reyni Sveinssyni, sem óhræddur þorir að föndra með bláan tón og sveiflu í trúarlegum verkum. Gunnari myndi ég skipa á bekk með Kleinschustger sálma- skáldi í sveiflu og Holst, sem samdi sálmadansinn um Jesúm, ef shkt hefði nokkuð upp á sig. Þótt Gústaf Jóhannesson hafi hér verið að kveðja orgel og söfnuð Laugarneskirkju ætla ég fyrir alla muni aö vona að hann sé ekki að kveðja orgelið fyrir fullt og allt því íslenskt músíkUf má ekki við því að svo ágætur músíkant setjist of snemma í helgan stein. EM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.