Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Blaðsíða 8
8 DV. MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Gandhihhtir Jayewardene Juníus Jayewardene, forseti Sri Lanka, og Rajiv Gandhi, forsætis- ráöherra Indlands, hafa ákveöið aö hittast á næstunni á Bahamaeyjum til að ræöa kynþáttaóeiröimar á Sri Lanka og ráð til úrbóta. Síöasti fundur leiötoganna í júni síðastliðn- um varö til þess að komið var á vopnahléi á milli stjómarhersins og skæruliða tamila sem berjast fyrir aöskilnaöi og sjálfstæðu tamílaríki. Á síðustu tveim árum er talið aö yfir 2000 manns hafi fallið í átökum kynþátta á Sri Lanka. Lestkeyröiábfl Ein kona dó og f jórir særðust al- varlega þegar bíll rakst á lest á ferð i Frakklandi, nálægt Tours. Ekki er vitað hvað olli slysinu. Engan sakaði í lestinni. Nú hafa 85 manns látist í frönskum lestarslysum á þessu árí. 76 manns dóu í tveimur árekstrum i ágúst og í júlí fórust átta í árekstri lestar og bíls. Yfirmaður frönsku járnbraut- anna, Andre Chardeau, sagöi af sér fyrir þremur vikum. Hann sagðist bera ábyrgðina á hinum tíðu slys- um. DelVaHe tekurvið Hinn nýi forseti Panama, Eric Arturo del Valle, vann eiðstaf sinn um helgina, eftir afsögn fyrir- rennara síns. Nicolas Adito Barletta sagði af sér eftir að hann sagðist hafa misst traust hersins. Del Valle, sem er mikill iðnjöfur, sagði aö fyrri stjóm hefði vantað festu. Hann sagði að þjóð Panama stæði frammi fyrir miklum félags- legum, efnahagslegum og stjóm- málalegum vandamálum. „Beinar" viðræiiur Israelsmenn eru klofnir í afstööu sinni til ræðu Husseins Jórdaníu- konungs á allsherjarþingi Samein- uðu þjóöanna. Konungurinn sagðist vera reiðubúinn að tala við Israels- stjóm, „fljótlega og beint”. Það er orðið „beint” sem hefur vakið eftir- væntingu hjá ýmsum í Israel. Yitzhak Shamir . utanríkisráð- herra sagði að ekkert nýtt hefði komið fram hjá Hussein. En einn ráðherra Verkamannaflokksins, Gad Yaacobi, segir rétt að „fagna verulega” þessu tilboöi. Hussein hefur áður viljað ræða viö Israelsmenn ásamt fulltrúum Frelsissamtaka Palestínu, en Isra- elsst jóm þvertekur fyrir það. Haugheyrétt slappúrháska Fyrrverandi og liklega tilvon- andi forsætisráðherra trlands, Charles Haughey, bjargaðist naum- lega eftir að skúta hans sökk untlan Suöur-Irlandi. Honum var bjargaö af björgunarfleka snemma i gær. Fjórum öðrum var bjargaö með honum, en hann hafði veríð með >eim á skútu sinni, Taurime II. Skútan sökk eftir aö hún rakst á klett I þoku að næturlagi. Ratsjá skútunnar var í ólagi. Áöur en skút- an sökk náði Haughey aö senda neyðarskeyti. Talið er líklegt að Haughey kom- ist aftur í forsætisráðherrastólinn eftir næstu kosningar. Brixton-hverfið í Lundúnum logaði í óeirðum um heigina. Átökin blossuðu upp eftir að lögregla skaut saklausa svarta konu. Lögregla réðst inn á heimili Cherry Groce, 38 ára gamallar sex barna móö- ur, sem var sofandi í rúmi sínu þegar lögreglan kom. Lögreglumennimir voru að leita að syni konunnar. Groce er nú á spítala. Hún kann að verða löm- uð til frambúðar. En stuttu eftir skotið á konuna hófst ofbeldið á götum úti. Unglingar hentu bensínsprengjum að lögreglustöð hverfisins, kveiktu í bílum og bygging- um, rændu verslanir og lúskruðu á gangandi vegfarendum. Lögregla segir að 53 hafi særst og fleiri er en 150 verið handteknir. Árið 1981 var barist á sama hátt í Brixton þar sem einkum búa ungir at- vinnulausir blökkumenn. Félagsmálaleiðtogar í Brixton eru sammála um aö samband lögreglu og íbúa hverfisins hafi batnað nokkuö síðan 1981. P. W. Botha, forseti Suður-Afríku, heldur ræðu í dag í Höfðaborg þar sem búist er við yfirlýsingu stjórnarinnar í Pretóríu um hvernig stjórnin ætlar sér að taka á málum í kjölfar vaxandi ólgu í landinu. Um helgina féllu átta blökku- menn í óeirðum. Á siöustu 20 mánuðum hafa yfir 720 manns fallið i átökum iitaöra kynþátta viö lögreglu og her landsins. Botha forseti hefur áður gefið út þá yfirlýsingu að búast megi við stefnu- yfirlýsingu í dag í ávarpi sínu á þingi Þjóðarflokksins. Ríkisútvarp Suður- Afríku, sem oft er taliö túlka stefnu stjórnarinnar, segir aftur á móti að ekki sé aö búast við neinum stefnu- markandi yfirlýsingum frá forsetan- um. Mikil ólga hefur verið í Durban yfir helgina. Stuðningsmenn Buthalezi, höfðingja Zulu ættbálksins, börðust um helgina við stjórnarhermenn og féllu að minnsta kosti sex manns er hóp- göngu stuöningsmanna ættbálkahöfö- ingja laust saman viö andstæðinga á laugardag. Boöaö hefur verið til auka- kosninga í Suöur-Afríku 30. október næstkomandi. Þjóöarflokkur Botha forseta virðist á undanhaldi og hefur samkvæmt skoðanakönnunum misst fylgi. Telja stjórnmálaskýrendur aö Botha verði aö boða harðnandi að- gerðir ef honum eigi að takast að koma í veg fyrir of mikla fylgisaukningu hægri flokksins. Stjóm íhaldsmanna hafnaöi kröfu Verkamannaflokksins um rannsókn á óeiröunum um helgina. Samband lögreglu og íbúa í Brixton er nokkru betra nú en 1981, en það kom ekki i veg fyrir átta klukkutima öldu ofbeldis i hverfinu. BJARTSÝNIR EFTIR Viðræðumar eru á milli Þjóöarand- spyrnuhersins, sem hefur barist gegn yfirvöldum í Kampala í fjögur ár, og fulltrúa stjórnvalda. Samningavið- ræðunum var slitiö í gærkvöldi. Menn voru vonglaðir um að brátt næðist samstaða um leiö til að binda enda á 20 ára tímabil óaldar og spennu í Uganda. Samningamenn hittast í Kenýa, á fundum sem forseti Kenýa, Daniel Arap Moi, stjórnar. Hann hefur fyrir- skipað fréttabann af fundunum. En ut- anríkisráðherrann, Elijah Mwangale, sagði blaðamönnum að báðir aðiljar hefðu sýnt raunverulegan vilja til að leysa ágreiningsefni sín. Otraust vopnahlé rann út í sandinn fyrir tveim vikum, þegar bardagar Samningavioræðum er haldifl áfram í Nairobi milli fulltrúa Ugandastjórnar og skæruliða ar háð hafa blóðuga orrustu gegn stjórnarherrunum í Kampala á siflustu árum. blossuðu á ný upp á stórum svæðum í Uganda. I gær bárust fréttir um harða bardaga um bæinn Masaka í suövest- urhluta landsins. Það er þriðji stærsti bærinn í landinu. Dagblaö í Uganda sagði aö skæruliðar hefðu náð völdum í bænum, en íbúar þar sögöu að enginn virtist hafa fullkomin yfirráð. Götubardagar í Frankfurt Mótmælagöngu vestur-þýskra vinstrisinna í miðborg Frankfurt í gær- kvöldi lauk með götubardaga göngu- manna við lögreglu eftir að göngu- menn hófu grjótkast að verslunum og bifreiðum í helsta banka- og skemmti- hverfi Frankfurt. Vinstrimennirnir voru aö mótmæla dauða eins félaga sinna er varð undir lögreglubifreið ný- verið. Gerðu vinstrimenn aðsúg aði fundi vestur-þýskra nýnasista og var lögregla fengin til að gæta þess að fylk- ingunum lysti ekki saman. Átelja vinstrimenn lögregluna fyrir dauöa fé- laga síns og telja yfirvöld höll undir samtök nýnasista. Að sögn lögreglunnar voru f jölmarg- ar rúður brotnar í hverfinu og miklar skemmdir unnar í nærstöddum bif- reiöum. Töluvert var einnig um rán og gripdeildir úr brotnum gluggum versl- ana. Rúmlega 1500 mótmælendur höfðu safnast saman til að mótmæla dauöa félaga síns í gærkvöldi. Er leið á kvöld- ið jókst æsingur mótmælenda og við- búnaöur lögreglu jókst. Undir mið- nætti hófu nokkur ungmenni grjótkast aö lögreglu og út brutust götubardag- ar. Lögregla beitti tankbifreiðum með háþrýstislöngum í baráttu sinni við óeirðarseggi og handtók tugi þeirra. YFIR- LÝSINGA AÐ VÆNTA FRÁ BOTHA í DAG? LOGANDIOEIRÐIR ÍBRIXTONÁNÝ UGANDA-VIÐRÆÐUR Búist er við að friöarviðræður milh hinnar nýju stjórnar Uganda og skæru- liða, andstæðinga hennar, muni hefjast að nýju í dag. Merki eru um að eitt- hvaö hafi gengið í viöræðunum, þó enn berjist aðilar um mikilvægan bæ í Ug- anda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.