Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1985, Qupperneq 40
40 DV. MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER1985. Ólafía F. Jóhannesdóttir andaöist 21. september sl. Hún var fædd á Svína- vatni í Húnavatnssýslu 8. febrúar 1909. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Olafsdóttir og Jóhannes Helgason. Hún kvæntist Guöna A. Jónssyni úrsmiö, sem lést 5. desember 1983. Heimili þeirra var aö öldugötu 11, Reykjavík. Þau hjónin eignuðust þrjár dætur. Olafía veröur jarösungin frá Hátéigs- kirkju þriðjudaginn 1. október kl. 13.30. Viðar Sigurðsson lést 20. september sl. Hann fæddist í Reykjavík 27. febrúar 1915. Foreldrar hans voru Siguröur B. Runólfsson og Jóhanna Rögnvaldsdótt- ir. Eftir stúdentspróf fór Viöar til Eng- lands og nam þar efnafræöi í 3 ár. Starfaði hann eftir þaö viö fyrirtæki fööur síns, allt þar til þaö var selt fyrir 20 árum. Eftirlifandi eiginkona Viöars erGuöný Berndsen. Þeim hjónum varö sex barna auðiö. Utför Viöars verður gerö frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Guðrún Eyjólfsdóttir frá Stakkhamri, Hringbraut 115, verður jarðsungin frá Fossvogskapellunni þriöjudaginn 1. október kl. 15. Björn Magnússon, Álfheimum 34, verö- ur jarðsunginn frá Langholtskirkju þriöjudaginn 1. októberkl. 13.30. Helgi Finnbogason frá Hítardal, Álfta- mýri 46, er látinn. Gnðjón Guðjónsson frá Brekkum í Hvolhreppi, fyrrum fornbókasali, veröur jarösunginn í dag, mánudaginn 30. september, frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Skarphéöinn Guðnason trésmiöur, Glerárgötu 16, Akureyri, verður jarð- sunginn frá Akureyrarkirkju í dag, mánudaginn 30. september, kl. 13.30. Pálmi Einarsson, fyrrv. landnáms- stjóri, Laugateigi 8, Reykjavík, sem andaðist 19. september, verður jarö- sunginn frá Fossvogskirkju þriðjudag- innl.októberkl. 13.30. Fundir Fyrirlestrar á vegum Eðlis- fræðifélags íslands og Nordita Arthur S. Wightman, prófessor í eðlisfræöi við Princetonháskéia, flytur tvo fyrirlestra á veg- um Eðlisfræðifélags Islands og Nordita dag- ana 30. sept. og 1. okt. nk. Fyrirlestrarnir fara fram í stofu 157 í húsi Verkfræði- og raunvís- indadeildar Háskóla Islands kl. 17 báða dag- ana. Fyrri fyrirlesturinn nefnist Some lcssons of renormaiization theory en hinn síðari Classical and quantum mechanlcs for ergodic systems. Prófessor Wightman er einn virtasti stærð- fræðilegi eðlisfræðingur heims. Hann er upp- hafsmaður aðferða sem miklu hafa ráðið um þróun öreinda- og skammtasviðsfræði síðasta aldarfjórðung. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir. Reykjavíkurdeild Norræna félagsins Aðalfundur deildarinnar verður haldinn í Norræna húsinu fimmtudaginn 3. október kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund í Sjómannaskólanum þriðju- daginn 1. október kl. 20.30. Vetrarstarfið rætt, skemmtiatriði. Mætum allar. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur fund fimmtudaginn 3. október nk. kl. 20.30 i húsnæði kvenfélagsins Hringsins, Ás- vallagötu 1. Guðný Guðmundsdóttir kemur á fundinn og kynnir Marja Entrieh heilsuvörur sem eru til að styrkja og endurbyggja húðina. Kvenfélag Árbæjarsóknar heldur fyrsta fund vetrarins þriöjudaginn 1. oklóber kl. 20.40. í safnaðarhcimilinu. Sigurður S. Magnússon prófessor flytur erindi um breytingaskeið kvenna. Allar konur vel- komnar. Takið með ykkur gesti. Fyrirlestur um merkja- og rafeindatækni Dr. Eberhard Hansler, prófessor í rása- og merkjafræði við Tækniháskólann í Darmstadt, mun halda almennan fyrirlestur i Háskóla Is- lands þriöjudaginn 1. október nk. kl. 16.15. Tónlist Selkórinn á Selfossi hyggst syngja á sjúkrahúsum og líknarstofnunum Um þessar mundir stendur yfir undirbúning- ur vetrarstarfsemi Selkórsins á Seltjarnar- nesi. Sem fyrr verður leitast við að hafa verk- efnavalið eins fjölbreytt og auðið er þótt auð- vitað verði stefnt að því að léttleiki einkenni dagskrána. Kórinn nýtur starfskrafta Helga R. Einarssonar sem verið hefur stjómandi kórsins nokkur undanfarin ár og tekist þaö verk mjög giftusamlega. A liðnum árum hefur kórinn haldiö sjálf- stæða tónleika, auk þess að syngja á sjúkra- húsum og öðrum stofnunum, en áform eru um að því verði haldið áfram. Félagsstarfið er bæði líflegt og fjölbreytt og félagsandinn mjög góður, enda er kór- inn blandaður, þ.e. hann er skipaður bæði konum og körlum. Sjálfur vetrarstarfinu lýkur svo með vor- skemmtun í byrjun maí. Rétt er að koma því á framfæri að í kórinn vantar alltaf gott söng- fólk í allar raddir. Við getum lengi á okkur „blómum bætt”. Formaður Selkórsins er Stefán Hermanns- son, s. 626434, gjaldkeri Sigrún Guðmunds- dóttir, s. 625773, og ritari er Elísabet Einars- dóttir, s. 27831. Um helgina Um helgina Njósnaskipið á toppnum Um helgar flykkjast áhugamenn um sjónvarp að tækjunum og sitja þar sem fastast. Um þessa helgi var margt ágætt á skjánum. Skonrokk á föstudagskvöldið svo og ágæt spennumynd og á laugardaginn er enska knattspyrnan komin á sinn stað mörgum þúsundum áhuga- manna til gleði. Gamanþátturinn á laugardagskvöldið var ágætur í óborganlegri þýðingu Ölafs Bjarna Guðnasonar. Tvær kvikmyndir fylgdu í kjölfarið og voru þær af sitt hvoru tæi. Eitthvað fyrir alla enda verður þetta að vera þannig. Nú hafa unglingar fengið nýjan þátt á sunnudögum: Fame sem hef- ur verið vinsæll vestanhafs. Ekki veit ég hvort hann fellur í kramið hér á landi. Það kemur í Ijós. Eitthvert besta efni sjónvarpsins er sakamála- þættimir á sunnudagskvöldum: Njósnaskipið. Akaflega dularfullir atburðir að gerast á sjó og óprúttnir stjórnmálamenn reyna að breiða yf- ir aðild sína að því máli. Beinir sjón- um manna að Greenpeacemálinu, sem Frakklandsstjórn er flækt í. Utvarpsmálin em í góðu lagi. Hlustað á fréttir í hádegi og á kvöldin en ekki tími til meiri hlustunar. Þó kveiki ég á rás 2 öðra hvom. Eiríkur Jónsson safnstjóri. handknattleiksdeildar Fram 1985—1986 Mfl. karla Mánud. kl. 20.35—21.50 (Laugardalshöll) Þriðjud. kl. 19.40—20.30 Fimmtud. kl. 20.30—21.45 Föstud. kl. 18.30-19.20 (Laugardalshöll) Mfl. kvenna Mánud. kl. 18.00—19.15 Fimmtud. kl. 18.00—19.15 Föstud. kl. 20.35-21.50 (Laugardalshöll) 2. fl. karla Mánud. kl. 21.20-22.10 Þriðjud. kl. 18.05-19.20 (Laugardalshöll) Laugard. kl. 15.30—16.45 2. fl. kvenna fæddar 1968—’69—’70 Þriðjud. kl. 21.45-23.00 Föstud. kl. 19.15—20.30 Sunnud. kl. 12.35—13.50 3. fl. karla fæddir 1969—’70 Þriðjud. kl. 20.30—21.45 Fimmtud. kl. 21.45—23.00 3. fl. kvenna fæddar 1971—’72—'73 Mánud. kl. 20.30—21.20 Föstud. kl. 18.00—19.15 4. fl. karla fæddir 1971—:72 Mánud. kl. 19.15—20.30 Fimmtud. kl. 19.15—20.30 5. fl. karla fæddir 1973—’74 bæði vildu og gátu eignast börn og aðra sem eignaðist barn án þess að vilja það í raun og veru. Ein grein fjallar um þunglyndi sængur- kvenna og önnur segir frá staðgöngumóður. Fleira efni er í ágúst-Veru, svo sem viðtal við Ástu grasalækni, sagt frá baráttu færeyskra kvenna o.m.fl. en i allt telur timaritið 40 síöur. Sérstök lista-Vera Þá er aö segja frá september-Veru. Sú Vera er sérstakt framlag til Listahátíðar kvenna, sem nú stendur yf ir, enda er timaritið að eigin sögn barmafullt af listsköpun kvenna og kennir þar margra grasa. Fjallað er um kvennarannsóknir, rætt við framkvæmda- stjóra Listahátíðarinnar, við rithöfundinn Fríðu Á. Sigurðardóttur um bókmenntir, við listfræðinginn Hrafnhildi Schram um mynd- list, arkitektana Valdísi Bjarnadóttur og Sig- ríði Sigþórsdóttur um byggingarlist, viö bók- menntafræðinginn Dagnýju Kristjánsdóttur og tónskáldið Karólínu Eiríksdóttur. I iista- Veru eru einnig kynntar ljósmyndir, ör- skammur einþáttungur er eftir Helgu Thor- berg (um vel gefna leiklistarkonu og jafnrétt- issinnaðan blaðamann að ógleymdum syni leiklistarkonunnarl), birt er smásagan And- litiö eftir Þórunni Magneu, greining á kvik- mynd eftir Hitchcock og að síðustu er dagskrá Listahátíðar kvenna að finna i Veru. Þessu nýjasta tölublaði Veru hefur enn ekki veriö dreift á blaðsölustaði en það er til sölu i Kvennahúsinu og í Hlaðvarpanum auk þcss sem hægt er að fá það keypt nær alls staðar þar sem Listahátíð kvenna stendur fyrir sýn- ingum. Otgefendur Veru eru Kvennaframboðið í Reykjavík og Samtök um kvennalista. Heim- ilisfangið er Kvennahúsið, Vallarstræti 3,101 Reykjavík, síminn er 22188 eða 21500 og nýir áskrifendur eru vel þegnir í hinn sívaxandi aðdáendahóp Veru málgagns kvenfrelsis. Kappræða um bjór og bjór- líki Þriöjudaginn 1. október kl. 20 fer fram fundur á vegum JC í Reykjavík á Hótel Borg. Munu þeir Jón Ottar Ragn- arsson dósent og Jón Helgason dóms- málaráðherra skiptast á skoöunum um bjór og bjórlíki. Fyrirkomulag fundarins veröur þannig aö ræöumenn fá 7 mínútna framsögu fyrst í staö. Síðan 2X3 minútur í fyrirspurnir og svör hvor til annars og loks verða fyrirspurnir úr sal leyföar. Reka þeir félagar síöan endahnútinn á fundinn meö 3 mínútna lokaorðum. Allir eru velkomnir og aðgangseyrir veröur á bilinu 100 til 150 krónur og eru kaffiveitingar innifaldar. Beðið eftir síldar- verði „Þaö er enginn byrjaöur aö veiöa aö ég veit,” sagöi Grétar Rögnvaldsson, skipstjóri á síldveiðibátnum Sæljóni SU frá Eskifiröi, er DV spjallaöi viö hann í morgun í gegnum Nesradíó. Sæ- ljón var komiö á miöin, haföi siglt út í gærkvöldi. „Viö emm bara aö skoða okkur um,” sagöi Grétar skipstjóri. Kvaöst hann vita um nokkra aðra báta sem byrjaðir væru aö hreyfa sig. Síldveiðarnar máttu hefjast í gær. Sjómenn virðast almennt ætia að fara aö tilmælum stéttarfélaga sinna um aö hef ja ekki síldveiðar fyrr en nýtt verð á síld hefur verið ákveðiö. Fundur í yfirnefnd Verölagsráös sjávarútvegsins um síldarverð hófst klukkan tíu í morgun. Mikið ber á milli sjónarmiöa síldarverkenda annars vegar og útgerðarmanna og sjómanna hins vegar. -KMU. Hreyfingarnar ekki stórkostlegar” — segir Guðmundur Einarsson, Bl Vetrarstarfsemi Árnesinga- kórsins í Reykjavík Árnesingakórinn í Reykjavík er nú aö hefja vetrarstarfsemi sína. Á starfsskránni í vetur veröa jólatónleik- ar, vortónleikar og sameiginlegir tón- leikar meö Samkór Selfoss og Árnes- kórnum. Kórinn getur enn bætt viö sig fólki í allar raddir. Eigendaskipti á tónlistar- tímaritinu Smelli Nú fyrir skömmu var gengið frá sölu á tónlist- artímaritinu Smelli. Smellur kom fyrst út í lok síðasta árs og hefur komið út óreglulega stðan. Móttökur almennings við blaðinu voru strax í upphafi mjög góðar og hefur upplag blaðsins vaxið ört. Victor Heiðdal Sveinsson, fyrrum eigandi blaðsins, hefur nú selt þaö Pálma Guömunds- syni og hefur Páimi tekið við ritstjóm blaðs- ins. Smellur verður í framtíðinni gefinn út frá Akureyri. Pálmi Guðmundsson starfaði áður með Studio Bimbó á Akureyri. Ýmislegt Strætisvagnar Reykjavíkur Frá og með 23. september 1985 verða fargjöld SVRsemhérsegir: Fullorðnlr: Einstök fargjöld Farmiðaspjöld með 4 miöum Farmiðaspjöld með 26 miðum Farmiðaspjöld aldraðra og öryrkja með 26 miðum Fargjöid barna: Einstök fargjöld Farmiðaspjöld með 20 miðum Þriðjud. kl. 18.00—18.50 Sunnud. kl. 11.20—12.35 6. fl. karia fæddir 1975—’76 Þriöjud. kl. 18.50-19.40 4. fl. kvenna fæddar 1974—75 Mánud. kl. 20.30—21.20 Æfingar eru í íþróttahúsi Alftamýrarskóla nema annað sé tekið fram. Geðhjálp — þjónusta Geðhjálp veröur meö opiö hús á mánu- dögum og föstudögum frá kl. 14—17 og laugardögum frá kl. 14—18 í félagsmið- stööinni aö Veltusundi 3b. Símaþjón- usta er á miðvikudögum frá kl. 16—18: s. 25990. Símsvari allan sólarhringinn gefur upplýsingar um starfsemi fé- lagsins. Vetraráætlun veröur auglýst síöar. Konur í Kópavogi Leikfimioámskeið á vegum Kvenfélags Kópavogs byrja 2. októbcr nk. Kennt er í Kópavogsskóla á mánudögum kl. 19.45 og miðvikudögum kl. 19. Kennari er Sigrún Ing- ólfsdóttir. Innritun ísima 40729. Ágúst-blað kvennatímarits- ins Veru, sem kom út rétt undir siðustu mánaöamót eins og vera ber, hefur enn ekki verið tilkynnt í fréttum og er ekki seinna vænna að gera svo. Að venju er tímaritið vel f ullt með efni og fer mest fyrir greinum og viðtölum sem varða barneignir. „Okkur er innprentað frá unga aldri að æösta sæla hverrar konu sé að hafa karlmann sér við hlið og barn á handleggn- um” segir í leiöara tímaritsins. Það er þó ekki svo að allar konur velji sér það hlutskipti aö eignast barn og svo er það líka að alls ekki all- ar konur geta það. Um þetta er fjallað í ágúst- Veru. Rætt er við konur sem kusu að verða mæður en gátu ekki, gátu það en vildu ekki, „Ef maður lítur á tölur frá einstök- um flokkum er raunar litið aö segja. Hreyfingarnar eru ekki stórkostleg- ar,” sagöi Guðmundur Einarsson, for- maöur þingflokks Bandalags jafnaöar- manna. „Eins og áöur eru kannski til- hneigingar eöa færslur á fylgi til lengri tíma sem vert er aö athuga. Til dæmis eins og stööu Alþýðuflokks sem heldur virðist vera á niöurleiö og stöðu Sjálf- stæðisflokksins sem viröist vera sterk. Þaö sem er athyglisveröast viö þessar niöurstööur er hvaö margir eru óákveðnir. Eftir svolitla umhugsun kemur þaö manni ekki á óvart því aö þó aö veðurguðirnir hafi lagt til skemmtilegasta sumar í manna minn- um þá hafa stjómmálamennirnir lagt til sitt lélegasta. Því allar pólitískar fréttir í sumar hafa verið meö endem- um leiðinlegar og snúist um klofning, kjötþmgl og aöra hluti, sem varða framtíð þessarar þjóðar litlu,” sagöi Guðmundur Einarsson. -ÞG Þróunarfélagið: Áskriftarfrestur framlengdur Hlutafjáráskrift í Þróunarfélagi Is- lands h/f stendur nú yfir. Var ráðgert aö áskriftarfresti lyki í dag, 30. sept- ember. Aö sögn Helgu Jónsdóttur, aöstoöar- manns forsætisráðherra, er ljóst að af- staöa ýmissa aðila, er haft hafa til at- hugunar aö gerast hluthafar í félaginu, getur ekki legið fyrir áöur en auglýstur áskriftarfrestur rennur út. Vegna þessa hafa komið fram til- mæli um aö áskriftarfrestur hlutaf jár veröi framlengdur. Hefur nú verið ákveöiö aö framlegnja áskriftarfrest um einn mánuö, eöa til 31. október næstkomandi. Tilgangur Þróunarfélags Islands h/f veröur aö örva nýsköpun í íslensku at- vinnulífi og efla arösama atvinnustarf- semi. Ríkisstjórnin hefur forgöngu um stofnun félagsins í samræmi viö lög sem samþykkt voru á síðasta þingi. hhei. kr, 25. kr. 100. kr.500. kr. 250. kr. 7. kr. 100.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.