Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 2
DV. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR1986. VARAMMA RONALDS REAGAN ÍSLENSK? -íslenskir ættfræðiáhugamenn rannsaka kirkjubækur mormóna í Salt Lake CHy „Ég er að láta rannsaka kirkjubækur mormóna í Salt Lake City í Bandaríkjunum til að fá endanlega úr því skoriö hvort eitt- hvað sé hæft í 50 ára gömlum orð- rómi um að amma Reagans Banda- ríkjaforseta hafi verið íslensk,“ sagði íslenskur ættfræðiáhuga- maður í samtali við DV. Maðurinn vill ekki láta nafn síns getið vegna þess að rannsóknin er á viðkvæmu stigi þessa dagana. Amma Ronalds Reagan var bú- sett í lllinois- fylki á síðari hluta 19. aldar. Fjölskyldunafn hennar var Brown. Sjálfur er Reagan fædd- ur 1911. „Ég er að reyna að komast að því hvort þessi kona hafi verið íslensk, hvert skímarnafn hennar hafi ve- rið og hvaðan hún hafi komið. Þetta ætti að vera hægt að finna í kirkjubókunum í Salt Lake City vegna þess að mormónar Ijósmynda allar kirkjubækur veraldar og geyma á örtölvudiskum." Ef satt reynist að amma Reagans hafi verið íslensk á Bandaríkjafor- seti tjöldann allan af ættingjum hér á landi. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV var ráðgert að Vig- dís Finnbogadóttir ræddi þessi mál við Bandaríkjaforseta er hún hitti hann að máli í Washington 1982 en til þess gafst ekki næði. Niðurstaðna rannsóknanna í Salt Lake City er að vænta áður en langt um líður. -EIR Ronald Reagan athugar hóf á hesti sínum. Handbrögðin gætu verið ættuð úr Skagafirðinum. Fréttir Fréttir Fréttir ÓlafurAmarson: HUHVIUA RÁÐHERRA „Ég hef þegar sagt af mér og á sama augnabliki og menntamálaráðherra tilnefnir nýjan fulltrúa þá hætti ég að sækja fundi í stjórn LlN. Ég held ekki að Sverrir láti þrýsta sér út í eitthvað sem hann ekki vill þannig að það breytti engu þó ég myndi hætta að sækja fundi áður en nýr fulltrúi hefur verið tilnefndur. Ég hef ákveðið að hlíta vilja ráðherra í þessu máli. Hann er æðsti yfirmaður þessa sjóðs og ég virði rétt hans og vald til að fresta þvi að tilnefna nýjan mann,“ sagði Ólafur Arnarson þegar DV ræddi við hann um setu hans í stjórn lánasjóðsins, en eins og fram kom í frétt DV á föstudaginn eru mjög deildar meiningar í Stúdenta- ráði um stjómarsetu Ólafs. Ólafur sagði að sér væri ljóst að hann nyti ekki stuðnings meirihluta Stúdentaráðs en ef eitthvað þá værí minni ástæða nú en nokkru sinni til að skipa Guðmund Auðunsson vegna þess hve stutt væri í kosningar í háskólanum, en þær fara fram 11. mars. „Þá geta stúdentar sagt sitt í þessu máli. Ég tel mig síður en svo vera þarna gegn vilja stúdenta. Ég hef unnið vel í sjóðnum. Vegna minnar setu komst til dæmis í gegn gamalt baráttumál stúdenta um skuldabréfalán til handa 1. árs nem- um. Ólafur Arnarson: Tel mig hafa unnið vel í stjórn LÍN Ég hef verið málsvari vissrar stefnu í lánamálum. Ég er á móti arki um öll torg með lúðrablæstri og látum. Ég vil tala við menn ög beita rökum og ég tel að ágæti þeirrar stefnu hafi verið sönnuð," sagði Ólafur. -VAJ ULLARHNODRAR í VATNIHVERGERÐINGA Hvergerðingar fengu ullarhnoðra í vatnsglös sín, baðker og potta í síð- ustu viku. Vatnið var mórautt en engum varð meint af. „Þetta var víst skolvatn úr þvotta- körum í Ullarþvottastöðinni sem komst inn á kaldavatnskerfið vegna þess að einstreymisloka vantaði. Hann hefur nú verið settur í og þetta á ekki að geta komið fyrir aftur," sagði Karl Guðmundsson sveitar- stjóri. „Hér var aðeins um nokkur hús að ræða.“ Að sögn Bjöms Johnsen héraðs- læknis hafa Hvergerðingar ekki leit- að til hans vegna magakveisu eða annarra kvilla er geta fylgt því að drekka vatn með ullarhnoðrum í. -EIR Skátafélagið Kópar fjörutíuára Skátafélagið Kópar í Kópavogi átti íjörutíu ára afmæli á íaugardaginn. Vegleg afmælishátíð fór fram um helgina í félagsheimili bæjarins og menntaskólanum. Kópar er, að bæjarfélaginu undan- skildu, elsta félag Kópavogs. Það tók sig út úr Skátafélagi Reykjavíkur á sínum tíma og fyrsti foringi þess var Jónas S. Jónsson. Lengi framan af áttu skátarnir í húsnæðisvandræð- um en keyptu árið 1970 Borgarhóls- braut 7 og hafa síðan verið þar til húsa. Þá eiga Kópar skála sem Þri- stur heitir og er í Þverárdal undir Esjuhlíðum. Um þessar mundir eru uppi áform um stóraukið skátastarf í bænum og stendur meðal annars til að stofna foreldrasveit. Núverandi foringi fé- lagsins er Gauti Torfason. -JSÞ Kassinn i búrinu við Miklatorg er þáttur í viðamestu mælingum á loftmengun sem nokkru sinni hafa verið gerðar í Reykjavík. Annar mengunarmælir hefur verið settur upp i Mjódd. Mælingarnar standa yfir í eitt ár. Þær annast mengunarvarnir Hollustuverndar ríkisins. -KMU/DV-mynd S.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.