Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR1986. 7 Atvinnumál Atvinnumál íslenskir kjúklingar til Vamarliðsins? ISFUGLFÆR GRÆNTUÓS Staða háskólamenntaðs fulltrúa í utanríkisþjón- ustunni er laus til umsóknar. Laun eru samkvæmt launa kerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist utanríkisráðuneytinu, Hverfisgötu 115,105 Reykjavík, fyrir 26. mars 1986. Fulltrúastaða í utanríkisþjónustunn Reykjavík, 21. febrúar 1986. Utanríkisráðuneytið. „Það er mjög ánægjulegt að við skyldum hafa komist í gegnum þenn- an hreinsunareld Bandaríkja- manna,“ sagði Alfreð Jóhannsson, framkvæmdastjóri ísfugls hf. í Mos- fellssveit, í tilefni af því að heil- brigðiseftirlit Bandaríkjahers hefur lýst því yfir að ísfugl standist þær kröfur sem settar eru til að fá að selja herstöðvum Bandaríkjanna matvæli. Þar með hefur opnast möguleiki fyrir Isfugl til að selja Vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli kjúklinga. Það mál er nú í athugun, að sögn Alfreðs, en óljóst er hvemig það fer. „Til að komast á þennan lista Bandaríkjamanna þarf að uppfylla mjög strangar kröfur um heilbrigði oghreinlæti,“ sagði Alfreð. „Bandaríkjamennirnir, sem skoð- uðu aðstöðuna hjá okkur, vom sér- staklega hrifnir af hinni nýju kjöt- vinnslu okkar. Við tókum nýlega í notkun glæsilega kjötvinnslu og frystiklefa í 700 fermetra húsnæði hér í Mosfellssveit. Ekki er ólíklegt að sá spennandi möguleiki opnist fyrir Bandaríkja- mennina á Keflavíkurflugvelli að geta keypt nýslátraða kjúklinga í stað þess að þurfa að flytja inn frosið kjöt frá Bandaríkjunum," sagði Al- freð Jóhannsson. -KMU Alfreð Jóhannsson, framkvæmdastjóri ísfugls í Mosfellssveit. DV-myndGVA. ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-86001: Smíði samsetning og tengivinna á 11 kV aflrofaskápum. Opnunardagur: Fimmtudagur 10. apríl 1986 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með fimmtudegi 27. febrúar 1986 og kosta kr. 200,- hvert eintak. Reykjavík 25. febrúar 1986 HRARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS SCLTJA W NAWN t S lli B HUNDAHALD ™ ^ -ÁRGJALD1986-1987. Árgjald fyrir leyfi til að halda hund í Reykjavík fellur í gjalddaga 1. mars. Eindagi gjaldsins er 1. apríl. Verði það eigi greitt fyrir þann tímafellur leyfið úr gildi. Ráðstefha um útflutning þjónustuverkefna Um leið og gjaldið er greitt skal framvísa leyfjsskir- teini og hundahreinsunarvottorði, ekki eldra en frá 1. september1985. „VANTAR SÖUIKUBBINN" „Danir bíða á Kastrup-flugvelli eftir nemendum héðan úr Jarðhita- skóla Sameinuðu Þjóðanna, komast í samband við þá og reyna að selja þeim tæki og og annan útbúnað sem þarf við þau störf sem þessir menn fara að sinna eftir námið. Auðvitað ættum við að reyna að selja þeim okkar tæki og vélar. Og allt of mörg dæmi eru til þess að Danir steli okkar hugmyndum og þekkingu og komi jafnvel því sem við höfum framleitt á markað og hirði afraksturinn af öllu saman," sagði einn ráðstefnu- gestur við DV á ráðstefnu um út- flutning á þjónustuverkefnum sem haldin var á Hótel Esju fyrir skömmu. Ráðstefnugestir virtust sammála um það að eitthvað róttækt þyrfti að gera hér í sölu- og markaðsmálum á sviði iðnaðar og framleiðlu. „Við höfum yfir heilmikilli þekkingu að ráða og hugmyndirnar eru óteljandi. En það er ekki nóg, við verðum að reyna að koma þeim á markað,“ sagði Þráinn Þorvaldsson hjá Út- flutningsmiðstöð iðnaðarins í sam- tali við DV. „Það vantar sölukubb- inn,“ sagði annar ráðstefnugestur. „Ég var á leið til Kína og með mér í flugvélinni var Dani. Tilgangur hans með ferðinni var að selja Kín- verjum þjónustu við hitaveitufram- kvæmdir. Það eina sem Daninn vissi um þær framkvæmdir var úr skýrslu sem hann fékk frú íslandi. Við leggj- um alls ekki nógu mikið upp úr því að koma okkar þekkingu á markað,“ sagði ráðstefnugestur við blaða- mann. I erindi Þráins Þorvaldssonar hjá Útflutningsmiðstöðinni, sem fjallaði um verkefnaleit og aðstoð útflutn- ingsstofnana, kom fram að Svíar takmarka sig við ákveðin svið varð- andi útflutning á verkefnum. Þeir eru með 20 fulltrúa víða um heim sem einbeita sér að verkefnaleit fyrir fyrirtæki og útflutningsráð Svíþjóð- ar sem kostar þessa leit. „Markmiðið hjá okkur íslendingum ætti að vera að vinna betur að öflun verkefna erlendis og þá gætum við notað leið Svía og einbeitt okkur fyrst að ákveðnum sviðum. Hér er tækni- þekking á sviði sjávarútvegs og jarð- varma aðalatriði, a.m.k. frumatriðið. Við þurfum að kynna okkur þarfir neytenda vel ú þeim mörkuðum sem við viljum ná til áður en þjónustan er boðin,“ sagði Þráinn. KB Þarna voru Matthías Á Mathiesen utanríkisráðherra, Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og Jón Hjaltalín Magnússon, sem var fundarstjóri ráðstefnunnar, mættir til skrafs og ráðagerða. DV-mynd KAE Gjaldiö, sem er kr. 4800,- fyrir hvern hund, skal greiða í einu lagi hjá heilbrigðiseftirlitinu, Drápuhlíð 14. • Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkursvæðis. (vn 9 BÍLGREINAR Laugardaginn 8. mars verður haldinn á Iðntæknistofn- un Íslands að Keldnaholti fræðslufundur ætlaður fagmönnum í bílgreinum og öðrum hagsmuna- og áhugaðilum. Fjallað verður um hástyrksstál og plastefni í nýjum og nýlegum bifreiðum, aðferðir og efni til viðgerða. DAGSKRA Kl. 09.30 Þróun málmblandna í bílaðinaði. Hástyrksstál í bifreiðum, viðgerðir. Plast í bifreiðum, viðgerðamöguleikar. Kl. 13.00 Léttur hádegisverður. Kl. 14.00 Límtækni. Suða og rétting léttmálma. Fundi lýkur um kl. 16.30. Fyrirlesarar verða Magne Weum og Liselotte Jacob- sen, verkfræðingar hjá Tæknistofnun ríkisins i Noregi, STI. Ágrip af fyrirlestrum verður afhent i ísl. býðingu í upphafi fundar og einnig verður annað efni býtt eftir börfum. Fyrirlestrum fylgja rækilegar myndskýringar. Uppl. og innritun: Fræðslumiðstöð iðnaðarins, s. 687440 og 687000. Félag bifvélavirkja, s. 83011. Bílgreinasambandið, s. 681550 og 681551

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.