Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 17
DV. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR1986. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur ,Það hljóta allir að vita að kristin kirkja byggist á mannkærleika og beitir sér fyrir sanistöðu Bönnum ekki barnainnflutning Hildur Kr. Jakobsdóttir skrifar: í bréfi sem ég las fyrir nokkru í DV stendur m.a. að það sé dapurlegt til þess að hugsa að fólk skuli í örvæntingu sinni grípa til þess ráðs að kaupa börn frá fátækum löndum. Með leyfi að spyrja, hvaðan hefur þessi íslendingur fengið þær upplýs- ingar að börn séu seld? Þau eru ekki seld. Það kostar að sjálfsögðu stórfé að fara út til að sækja börnin. Hvers eiga þessar litlu mannverur að gjalda? Ekki hafa þær beðið um að fæðast í þennan umdeilda heim. Með því að gefa þau til t.d. íslands þá er það áreiðanlegt að þar fá þau nóg að borða, einnig mikla ást og um- hyggju. Ég þakka guði fyrir hverja slíka gjöf því að hvað er dásamlegra en að koma þessum litlu öngum til þroska. Einnig get ég sagt þessum blessuðum íslendingi að börnin eru ekki höfð sem gæludýr heldur er litið á þau sem guðs gjöf sem ber að varð- veita og koma til manns. Allt það fólk sem hefur ættleitt þessar litlu mannverur hefur reynt allar leiðir til að fá ættleiðingu á íslenskum börnum en þar voru þeim allar leiðir bannaðar og tel ég að það sé vegna frjálsra fóstureyðinga. Fóstureyðingar geta átt rétt á sér í sumum tilfellum en að gefa þær frjálsar finnst mér af og frá. Að mínum dómi er það morð að yfir- lögðu ráði. Einnig stendur í greininni að þeir peningar sem fari í þessi börn ættu heldur að renna til Hjálparstofnunar kirkjunnar eða til Rauða krossins. Þetta finnst mér fáránlegur hugsun- arháttur: Peningagjöf, hversu há sem hún er, getur aldrei komið í staðinn íyrir bam. Það hljóta allir að vita að kristin kirkja byggist á mannkær- leika og beitir sér fyrir samstöðu en ekki sundrungu, þess vegna skora ég á alla að stunda sína kirkju, þar geta allir átt notalega stund fyrir sig og er jú guðsþjónustan aðeins ein klukkustund í senn, það er nú ekki langur timi af eilífðinni og get ég sannfært ykkur að þið munið ekki sjá eftir þeim tíma er fram líða stund- ir. Ég veit það fyrir víst að þau hjón sem ekki geta eignast börn eru búin að velta ættleiðingu lengi fyrir sér. Þetta eru ábyrgir aðilar sem óhætt er að treysta: Litið barn tengir hjónabandið traustari böndum í all- flestum tilfellum. Þetta er þvilíkur gleðigjafi sem að ei orð fá lýst. Ég skora á Alþingi að endurskoða fóst- ureyðingafrumvarpið. Ég bið góðan guð að blessa alla uppalendur þessa lands, að þeim takist að kenna börn- um sínum að lifa mannsæmandi lífi. Boðsferðir ráðherra til útlanda: Óhóflegir dagpeningar Skattgreiðandi skrifar: Það er nú engin furða þótt fólki blöskri sú eyðslá sem virðist eiga sér stað í stjórnsýslu landsins að því er varðar hinar óhóflegu dagpeninga- greiðslur til ráðherra og sendiherra. Það hefur margt verið krufið til mergjar í umræðum manna í milli, sem og í fjölmiðlum, sem er minna virði en þessi óhófseyðsla. Auðvitað eru ferðalög á vegum hins opinbera mismunandi þýðingar- mikil. Embættismenn ýmsir gegna oft brýnum erindum og eru stað- genglar ráðherra á hina ýmsu fundi. Enda skila slíkir embættismenn skýrslum til sinna yfirboðara um árangur af þeim ferðum. En það er eins og ráðherrar þurfi ekki að gera neinum grein fyrir mikilvægi ferða sinna eða þeim dag- peningum sem þeir þiggja fyrir þær. Hvaða þýðingu hefur t.d. ferð aldr- aðs sendiherra til að kasta kveðju á Indverja og Kýpurbúa fyrir 600 þús i und krónur? - Hvað var áætlað í dagpeninga á dag í slíkri ferð? Eða hvað þýða „boðsferðir"? - Auðvitað er það vitað mál að „boðs- Lág laun og góður rekstur Kristinn Sigurjónsson, 5828-8098, Hjallabraut 15, skrifar: Ég skrifa út af grein sem birtist í Mogganum fyrir löngu, eða þann 2. febrúar. Þar segir frá því að Smjör- h'kisgerðin, Sól og Hampiðjan séu, samkvæmt könnun viðskiptadeildar Háskóla íslands, best reknu fyrir- tækin hér í borg. En ég vil gera þá athugasemd að í þessum fyrirtækjum er borgað slíkt smánarkaup að fáu verður við jafnað. Þar eru flestir á lægsta taxta, eða 18 þúsund krónum á mánuði. Það er eðlilegt að hægt sé að græða vel þegar svona er haldið um taumana. Mér þykir það lýsa hálfbrengluðu hugarfari hjá við- skiptafræðinemum að hafa best reknu ekki innan gæsalappa og gera yfirleitt engar athugasemdir við þessa skýrslu sína. En meinið er auðvitað fyrst og fremst það að taxt- ar á Islandi eru svo lágir sem raun ber vitni. Atvinnurekendur notfæra sér það út í ystu æsar, en hafa fyrir vikið bolmagn til að yfirborga „gæð- ingana". ferð“ getur verið margs konar. Hún getur t.d. þýtt það eitt að einhverjum á vegum hins opinbera er boðið að sitja t.d. ráðstefnu, án þess að inni- falinn sé kostnaður við uppihald og ferðir. Og hvað hefur sá ráðherra á dag í dagpeninga, sem notar 150 þúsund krónur í þrjá daga? Hann hefur jú 50 þúsund krónur á dag eða rúma 1200 dollara! Það eru engin hótel til í heiminum sem réttlæta að slíkir dagpeningar séu greiddir af fátækri þjóð. Svör þeirra ráðherra, sem hingað til hafa reynt að verja þessar dag- peningagreiðslur, eru meira og minna slagorð sem almenningur tekur lítið mark á. Á meðan ráðherrar finna ekkert athugavert við þá óhófseyðslu, sem á sér stað í ferðalögum og kostnað’ við þau, er ekki nema von að fólki gremjist. STIMPLAR SLÍFAR OG HRINGIR i AMC ! Buick i BMC dísil | BMW | Chevrolet i Cortina Datsun jbensín— dísil !Dodge ! Escort íFerguson c Ford §D300 D800 Ford Traktor Ford Transit Ford USA International Isuzu dísil Lada Landrover Mercedes j Benz180 D j Mercedes )Benz 220 D Mercedes Benz 240 D Mercedes Benz 300 D Mercedes Benz 314 D Mercedes Benz352 D Mercedes Benz 355 D Perkins 3.152 [ Perkins 4.108[ Perkins 4.203 j Perkins 4.318 [ Perkins 6.354 S Peugeot Pontiác Range Rover Renault Saab Simca Subaru Taunus T oyota Volvo bensin — dísil uuiJZjuíjiJiJíJZJiJZJZJiJzjznjzjLnjij ÞJÓNSSON&CO! SKeifau 1 7 s. 8451 5 — 845162!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.