Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 39
DV. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR1986. 39 MLðvikudagur 26.febrúar Sjónvarp 17.55 Heiinsmcistaramótið í handknattlcik. Island Tékkóslóvakía. Bein útsend- ing frá Bern í Sviss. Bjami Felix- son lýsir leiknum. 19.25 Áftanstund. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Söguhornið - Litla Ló, er- lent œvinlýri. Þýðandi Ingunn Jónsdóttir. Sögumaður Hulda Runólfsdóttir. Teikningar: Guðný Björg Richards. Sögur Gúllívcrs, þýsk brúðumynd. Þýðandi Salóme Kristinsdóttir. Sögumaður Guðrún Gísladóttir. Tommi og Jenni, bandarísk teiknimynd. 19.50 Frcttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og vcður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Legið á greni (Survival Foxwatch). Bresk dýralífsmynd um refi sem í auknum mæli flytj- ast á mölina í Bretlandi. f mynd- inni er fylgst með lifnaðarhátt- um borgarrefsins. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 21.15 Á líðandi stundu. Þáttur með blönduðu efni. 22.30 Hótel. 3. Leyndarmál. Bandarískur myndaflokkur í 22 þáttum. Aðalhlutverk: James Brolin, Connie Sellecca og Anne Baxter. Háskólanemi sem gætir bama á hótelinu er hafður fyrir rangri sök og prestur meðal gestanna á í sálarstríði. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 23.20 Fréttir í dagskrárlok. títva*piásl 13.30 í dagsins önn - Frá vett- vangi skólans. Umsjón: Krist- ín H. Tryggvadóttir. 14.00 Miðdegissagan: ,,Unga stúlkan og dauðinn" eftir Michel Tournier. Þórhildur Ólafsdóttir les fyrri hluta þýð- ingar sinnar og flytur inngangs- orð. 14.30 Óperettutónlist. a. Lög úr óperettunni „f álögum" eftir Sigurð Þórðarson. Guðrún Á. Símonar, Magnús Jónsson, Guðmundur Jónsson og Sváva Þorbjamardóttir syngja með kór og hljómsveit undir stjórn dr. Viktors Urbancic. 15.15 Hvað finnst ykkur? Um- sjón: örn Ingi. (Frá Akur- eyri.) 16.15 Veðurfregnir 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Kristin Helgadóttir. 17.40 Úr atvinnulífinu -Sjávar- útvegur og fiskvinnsia. Um- sjón: Magnús Guðmundsson. 18.00 Á markaði. Þáttur í umsjá Bjarna Sigtryggssonar. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Málrœktarþáttur. Helgi J. Halldórsson flytur. 19.50 Eftir fréttir. Jón Ásgeirs- son, frarakvæmdastjóri Rauða kross fslands, flytur þáttinn. 20.00 Hálftíminn. Elín Kristins- dóttir kynnir popptónlist. 20.30 Iþróttir. Umsjón: Ingólfur Hannesson. 20.50 Tónmál. Umsjón: Soffía Guðmundsdóttir. (Frá Akur- eyri.) 21.30 Sveitin mín. Umsjón: Hilda Torfadóttir. (Frá Akureyri.) 22.00 Fréttir. Ilagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma (27). 22.30 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarðvík. 23.10 Á óperusviðinu. Leifur Þórarinsson kynnir ópemtón- list. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. ÚtvarprásII 14.00 Eftir tvö. Stjórnandi: Jón Axel Ólafsson. 15.00 Nú er lag. Gunnar Salvars- son kynnir gömul og ný úrvals- lög að hætti hússins. 16.00 Dægurflugur. Leopold Sveinsson kynnir nýjustu dæg- urlögin. 17.00 JÞræðir. Stjórnandi: Andrea Jónsdóttir. 17.45 Tekið á rás - Hcimsmcist- arakeppnin i handknatt- leik. Samúel Örn Erlingsson lýsir leik fslendinga og Tékka sem háður er í Bcrn í Sviss. 20.00 Dagskrárlok. Útvarpið, rás 1, kl. 14.00: Ný miðdegissaga: „UNGASTÚLKAN OG DAUÐINN“ eftir Michel Tournier í dag og á morgun verður lesin sagan „Unga stúlkan og dauðinn" eftir franska rithöfundinn Michel Tourni- er en hann var hér í heimsókn á vegum Alliance francaise fyrir stuttu: Michel Tournier er einn af fræ- gustu og sérkennilegustu núlifandi rithöfundum sem skrifa á franska tungu. Hann steig nær fullmótaður fram á ritvöllinn 1967 er hann sendi frá sér fyrstu bók sína og fékk fyrir hana verðlaun frönsku akademíunn- ar. Frá þeim degi hefur frægðarsól hans risið jafnt og þétt og sögur hans eru notaðar sem kennsluefni í skól- um en það er afar mikill heiður í landi sem á sér svo gamla og ríka bókmenntahefð. Michel Tournier fæddist í París 1924 og var því kominn yfir fertugt er hann sneri sér alfarið að ritstörf- um. Hann er kominn af menntafólki, foreldrar hans stunduðu báðir nám í germönskum fræðum og þótt To- urnier sé alinn upp í París heimsótti hann Þýskaland oft á barnsaldri og kynntist vel menningu og sögu þeirr- ar þjóðar, m.a. er hann stundaði framhaldsnám í heimspeki við há- skólann í Túbingen 1946-49. Áður en Tournier helgaði sig ritstörfum vann hann að dagskrárgerð hjá . franska ríkisútvarpinu, þýddi þýskar bókmenntir og stýrði útgáfu fagur- bókmennta. Tournier er seinvirkur en vand- virkur rithöfundur. Á þeim nítján árum sem liðin eru síðan fyrsta bók hans, Frjádagur, (Vendredi) kom út hefur hann skrifað fimm skáldsögur auk nokkurra smásagna og ritgerða. Auk þess hefur hann fengist við ljós- myndun og skrifað texta um ljós- myndir. Tournier notar hefðbundna frásagnartækni og vill skrifa skýran Michel Tournier hóf seint að rita skáldsögur en nýtur nú geysilegrar virðingar í frönsku bókmenntalífi. texta svo hann geti náð til lesenda og flutt þeim boð sem þeir túlka að eigin vild. Hugmyndir og efnivið sækir Tournier gjarnan í gamlar sagnir, ævintýri eða önnur bók- menntaverk sem hann gerbreytir og vinnur upp á nýtt. Af því tagi er fyrsta bók hans þar-sem hann leitar fanga hjá Daniel Defoe í sögu hans „Róbinsó Krúsó“. í nýjustu sögum sínum leitast Tournier við að lýsa afstöðu innflytjenda frá frönskum nýlendum og innfæddra Frakka hverra til annarra. Það er Þórhildur Ólafsdóttir sem les þýðingu sína á sögu Tourniers. Utvarp Sjónvarp Nýútvarpssaga: í fjallskugganum Guðmundur Daníelsson er einn af okkar mikilvirkustu rithöfundum en hann les nú sögu sina, I fjallskuggan- um,iútvarpinu. I gærkvöldi hóf Guðmundur Daní- elsson rithöfundur lestur sögu sinnar, í fjallskugganum, á rás 1. Guðmundur hefur í hálfa öld verið í fremstu röð íslenskra sagnaskálda og liggja eftir hann meira en fjörutíu bækur af ýmsu tagi. I fjallskuggan- um samdi hann tæplega fertugur og kom hún út árið 1950. Sagan gerist á Suðurlandi eins og flestar sögur höfundar, sögutíminn er á síðari hluta nítjándu aldar. Aðalpersónan er Þorgils bóndi á Rauðstöðum. bæ þar sem ekki sést til sólar í átján vikur á hverjum vetri. Sagan snýst að miklum hluta um ástarmál Þor- gils. Hann hafnar æskuvinkonu sinni fyrir auðugt gjaforð, en nóttina á undan hjónavígslunni brennur kirkjan. Saga þessi er þrungin dulúð og bregður upp feikilegri inynd af sam- leik manns og náttúru. f fjallskugg- anum verður lesin á sunnudags-. mánudags- og þriðjudagskvöldum kl. 21.30. Hún er sextán lestrar. 3 jjp* ■k 1 j f slenska liðið ásamt liðsstjórum áður en það lagði af stað tii Sviss. Sjónvarpið kl. 17.55: Ísland-Tékkóslóvakia í dag verður annar leikur íslands í heimsmeistarakeppninni í handknattleik. Mætum við Tékkum í dag og verður bara að vona það besta en leikir íslendinga og Tékka hafa yfirleitt verið mjög jafnir og munurinn oftast eitteða tvö mörk. Leikurinn verður sýndur í sjónvarpinu og hefst útsending kl. 17.55. Á morgun verður hæg breytileg átt um land allt og hitastig svip- að. Það verður léttskýjað sunn- an- og austanlands. E1 verða á annesjum á Norðurlandi. Búast má við skýjuðu veðri vestan- lands, smá éljum á Vestfjörðum en léttskýjað verður á Suður- og Austurlandi. Hiti verður um frostmark á vestanverðu landinu og á suðurströndinni og Austfjörðum en kaldara inn til landsins. Á miðháléndinu er gert ráð fyrir 10 stiga firosti. Veðrið TltlnnH H. fi f mnrtriin? Útlönd kl. 6 í morgun: Bergen heiðskýrt -10 Helsinki snjókoma £ síð. klst. i 16 Ka upmannahöfn léttskýjað -13 Osló skýjað 12 Stokkhóimur heiðskírt -13 Þórshöfn skýjað 2 Útlönd kl.18 í gær: Algarve þokumóða 15 Amsterdam léttskýjað -4 Aþena skýjað 13 Barcelona (Costa Brava) þokumóða 12 Berlín snjókoma -6 Chicago snjókoma 0 Feneyjar (Rimini/Lignano) skýjað 5 Frankfurt léttskýjað -4 Glasgow mistur 3 London snjóél 3 Los Angeies léttskýjað 28 Lúxemborg léttskýjað -3 Madrid skýjað 9 Hamborg súld á síð--6 ustu klst. Malaga skýjað 20 Mallorca léttskýjað 14 Montreal snjókoma -4 Xew York skýjað 3 A'uuk skýjað 3 París skýjað _2 Róm þokumóða 13 Vín heiðskírt -7 Winnipeg snjókoma -9 Vaiencía (Benidorm) snjókoma 22 Gengið Gengisskráning nr. 39.-26. febrúar 1986 kl. 09.15 Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 41,300 41,420 42.420 Pund 61.351 61,529 59.494 Kan.dollar 29.590 29,676 29.845 Dönsk kr. 4,9677 4,9821 4.8191 Norsk kr. 5,8552 5,8723 5.6837 Sænsk kr. 5.7293 5,7460 5,6368 Fi. mark 8.0941 8.1176 7.9149 Fra.franki 5.9592 5.9765 5.7718 Belg.franki 0.8951 0.8977 0.8662 Sviss.franki 21.7942 21.8575 20,9244 Holl.gyllini 16.2120 16.2591 15.7503 V-þýskt mark 18.3230 18,3762 17,7415 It.lira 0.02693 0.02700 0.02604 Austurr.sch. 2.6084 2.6159 2,5233 Port.Escudo 0.2800 0,2808 0,2728 Spá.peseti 0,2908 0.2917 0.2818 Japanskt yen 0.22717 0.22783 0,21704 írskt pund 55.418 55.579 53.697 SDR (sérstök dráttar- réttindi) 47,5139 47.6519 46,2694 Simsvari vegna gengisskráningar 22190. t 4 »■ 'é i P- 1 I I J Fréttaskot DV | Síminn sem aldrei sefur Síminner 68-78-58.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.