Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Page 15
DV. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR1986 15 „Gleymdur“ lánaflokkur: Heimilar 100% lán til leiguíbúða Svonefnd „sjálfseignarstefna" siglir nú - ef marka má m.a. leið- araskrif DV - krappan sjó í öldu- róti hávaxtastefnunnar. Vilji unga fólksins til húsbygginga virðist vera kominn í sömu lægð og kjark- urinn og krafturinn til barneigna. „Bárujárnsskáldið“ Davíð Odd- sson gaf, í upphafi stólsetu sinnar sem borgarstjóri í Reykjavík, út þá dagskipan að lóðaeftirspum skyldi fullnægt. Samkvæmt nánari útlist- unum embættismanna borgarinn- ar, er undirritaður hefur orðið aðnjótandi, átti borgarstjóri aðeins við einbýlishúsalóðir, íjölbýlis- húsalóðir hafa til skamms tíma verið færri en um hefur verið sótt. Þessi stefna hafði það í for með sér að 85% húsnæðis á Grafarvogs- svæðinu áttu samkvæmt skipulagi að vera í sérbýli svo að „unga fólk- ið“ gæti byggt sér 300 fermetra einbýlishús að vild. Skipbrot Grafarvogsskipulagsins Sérbýlisstefna borgarstjórans hefur nú beðið algert skipbrot en hins vegar er það með ólíkindum hve félagshyggjuflokkamir eru linir við að reka flótta íhaldsins í þessu máli. Nær 90% sérbýlislóð- anna hefur nú verið skilað þannig að greinilegt er að þörfin fyrir sérbýli fer ört þverrandi. Er það síst að undra með tilliti til þeirra yfirgengilegu villubygginga sem tíðkast hafa undanfarin 15-20 ár, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Mælikvarði á þetta er lágt verð og sölutregða á stórum húseignum að undanförnu. Af fjölbýlislóðum, sem úthlutað var á sl. ári í Grafarvogi, hefur aðeins einni verið skilað. Þá lóð hafði BYGGUNG, flaggskip ungra sjálfstæðismanna í húsnæðismál- um, fengið til afnota. Við hlið Byggung fékk húsnæðissamvinnu- félagið BÚSETI úthlutað lóð. Búseti hefur ekki skilað sinni lóð, félagið hyggst ekki bregðast von- um ungs fólks um öryggi í hús- næðismálum og mun því hefja byggingu 46 íbúða í íjölbýli á komandi vordögum. Lánaflokkur í fullu gildi Búseti í Reykjavik hefur nýlega tekið núgildandi húsnæðislöggjöf til nákvæmrar athugunar með til- liti til lánsréttinda félagsins. Niðurstaða þessarar athugunar mun koma mörgum á óvart. Það kom nefnilega i ljós að samkvæmt gildandi lögum er fyrir hendi lána- flokkur sem heimilar að lána 80% af staðalíbúðarverði til bygging- ar leiguíbúða á vegum frjálsra félagasamtaka, þar á meðal til Búseta! Þessi 80% af verði staðal- íbúðar nema nú 2,7 milljónum kr., sem eru vel ríflega 100% af byggingarkostnaði íbúða í væntan- legri „Búsetablokk" á Grafarholt- inu! Samkvæmt lögum um Húsnæðis- stofnun ríkisins hefur ráðherra heimild til þess að opna nýja lána- flokka hjá Byggingarsjóði ríkisins. Þetta notfærði Svavar Gestsson, þá félagsmálaráðherra, sér árið 1981, eftir ábendingar Leigjenda- samtakanna o.fl. um þörfina á bættum lánum til byggingar leigu- húsnæðis. Samkvæmt sérstöku bréfi félags- málaráðuneytisins, dagsettu 12. mars 1981 (samkvæmt afriti sendu Leigjendasamtökunum), var siðan opnaður nýr lánaflokkur úr Bygg- ingarsjóði ríkisins er heimilar „að veita lán úr sjóðnum til bygg- ingar leiguíbúða, sem reistar verða á vegum sveitarfélaga, félagasamtaka og sjálfseignar- stofnana, og verða í þeirra eigu.“ Að mati lögfróðustu manna er lánaflokkur þessi enn i fullu gildi. Ný lög um Húsnæðisstofn- un frá 1984 breyta þar engu um, heimild til að lána 80% af staðal- JÓN RÚNAR SVEINSSON, FORMAÐUR BÚSETA, REYKJAVÍK íbúðarverði til byggingar leigu- íbúða stendur óhögguð. Hins vegar gera nýju lögin það að verkum að sérstök ákvörðun vaxta af þessum lánum þarf að koma til. Með öðrum orðum, ráðherra er heimilt að ákvarða lægri (eða hærri) vexti af þess- um lánum en þau 3,5% sem nú tíðkast hjá Byggingarsjóði rík- isins. Búseti i Reykjavík hefur nú sótt um lán úr þessum „gleymda" lána- flokki Byggingarsjóðs ríkisins til byggingar þeirrar 31 íbúðar í fjöl- býlishúsi félagsins í Grafarholti sem ekki fékkst lán til úr Bygging- arsjóði verkamanna. Félagið vænt- ir jákvæðra og skjótra viðbragða bæði félagsmálaráðherra og hús- næðismálastjórnar þannig að bygging hússins geti hafist sem fyrst. Er þess að vænta að félags- skapur, sem er að verða einn um það að hafa orku og dug til hús- bygginga, njóti velvildar hús- næðisyfirvalda. Betri lán til leiguíbúða í dag lánar Byggingarsjóður rík- isins 29% byggingarkostnaðar til einstaklinga. Fullyrða má að 95% húsbyggjenda taki einnig lán hjá lífeyrissjóði. Raunverulegt hlut- fall langtímalána er því á bilinu 50-60% afbyggingarkostnaði. Ljóst er að húsnæðissamvinnufé- lög geta ekki nýtt sér einstaklings- bundinn lánsrétt félagsmanna sinna hjá lífeyrissjóðunum þar sem leigjandi getur ekki veðsett þá íbúð sem hann leigir. Af þessum sökum er augljóst að lánshlutfall Bygg- ingarsjóðs ríkisins til leiguíbúða hlýtur að verða að vera mun hærra en til íbúða í einkaeign. Sú staðreynd að sjóðurinn kemur aðeins til með að lána í eitt skipti til þessara íbúða undirstrikar enn frekar réttmæti hærra lánshlutfalls til leiguíbúða. Af þeim sökum er einnig eðlilegt að leiguíbúðir, sem yfirleitt eru aðeins 2-3 herbergi að stærð, njóti ívið betri vaxtakjara en veitt eru þegar lánað er til einkabygginga, sem oftar en ekki eru langt yfir því sem hóflegt getur talist miðað við fjölskyldustærð lántakendanna. Jón Rúnar Sveinsson a „Er þess að vænta að félagsskapur, ^ sem er að verða einn um það að hafa orku og dug til húsbygginga, njóti velvild- ar húsnæðisyfirvalda.“ Fjalladrottning móðir mín íslendingar elska landið sitt mjög heitt. Þjóðtrúin segir að þótt landinn gamni sér eitthvað í út- löndum þá snúi hann jafnan heim því heima sé reyndar alltaf best hvað sem tautar og raular. Þá eru fræg tregablandin kvæði landans um hina stoltu hvönn óbyggðanna, eða annan gróður, ásamt fuglasöng og fossanið sem hafi annan hljóm í útlöndum en hér í frelsinu og víðáttunni. Gleymum heldur ekki matnum hennar mömmu, hann er líka alltaf bestur. Sjálfsagt hefur einhver víkinganiðjinn staðið upp á fimm stjörnu hótelum veraldar- innar eftir herlega veislu, bankað á bakið á brytanum og trúað hon- um fyrir því að þetta hafi verið óskaplega góður matur hjá honum - eða næstum því eins góður og hjá henni mömmu. Væringjans lag er alltaf samt við sig - hugurinn er heima. Þá minnast menn gjarnan kyn- slóðanna sem ólu aldur sinn í landi elds og ísa, börðust við hafvillur og erlenda áþján, jarðskjálfta og drepsóttir. Ekki var samt barist til einskis. Erfðavísunum var skilað og birtast nú í fallegri og gáfaðri þjóð þar sem kerlingar verða allra kerlinga elstar og karlarnir of- boðslega sterkir. íslenskt þjóðlíf Menningin lifir í tungu forfeðr- anna og þúsund ára sögur birtast okkur í eilífum bókmenntum. Rómantísku skáldin á síðustu öld vöktu þjóðarvitund og stolt og andinn og sagan falla í einn farveg - íslenskt þjóðlíf. Sem sagt, það er bara frábærlega gott að vera ís- lendingur. Böggull fylgir þó skammrifi. Þjóðin á mörkum hins byggilega heims, kyndilberinn gegn myrkri norðursins, hún torgar nefnilega ekki öllum þeim lífsgæðum sem að henni eru rétt. Komið hefur á Kjallarinn GUÐLAUGUR TRYGGVI KARLSSON HAGFRÆDINGUR daginn að hér drýpur þvílíkt smjör af svo mörgum stráum - til er í landinu svo mikil mjólk og svo mikið kjöt að hinir hraustu halir og fögru fljóð torga bara ekki öllum herlegheitunum. Aðrar þjóðir hafa svo einfaldlega ekki efni á því að kaupa á því verði sem kostar að framleiða. Það er því annaðhvort að eta meira eða henda lífsgæðun- um á haugana. Lífsviðhorf sem óneitanlega hentar sumum. Villibráðin fyrir herraþjóðina íslendingum hefur nefnilega tekist að sanna það í efnahagsmál- um sem veslings Nietzsche og aðrir hugsuðir með meiru voru að böggl- ast við að sanna í heimspekinni; að til væri herraþjóð sem lyti al- gjörlega eigin lögmálum, umhverf- ið væri henni óviðkomandi. Svona eru vísindin heillandi, leiðirnar og niðurstöðurnar eru legíó, t.d. þegar efnahagsmál íslendinga eru annars vegar, þá getur niðurstaðan haft stórkostlegt heimspekilegt gildi. Villibráðin er þannig einungis fyrir oss, hinn mengunarlausi hvíti lífsdrykkur, mjólkin, er einnig ein- ungis fyrir oss, sem og allar mjólk- urafurðirnar. Aðrar þjóðir geta búið að sínu, hálfeitruðu óæti, hormónasprautuðu kjöti, svoleiðis að karlpeningurinn verður rassstór sem sjötugar kerlingar frá svört- ustu Afríku og konurnar án þessar- ar silkimjúku húðar sem einkennir hin undurfögru fljóð víkingaþjóð- arinnar vegna neyslu á hvíta líf- drykknum góða. Maturinn hennar mömmu er nefnilega ekkert venju- legur matur og hana nú. Vikingaandann i átið „Upp skulum órum sverðum /úlfs tannlituðir glitra“, kvað víkingur- inn á Borg og veslings Danir lágu í því rétt eina ferðina enn. Nú þarf víkingaandann til - éta allt „hele galleriet". Þá er lausnin á vandan- um fundin, eða eins og kankvísir ungir bændur, sem hvort sem er eru farnir á hausinn, segja að sé lausn bændaforystunnar á vandanum: Bara éta meira, bara éta sig út úr vandanum. Landbúnaðarvandinn á íslandi er sem sagt á leið yfir það að vera heimspekilegt rannsóknar- efni, næst tekur læknisfræðin greinilega við. Lítil kaupgeta - minni neysla Að slepptu öllu gamni þá skulu ekki bornar brigður á það að ís- lenskar landbúnaðarafurðir séu í sérflokki og með afbrigðum hollar. Bændur ættu þó að tryggja sér stuðning heilbrigðisstéttanna áður en búið er til sérstakt læknisfræði- ]egt rannsóknarverkefni - sem sé það hversu mikils neyta má af hollasta og besta mat í heimi svo- leiðis að hann snúist ekki einfald- lega upp í öndverðu sína. „Á mis- jöfnu þrífast börnin best,“ segir máltækið, þótt enginn vafi leiki reyndar núna á því, sem og undan- farin ár, að landbúnaðarafurðir eru allt of dýrar og lítil kaupgeta hluti landbúnaðarvandans. Sé hættu- legri meðaltalsyfirlýsingu beitt þá má vafalaust fullyrða að allir ald- ursflokkar hefðu t.d. ágætt af meiri mjólkur- og mjólkurvöruneyslu. Vinur til vamms segir Nú hefur það komið fram á bændafundum að þeir sem hafa verið notaðir allt að því sem klass- ískar grýlur á bændastéttina hafi haft glettilega mikið til síns máls - líklega haft bara rétt fyrir sér. „Vinir“ bænda hefðu aftur á móti leitt þá í gapastokkinn, hvatt þá til fjárfestingar þegar enginn möguleiki var á afsetningu vör- unnar, hvað þá að fá fyrir kostnaði og vöxtum á fjárfestingunni. „Guð forði mér frá vinum mínum, óvini mína get ég séð um sjálfur," sagði karlinn. Eldri bændur hafa harmað þá daga þegar bændastéttin var allsráðandi pólitískt og þingmenn hennar gátu sett „þjóðarheillalög“ eftir landsins þörfum og markaðar- ins. Alþjóðamatseðillinn og ís- lenskar matarvenjur Ekki skal hið háa Alþingi haft í flimtingum hér en auðvitað er rétt og skylt að minnast þeirrar þúsund ára þjóðarsögu sem bændastéttin skilaði víkingaþjóðinni fram á veg, lifði einfaldlega á landsins gæðum eins og þau birtust hverju sinni, væri það vel framgenginn búpen- ingur eða soðningin úr sjónum. Seint munu eylendingar í Norður- höfum opinberlega þó leggja það til að vera öðrum þjóðum háðir um matvöru, þótt auðvitað sé allt í lagi að gleðja búsmala með smámjöl- korni frá sléttum Evrópu og Amer- íku og hella erlendri dísilolíu á flotann svo hann komist nú úr höfn til þess að elta þann gula. Alþjóða- viðskipti eiga nefnilega, hvað sem tautar og raular, stóran hlut í matvælaöflun okkar. Hvað um það, alþjóðahyggja hentar víst ekki íslendingum í matarlyst því neytandi alþjóða- matseðilsins myndi víst bara fá klígju við að sjá venjulegt íslenskt fæði, sem skapar okkur þó að meðaltali góða heilsu og mikla krafta. Fjalladrottningin virðist þvi hafa gert leynisamkomulag við íslenska meltingu, ekki síður en væringjaandann, sem alltaf leitar heim. Þá er kannski bara lausnin sú að auka kaupmátt, fá upp neyslu á hefðbundnum búvörum og setja síðan heilbrigðisstéttirnar í auknar rannsóknir á áhrifunum. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. a „Nú hefur það komið fram á bænda- ™ fundum að þeir sem hafa verið notaðir allt að því sem klassískar grýlur á bænda- stéttina hafa haft glettilega mikið til síns máls, líklega haft bara rétt fyrir sér.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.