Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 19
DV. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR1986. 19 Menning Menning Þar rumskaði Musica Nova Tónleikar Musica Nova i Norræna húsinu 23. febrúar. Flytjendur: Elísabet Erlingsdóttir og Kristinn Gestsson. Efnisskrá: Sönglög eftir Leif Þórarinsson, Charles Ives, Þorkel Sigurbjörnsson, Maurice Ravel og Béla Bartók. Tiltölulega hljótt hefur verið um starf Musica Nova fram til þessa á yíírstandandi vertíð. Vissulega lagði félagið þó sinn skerf fram til Listahátíðar kvenna fyrst í haust og ekki þarf það að tákna neina deyfð þótt hefðbundin vetrarstarf- semi fari ekki í gang fyrr en eftir áramót. En nú stóð Musica Nova að baki tónleikum Elísabetar Erl- ingsdóttur og Kristins Gestssonar í Norræna húsinu. Dagskráin hófst með rétt um aldarfjórðungsgömlum lögum Leifs Þórarinssonar, tveimur, úr fímm laga flokki við kvæði Tómasar Guðmundssonar, Gamalt ljóð, úr Fögru veröld. Horft úr fjarlægð nútíðarinnar virðist Leifur hafa getað verið harla rómantískur á þeim árum, en ugglaust hafa lögin megnað að koma einhverjum úr jafnvægi á sínum tíma. En þetta eru falleg og heilsteypt lög og vel flutt af Elísabetu og Kristni. Að hætta i miðju kafi Næst komu agnarsmáu lögin hans Ives sem enda gjarnan heldur auðskilin hverju barnshjarta, en að formi og innihaldi fullgóð and- leg næring þeim sem eldri og reyndari þykjast. Hinn leggur ljóð- inu til tóna sem eru í einu og öllu í samræmi vjð form og innihald ljóðs. Musica nova, eðurei? Það kann að vera hæpið að telja söngva Ravels, já og Bartóks líka, musica nova. En í sjálfu sér voru söngvar þeirra hér síður en svo í neinu ósamræmi við annað á efnis- Tónlist EYJÓLFUR MELSTED skránni. Kannski á impressionism- inn svona auðvelt með að falla að öðrum og nýrri stílum, eða þá að þeir síðari tíma menn, sem á undan fóru á prógramminu, hafi byggt sitt á grunni impressionismans. Ravel fóru þau Elísabet og Kristinn ágætlega með - ef til vill með full- miklum ástríðuþunga þó. Hann átti betur við þegar að Bartóklögunum kom sem byggðust á slóvakískum þjóðlögum og dönsum. Rakstrar- konusöngur, Brúðarvísur og Vögguljóð nutu sín vel en þegar Elísabet Erlingsdóttir. snubbótt. Grallarinn Ives leggur flytjendunum það á herðar að láta það líta eðlilega út þegar hann endar lag í miðju kafi. Eins gott að hafa músíkalskt skopskyn í lagi, hvort sem menn eru að flytja eða hlusta á verk Charles Ives. Lög handa litlu fólki samdi Þor- kell Sigurbjörnsson við texta úr Fiðrildadansi Þorsteins Valdi- marssonar. Þar fer saman innsæi tveggja góðra skálda. Annar skáld- ar í orðum kvæði handa börnum, út í íjörmeira efni var komið, eins og Piltadans, sem byggir á þekktu koloþema, vantaði fúttið í. En það var nú bara til þess að allt teldist nú ekki í alfullkomnu lagi með flutninginn á þessum tónleikum því samvinna flytjendanna var mjög góð og flutningurinn hinn vandaðasti. Það var sko aldeilis gott að Musica Nova skyldi rumska og vonandi fáum við fleiri tónleika áður en langt um líður. EM DTSSLi-NEI! LÁGTTERÐ-TÁ! JL-BYGGINGAVÖRUR TEPPADEILD Greiðslukjör gerast varla betri. Við höldum ekki útsölu. En með hagstæðum innkaupum reynum við að hafa vöruverð alltaf sem lægst. Teg. DÆMIUM VERÐ: ....kr. 385 - BOLERO 100% polyamid per m2 TjYON 100% Mnthetic 410 per m2 TURBO 50% polyprop. 50% polyamid.kr. 495 per m2 CARDIFF 100% polyamid ....kr. 5ÖU per m2 SANDRA 20% ull 80% polyamid kr 595 per m2 BRENNER 20% ull 80% polyamid.... kr 655 per m2 MARZ 100% acryl . J. 710 per m2 ALICE 50% ull 50% polyamid kr 875 per m2 RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND FTl BYGGIWGAWORURl BYGGINGAVÖRUDEILD HRINGBRAUT 120 simi 28600 STÓRHÖFÐA simi 671100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.