Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 20
20 DV. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR1986. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Ómar Torfason. Luzemtil -íboði Framog Þórscafé Það getur farið svo að Sigurður Grétarsson og Ómar Torfason, landsliðsmenn í knattspyrnu, leiki hér á landi með svissneska liðinu Luzern í sumar. Forráðamenn Þórs- café hafa rætt við Framara um þá hugmynd að fá erlent knattspyrnulið hingað til lands í tilefni 40 ára af- mælis Þórscafé. Það var Björgvin Árnason, forstjóri Þórscafé, fyrrum leikmaður með Fram og formaður knattspyrnudeildar, sem fékk þessa hugmynd. Framarar hafa verið að kanna hvað væri hægt að gera í málunum. Þeir hafa augastað á Luzem, sem teflir fram tveimur íslendingum. -SOS Sigurður Grétarsson. Walesvann Saudi-Arabíu Lið Wales vann Saudi-Arabíu í vináttuleik þjóðanna í knattspyrnu í gærkvöldi, 2-1. Leikið var í A1 Khobar íArabíu. -fros Meistaramir mæta Keflavík ífyrsta leiknum íursl'rtumí körfii í kvöld Fyrsti leikurinn í úrslitakeppninni í úrvalsdeildinni í körfuknattleik fer fram í kvöld. Úrvalsdeildarmeistar- arnir Njarðvík fá þá Keflvíkinga í heimsókn og hefst leikur liðanna klukkan 20.30. Liðin munu leika tvo leiki um sæti í úrslitaleiknum og mun sá seinni fara fram í Keflavík á föstudags- kvöld. Nái hvorugt liðið að sigra í leikjunum mun sá þriðji fara fram í Njarðvík á sunnudagskvöldið. Hin liðin í úrslitum, Haukar og Valur, munu leika fyrri leik sinn i íþróttahúsinu í Hafnarfirði annað kvöld, seinni leikur liðanna verður í Seljaskólanum á sunnudagskvöld og þurfi þriðja leikinn til að skera úr um úrslit þá verður hann háður í Hafn- arfirðiáþriðjudagskvöld. -fros Kóreumenn léku sér að íslendingum á HM í Sv HRIKALEGASTAAFAI ISLENSKS HANDKN - sigrnðu, 29-21, eftír að hafa skorað fjögur fyrstu mövkin og komist í 7-1. I< Frá Stefáni Kristjánssyni, blaða- manni DV á HM í Sviss: Ósigur íslenska landsliðsins gegn Suður-Kóreumönnum er eitt mesta kjaftshögg sem íslenskur handknatt- leikur hefur fengið í áraraðir. Átta marka tap iiðsins, 21:29, er ófyrirgef- anlegt og ósigurinn stóri gegn Rúss- STEFAN KRISTJÁNSSON BLAÐAMAÐUR DV SKRIFAR FRÁHM í SVISS „Náðum aldrei neinum takti“ -sagðiEinar Þorvarðarson „Þetta er það Iélegasta sem við höfum sýnt í langan tíma og þessi dapri leikur okkar kom á allra versta tíma,” sagði Einar Þorvarðarson markvörður. „Við náðum aldrei neinum takti i þessum leik. Við vor- um ótrúlega hræddir í þessum leik. Og með hverju markinu sem við fengum á okkur jókst skjálftinn. Við gerðum hver mistökin á fætur öðrum og hreinlega réttum þeim boltann í hendur trekk í trekk í lok fyrri hálf- leiks og þá náðu þeir að gera út um þennan leik. Það er alveg ljóst að við verðum að eiga toppleik í kvöld ef okkur á að takast að leggja Tékkana að velli. Vissulega er möguleiki á sigri okkar. Ég vil taka það fram að ég ætla ekki að væla yfir frammi- stöðu dómaranna i leiknum gegn S-Kóreu,” sagði Einar Þorvarðarson. -SK. • '> v Sigurður Gunnarsson. Iþróttir einnig bls. 22 um á Baltic Cup nýverið hverfur algerlega í skuggann. Það var vægast sagt napurlegt að verða vitni að þeirri háðulegu útreið sem landsliðs- menn okkar fengu í gærkvöldi og leikmenn Suður-Kóreu gerðu oft grín að leikmönnum íslenska liðsins. Þeir léku oft mjög skemmtilegan hand- knattleik en tap gegn þessu liði er rothögg á íslenskan handknattleik. Upplitið á íslensku leikmönnunum og fjölmörgum áhangendum þess í íþróttahöllinni í Genf var ekki merkilegt og spölkorn var í tárin hjá faugaspennu, léku langt undirgetu íslendingum sem harmleikinn sáu. Reyndar táruðust margir og óneitan- lega minnti þessi sviplegi ósigur á svörtu dagana forðum í Danmörku á HM 1978. Nokkuð sem stoltir ís- lenskir handknattleiksmenn og unn- endur handknattleiksíþróttarinnar á Islandi héldu að þeir ættu aldrei eftir að upplifa aftur. Óþarfi er að rekja gang leiksins í gærkvöldi í löngu máli og flestir ef ekki allir vilja gleyma honum sem Kristján Sigmundsson varði mjög vel fyrst eftir að hann kom í markið - meðal annars vítakast. „Allsherjar taugaveiklun“ -sagði Gunnar Þór Jónsson, læknir íslenska liðsins „Þessi leikur einkenndist af einni allsherjar taugaveiklun frá byrjun til enda. Líklega er þetta lélegasti lands- leikur sem ég hef orðið vitni að frá því að ég fór að fylgjast með landslið- UrslitáHM Úrslit í leikjunum á HM í gær urðu þessi: A-riðill Júgóslavía-Sovét 26-22 A-Þýskaland-Kúba 28-24 B-riðill V-Þýskaland-Pólland 21-20 Sviss-Spán.n 15-15 C-riðill S-Kórea-ísland 29-21 Rúmenía-Tékkóslavakía 23-18 D-riðill Svíþjóð-Alsír 24-16 Ungverjaland-Danmörk 25-21 ^Andlegur undirbún- ingur ekki nægjanlegur1 - sagði Biynjar Kvaran „Það er mjög erfitt að finna ákveðnar skýringar á þessum leiðin- legu úrslitum. Þó er það ljóst að andlegur undirbúningur íslenska liðsins hefur ekki verið nægilega góður. Hann virðist alveg hafa miste- kist,” sagði Brynjar Kvaran mark- vörður eftir leik Islands og S-Kóreu en Brynjar datt út úr landsliðs- hópnum á síðustu stundu og var á meðal áhorfenda í Genf í gærkvöldi. Það kom líka mjög á óvart að þeir Þorgils Óttar og Steinar skyldu ekki vera í liðinu gegn S-Kóreu. Ef ein- hvern tímann hefði átt að stilla upp sterkasta liði þá var það í þessum leik. Þetta var leikur sem varð að vinnast.” Eigum við möguleika gegn Tékkum í kvöld? „Ekki ef Tékkarnir leika eins og þeir gerðu í fyrri hálfleik gegn Rúmenum i kvöld. En ég útiloka ekki islenskan sigur. Það má vel vera að þessi dapurlegu úrslit í kvöld auki sigurlíkur íslenska liðsins í kvöld gegn Tékkum,” sagði Brynjar Kvaran. -SK. inu,” sagði Gunnar Þór Jónsson, læknir íslenska liðsins, í samtali við DV í gærkvöldi. „Síðustu mínútur fyrri hálflejks ásamt mjög óhagstæðri dómgæslu gerðu það öðru fremur að verkum að mínu mati að ísland tapaði svo illa í kvöld sem raun ber vitni. Þratfi fyrir þessi slæmu úrslit gegn SuðUr- Kóreu tel ég að góðir möguleikar séu á sigri gegn Tékkum í kvöld,” sagði Gunnar Þór Jónsson. _sk. „Ávonáhörkuleik við ísland“ - segir þjálfari Tékka „Ég er mjög ánægður með leik minna manna í fyrri hálfleik gegn Rúmeníu hér í kvöld og það sama get ég raunar sagt um fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiks. Síðan datt botninn úr leik okkar,” sagði Ernest Gubricky, landsliðsþjálfari Tékka, í samtali við DV í gærkvöldi. Tékkar leika gegn íslendingum í kvöld í Bern og Gubricky var spurður að því hvort hann hræddist íslenska liðið: „Ég veit það nú ekki en ég á von á hörku- leik. Leikir okkar gegn íslendingum hafa jafnan verið mjög erfiðir og ég á von á því að svo verði einnig að þessu sinni. Þetta verður mjög erfið- ur leikur fyrir bæði lið og þegar á heildina er litið er ekkert ólíklegt að hann verði jafn og spennandi. íslend- ingar eru með mjög gott lið þrátt fyrir að liðið hafi leikið mjög illa gegn Suður-Kóreu. Það kemur fyrir hjá öllum liðum að lélegir leikir komi inn á milli og ég verð að segja eins og er að ég á ekki von á þvi að íslenska liðið leiki aftur jafnilla og það gerði gegn Suður- Kóreu,” sagði Ernest Gubricky. _g[{. „Langtfrá því að við séum niðurbrotnir" - sagði Sigurður Gunnarsson Frá Stefáni Kristjánssyni, blaða- manni DV á HM í Sviss: „Ég vona að Suður-Kóreumenn séu ekki átta mörkum betri en við en það verður að segjast alveg eins og er að þeir voru það svo annarlega í þessum leik,” sagði Sigurður Gunnarsson eftir leikinn gegn Suður- Kóreu í gærkvöldi. „Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvað skeði hjá okkur. Ég á eftir að hugsa það mál betur. Suður- Kóreumenn spiluðu vörn sem á að henta okkur vel en hún gerði það ekki í þessum leik. Eg vil taka það skýrt fram að það er langt frá því að við séum niðurbrotnir. Við vissum það fyrir leikinn að hann gæti tapast og við erum allir ákveðnir í að gera betur í kvöld gegn Tékkum,” sagði Sigurður Gunnarsson. -SK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.