Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR1986. 13 Neytendur Neytendur Neytendur EKurefnií ávaxtadiykkium? Á fundi Félags kúabænda á Suð- urlandi, sem haldinn var í síðustu viku, var mikið rætt um neyslu- og drykkjarvenjur landsmanna og komu fram ýmsar athyglisverðar til- lögur. Ein þeirra var að pakka mjólk í litlar femur svo hún yrði aðgengi- leg á sama hátt og svaladrykkir sem ganga undir ýmsum nöfnum og eru mikið drukknir. í framhaldi af þess- ari umræðu sagði Margrét Guð- mundsdóttir: „Þetta er alvarlegt mál því sumir þessara drykkja eru blan- daðir vökva sem pressaður er úr appelsínuberki sem sprautaður hefur verið erlendis með eiturefnum." Eðli málsins samkvæmt vöktu þessi ummæli athygli Neytendasíð- unnar því ef sönn reynast er hér á ferðinni mikið alvörumál fyrir neyt- endur. Við höfðum því samband við þá aðila sem framleiða þessa svala- drykki til að spyrjast fyrir um sann- leiksgildi þessarar fullyrðingar. „Við flytjum appelsínuþykkni inn frá Bandaríkjunum og allir þeir sem til þekkja gera sér grein fyrir því að matvælaeftirlitið er hvergi eins strangt og einmitt þar. Ég tel fráleitt að ætla að í þessum appelsínusafa leynist eiturefni, auk þess sem safinn er kreistur innan úr appelsínunum en ekki úr berkinum,“ sagði -Eiríkur Þorkelsson, forstöðumaður rann- sóknarstofu Mjólkursamsölunnar. „Hver einasta tunna af appelsínu- þykkni er iheð vottorði frá banda- ríska landbúnaðarráðuneytinu og meira að segja eru fulltrúar þess með skrifstofu í verksmiðjunni sem við skiptum við. Þetta eru tilhæfulausar aðdróttanir og ég get upplýst þessa góðu konu um það að eftir að búið er að kreista appelsínuna er börkur- inn og hratið þurrkað og breytt í kúafóður. Það fer ekki hjá því að appelsínutrén séu úðuð með skor- dýraeitri en ef það hefur einhver varanleg áhrif þá kemur það til með að koma fram í mjólkinni sem banda- rískir neytendur drekka,“ sagði Davíð Scheving Thorsteinsson hjá Sól sem framleiðir Svala og Trópí. í upplýsingum frá Vífilfelli, sem framleiðir Hi-C, segir að í ávaxta- drykkinn séu einungis notuð hráefni sem staðist hafa gæðakröfur Coca-- Cola fyrirtækisins en þær eru með þeim ströngustu í heimi. í drykkina eru notaðir hreinir ávaxtasafar eða þykkni sem koma hingað til lands frá Spáni, Brasilíu og Bandaríkjunum og er styrkur þeirra í tilbúnum drykk um 11-16%. Ennfremur segir að bragðefnin séu einungis náttúrleg og sykurinnihald drykkjanna sé í sam- ræmi við sykurinnihald ávaxtanna sem drykkirnir eru kenndir við. DV hafði samband við Margréti Guðmundsdóttur á Vatnsskarðs- hólum í Mýrdal og spurði hana hvaða heimildir hún hefði stuðst við í þessum ummælum sínum: „Ég sá þetta í einhverju dagblaði fyrir nokkrum árum en hitt er annað að mál mitt var nokkuð rangtúlkað í fjölmiðlum. Það sem ég vil leggja áherslu á er að mjólkurneysla fer nú sífellt minnkandi en í staðinn drekk- ur fólk dísæta gosdrykki og aðra svaladrykki sem eru fullir af rotvarn- arefnum og ýmsum aukaefnum sem eru langt frá þvi að vera holl eða góð. Mér finnst það ansi hart að sjá litla krakka svolgra þessa drykki i sig á meðan mjólkurneysla hefur fallið úr 1,6 lítrum á mann niður í 0,4 lítra.“ Framleiðendur neita allir þessum fullyrðingum Margrétar en hitt er annað mál að skemmst er að minnast könnunar sem gerð var á vegum DV í júlí á síðasta ári og leiddi í ljós að ýmislegt var öðruvísi í drykkjarfern- unum en gefið var upp á umbúðum. Því væri athugandi hvort ekki væri ástæða til að endurtaka slíka könn- un með tilliti til þátta sem þessara. -S.Konn. HÓSTASTILLANDILYF FRAMLEITT Á ÍSLANDI Vissirðu að aftan í hnakkanum er svokölluð hóstamiðstöð og svokallað hóstaviðtæki er frá vélinda og niður í lungu. Fleiri vita eflaust ekki annað um hósta en að hann er meira en h'tið hvimleiður, bæði fyrir þann sem hóstar og ekki síður fyrir hina sem eru áheyrendur hóstans. Svo er það svo einkennilegt að hóstinn sækir mest á þegar fólk hefur tekið á sig náðir. Viðkomandi getur verið gjörsamlega laus við hóstann allan daginn en um leið og lagst er á koddann byrjar hóstakórinn af fullum krafti. Ýmis lyf hafa verið handbær til þess að stilla hóstann og dugað mis- vel. Nú er að koma á markað á fs- landi ný hóstastillandi mixtúra sem nefnist dexomet. Dexomet er framleitt af íslensku lyfjaframleiðslufyrirtæki er nefnist Toro hf. - Lyf þetta hefur verið selt án lyfseðils í Bandaríkjunum og verður einnig svo hér á landi. Lyfið er talið hafa góða hóstastillandi eiginleika án þess að innihalda neitt það sem hefur í för með sér ávana- hættu. Hóstamiðstöðin verður e.t.v. fyrir einhverri ertingu þegar „hóstarinn" leggst út af, því þá byrjar viðkomandi jafnan að hósta. Kannski væri betra að liggja á maganum, þ.e. snúa hóstamiðstöðinni upp i loft? KERAMIKNÁMSKEIÐ verður haldið að Ingólfsstræti 18. Upplýsingar í símum 29734 og 21981. getrluna- VINNINGAR! 26. LEIKVIKA-22. FEBRÚAR1986. VINNINGSRÚÐ: 21 X-21 X-222-1 1 X 1. VINNINGUR: 12 RÉITIR kr. 891.675,- 50131 (4/11) 2. VINNINGUR: 11 RÉTTIR kr. 23.884,- 10612 44397*+ 70223 28560+ 53187+ 80297* 126772*+ 134759 132031 * = 2/11 Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað. ef kærur verða teknar til greina. Kærufrestur ertil mánudagsins 17. mars 1986 kl. 12.00 á hádegi. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilifang til islenskra Getrauna fyrir lok kærufrests. íslenskar Getraunir, íþróttamidstöðinni v/Sigtún, Revkjavík pj£UREYRIAiG4ty Gerist áskrifendur! Áskriftarsíminn á Akureyri er 25013 ATHUGIÐ! Tekið er á móti smáaugiýsingum í síma 25013 og á afgreiðslunni, * Skipagötu 13. Afgreiðsla okkar Skipagötu 13 ' er opin virka daga kl. 13—19 og laugardaga kl. 11—13. Blaðamaður á Akureyri, Jón G. Hauksson, hefur aðsetur á sama stað. Vinnusími hans er 26613, heimasími 26385. VIÐ FÆRUM YKKUR DAGLEGA Afgreiðsla — auglýsingar Skipagötu 13 — Akureyri. Sími 25013.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.