Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 21
DV. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR1986.
21
óttir
iss:
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
LLISOGU
/VTTLEIKS
>lensku leikmennimir, þjakaðiraf
allra fyrst. Guðmundsson 2, Sigurður Gunnars-
Mörk íslands: Kristján Arason 10/6, son 2, Páll ólafsson 2 og Þorbjörn
Þorbergur Aðalsteinsson 4, Bjarni Jenssonl. -SK
„Besti landsleikur
okkarfráupphafi
-sagði þjátfari S-Kóreu
„Ég er ekki í nokkrum vafa um að
þetta er besti landsleikur sem leik-
menn Suður-Kóreu hafa leikið frá
upphafi. Leikmenn mínir voru mjög
ákveðnir og þrátt fyrir að íslendingar
hafi verið álitnir mun sigurstrang-
legri fyrir leikinn gáfust þeir aldrei
upp,” sagði Yoo Jag Choong, þjálfari
landsliðs Suður-Kóreu, í samtali við
DV í gærkvöldi eftir sigur Suður-
Kóreu gegn Islandi.
Stingaekki
með gegn
íslandi?
Rúmenar, sem af mörgum eru taldir
sigurstranglegastir hér í heimsmeist-
arakeppninni, urðu fyrir miklu áfalli
í gærkvöldi þegar aðalmaður þeirra
og einn fremsti handknattleiksmað-
ur heims, Stinga, fékk mikið högg í
andlitið og í gærkvöldi var talið að
hann hefði kinnbeinsbrotnað.
Ef meiðslin eru svo alvarlegs eðlis
getur hann ekki leikið meira með
Rúmenum í yfirstandandi heims-
meistarakeppni.
Eins og flestum er kunnugt leika
Rúmenar með íslendingum í riðli og
ættu sigurmöguleikar landans gegn
Rúmenum að aukast nokkuð ef
Stinga er jafnalvarlega meiddur' og
menn vildu vera láta í gærkvöldi.
-SK
„Með því lak-
astasem
éghefséð
-sagðiGunnar
Gunnarsson, Ribe
„Leikmenn íslenska liðsins gerðu
nánast allt það sem þeir áttu ekki
að gera,” sagði Gunnar Gunnarsson,
handknattleiksmaður hjá Ribe í
Danmörku, en hann var meðal
áhorfenda á leik íslands og Suður-
Kóreu í gærkvöldi í Genf.
„íslensku leikmennirnir voru allt
of
staðir í sóknarleiknum. Þeir biðu
eftir að fá boltann og fóru síðan að
reyna að gera eitthvað í stað þess
að vinna meira boltalausir. Þessi
leikur hjá íslenska liðinu er með
því lélegasta sem ég hef séð til liðsins
frá því ég fór að horfa á landsleiki
íhandknattleik.”
Vilt þú spá einhverju um úrslitin
í kvöld í leiknum gegn Tékkum ?
„Það er ljóst að íslenska liðið verð-
ur að leika mun betur í kvöld ef
hagstæð úrslit eiga að líta dagsins
ljós. Ég hef trú á strákunum og spái
þeim 19:17 sigri í kvöld,” sagði
Gunnar Gunnarsson. -SK.
ii
„Það verður að segjast eins og er
að við áttum von á íslenska liðinu
mun sterkara. Margir leikmenn liðs-
ins eru mjög góðir á alþjóðlegan
mælikvarða og flestallir leikmenn
liðsins eru líkamlega sterkir og lík-
amlega sterkari en mínir leikmenn.
En við náðum að stöðva þá í sókninni
með góðri og árangursríkri vörn,”
sagði Yoo Jag Choong.
Átt þú von á áframhaldandi sigur-
göngu þinna manna hér í Sviss?
„Það er mjög erfitt að segja til um
það. Næsti leikur okkar gegn Rúm-
eníu verður mjög erfiður og ég
reikna alls ekki með sigri minna
manna þar. Hins vegar á sigurinn
gegn íslandi eflaust eftir að hafa
mjög góð áhrif á liðið en við verðum
að bíða og sjá hvort við náum að
vinna fleiri sigra,” sagði landsliðs-
þjálfari Suður-Kóreu. -SK.
„Kóreumenn
komu á évart
- sagði annar svissn-
esku dómaranna
„Leikaðferð Suður-Kóreumanna
kom mér sérstaklega á óvart og ég
held að það sama sé hægt að segja
um leikmenn íslenska liðsins. Þeir
léku vörnina mjög framarlega og
sóknarleikur íslenska liðsins var
hvorki fugl né fiskur vegna þess,”
sagði Oscar Fritschi, annar sviss-
nesku dómaranna sem dæmdu leik
fslands og Suður-Kóreu í gærkvöldi.
„Ég tel að íslenska liðið eigi ennþá
möguleika á að gera góða hluti hér
þrátt fyrir þetta óvænta tap og svo
sannarlega var það óvænt. Ég tel að
allt geti í raun og veru skeð hér og
þá kannski sérstaklega eftir að
Rúmeninn Stinga meiddist í gær-
kvöldi,” sagði svissneski dómarinn
ennfremur. -SK
Kristján Arason var skástur íslensku leikmannanna, skoraði 10 mörk, en
hefur þó oft leikið hetur.
„Tilbreytíngar-
leysið í lefk
liðsins óþolandi"
- sagði Guðmundur Þórðarson handknatdeiksmaður
Frá Stefáni Kristjánssyni, frétta-
manni DV á HM í Sviss:
„Þessi úrslit eru reiðarslag og það
hvarflaði ekki að manni fyrir þennan
leik að íslenska liðið myndi tapa með
átta marka mun,” sagði Guðmundur
Þórðarson, þjálfari 2. deildar liðs í
handknattleik og fyrrum leikmaður
með Stjörnunni, í samtali við DV
eftir landsleikinn í gærkvöldi.
„Þetta eru grátleg úrslit og satt
best að segja hélt maður að svörtu
dagarnir frá Danmörku 1978 myndu
ekki endurtaka sig hér. Þetta er að
vísu ekki búið ennþá en byrjunin
lofar ekki góðu. Leikurinn í kvöld
gegn Tékkum verður mjög mikilvæg-
ur fyrir íslenskan handknattleik og
þann leik verða strákarnir að vinna.
Það verður ýmislegt að breytast, til-
breytingarleysið í leik íslenska liðs-
ins gegn Suður-Kóreu var óþolandi
og slíkt má ekki endurtaka sig í
Guðmundur Þórðarson.
kvöld gegn Tékkunum,” sagði Guð-
mupdur Þórðarson. -SK.
Frammistaða leikmannanna
Frá Stefáni Kristjánssyni, frétta-
manni DV á HM í Sviss:
Árangur íslensku leikmannanna í
leiknum gegn S-Kóreu var sem hér
segir.
Chaumant
áfram
-ífranska bikamum
Einn leikur fór fram í annarri
umferð frönsku bikarkeppninnar í
knattspyrnu í gærkvöldi. Chaumant
sigraði Bastia á heimavelli sínum,
3~0, og tryggði sér þar með sæti í
þriðju umferð á útimarki sínu í fyrri
leik liðanna er lyktaði með sigri,
Bastia,4-1. -fros
■■■ ■■ ■■ mm ■ i h hm
• Kristján Arason skoraði tíu mörk
þar af sex úr vítum. Hann átti átta
misheppnuð skot, tapaði bolta einu
sinni og átti þrjár sendingar er gáfu
mörk.
• Þorbergur Aðalsteinsson skoraði
fjögur mörk úr átta skottilraunum.
hann tapaði boltanum tvisvar og átti
eina sendingu er gaf mark.
• Sigurður Gunnarsson skoraði tvö
mörk úr fjórum skottilraunum og
tapaði boltanum einu sinni.
• Páll Ólafsson skoraði tvö mörk
úr sex skottilraunum og tapaði bolt-
anum þrívegis.
• Bjarni Guðmundsson skoraði tvö
mörk úr tveimur tilraunum. Hann
tapaði boltanum þrívegis og átti
sendingu sem gaf mark.
• Þorbjörn Jensson skoraði eitt
BHI
mark úr tveimur tilraunum. Hann
tapaði boltanum tvívegis og átti eina
sendingu sem gaf mark.
• Guðmundur Guðmundsson skor-
aði ekki úr tveimur skottilraunum.
Hann tapaði boltanum fjórum sinn-
um og fiskaði sex víti.
• Atli Hilmarsson skoraði ekki úr
fjórum skottilraunum. Hann tapaði
boltanum fjórum sinnum og átti eina
sendingu er gaf mark.
• Geir Sveinsson tapaði boltanum
einu sinni.
• Einar Þorvarðarson stóð í mark-
inu í fyrri hálfleik og framan af þeim
seinni. Hann fékk sautján niörk á sig
og varði ellefu skot.
• Kristján Sigmundsson fékk á sig
tólf mörk og varði níu skot, þar af
eitt vítakast.
it
-sagði Kristján Arason
Frá Stefáni Kristjánssyni, blaða-
manni DV á HM í Sviss:
„Byrjunin hjá okkur i þessum leik
var alveg hrikaleg. Þeir léku vörnina
mjög framarlega og það setti sóknar-
leik okkar úr skorðum. Ég held að
það sé best fyrir okkur alla að gleyma
þessum leik sem allra fyrst og reyna
að byggja okkur vel upp fyrir leikinn
i kvöld gegn Tékkum. Þann leik
verðum við að vinna. Ég held að við
verðum þá mun rólegri og leikur
okkar verði mun yfirvegaðri. Dómar-
arnir í kvöld voru vægast sagt
hörmulega slakir en við eigum fyrst
og fremst að líta í okkar eigin barm
og leita þar orsakanna fyrir þessu
slæma tapi,” sagði Kristján Arason
eftir leikinn gegn Suður-Kóreu.
-SK.
n
úrslit
íí
- sagði Einar Magnússon
„Þetta voru svo sannarlega grátleg
úrslit. Það var alveg hroðalegt að
horfa upp á jafn leikreynt landslið og
við eigum í dag stífna upp af spennu
og taugaveiklun,” sagði Einar Magn-
ússon, starfsmaður HSÍ og fyrrver-
andi landsliðsmaður í handknattleik,
í samtali við DV í gærkvöldi.
„Vera má að sálrænn undirbúning-
ur íslenska liðsins hafi ekki verið
nægilega góður. Það eina sem við
getum gert núna er að treysta á góð
úrslit gegn Tékkum og ég vonast eftir
eins til tveggja marka sigri isíenska
iiðsins,” sagði Einar Magnússon.
-SK.
Luzem
vann,5-0
ogómarskoraðieitt
markaliðsins
Frá Stefáni Kristjánssyni, blaða-
manni DV í Sviss:
Nú eru svissnesku 1. deildar liðin í
knattspyrnu i óðaönn að undirbúa
sig fyrir síðari hluta keppnistímabils-
ins og Luzern, lið þeirra Sigurðar
Grétarssonar og Ómars Torfasonar
er þar engin undantekning.
Þeir Sigurður og Ómar hafa báðir
æft af miklu kappi undanfarið og í
æfingaleik um daginn gegn Chiasso
náði Órnar að skora eitt marka Luz-
crn í 5:0 sigri liðsins. -SK.
Man.Utd
vann Celtic
-ívináttuleik
Manchester United vann öruggan
sigur á Celtic er liðin mættust í vin-
áttuleik i Glasgow í gærkvöldi.
Ekkert var leikið í fyrstu deild
ensku knattspyrnunnar en fjórir
leikir voru á dagskrá í neðri deildun-
um. Huddersfield vann Hull 2-1 i 2.
deild og í þeirri þriðju sigraði Black-
pool Lincoln, 2-0, og Bury Bolton, 2-1.
Að lokum var einn leikur háður í
fjórðu deild. Wrexham vann Hart-
lepooll-0. - fros
Stuttgart
-ív-þýsku
knattspymunni
Tveir leikir fóru fram i 1. deild
v-þýsku knattspyrnunnar í gær-
kvöldi. Saarbriicken og Stuttgart
gerðu 1-1 jafntefli á hcimavelli Saar-
brucken og lið Waldhof Mannheim
og Borussia Dortmund skildu einnig
jöfn,0-0,iMannheim. -fros