Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 16
16 DV. MIÐ VIKUDAGUR 26. FEBRÚAR1986. Spurningin Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hefur þú séð Ladda-sýninguna á Sögu? Elín Jónsdóttir nemi: Já, ég er búin að sjá hana og líkaði mjög vel. Það var í nóvember. Ég þekki marga sem hafa farið. Björg Ólafsdóttir nemi: Nei, ég hef ekki farið enn. En ég veit um fólk sem hefur farið, sumum hefur líkað vel en öðrum ekki. Theódóra Sveinsdóttir skrifstofu- maður: Nei, ég hef ekki séð hana. Hvort mig langar? Já og nei, ég veit ekki. Sigurður Sigurbjörnsson: Ég hef ekki séð hana en mig langar til þess þó ég þekki engan sem hefur farið. Ólafur Guðmundsson, atvinnulaus Hafskipsmaður: Nei, því miður, það láta allir mjög vel af henni. Ég vona að ég eigi eftir að sjá hana því ég vildi það gjaman. Guðrún Þrastardóttir. Nei, ég veit ekki hvort ég sé hana nokkukð. En mi? lanear samt dáh'tið til hooc „Fátt bendir til að lífríki vatnsins sé að rétta við eftir meira en þriggja ára dauða.“ Treg veiöi í Mývatni Þorgrímur Starri Björgvinsson, Garði v. Mývatn, skrifar: Fátt bendir til að lífríki vatnsins sé að rétta við eftir meira en þriggja ára dauða. Veiðist þó betur en í fyrravetur en þá fengu menn tæpast í soðið og það litla, sem veiddist, var óætt að kalla. Veiðiréttarhafar eru flestallir með net undir ís, enda tíðin góð og bílfæri gott á ísnum. Nýmetið vel þegið enda silungurinn, sem veið- ist, bragðgóður og sæmilega á sig kominn, þótt hann sé yfirleitt smár og fremur rýr. Ýmsir voru bjartsýnir við upphaf veiðitímans, sem hófst um áramót, því þá var yfirleitt góð íferð. Nú hefur sem sagt brugðið til hins verra. I DV 4. febrúar yar frétt sem bar fyrirsögnina: Veiðin góð og sil- ungurinn feitur og var ég tilgreindur heimildarmaður. Fullfast var þar kveðið að orði um hvað allt væri á uppleið i Mývatni. Eins og nú standa sakir er það sem fram kemur í þessum síðari fréttapistli nær sanni. Bæn til Bjarna Fel Handboltaaðdáandi skrifar: Mig langar að bera eina bæn upp við þig, Bjarni, og hún er hvort þú vilt ekki vera svo vænn að sýna úrslitaleik íslands og Póllands í Flugleiðamótinu i handknattleik í sjónvarpinu. Það voru sýndar nokkr- ar mínútur frá honum um daginn en það er ekki nóg, því þetta var góður íeikur og skemmtilegur á að horfa. Auk þess var hann mikilvægur fyrir okkur. Annars þakka ég þér bara fyrir mjög góða íþróttaþætti. íslendingar fengu gullverðlaunin í Flugleiðamótinu og „handboltaaðdáandi' villfá aðsiáúrslitaleikinn. Agnar vill koma af stað umræðum um stöðumælana og finnst ófært að þeir sleppi við að gefa kvittanir. Stöðumælar eiga að kvitta! Agnar Agnarsson hringdi: Það er ekkert óskaplega langt síð- an fjármálaráðherra vildi að lands- menn vendu sig á að taka kvittanir fyrir hverja greiðslu. Og það er lík- lega ekkert svo mjög vitlaus ábend- ing. En spurningin er: Hvemig stendur á því að ekki er hægt að fá kvittanir frá stöðumælum? Éins og allir vita borga fyrirtæki starfs- mönnum sínum allt það sem þeir hafa áður þurft að leggja út fyrir Tbö^iö rtælnsitifi.. ^ komandi starfsmaður hefur ekki staf fyrir því að hann hafi þurft að borga svo og svo mikið í stöðumælinn, þá er hætt við því að hann fái þá pen- inga ekki endurgreidda. Stendur ekki einhvers staðar að sá sem ekki gefur kvittun firri sig ábyrgð? Þarna er greinilega pottur brotinn og ekki vanþörf á að fá umræðu um þetta mál, því margt smátt gerir eitt stórt. Ég borga ekki krónu í stöðumælinn nema ég fái að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.