Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 40
MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1 986
Steingrímur
Hermannsson,
forsætisráðherra:
Köstum
okkurí
kaltvatnið
„Ætli við köstum okkur ekki til sunds
þótt vatnið sé kalt,“ sagði Steingrímur
Hermannsson forsætisráðherra í
morgun um þann þátt sem ríkisstjórn-
inni er ætlaður í sambandi við nýju
kjarasamningana. „En það er lítið
hugsað um framtíðina og vandanum
fyrst og fremst velt yfir á ríkissjóð.“
Forsætisráðherra sagði að sér litist
að sumu leyti vel á þessa samninga
þótt biti ríkisins væri ansi stór. En
ætlast er til að yfir 1.200 milljóna
ráðstafanir komi til. „Það er kostur
að fjármagnið kemur innanlands frá
en ríkissjóður er samt skilinn eftir með
stórfelldan rekstrarhalla þótt greiðslu-
jöfnuður náist með lánum úr lifeyris-
sjóðunum."
„Þá er ljóst," sagði Steingrímur, „að
viðskiptahalh verður mikill áfram og
sú aukning kaupmáttar, sem um er
samið og ég tel meiri en samninga-
mennimir, mun auka á þrýstinginn
og þar með eftirspumina. Þetta er þvi
allt á tæpustu brún og ekki auðvelt
að sjá fyrir hvernig þetta endar þótt
menn séu bjartsýnir á að verðbólgan
náist niður fyrir þessi 7%.“
Ríkisstjómin fær heimsókn tals-
manna samninganna í dag. Hún mun
þá þegar fjalla um málin og taka
endanlega afstöðu á fúndi á morgun.
Forsætisráðherra telur fullvíst að
sams konar samningar verði gérðir við
opinbera starfsmenn. HERB
Þbað getur verið hundalíf í
borginni. Vegalaus seppi
gerði sig heimankominn hjá
kjötiðnaðarmanni nokkrum og
sótti til hans máltíðir. Þar kom að
manninum þótti nóg um og
hringdi á lögregluna og bað hana
að koma hundinum til réttra eig-
enda. Að fenginni reynslu i um-
gengni við hunda þótti lögregl-
unni rétt að fara að öllu með gát
enda vildi kvutti ekki þýðast hana.
Var þvi lagt kapp á aö finna réttan
eiganda sem kom og bjargaði
málinu.
DV-mynd S.
T
RAUSTIR
MENN
25050
seiiDiBiLJisTöDin
LOKI
Verður Rónald
hjá frændum sínum
á sæluviku
Skagfirðinga?
Kjaradeíla ASÍ ogVSÍ leyst:
Samnmgur undir
Samkomulag hefur náðst um flest
atriði í kjaradeilu ASÍ, VSÍ og
Vinnumálasambandsins. Gert er ráð
fyrir að niðurfærsluleiðin svokallaða
verði borin undir ríkisstjómina í
dag. Ef hún samþykkir bendir allt
til þess að samningamir verði undir-
ritaðirídag.
„Það ’nefúr gengið mikið saman í
nótt og með góðum vilja á að vera
hægt að ljúka þessu í dag,“ sagði
Magnús Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri VSÍ, í morgun. Samningafund-
ir hafa staðið yfir í alla nótt.
Samkvæmt upplýsingum DV er
gert ráð fyrir að laun hækki um 5%
við undirritun, 2,5% 1. júní, 3% 1.
september og 2,5% 1. desember. Þeir
sem ekki hafa notið launaskriðs fá
sérstakar krónutöluuppbætur á
hcildarlaun 1. apríl og 1. júní. Þeir
sem eru með 25 þúsund krónur í
heildarlaun fá 3 þúsund króna upp-
bót í hvort skiptið, 25 30 þúsund
krónur fá 2 þúsund krónur og 30-35
þúsund krónur fá 1500 krónur.
lfrósentuhækkanimar ná upp
kaupmætti síðasta árs og lítið eitt
betur. Þeir sem líka fá láglaunabæt-
ur auka kaupmóttinn um allt að 6%
frá síðasta ári. Samningurinn nær
til áramóta og er án uppsagnará-
kvæða. Ekki er gert ráð fyrir sjálf-
krafa hækkunum launa ef vísitala
fer fram úr launahækktmum. Hins
vegar mun gerðardómur eða hagráð
fjalla um vísitölubreytingar og taka
afetöðu til hækkana ef forsendur
hafa breyst. 1 þessu ráði hafa aðilar
meirihluta ó víxl.
Þá hefur verið gert samkomulag
um fastráðningu fiskverkunarfólks.
Samið hefur verið um námskeið fyrir
fiskverkunarfólk sem gerir það að
sérhæfðum starfekrafti. Nátnskeiðið
er metið til 3 launaflokka hækkunar,
sem er um 7,5% launahækkun.
Samkomulag er um „húsnæðis-
pakkann" svokallaða. Þar er gert
ráð fyrir auknum kaupum lífeyris-
sjóða á verðbréfum byggingarsjóð-
anna og að nýbyggingarlán verði
allt að 2,1 milljón fyrir þá sem eru
að byggja í fyrsta skipti.
„Við göngum til leiks með það fyrir
augum að ríkisstjómin samþykki
það sem farið er fram á,“ sagði heim-
ildarmaðurDV.
Niðurfærsluleiðin eða hugmyndir
um auknar niðurfærslur af hálfu
ríkisstjómarinnar verða bomar
undir hana í dag. Þar er gert ráð
fyrir að verðbólgunni verði náð
niður í 7% á órinu. Tekjuskattur,
opinher þjónusta og vextir verði
lækkaðir. Einnig tollar af bílum,
heimilistækjum, hjólbörðum og.fleiri
vöruflokkum. Þessar aðgerðir munu
kosta allt að 11.250 milljónir króna.
Á móti munu lífeyrissjóðimir kaupa
ríkisskuldabréf fyrir um helming
þeirrar upphæðar. Vegaframkvæmd-
ir verða skomar niður, 7,5% launa-
skattur lagður m.a. á banka og 40%
ólag á eignaskatt. Samningamir,
sem nú em i farvatninu, em háðir
samþykki ríkisstjórnarinnar um
þessar niðurfærslur.
-APH
Takistsamningar:
Miklarvaxtalækk-
amrtilfram-
kvæmda 1. mars
Seðlabankinn fyrirhugar miklar veixta-
lækkanir takist samningar samkvæmt
niðurfærsluleiðinni svokölluðu.
Að sögn Jóhannesar Nordal seðla-
bankastjóra er bara beðið eftir niður-
stöðum samninga ASÍ og VSI og ák-
vörðunar um vaxtalækkun að öllum
líkindum að vænta í dag eða ó morgun.
Gert er ráð fyrir að vextir á almennum
skuldabréfum lækki um 12% og vextir
á afurðalánum lækki úr 28,5% í 19,5%.
Frekari ákvarðanir sagði Jóhannes að
verulegu leyti vera í höndum viðskipta-
bankanna sjálfra.
Fyrirhugað er að vaxtalækkunin komi
til framkvæmda 1. mars.
-VAJ
Hæg
breytileg
áttog
svipað
hitastig
Á morgun verður hæg breytileg
átt um land allt og hitastig svip-
að. Það verður léttskýjað sunn-
an- og austanlands. E1 verða á
annesjum á Norðurlandi. Búast
má við skýjuðu veðri vestan-
lands, smá éljum á Vestfjörðum
en léttskýjað verður á Suður-
og Austurlandi. Hiti verður um
frostmark á vestanverðu
landinu og á suðurströndinni og
Austljörðum en kaldara inn til
landsins. Á miðhálendinu er gert
ráð fyrir 10 stiga frosti. -A.Bj.