Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR1986. 11 Ökuleikni BFÖ ogDV: Hart barist í úrslit- um vélhjólakeppninnar Úrslitakeppni í vélhjólakeppni Bindindisfélags ökumanna, DV og Umferðarráðs fór fram fyrir stuttu. Eins og lesendur eflaust muna var haldin ÖKULEIKNI um landið á vegum BFÖ og DV. Hún fór fram á bílum, reiðhjólum og vélhjólum. Ekki tókst að ljúka vélhjólakeppn- inni í haust og fór hún fram í veður- blíðunni í Reykjavík um fyrri helgi. Keppnin var mjög spennandi og mikið í húfi fyrir sigurvegarana. Tveir efstu keppendur í úrslitunum skyldu hljóta utanlandsferð til Finn- lands að launum. Þar verður haldin alþjóðavélhjólakeppni í byijun júní næstkomandi og verða tveir efstu menn úrslitakeppninnar fulltrúar Islands í þeirri keppni. Keppnin á laugardag var þríþætt. Fyrst gengust keppendur undir mjög þungt skriflegt próf um umferðar- reglur o.fl. Því næst óku þeir um nokkrar götur í Reykjavík og fylgd- ist lögreglan og bifreiðaeftirlitið með akstri þeirra og gaf þeim stig ef þeir gerðu eitthvað vitlaust. Síðasti hlut- inn og jafnframt sá mest spennandi vai' akstur á þrautaplani. Settar voru upp nokkuð erfiðar þrautir og áttu keppendur að aka í gegnum þær á sem skemmstum tíma og gera sem fæstar villur. í þessum hluta óku allir sams konar vélhjóli sem er í eigu Umferðarráðs. Magnús Garðarsson úr Reykjavik var ótvíræður sigurvegari. Hann stóð sig best i umferðarspumingun- um og góðakstrinum dg það forskot nægði honum til sigup. Hann fékk 238'refsistig. Baráttan um annað sætið varð hins vegar hörð og voru það 3 kepp- endur sem harðast börðust fyrir annarri utanlandsferðinni. Þegar upp var staðið munaði aðeins örf- áum sekúndum á þeim. Sá sem hreppti annað sætið var Hlynur Hreinsson frá Isafirði. Hann hlaut 281 refsistig. Fast á hæla honum var Aðalsteinn Ólafsson er keppti í Keflavík. Hann fékk 287 refsistig. Þar munaði aðeins 6 sekúndum. Sævar Guðjónsson frá Eskifirði var aðeins hársbreidd frá því að hreppa utanlandsferðina. Hann fékk 291 refsistig. Hann var svo óheppinn að gleyma einni þrautinni og varð að fara til baka. Það kostaði hann 15 sekúndur í töf og hefði það dugað honum i annað sætið og þar með utanlandsferð. Hann varð hins vegar að láta sér nægja 4. sætið. Aðspurður var hann hinn rólegasti og sagði að aðalatriðið væri að vera með. Sævar stóð sig þó best allra í þrautaakstrin- um. Á næstu vikum mun Umferðarráð þjálfa þessa tvo keppendur sem fara utan og undirbúa þá undir harða keppni í Finnlandi. Umferðarráð mun standa fyrir utanferðinni og er keppnin i Finnlandi haldin á vegum Alþjóðasambands umferðarráða. DV mun að sjálfsögðu fylgjast með fram- gangi íslensku keppendanna og greina frá úrslitum þegar þar að kemur. EG Magnús Garðarsson, sigurvegari keppninnar, ók af miklu öryggi brautina, eins og glöggt má sjá hér á myndinni. Sigurvegarar keppninnar ánægðir eftir eríiða keppni. Frá vinstri: Aðalsteinn OLafsson, Magnús Garðarsson og Hlynur Hreinsson. Blótsgestir stigu dans undir fjörugri músík diskóteksins Dísu. DV-mynd Július Guðni. Söngurinn er manna sættir - þorrinn blótaður í Víðihlíð Frá Júlíusi Guðna Antonssyni, fréttaritara DV í V-Hún. Hið árlega þorrablót í Víðihlíð var haldið í byrjun febrúar fyrir íbúa Þorkelshólshrepps og boðsgesti þeirra. Auk þess að belgja sig út af hangi- kjöti, hákarli, súrmat og brennivíni, nutu menn skemmtiatriða þar sem vikið var að spaugilegum atvikum úr hversdagslífinu. Komu þar við sögu stóðhestaveiðar, „peningabetl" hjá kaupfélagsstjóra og ýmislegt annað í tengslum við lífsins amstur. Síðan var dansað undir hljómum frá diskótekinu Dísu. Það sem ein- kenndi kvöldið öðru fremur var það að söngurinn er manna sættir. Afliending heiðurslauna Brunabóta- félagsins Heiðurslaun Brunabótafélags Islands voru veitt í sjötta sinn á miðvikudaginn var. Sex manns hlutu heiðurslaunin að þessu sinni: Helgi Ivarsson, slökkviliðsstjóri í Hafnarfirði, og Hrólfur Jónsson. varaslökkviliðsstjóri í Reykjavík, fengu saman heiðurslaun í þrjá mánuði til að kynna sér bruna- varnir i Bretlandi, Karl Þorsteins skákmaður fékk heiðurslaun í 2 mánuði til að auðvelda þonum að afla sér stórmeistaratitils, Lára G. Oddsdóttir, fulltrúi á ísafirði, hlaut heiðurslaun í þrjá mánuði til að kvnna sér fræðslu í umhverfis- málum, Óli Valur Hansson skóg- ræktarmaður hlaut heiðurslaun í tvo mánuði til að auðvelda honum að skila afrakstri fræ- og plöntu- söfnunar hans í Alaska síðasta sumar i hendur þeirra sem starfa að gróðurrannsóknum og skóg- rækt á íslandi og Sigriður Astgeirs- dóttir hlaut heiðurslaun í tvo mánuði til að gera steind glerverk til sýningar á Edinborgarhátiðinni 1986. Heildarupphæð starfslaunanna samsvara árstekjum yfirkennara við menntaskóla. I reglum Bruna- bótafélagsins um starfslaunin segir að þau séu veitt einstaklingum sem vinna á eigin vegum að verkefnum „sem til hags og heilla horfa fyrir íslenskt samfélag, hvort sem það er á sviði lista, visinda, menningár, íþrótta eða atvinnulífs". -VAJ Styrkþegamir ásamt stjórnarmönnum og forstjórum Brunabótafélagsins. DV-mynd KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.