Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 6
6 DV. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR1986. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti Peningamarkaðurinn Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningam- ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 33,5% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók meö sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36% nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og 42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvem mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefúr stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 22%, eftir 2 mánuði 25%, 3 mánuði 27%, 4 mánuði 29%, 5 mánuði 31%, og eftir 6 mánuði 37%. Frá 11.02. 1986 verða vextir eftir 12 mánuði 38% og eftir 18 mánuði 39%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggð- um reikningum gildir hún um hávaxtareikn- inginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7,5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 22%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort34.8% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með 34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, Qög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fímm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afíollum og ársávöxtun er al- mennt 12-18% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings, annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl- skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund. Lánstími er21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfír þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextimir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22% nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím- ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 0,125%. Vísitölur Lánskjaravísitala í febrúar 1986 er 1396 stig en var 1364 stig í janúar. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 1. ársíjórðungi 1986 er 250 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3699 stig á grunni 100 frá 1975. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 11.-20.02. 1986 INNLÁNMEÐSÉRKJÖRUM sjAsérlista innlAn óverotryggð SPARISJÓÐSBÆKUR Ohondin innstvAj SPARIREIKNINGAR 3j. mir. nppsogn 6 mán uppsogn 12 mán.uppsógn SPARNAÐUR - LANSRETTUR Spnrrt 3-5 min Sp. 6mán. ogm. INNLÁNSSKÍRTEINI TÉKKAREIKNINGAR INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR Tíl 6 r Aviunareikningar Hlaupareikningar 3ja mán. uppsogn 6 mán. uppsógn INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALOEYRISREIKNINGAR Bandarlkjadollarar Vestur-þýsk mórk Danskar krónur útlAn óverðtryggð ALMENNIR VlXLAR VIÐSKIPTAVlXLAR ALMENN SKULDABREF VIÐSKIPTASKULDABREF HLAUPAREIKNINGAR útlAnverðtryggð SKULDABREF ÚTLAN TIL FRAMLEIÐSLU sjAnedanmAlsi) (forvextir) (fonrextir) YFIRDRATTUR AA21/2 ári Lengri en 21/2 ár ll J ifliifif jUfSht 22.0 22.0 22,0 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22,0 25.0 26.6 25,0 25,0 23.0 23,0 25,0 23.0 25,0 25.0 31,0 33.4 30.0 28,0 26.5 30,0 29.0 31.0 28.0 32.0 34,6 32,0 31.0 33.3 25.0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25.0 29.0 26.0 28,0 29.0 28,0 28.0 30.0 28,0 28.0 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10,0 10,0 10,0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10,0 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.5 3,0 3.5 3.0 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0 11.5 11.5 12,0 11.0 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 5.0 4.5 4.0 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 30.0 30,0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 34.02) kge 34,0 kg* 32,5 kge kge kge 34,0 32.03) 32,0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 35.02) k9« 35.0 kge 33.5 kge kge kge 35.0 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 4.0 4.0 4.0 4.0 4,0 4.0 4.0 4.0 4.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 1) Lán til innanlandsframleiðslu eru ó 28,5% vöxtum. Vegna útilutnings, í SDR 10%, í Bandaríkjadollurum 9,75%, í sterlingspundum 14,25%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%. 2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum er miðað við sérstakt kaup- gengí, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparigóðimum í Hafiiarfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj. 3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og óverðtrvseð lán. nema í Albvðubankanuir. ogVerslunarbankanum. Jón Helgason ÁR-12 var sjósettur nú fyrir helgina. Hann verður gerður út frá Þorlákshöfn. Jón Helgason sjósettur Frá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi: Bátastöðin Knörr á Akranesi sjó- setti á föstudaginn nýjan 9,5 tonna bát sem hlaut nafhið Jón Helgason og einkennisstafina ÁR -12. Eigandi báts- ins er Sigurður A. Jónsson og verður báturinn gerður út frá Þorlákshöfn. Mb. Jón Helgason er annar báturinn sömu gerðar sem Jóhann Ársælsson skipasmiður, eigandi Knarrar, af- hendir á skömmum tíma og þriðji báturinn sem steyptur er í sama mótið. Báturinn er búinn 150 hestafla Caterp- illar vél og í honum eru öll þau ný- justu tæki sem þekkjast í bátum af þessari stærð. Bátastöðin Knörr er nokkuð langt frá sjó en hún er til húsa í gamla íþróttahúsinu við Laugarbraut. Það er því nokkuð mikið fyrirtæki að sjó- setja báta þaðan og eru þeir dregnir á vagni gegnum bæinn og hífðir í sjóinn afhafnargarðinum. Aðspurður um hvort framhald yrði nú á smíði þessara báta sagði Jóhann Ársælsson að enn væri óljóst með það og líklega myndi hann ekki byrja á næsta báti nema kaupandi yrði feng- inn áður en smíði hæfist. OLSEN ÚT OG ESRASONINN Stöðubreytingar eru yfírvofandi á markaðssviði Flugleiða. í mars mun Gunnar Olsen, deildarstjóri viðskipta- þjónustu, flytja til New York og taka við starfi stöðvarstjóra með aðsetur á Kennedyflugvelli. Bob Arens, sem undanfarin ár hefur gegnt starfi stöðv- arstjóra USA, hættir hjá félaginu og tekur við stöðu forstöðumanns hjá fyrirtækinu Allied Services Corp. JKF. Við starfi Gunnars tekur Pétur Esrason sem starfað hefur í farmsölu- deild Flugleiða um árabil. -KB Gunnar Olsen t.v. og Pétur Esrason Danskt fyrirtæki framleið- ir bamastóla Herdísar Danskt fyrirtæki hefur nú hafið fram- leiðslu á bamastól sem ung kona, Herdís Júlía Einarsdóttir húsgagna- arkitekt, hefur hannað. Herdís fékk 1. verðlaun fyrir bama- stól í samkeppni um íslenska iðn- hönnun sem Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis hélt 1982. Herdís Júlía hannaði annan bama- stól 1984, þann sem nú er hafin fram- leiðsla á í Danmörku. Þessi stóll er nokkuð óvenjulegur. Það er setið á hnjánum við lág borð. Hann er fyrst og fremst fyrir böm en getur hentað fullorðnum líka. Stóllinn var á hús- gagnasýningu danskra arkitekta haustið 1984 og fékk mjög góða dóma. Þá var stóllinn til sýnis i húsakynnum Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis í mars 1985. I framhaldi af því veitti Sparisjóðurinn Herdísi Júlíu styrk til þess að framleiða 10 sýnishom af stólnum og koma honum á markað. Það gekk upp og nú er danska fyrir- tækið RABO að framleiða þennan sérstæða bamastól. Herdís Júlía hefur verið búsett í Danmörku undanfarin ár. -KB Þarftu að se/fa bfl? Vantarþig bfl? SMÁ-AUGLÝSING í DV GETUR LEYST VANDANN. SMÁAUGLÝSINGADEILD - ÞVERHOLT111 - SlMI 27022. Bflar óskast Bflar til sölu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.