Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 4
4
DV. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR1986.
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir
Fyrstafrjálsa útvarpsstöðin samkvæmt nýju lögunum:
„Útvarp MH ” heyrist í dag
„Útvarp MH“, fyrsta útvarpsstöðin
sem fékk leyfi samkvæmt nýjum
lögum og reglum um útvarp, hefur
útsendingar í dag. 'Útvarpað verður
frá morgni til miðnættis næstu viku
eða meðan svokallaðir lagningar-
dagar standa yfir í Menntaskólanum
við Hamrahlíð.
Útvarpsréttarnefnd úthlutaði nem-
endafélagi MH leyfi síðastliðinn
fóstudag. Óvíst var í gær á hvaða
tíðni útsendingin yrði. Forsvars-
menn útvarpsins voru að vonast til
að _£á—-frá einkaaðila sterkan
FM-sendi þannig að útvarpið heyrð-
ist að minnsta kosti á öllu Reykja-
víkursvæðinu.
MH-ingar ætla að senda út „menn-
ingarlega dagskrá" en þó í „léttari
kantinum". Boðið verður upp á út-
varpsleikrit meðal annars en uppi-
staðan í dagskránni verður tónlist.
Þrír nemendur, þeir Sigmundur
Halldórsson, Runólfur Þórhallsson
og Hermann Ólafsson, stjóma Út-
varpi MH. Ekki var í gær búið að
tilnefna einn útvarpsstjóra til að
bera ábyrgð á útvarpsefni, eins og
reglur kveða á um. Ekki var ólíklegt
að forseti nemendafélagsins, Þórunn
Þórsdóttir, dóttir Ragnhildar
Helgadóttur, fyrrverandi mennta-
málaráðherra, yrði útvarpsstjóri.
-KMU
Þeir stjórna MH-útvarpinu: Hermann Ólafsson, Runólfur Þórhallsson og Sigmundur Halldórsson. DV-mynd KAE.
Níu framhaldsskólar
sóttu um útvarpsleyfí
Framhaldsskólanemar eru áhuga-
samastir landsmanna um útvarps-
rekstur þessa dagana. Útvarpsréttar-
nefnd hefur á skrá hjá sér níu skóla
sem vilja útvarpa. samkvæmt upplýs-
ingum Þórunnar Hafstein. starfs-
manns útvarpsréttarnefndar.
Skólarnir eru Menntaskólinn við
Hamrahlíð, Fjölbrautaskólinn á Sel-
fossi, Menntaskólinn á Akureyri,
Menntaskólinn á Isafirði, Fjöl-
brautaskólinn á Akranesi, Fjöl-
brautaskólinn á Sauðárkróki, Flens-
borgarskóli í Hafnarfirði, Fjöl-
brautaskóli Suðurnesja og Mennta-
skólinn í Kópavogi.
Útvarpsstöðvarnar ætla nemendur
að reka í aðeins viku eða skemmri
tíma meðan á sérstökum vinnudög-
um stendur. Hefðbundið skólastarí
leggst þá niður og nemendur taka ti)
við önnur verkefni.
MH-ingar byrja að útvarpa í dag.
Nemendur skólanna á Selfossi og
Suðurnesjum ætluðu einnig að heíja
útsendingar í þessari viku en urðu
að hætta við. Þeim tókst ekki að fá
útvarpssendi.
Flensborgarskóli hyggst útvarpa
5.-7. mars, Menntaskólinn í Kópa-
vogi 5.-9. mars, Menntaskólinn á
Akureyri 10.-17. mars og Fjölbrauta-
skólinn á Sauðárkróki 7.-12. apríl.
-KMU
Fjölbrautaskólamir á Selfossi og Suðurnesjum
neyddust til að hætta við útvarp:
ENGIR SENDAR
Tveir framhaldsskólar, Fjölbrauta-
skólinn á Selfossi og Fjölbrautaskóli
Suðumesja, hafa neyðst til að hætta
við útvarpssendingar. Hugðust nem-
endur skólanna útvarpa í þessari
viku meðan á sérstökum starfsdögum
stæði. Höfðu þeir til þess leyfi út-
varpsréttarnefndar.
Ástæðan er í báðum tilvikum sú
sama. Hvorugum skólanum tókst að
fá útvarpssendi. Báðir höfðu treyst á
að fá FM-sendi frá Pósti og síma en
einnig leitað víðar.
„Allir sendar, sem við keyptum inn
í fyrra, voru settir upp í haust,“ sagði
Gústav Arnar, yfirverkfræðingur hjá
Pósti og síma.
-KMU
Kortlagning bújarða í Skeiðahreppi
Landfræðingur vinnur nú að því
að kortleggja allar bújarðir á Skeið-
unum. DV hafði samband við Jón
Eiríksson, oddvita og bónda að
Vorsabæ 1 í Skeiðahreppi, til að
forvitnast um þetta verkefni.
„Það er rétt, það er verið að gera
kort af öllum jörðum hér í sveitinni.
Slík kortlagning hefur ákaflega
mikið búfræðilegt gildi. Út frá stærð
túnanna og jarðvegssýnum úr hverri
spildu má til dæmis láta tölvu reikna
út mjög nákvæmlega magn og teg-
und áburðar sem henti hverju túni
til að fá út úr því hámarksnýtingu.
Bændur gætu jafnvel sparað sér
þúsundir króna með því að nýta sér
þannig nýjustu tækni og vísindi.
En svona kort hefur ekki aðeins
búfræðilegt gildi heldur verður það
einnig undirstaða endurskoðunar á
fasteignamati bújarða í sveitinni. Og
kort af bújörðum hefur tvímælalaust
hagnýtt gildi fyrir ýmsar stofnanir
svo sem Póst og síma, Vegagerðina
og fleiri, þannig að hér er á ferðinni
merkilegt verkefni," sagði Jón.
Skeiðahreppur og Búnaðarsam-
band Skeiðahrepps standa að þessu
verkefni í samvinnu við Samband
sunnlenskra sveitarfélaga og Búnað-
arsamband Suðurlands og stendur til
að kortleggja á þennan hátt allar
bújarðir á Suðurlandi.
Kortið er unnið eftir loftmyndum
frá Landmælingum íslands og land-
fræðingur teiknar inn á útlínur túna
og landamerki. Síðan er hægt að
vinna þetta mest á ljósritunarvél,
þannig að hér er um ódýra og ein-
falda leið að ræða, að sögn Jóns.
Gert er ráð fyrir að kortlagningu
Skeiðanna verði lokið í apríl og
verður að öllum líkindum tekið til
við Laugardalinn næst og síðan
sveitirnar á Suðurlandi hverja á
fætur annarri.
-VAJ
I dag mæiir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari
Gaflararvilja brennivín
Þrennt er það sem íslendingar
kjósa um. Þeir kjósa sé forseta, al-
þingi og sveitarstjómir til að stýra
landinu. Þeir kjósa sér presta til að
annast útfarir sínar og síðast en ekki
síst greiða þeir atkvæði um áfengis-
útsölur. Af þessu er ljóst hvaða
málefni eru mikilvægust í augum
löggjafans og lýðræðisins. Það er
ekki sama hverjir sitja við stjóm-
völinn. Það er ekki sama hver kastar
rekunum og það er alls ekki sama
hvar maður kaupir brennivínið.
Sumir vilja jafnvel meina að þetta
sé í öfugri röð. Brennivínið komi
fyrst, síðan útförin en minnstu skipti
hveijir sitji í stjómarráðinu eða í
bæjarstjómum. Það sést og á þátt-
tökunni í kosningum sem efnt er til
af þessum tilefnum. Flokkamir hafa
verið að efna til prófkosninga að
undanförnu og mega þakka fyrir ef
þessar fáu hræður, sem enn em
skráðar í flokkana, nenna að mæta
á kjörstað. En þegar boðað er til
kosninga um áfengisútsölur þyrpast
kjósendur á kjörstað. Það lætur ekki
að sér hæða, lýðræðið.
Þeir greiddu atkvæði um áfengis-
útsölur, íbúamir í Garðabænum og
i Hafiiarfirði, um síðustu helgi.
Þátttaka var mikil að venju þegar
áfengið er annars vegar. Úrslitin
fóm ekki á milli mála. Yfir sjötíu
prósent kjósenda sögðu já við þeirri
spumingu hvort leyfa skyldi útsölu
í plássunum. Hafnfirðingamir ko-
must yfir áttatiu prósent og er ljóst
að óreglan hefur sigrað i þessum
gamla bindindisbæ og em nú góð ráð
dýr fyrir áfengisvarnaráð og stúku-
menn.
Það væri rangt að halda því fram
að aldrei hefði sést fullur maður í
Firðinum fram að þessu. En stúku-
menn hafa jafnan getað bent á þá
staðreynd að brennivínið væri að-
keypt og fyllibytturnar aðfluttar og
fylliriið væri oftast aðsent úr öðmm
byggðarlögum. Eftir að bæjarstjóm-
in neitaði Skiphóli um vínveitinga-
leyfi hafa Hafiifirðingar þurft að gera
sér glaðan dag í Reykjavík til að fá
sér neðan í því og það er langur
vegur á milli Reykjavíkur og Hafnar-
Qarðar til að detta í það. Þessi vega-
lengd hefur einnig dugað flestum til
að láta renna af sér á leiðinni heim,
þannig að það hefur þurft þrekmikla
menn til að detta í það án þess að
koma allsgáðir heim. Þetta hefur
verið stolt þeirra Hafnfirðinga, sem
verða að aka edrú að heiman og edrú
heim til að ná sér í tár, enda heyrir
það til undantekninga að lögreglan
þurfi að hafa afskipti af ölvun í Firð-
inum. Þeir em ekki útí bláinn, Hafn-
arfj arðarbrandararnir.
Nú er hins vegar greinilegt af at-
kvæðagreiðslunni um helgina að
Hafnfirðingar em orðnir leiðir á
þessu utanbæjarsulli. Þeir vilja fá að
vera fullir heima hjá sér. Sennilega
er þetta liður í sjálfstæðisbaráttu
bæjarbúa, sem telja það fyrir neðan
virðingu íjölmenns kaupstaðar að
fara i brennivínsleit út fyrir landa-
mærin. I Hafnarfirði er hægt að
kaupa sér mat og gosdrykki, þar
komast menn meira að segja í bíó
og þar má fólk jafnvel sofa saman
ef enginn sér til. Þetta er sem sagt
tiltölulega frjálst samfélag, svona
eins og gengur, og sennilega hafa
Hafnfirðingar komist að þeirri nið-
urstöðu að það mimi varla teljast
mannréttindabrot þó að þeir fái að
kaupa sér flösku á heimaslóðum,
miðað við aðra venjulega siðsemi.
Þegar átta af hveijum tíu Hafn-
firðingum og sjö af hveijum tíu
Garðbæingum greiða atkvæði með
brennivini í plássin, þá hefur lýðræð-
ið kveðið upp sinn dóm. Það deilir
enginn við dómarann og nú verða
bindindisfrömuðir að sætta sig við
þann ósigur að áfengi verði selt í
þessari mannabyggð. Dagfari veit að
þetta er beiskur bikar, enda hafa
stúkumenn hingað til talið sig geta
haft vit fyrir öðrum með því að leyfa
Hafnfirðingum og Garðbæingum að
drekka brennivin með því skilyrði
að það væri keypt utanbæjar. En
fólkið hefur fundið það út að brenni-
vín bragðaðist eins hvar sem það er
keypt og getur ekki lengur skilið
hvers vegna það þarf að halda til
Reykjavíkur til að detta í það. Það
hefur sem sagt gert uppreisn og vill
fá að drekka heima hjá sér.
Það lætur ekki að sér hæða, lýð-
ræðið. Dagfari