Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR1986 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoöarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALLSTEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Stjórn úti íbæ Líkur hafa verið til, að stjórn efnahagsmála í landinu færðist úr höndum ríkisstjórnarinnar til samninga- manna við Garðastræti. Samningamenn hafa reynt að takg völdin af stjdrninni og senda henni sameiginlegan pakka, sem ríkisstjórnin ætti bara að'samþykkja. Þeir hafa miðað við aðgerðir og niðurstöðu kjarasamninga, sem kæmu verðbólgu niður í sjö prósent næstu tólf mánuði. Ríkisstjórnin er auðvitað sjálf samningsaðili og stendur í viðræðum við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. Þar hefur yfirleitt verið miðað við aðgerðir, sem kæmu verðbólgu niður í níu prósent. Alþýðusamband og Vinnuveitendasamband hafa vilj- að ganga lengra. Raunar er ekki séð, þegar þetta er skrifað, hvernig fer um þá samninga. Deilt er um launa- lið og kaupmáttartryggingu. Samt gætu samningar tekiztfljótlega. Varla er að furða, þótt einhverjir vilji taka stjórn efnahagsmála úr höndum ríkisstjórnarinnar. Ríkis- stjórnin ætti einnig að fagna þessu frumkvæði og koma vel til móts við pakkagerðarmenn í Garðastræti. Efna- hagsmálin höfðu mjög farið úr böndum síðustu mánuði. Ríkisstjórninni hafði lítið miðð. Jafnvel forsætisráð- herra viðurkenndi í áramótaávarpi, að alltof skammt hefði miðað. Ríkisstjórnin gæti einnig lært af mistökum sínum við samningana haustið 1984. Þá varð hún of sein til að koma með tilboð. Samningamenn knúðu á þessu sinni. Nú gerði ríkis- stjórnin ráð fyrir 20 prósent verðbólgu á árinu, þegar fjárlög voru afgreidd. Þetta þótti flestum vera lægri tala en raunhæft væri. En skjótt skipast veður í lofti. Viðskiptakjör bötnuðu ört, fiskverð erlendis hækkaði og olíuverð féll. Við þær aðstæður kom upp ný og far- sælli staða til kjarasamninga. Þetta vilja menn nýta sér til hins ýtrasta. Nú er augljóst, að varðveita má kaup- mátt síðasta árs með þessum samningum og koma verð- bólgu langt niður. Töluverðar líkur eru til, að samningar geti náðsf á þessum grundvelli, ef menn æðrast ekki af smámunum. Forsætisráðherra kveðst biðjast lausnar, verði verð- bólga yfir 30 prósent. En menn tala báðum megin við borðið á miklu lægri nótum. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur til dæmis gert tilboð, sem byggir á 6 prósent launahækkun frá fyrsta febrúar, 4 prósent hækkun launa í júní, 2 prósent í september og 2 prósent í desember, auk 3 prósent hækkunar í sérkjarasamning- um. Ríkið hefur gert tilboð, sem miðar við 3,5 prósent hækkun við gildistöku, 2 prósent í júní, 2 prósent í september og 1,5 prósent í desember. Þetta sýnir, að menn ræðast við á lágum nótum, þótt töluvert beri í milli. Svipuð staða hefur verið í viðræðum Alþýðusam- bands og Vinnuveitendasambands, þótt munurinn sé sá, að alþýðusambands- og vinnuveitendasambandsmenn miði við 2 prósentustiga minni verðbólgu en hinir. Staðan er vonandi þannig, að semja mætti nálægt þessu. Ekki er unnt að ætlast til þess, að ríkisstjórnin taki pakkann óbreyttan. Ráðherrar verða jú að þykjast ráða einhverju þrátt fyrir allt. Ríkisstjórnin bíður þess, að samið verði í Garðastræti og pakkinn endanlega frágenginn til stjórnarinnar. Þá hlýtur ríkisstjómin að svara með tilboði, sem fer nálægt því, sem hinir vilja. „Sameiginlega hafa þessir aðilar krafist þess að fjármálargðherra spretti upp þeim fjárlögum og lánsfjárlögum, sem hann lagði allt kapp á að fá samþykkt á Alþingi fyrir jól.“ MILUARÐA- SPURNING Trúir þú þvi, að verðbólgan hjaðni niður fyrir 10% markið, bara ef það tekst að halda krónutöluhækkun kaups innan við þau mörk? Trúir þú því þá, að launin - hin þriðju lægstu í Evrópu - séu undir- rót verðbólgunnar? Þrátt fyrir það, að launin eru orðin svona lág? Þrátt fyrir það, að hlutur launa í framleiðslukostnaði fyrirtækja hefur snarlækkað? Þrátt fyrir það, að hlutur launa í þjóðarframleiðsl- unni hefur snarlækkað? Hagfræð- ingar þjóðarinnar trúa þessu ekki. Þeir lýsa því yfir, hver um annan þveran, á ráðstefnum, í fyrirlestr- um og í blaðagreinum, að verð- bólgan nærist aðallega á * miklum halla í ríkisrekstri *miklu innstreymi erlendra lána * seðlaprentun innanlands til að dekka hallarekstur. Hafi hagfræðingarnir rétt fyrir sér, þá er hallalaus ríkisbúskapur meginforsenda fyrir því, að verð- bólga hjaðni. Heilræðin Hvernig tókst Albert og Þorsteini að halda heilræðin um hallalausan ríkisbúskap árið 1985? * Ríkissjóður var rekinn með 2,5 milljarða halla. * Skuldasöfnun hins opinbera geira árið 1985 nam alls um 8 milljörðum króna. Um hvað snúast kjarasamning- arnir í Garðastræti þessa dagana? Við vitum það ekki í smáatriðum. En eitt vitum við: Allar snúast þessar tillögur með einum eða öðrum hætti um að auka útgjöld ríkissjóðs eða lækka tekjur hans. M.ö.o., það er verið að semja um að halda kauphækkunum í skeíjum gegn því að ríkissjóður auki kaupmátt með þvi að létta skattbyrði og lækka verðlag. Þetta þýðir einfaldlega stórauk- inn hallarekstur ríkissjóðs á yfir- standandi ári, 1986. Og hallarekst- ur ríkissjóðs hefur ævinlega verið brúaður með auknum erlendum lánum eða seðlaprentun hjá Seðla- banka. Ef hallarekstur, erlend skuldasöfnun og seðlaprentun eru til samans helzta undirrót verðbólgu á íslandi - er lítil von til þess að aukinn hallarekstur, meiri skuldasöfnun og meiri seðlaprentun dugi til þess að keyra verðbólgu úr 35%, niður fyrir 10% - eða hvað? Yfirstandandi kjarasamninga verður því að túlka sem vantraust „Alþingis götunnar" (ef nota má þá nafngift um verkalýðsforystu og vinnuveitendur) á ríkisfjármála- stefnu Þorsteins Pálssonar og rík- isstjórnarinnar. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON, FORMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSINS Vinstra megin við miðju Þessi hallarekstur er aðalverð- bólguvaldurinn. Ef bæta á 2-3 milljörðum við þennan hallarekstur, sem niður- stöðu kjarasamninga, verður sá verðbólguþrýstingur ennþá stríð- ari. Niðurstaða: Það er rikis- stjórnin sjálf og einkum og sér í Iagi stefnan í ríkisfjármálum, sem er þrándur í götu hófiegra kjarasamninga og þeirr^i vona, sem menn gera sér umjafnvægi í íslenzku efnahagslífi. í staðinn Aðilar vinnumarkaðarins hafa nú sameinazt um kröfuna: Burt með stefnu ríkisstjórnarinnar. Fólkið í landinu þyrfti helzt að sameinast um hina rökréttu niður- stöðu þessarar kröfu: Burt með þá ríkisstjórn, sem framfylgir vitlausri stefnu. Ef þeir kjarasamningar, sem nú eru á lokastigi uppi í Garðastræti, eiga að skila tilætluðum árangri, þá er það íyrsta skilyrðið að taka fyrstu fjárlög og lánsfjárlög Þor- £1 „Það er ríkisstjórnin sjálf og einkum ^ og sér í lagi stefnan í ríkisfjármálun, sem er þrándur í götu hóflegra kjarasamn- inga og þeirra vona, sem menn gera séi^ um jafnvægi í íslensku efnahagslífi.“ Sameiginlega hafa þessir aðilar krafizt þess að fjármálaráðherra spretti upp þeim fjárlögum og láns- fjárlögum, sem hann lagði allt kapp á að fá samþykkt á Alþingi fyrir jól. Óráðsía Hvers vegna voru fjárlög Þor- steins svona vitlaus? Vegna þess að þar var gert ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri ríkissjóðs - 800 milljónir strax á afgreiðsludegi. Þetta þýðir hins vegar í reynd, að í fjárlögum Þorsteins er inn- byggður ríkisfjármálahalli upp á 3 milljarða. Þetta var niðurstaðan 1985. Og Þorsteinn hefur engu breytt. Fjárlög hans eru með hefð- bundnum hætti: Tekjur ofáætlaðar en útgjöld stórkostlega vanáætluð. Og ekki voru lánsfjárlögin betri. Samkvæmt þeim verður nettó- aukning nýrra erlendra lána yfir 2 milljarða á þessu ári. Aukning skammtímalána erlendra gegnum bankakerfið verður meira en 3 milljarðar. Msð öðrum orðum: það er bull- andi hallarekstur á hinum opin- bera geira innbyggður í fjárlög og lánsfjárlög ársins 1986. steins Pálssonar, rífa þau í tætlur og fleygja þeim í ruslakörfuna. Hvað á að koma í staðinn? • Það þarf nýtt tekjuöflunar- kerfi ríkisins, sem dugar til að uppræta skattundandrátt forréttindahópanna. • Og það þarf kerfisbundinn og umfangsmikinn niðurskurð ríkisútgjalda. Einungis með aukinni tekjuöflun og lækkun ríkisútgjalda er unnt að ná markmiðunum: Að afnema hallarekstur ríkisgeirans, stöðva erlenda skuldasöfnun og seðla- prentun - og þar með ná niður verðbólgu á íslandi. Um þetta sner- ust 100 breytingartillögur okkar alþýðuflokksmanna við fjárlög og lánsfjárlög - fyrir jól. Það tók þingmeirihluta sjálfstæðis- og framsóknarmanna 5 klukkustundir að fella þessar tillögur fyrir jól. Nú vildu allir Lilju kveðið hafa. En fjármálaráðherra á einni spurn- ingu ósvarað til viðsemjenda í karphúsi og reyndar þjóðarinnar allrar: Hvernig er unnt að ná niður verðbólgu með því að auka halla- rekstur ríkissjóðs? Jón Baldvin. Haukur Helgason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.