Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 34
*
34 DV. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR1986.
Erlendirfréttaritarar Erlendir fréttaritarar Erlendir fréttaritarar Erlendir fréttaritarar
Leggjast skipasmíðar Kockums niður?
Vinnustaður sem margir Islendingar hafa fengið vinnu hjá
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta-
ritara DV í Lundi:
Gamall vinnustaður hundruða
Islendinga í Malmö verður lagður
niður árið 1988. Þá ákvörðun tók
sænska ríkisstjórnin á dögunum
þrátt fyrir mikil mótmæli
Malmöbúa. Hér er um að ræða
skipasmíðastöðina Kockums í
Malmö en á undanfórnum árum
hefur hún verið rekin með stöðugu
tapi. Sænska ríkisstjómin telur
það ekki lengur borga sig að
styrkja skipasmíðastöðina með
fjárframlögum í atvinnubótaskyni
enda sé enginn bati fyrirsjáanlegur
á komandi árum hvað rekstur
Kockums varðar.
Vonsviknir með Jafnaðar-
mannaflokkinn
Alls munu um tvö þúsund starfs-
menn Kockums missa atvinnu sína
þegar skipasmiðastöðin verður
lögð niður. Það þarf því ekki að
koma á óvart þó heimamenn í
Malmö hafi mjög reynt til þess að
koma í veg fyrir áform ríkisstjórn-
arinnar og fjölmennir mótmæla-
fundir hafi verið haldnir. Allmargir
starfsmenn Kockum notuðu og
tækifærið og sögðu sig úr Jafnað-
armannafiokknum. „Það þjónar
engum tilgangi að vera i fiokki sem
tekur frá okkur vinnuna," sögðu
nokkrir þeirra í viðtali við Syd-
svenska dagbladet á dögunum.
Sumir þeirra höfðu áður starfað
hjá skipasmíðastöðinni í Lands-
krona er hún var lögð niður. „Þá
sagði Anna-Greta Leijon, núver-
andi atvinnumálaráðherra, að það
hefði aldrei gerst ef Jafnaðar-
mannaflokkurinn hefði verið við
völd. Nú vitum við betur. Við höf-
um alltaf verið í Jafnaðarmanna-
flokknum en nú er nóg komið. Við
verðum að láta skoðun okkar í
ljós.“
Brúarvinnan stendur
á Dönum
Sænska ríkisstjórnin hefur þó
lofað ýmsum úrbótum til að ráða
bót á því óhjákvæmilega atvinnu-
leysi sem yrði í kjölfar þess að
Kockums verður lögð niður ef
ekkert verður aðhafst. í samráði
við Saab-fyrirtækið hefur ríkis-
stjórnin nú boðað að byggð verði
ný Saab-bílaverksmiðja í Malmö
þar sem skapist þrjú þúsund ný
atvinnutækifæri.
Þá hafa blöð jafnaðarmanna
skýrt frá því að ríkisstjórnin hafi
í hyggju að leggja fram frumvarp
í þinginu um að ráðist verði í smíði
brúar milli Malmö og Kaupmanna-
hafnar. Sven Hulterström, sam-
göngumálaráðherra Svía, hefur
einnig lýst því yfir að ríkisstjórnin
sé reiðubúin að hefjast handa þegar
í stað við undirbúning brúarfram-
kvæmdanna svo fremi samkomulag
náist við dönsku ríkisstjórnina. En
þar stendur hnífurinn í kúnni.
Danir vilja fyrst taka ákvörðun um
smíði brúar yfir Stórabelti og ljóst
er að meirihluti er í danska þinginu
fyrir föstum samgöngum yfir Stóra-
belti. Hins vegar er alveg eftir að
ræða það í þinginu hvort þar yrði
um að ræða göng eða brú og að
undanfömu hafa danskir þing-
menn talið sig hafa um önnur
brýnni mál að ræða en þessi sam-
göngumál.
Treysta illa loforðunum
Margir starfsmenn Kockums
binda því ekki of miklar vonir við
loforð sænsku ríkisstjórnarinnar
og benda til dæmis á að Saab hafi
enn ekki lofað neinu. Verði óhag-
stæð þróun í sölu Saab-bifreiða á
næstu mánuðum er ljóst að Saab
treystir sér ekki til að færa út
kvíarnar og þá myndi blasa við
stóraukið atvinnuleysi í Malmö
sem þó er ærið fyrir.
Þess má geta að tugir íslendingar
hófu störf hjá Kockums í kringum
1970 og hundruð Islendinga hafa
um lengri eða skemmri tíma starfað
hjá fyrirtækinu. Nú vinna hins
vegar aðeins örfáir íslendingar hjá
Kockums.
Tómlegt um að svipast á stöðvarsvæðinu þegar menn tíndust aftur í vinnu
að loknum mótmælaaðgerðum, en framtíðarhorfur ekki bjartar.
Starfsmenn við skipasmiðastöð Kockums í Málmey ganga fylktu liði út um hlið stöðvarinnar og mótmæla með
því fyrirhugaðri lokun þessa fjölmenna vinnustaðar.
Hápunktur vetraríþrótta
Hollendinga féll niður
Sigrún Harðardóttir, fréttaritari DV
í Amsterdam:
Mikil spenna hefur ríkt meðal
skautaiðkenda hér í Hollandi undan-
famar tvær vikur því að útlit var
fyrir, að fjórtánda „11 borga-skauta-
hlaupið" yrði haldið síðasta föstu-
dag. Á þriðjudagskvöld var ákveðið
it
Sextán þúsund hófu keppni í „ellefu
borga-skautahIaupinu“ í Hollandi í
fyrra. Keppnin var látin niður falla
þetta árið vegna þess að ísinn þótti
ekki nógu traustur.
af sambandi þessara ellefu borga að
hlaupið yrði látið niður falla þetta
árið.
Of mikil hætta,
of mikill kostnaöur
Þessi ákvörðun var tekin þegar
ljóst varð að á þrjátíu og fimm stöð-
um á skautaleiðinni væru aðstæður
lífshættulegar þátttakendum og
jafr.vel öðrum. Formaður borgasam-
bandsins, herra J. Sipkeman, telur
það óforsvaranlegt að leysa úr svo
stóru vandamáli. Það væri í of mikið
ráðist, of dýrt. I fyrra voru það sautj-
án hættusvæði sem þóttu þó mikið
mál. Þurfti að leggja skautabrautir
framhjá brúm og hættusvæðum.
Nóg frost en léleg ísmyndun
Ástand íssins hafði heldur versnað
frá því á mánudag í síðustu viku.
Ekki vegna frostleysis þó því að
næturfrost hefur hér verið um sjö
gráður og ekki hefur hitinn farið upp
fyrir frostmark á daginn. Heldur
vegna róts sem orsakar sterkari
strauma í síkjunum sem leggur þá
síður. Ennfremur hefur verið sterkt
sólskin sem hjálpar ekki heldur upp
á ísinn.
Þr ð hefur heldur ekkert að segja
þótt ísinn sé sumstaðar allt að átján
sentímetra þykkur, því að burðarþol
hans verður að vera allstaðar jafnör-
uggt, segir Kroes, íssérfræðingur
Frísa.
87 ára gömul keppni
„Ellefu borga-hlaupið“ var fyrst
haldið árið 1909. Síðasta vetur var
það haldið í þrettánda sinn, eftir
tuttugu og tveggja ár'a hlé, þar sem
þetta maraþon-skautahlaup lá niðri.
Skautaíþróttin er þjóðaríþrótt Hol-
lendinga og þetta ellefu borga-
skautahlaup hefur verið hápunktur-
inn í hollensku vetraríþróttalífi.
Vegalengdin er 199 kílómetrar og
síðasta vetur tóku rúmlega sextán
þúsund manns þátt í hlaupinu. Um
tíu þúsund þeirra luku keppni. Fjög-
ur þúsund manns voru þá látnir
hætta keppninni vegna þess að ísinn
dúaði orðið og sumstaðar var komið
fimm sentímetra djúpt vatn ofan á
hann.