Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 31
DV. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR1986. 31 Sandkorn Sandkorn Guðbjartur Hannesson ...svo langt til vinstri... Svo langt til vinstri... Baráttan fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar á Akranesi er komin á fullt, að því er segir í Bæjarblað- inu. Eru bæjarstjórnar- fundirnir farnir að mótast af því er koma skal. Hafa þeir meðal annars lengst mjög og eru nú allt að þriggja tíma langir. Eins mun merkjanleg aukning á áhorfendum . Þannig voru t.d. 8 áhorfendur á einum fundinum en eru vanir að vera 1-3. Meðal þeirra sem blaðið taldi upp af áhorfendaskar- anum voru menn sem lík- legir þykja til að verma bæjarstjórnarsæti á næst- unni. Þar á meðal er Guð- bjartur nokkur Hannesson, sem talinn er munu verða í 1. sæti Alþýðubandalags- ins. Blaðið birtir mynd af þessum ágæta manni ásamt fleirum' og segir í myndatexta: ,,..að sjálfsögðu er Guð- bjartur Hannesson lengst til vinstri og meira að segja svo langt til vinstri að hann er hálfur út úr myndinni." Afmælisboð Á bæjarráðsfundi í Kópa- vogi var nýlega tekið fyrir stórboð frá Davíð Odds- syni, borgarstjóra í Reykja- vík. Þar var einum fulltrúa ásamt maka boðið að sækja Reykjavik heim og taka þátt í hátíðahöldum í tilefni 200 ára afmælis Reykjavík- urborgar. Ekki kom fram hvort boðið stæði allt afmælis- árið. En bæjarráð mun hafa ákveðið að þiggja það. Aðeins eitt skilyrði Einkamáladálkar dag- blaðanna eru vinsælt les- efni. Nú er að opnast annar vettvangur fyrir slíkar auglýsingar og er það hestablaðið Eiðfaxi sem þar ríður á vaðið. í nýjasta tímaritinu aug- lýsir franskur karlmaður, „...sem talar frönsku, þýsku og svolitla ensku og er mjög hrifinn af Islandi og íslenskum hestum...“, eftir konu. Hún má vera ljóshærð eða dökkhærð. „Mjög gott ef hún á ís- SMAAUGLYSINGAR þjónusta, kaup, sala. og íl ístenskar konur. Athugið Franskur karlmaður. 38 ara. sem lalar fronsku. þýsku og svolilla ensku og er m|ög hriflnn af íslandi og islenskum hest- um. vill kynnast islenskri konu. helst Ijos- hærðri eða dokkhærðri. með sambuð i huga. Mjog gott ef hun a islenska hesta. Lysthafendur sendi l)Osmynd og skrili lil: Francis Albenesuis BP 1. F-67480 Roppenheim Frnkkland. Eiðfaxi ríður á vaðið, fyrst tímarita, með einkamálaaug- lýsingar. lenska hesta“, segir að lokum í auglýsingunni. Þar hafiðþiðþað. Stellið á þrot- um Fólk er orðið mjög háð tækninni, flest án þess að gera sér grein fyrir því. Meira að segja Gísli á Upp- sölum er farinn að horfa á litsjónvarp og spila á raf- magnsorgel. Liklega er hann þó ekki eins slæmur og húsmóðirin á Vestfjöröum. sem Vest- firska fréttablaðið sagði okkur frá nýlega. Hún hafði sett uppþvottavélina sína í viðgerð hjá ónefndu fyrir- tæki á Isafirði. Bilunin fannst fljótlega, en til þess að væri hægt að gera við hana þurfti að panta vara- hiuti í vélina. Nokkur bið varð á að þeir bærust og varð konan óþolinmóð á að bíða . Hún hringdi þvi í íyrirtækið þegar upp- þvottavélin hafði verið fjar- verandi í hálfan mánuð og sagði með andköfum: „Hvernig er þetta með vélina mína? Á ekkert að gera við hana? Ég er búin með hvunndagsstellið og er alveg að verða búin með sparistellið... Löggan og videoið Við tæptum eilitið á fyrir- huguðum breytingum hjá lögreglunni í nágranna- byggðum Reykjavikur í Sandkorni i gær. Eins og fram hefur komið ríkir engin sérstök hrifning meðal lögreglumannanna þar á þeim hugmyndum að færa þá undir lögreglu- Ætli Löggulíf sé komið út á videoi? stjóraembættið í Reykjavík á nóttunni og um helgar. Þetta myndi þýða að við- komandi stöðvum yrði lok- að á nóttunni en löggan yrði á ferðinni í vaktbílum um svæðin. Þetta hefði í för með sér sviptingu á hlunnindum sem að minnsta kosti ein- hverjir lögreglumenn hafa haft. Okkur er til að mynda tjáð að videotæki séu á lögreglustöðvunum i Hafn- arfirði og Kópavogi. Að minnsta kosti fyrrnefnda stöðin er á þeim ágætu kjörum hjá tilteknum videoleigum að geta fengið spólur endurgjaldslaust yfir timabilið frá klukkan 11 á kvöldin til kl. 14 daginn eftir. Á þessu tímabili eru videoleigurnar lokaðar, þannig að þær hafa engu aðtapa. Ekki mun óalgengt að teknar séu tvær-þrjár spól- ur að kveldi, svo að mönn- um ætti ekki að þurfa að leiðast ef tiðindalitið er á vaktinni. En þetta leggst auðvitað niður ef stöðvun- um verður lokað að nætur- lagi. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Kvikmyndir__________Kvikmyndir Mánudagsmyndir alla daga Á síðasta ári tók Háskólabíó við rekstri Regnbogans. Ákveðið var þá að endurvekja svokallaðar mánu- dagsmyndir sem nutu umtalsverðra vinsælda hjá kvikmyndaáhuga- mönnum. Gallinn var bara sá að ákveðið var að sýna þessar myndir alla daga og þá gefur augaleið að nafnið mánudagsmyndir passar ekki .við, þó hafa þær hingað til verið kallaðar mánudagsmyndir alla daga. Fyrir stuttu auglýsti Háskólabíó eftir tillögum að nafhi á þessar úr- valsmyndir og bárust á fjórða hundr- að tillögur og verða úrslitin í sam- keppninni birt fljótlega í mars. Bolero eftir Claude Leloch hefur verið „mánudagsmynd" frá áramót- um og verið sýnd við ágæta aðsókn. Ákveðið hefur verið að næsta „mánudagsmynd" verði einnig eftir Claude Leloch. Nefhist hún á frum- málinu Vive la vive. Á íslensku mun hún heita Maður og kona hverfa. Hér er um að ræða spennandi og dularfulla mynd sem fjallar um dul- arfullt hvarf manns og konu. Þar næsthnun verða tekin til sýningar ítalska myndin Passione damore eftir Etorre Scola. Mun hún nefnast á íslensku Ástareldur. Fleiri myndir hafa verið ákveðnar, þótt ekki sé ákveðin röð á þeim. Eru þar á meðal myndir sem eiga örugg- lega eftir að gleðja augu kvik- myndaáhugamanna. Má nefna God- ard myndina Prénom Carmen eða Fomafn Carmen, mynd sem vakið hefur mikla athygli og var sýnd hér á síðustu kvikmyndahátíð. Þá má nefna kvikmynd frá Nicaragua, Alsino y el Condor, og er leikstjóri Miguel Littin. Önnur ítölsk kvik- mynd, Oltra la porta, eftir Lilliana Cavini er einnig á dagskrá. Þetta er sakamálamynd með Narcello Mastroiani í aðalhlutverki. Síðast en ekki síst má nefna næstnýjustu kvikmynd Fedorico Fellini, E la nave va eða Og skipið siglir... eins og hún mun nefnast á íslensku. Hún var gerð 1983 af frönskum og ítölsk- um framleiðendum. Af þessum lista má sjá að margar góðar kvikmyndir verða sýndar sem mánudagskvikmyndir þótt það nafh hverfi nú og eitthvert snjallt nafn komivonandiáþessilistaverk.. HK. Ein af „mánudagsmyndunum" á þessu ári verður mynd Jean-Luc Godard, Prénom Carmen. BÍLEIGENDUR BODDÍHLUTIR! Framleiðum tréfjaplastbretti á eftirtaldar bifreiðar! Lada 1600, 1500, 1200 og Lada Sport, Subaru 77, 78, 79, Mazda 323 77, '80, Mazda 929 76, 77, 78, Daihatsu Charmant 78, 79. BÍLPLAST Vagnhöfða 19, sími 688233. Póstsendum. Veljið íslenskt. TOYOTA Opið á laugardögum kl. 13.00-17.00 Toyota Land Cruiser, bensin, árg. '85, ekinn 6.500, grár/ljósbrúnn, vökvastýri, rafmrúöur, aukamælar, útvarp/segulb. Verö 895.000,- Toyota Corolla 1600 árg. '85,5 dyra, 5 gíra, ekinn 8.000, hvítur. Verð 510.000,- Toyota Corolla árg. '85 DX, 3ja dyra, 4 gíra, ekinn 12.000, rauöur (útvarp/segulband). Verð 410.000,- Mitsubishi Galant árg. '82, 5 gíra, ekinn 42.000, blár-metalic. Verð 365.000,- Toyota Crown station, bensín, árg. '81, ekinn 67.000, blár. Verð 420.000.- Toyota Corolla Twin Cam GT árg. '84, ekinn 40.000, gull-sans. Verð Toyota Corolla árg. '81, 4ra dyra, 5 gíra, ekinn 61.000, rauður. Verð 255.000,- ... ..... luyuid Oldtict aiy. ui Toyota Land Cruiser dísil, station, hvítur. Verð 250.000,- árg. '82 (3 stk.) Verð 790.000,- Toyota Camry DX, 5 gíra, disil, tur- bo, árg. '84, nýuppt. vél, drappl. Verð 490.000,- Subaru 4x4 árg. '82 (3 stk.), eknir 60.000, 94.000, og 128.000. Verð 350.000,-, 330.000,- ,300.000,- Daihatsu Charade árg. '79, ekinn 88.000, grár. Verð 150.000,- VW Golf Sport árg. '84, ekinn 35.000 km, blár-metalic. Verð 470.000,- Toyota Carina station árg. '81 Verð: 280.000,- Toyota Cressida GL árg. '80 295.000,- Mazda 929 árg. '81, station 300.000,- HI-ACE bensín árg. '81 340.000,- Daihatsu Charmant '79 160.000,- Toyota Corolla ke-20 '77 85.000,- TOYOTA Nýbýlavegi8 200 Kópavogi S. 91-44144

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.