Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Treystisigís 27. flokksþingið Mikhail Gorbatsjov, sem situr í forsæti 27. flokksþings sovéska kommúnistaflokksins þessa dag- ana í Moskvu, hefur fært með sér snögg skipti á tíðaranda í Sovét- ríkjunum síðasta árið. Svo öra breytingu á andrúmsloftinu þar eystra hafa menn ekki séð í ára- tugi. Heima fyrir sem erlendis hefur Gorbatsjov þetta ár, sem hann hefur verið leiðtogi flokksins, breytt þeirri ímynd sem menn báru í huga sér af forystunni í Kreml og lagt grunninn að þeirri framtíð- arsýn sem hann gerir sér af Sovét- ríkjunum, voldugum og fyrirmynd öðrum í heiminum. Treysti tökin á flokknum fyrir flokksþingið Gorbatsjov verður 55 ára næsta sunnudag og aldursins vegna hugs- anlegt að hann verði leiðtogi Sov- étríkjanna fram yfir næstu alda- mót. Hann talar um að „leiða landið inn í nýjan kafla í sögu þess“. En þetta fyrsta valdaár hefur hann notað ötullega til þess að treysta eigin tök á flokknum og ríkisbákninu, um leið og hann hefur gengið djarfmannlega fram á sjónarsviðið í alþjóðamálum. Af þeim starfa öllum má ljóst vera að honum kippir vel í kyn Kremlverja. - „Hann trúir með sann á kerfið," eins og einn ambassadorinn í Moskvu sagði við íréttamann Reuters núna fyrir flokksþingið. „Þegar hann talar um umbætur er hann ekki að hugsa um að umbylta kerfinu. Þvert á móti er hann ráð- únn í að sýna og sanna að kerfið geturdugað vel.“ Afkvæmi báknsins Gorbatsjov hefur stundum verið borinn saman við annan leiðtoga Fylgir fordæmi Andropovs meistara síns Gorbatsjov hefur tekið upp þráð- inn, þar sem Andropov féll frá, maðurinn sem ól Gorbatsjov upp til þessa æðsta valdaembættis landsins. Hefur Gorbatsjov sagt stríð á hendur spillingu, dugleysi og vanhæfni. Segir hann þar i liggja leiðina að bættum efnahag landsins og betri lífskjörum og endurheimt fyrri ímyndar Sovét- ríkjanna sem fyrirmyndarparadís- ar hinna vinnandi stétta. Hann hefur lagt sig mjög fram um að koma öðruvísi fyrir, ung- legri, kröftugri og líflegri en hinir öldnu og sjúku menn gerðu sem sátu í því sæti áður, er Gorbatsjov hefur nú haft í eitt ár. Og þúsundir embættismanna hafa hrökklast úr starfi fyrír fylgismönnum hins nýja leiðtoga á þessu eina ári sem hann hefur haft til þess að ryðja úr valdapýramídanum sérgæðingum Brevsnevs og Tsérnenkos. Svar hans var: „Stalínismi er blekkingavefur sem andstæðingar kommúnismans hafa fundið upp og ^notað til þess að ófrægja Sovétrík- in.“ Gagnrýnir Brevsnevs-tímann Sumir hafa reynt að finna jöfnuð með Gorbatsjov og Nikita Krútsjev, sem tapaði völdum 1964. Og víst er um það að Krútsjev veittist harkalega að forvera sín- um, Stalín, á flokksþinginu fyrir nákvæmlega 30 árum og Gorb- atsjov hefur í setningarræðu sinni á þessu flokksþingi álasað „fyrri forystu þessa lands fyrir að stand- ast ekki kröfur tímans". Þykir engum vafa undirorpið að hann var þar að veitast að Brevsnev, sem hélt um stjórnartaumana í átján ár. Verður kanslarinn að víkja? Ketilbjörn Tryggvason, fréttaritari DVí Vestur-Berlín: Vegna opinberrar kæru eins þingmanna þingflokks græningja, Otto Schily, í síðustu viku hefur saksóknaraembættið í Koblenz nú ákveðið að heíja rannsókn á aðild kanslara Vestur-Þýskalands, Helmut Kohl, að Flickmálinu. Eins og fram hefur komið í frétt- um snýst innihald ásakananna um svör kanslarans við spurningum rannsóknamefndar þingsins um Flickmútumálið svokallaða. Kohl, er bar vitni fyrir rannsókn- arnefndinni í nóvember 1984 og aftur í júlí 1985, á að mati þing- manns græningja að hafa vísvit- andi gefið rangar upplýsingar um fjármál Flickauðhringsins er hon- um á að hafa verið kunnugt um. Herför græningja Schily, sem sjálfur er lögfræðing- ur og einn af þingnefndarmönnum þeim er yfirheyrði kanslarann, veit greinilega hvað hann er að gera. Undir því öryggi að flækjast ekki sjálfur i net Flickmálsins, því flokkur hans var ekki til á þeim tíma, hefur Schily verið einn ötul- asti þingmaður á þýska sambands- þinginu við að reyna að upplýsa þetta mjög svo snúna mál. Kohl kanslari, sem þurft hefur að sjá á eftir viðskiptaráðherra sínum, Lambsdorf greifa, svo og flokksfélaga og forseta þingsins, Barzil, vegna þessa máls er næsta fórnarlambið. Hvort fer fyrir honum eins og samstarfsmönnum hans er erfitt að spá um. En það sem gerir persónu- lega stöðu hans veika er sú stað- reynd að hann lýsti því sjálfur yfir á seinasta ári í sambandi við mála- ferlin gegn Lambsdorf greifa að ef mál yrði höfðað gegn ráðamönnum landsins bæri þeim að segja tafar- laust af sér. Telja því flestir fréttaskýrendur líklegt að við þannig aðstæður Umsjon: Haimes Heimisson muni kanslarinn ef til vill sjá sig neyddan til að víkja. Schily stjórnleysingi? Samstarfsmenn Kohl á stjórn- málasviðinu hafa á undanförnum vikum vísað öllum slíkum get- gátum á bug og reynt að gera sem allra minnst úr málinu. Hafa þeir í því sambandi gert allt er þeir geta til að sverta græningjaþingmann- inn í augum íjölmiðla, kalla hann ofstækismann, stjórnleysingja og tækifærissinna. Fchily svarar aftur á móti gagn- rýni þeirra með þeirri staðhæfingu að Kristilegur demókrataflokkur kanslarans væri ekki að reyna að kæfa málið niður með þessu offorsi ef kanslarinn hefði ekkert að ótt- ast. Hverjar svo sem málalyktir verða má telja fullvíst að kanslarinn hafi beðið mikið afhroð, er endurspegl- ast í minnkandi trausti almennings á honum. Fjármálaráðherrann vinsæll I ljósi þess að kosningar eru fram- undan á næsta ári hafa komið fram hugmyndir hvort ekki borgi sig fyrir flokk kristilegra demókrata að losa sig við Helmut Kohl til að bjarga kosningunum. í því sambandi hefur Stoltinberg fjármálaráðherra verið nefndur sem mögulegur arftaki Kohl. Stoltinberg hreppti nýlega titil- inn vinsælasti stjórnmálamaður Vestur-Þýskalands í skoðanakönn- un vikuritsins Der Spiegel og telja því margir að með vinsældum hans og batnandi ástandi þjóðarbúsins í stjórnartíð kristilegra demókrata verði sigur þeirra í kosningunum auðveldur. Helmut Kohl kanslari hefur verið í sviðsljósinu að undanförnu vegna ásakana um vísvitandi rangan framburð fyrir þingnefnd er ranns- akar spillingu í kringum Flickmálið alræmda. risa-kommúnistaríkis, sem sömu- leiðis hefur verið kallaður umbóta- sinnaður (auk alls annars, sem hann hefur verið kallaður á löng- um ferli sínum) en sá er Deng Xiaoping hinn kínverski. Þó er næsta fátt líkt með þeim. Gorb- atsjov hefur aldrei þurft að stríða við alla meginkrafta flokksins upp á móti sér, líkt og Deng hefur þurft Umsjón: Guðmundur Pétursson að gera, með líf sitt og fjölskyldu sinnar að veði. Gorbatsjov er skil- getið afkvæmi síns valdabákns. Þótt Gorbatsjov hafi kannski reynst furðufús (miðað við forvera sína) að ræða ýmis viðkvæm mál, þá hefur hann upp á síðkastið undirstrikað hina hefðbundnu af- stöðu Kremlverja til mála eins og andófs eða menningarmála. I viðtali fyrr í þessum mánuði var Gorbatsjov spurður um þann arf sem Josef Stalín hefði skilið eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.