Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 8
8
DV. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR1986.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
SegjaNASA
hafa beht
þiýstíngí
Sérstök rannsóknamefnd, er for-
seti Bandaríkjanna skipaði til að
kanna orsakir sprengingarinnar um
borð í Challenger í síðasta mánuði,
yfirheyrir í dag fulltrúa bandarísku
geimferðastofnunarinnar, NASA.
Beðið er eftir vitnisburði þeirra
með nokkurri eftirvæntingu þar sem
þeir verða látnir gera grein fyrir því
af hverju þeir þrýstu á það að láta
geimskot Challenger fara fram á
réttum tíma.
Talsmenn Thiokol Inc., fyrirtækis-
ins er framleiddi eldflaugahreyfla
geimskutlunnar, báru vitni fyrir
nefndinni í gær og fullyrtu að þeir
hefðu orðið varir við þrýsting frá
NASA um að geimskotið færi fram á
fyrirfram ákveðnum tíma.
Tveir verkfræðinga íyrirtækisins
sögðu við yfirheyrslur í gær að á
fundi þann 27. janúar síðastliðinn
með fulltmum NASA hefðu þeir
greinilega gefið til kynna andstöðu
sína gegn því að senda Challenger á
braut á réttum tíma vegna hættunn-
ar á því að kuldakast á skotstað
kynni að hafa hættuleg áhrif á við-
kvæman búnað eldflaugahreyflanna.
Augu rannsóknarmanna beinast
nú í auknum mæli að þéttihringjum
í eldflaugahreyfli geimferjunnar er
kynnu að hafa gefið sig, lekið elds-
neyti og orsakað sprenginguna er
varð skömmu eftir flugtak.
Leitarmenn hafa stáðsett hluta af
eldflaugahreyfli Challenger á hafs-
botni undan strönd Flórida og
undirbúa nú björgun hans. Augu
rannsóknarmanna beinast nú að
þéttihringjum í hreyflinum sem
hugsanlegri orsök sprengingarinn-
ar í geimferjunni.
Öllum ve'rtt
sakaruppgjöf
Salvador Laurel, forsætisráðherra
og varaforseti Filippseyja, boðaði í
morgun að hin nýja ríkisstjórn hans
mundi veita öllum Filippseyingum
sakaruppgjöf og þar á meðal skæru-
liðum kommúnista sem kalla sig nýja
alþýðuherinn.
„Við ábyrgjumst sakaruppgjöf til
handa öllum sem sakaðir erú um
pólitísk afbrot," sagði hann í sjón-
varpsviðtali í gærkvöldi. Sagði hann
það taka einnig til skæruliða upp til
fjalla.
Hann kvaðst jafnframt vona að
Bandaríkjastjóm hikaði ekki við að
veita Filippseyjum efnahagsaðstoð
eftir að lýðræði hefði verið endur-
reist á eyjunum.
sveita er kallast Spetnaz hafi komið sér fyrir meðal mótmælakvenna við
Greenham Common herstöðina rétt utan við London séu úr lausu lofti gripn-
ar.
Bresk lögregla hefur löngum staðið í stappi við að fjarlægja herskáar val-
kyijur er mótmæla staðsetningu meðaldrægra kjarnorkuflauga Bandaríkja-
manna í stöðinni.
Engar Spetsnaz sveit-
irvið Greenham Common
Fyrir nokkrum vikum hélt hið virta
tímarit um varnarmál, Janes’ Defen-
ce Weekly, því fram í grein að með-
limi hinna sovésku víkingasveita,
Spetsnaz, væri að finna innan friðar-
hreyfingar kvenna sem nú situr um
bandarísku herstöðina við Green-
ham Common í Bretlandi.
Greinin vakti mikla athygli og var
birt víða um heim, m.a. hér á íslandi.
Nú virðist hins vegar sem ekki sé
fótur fyrir þessum fréttum og þykir
tímaritið heldur hafa sett niður við
að birta þær. Greinin í Janes’ Defen-
ce Weoklv ver skrifuð af Yncqof
Bodansky, israelskum lausamanni í
blaðamennsku, sem áður hefur verið
staðinn að óábyrgum greinaskrifum,
og liggur nú undir grun um að hafa
stundað njósnir í Bandaríkjunum
fyrir ísraelsku leyniþjónustuna.
í viðtali við breska vikuritið New
Statesman þann 7. febrúar sl. viður-
kenndi talsmaður bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins, Deborah Cavin,
að ráðuneytið hefði engar upplýsing-
ar undir höndum sem styddu það sem
fram kom í greininni í Janes’ Defence
Weekly. Tímaritið hefur heldur ekki
leitast við að verja skrif Bodanskys.
fMMM
I
'ÍW&s,
..
,
..
líillllllÍIÍI
Markosfertil
Bandaríkjanna
Það var hellirigning og rok þegar
Ferdinand Markos, fyrrverandi for-
seti Filippseyja, kom til eyjarinnar
Guam til stuttrar dvalar í herstöð
Bandaríkjahers i morgun eftir að
hann hafði sagt af sér embætti.
Bandaríski flugherinn flutti Mar-
kos, konu hans og 55 ættmenni og
stuðningsfólk, sem fylgdi Markosi til
þess síðasta, með C-9 spítalaflugvél
til Andersens-herstöðvarinnar. Mar-
kos var borinn í sjúkrabörum um
borð í flugvélina en hann gekk einn
Ramosvill
snúasérað
kommún-
istum
Hinn nýi yfirmaður herafla
Filippseyja, Fidel Ramos hershöfð-
ingi, sagði í morgun að forgangs-
verkefni stjómar Corazon Aquino
mundi vera að binda enda á skæru-
hemað kommúnista og þá lögleysu
sem viðgengst víða á afskekktari
hlutum eyjanna.
Síðustu mánuði stjórnar Markosar
varð skæmliðum kommúnista vel
ágengt og raunar hafði Markos í
kosningabaráttunni varað kjósendur
við því, að Aquino, ef kosin væri,
mundi missa landið í hendur kom-
múnista.
Ramos hershöfðingi sagði, að
99,5% hersins hefðu lýst yfir hollustu
við hina nýju valdhafa landsins, en
herinn ætti þó eftir að endurheimta
það traust sem hann hafði glatað.
Hann kunngerði mannaskipti í ýms-
um foringjastöðum í hernum og var
hverri tilkynningu fagnað með lófa-
taki annarra foringja sem viðstaddir
fréttamannafúndinn
og óstuddur frá borði. - Sagt var að
börurnar hefðu verið notaðar vegna
þess að Markos hefði virst afar-
þreyttur eftir lokadagana í Manila.
Foringjar í Andersens-stöðinni
mynduðu heiðursvörð fyrir Markos
þegar hann gekk í land og heilsaði
hann hverjum og einum að her-
mannasið.
Búist er við því að Markos og föru-
neyti yfirgefi Guam strax aftur í dag
en Bandaríkjastjórn hefur boðið
honum að setjast að í Bandaríkjun-
um. Raunar er talið að Markos-
hjónin eigi þar töluverðar fasteignir.
En Bandaríkjastjórn mun finnast
hún eiga skyldum að gegna við
Markos þar sem hann varð við
áskorun hennar um að segja af sér
og yfirgefa landið til þess að afstýra
borgarastyrjöld og blóðsúthellingum
á Filippseyjum.