Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR1986. 9 Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd 1UGIR FARASTA UÓSKERJAHÁTÍÐ í SUDUR-KÍNA Dagblaðið Shanghai Evening segir í dag að 34 hafi farist og yfir 30 manns slasast þegar járnhlið hrundi yfir múg manna á hefðbundinni ljós- kerjahátíð í borginni Jinhua i Kína á sunndag. Atvikið átti sér stað þegar yfir 50 þúsund manns reyndu að troða sér inn í skemmtigarð borgarinnar til að horfa á þúsundir Ijóskerja af öll- um stærðum og gerðum er komið hafði verið fyrir í garðinum. Við atganginn gaf eitt af járnhliðum skemmtigarðsins sig og hrundi yfir hluta gesta. í fuminu á eftir létu nokkrir lífið er þeir tróðust undir. FJOLDAHANDTOK IALLSHERJ- ARVERKFALU Lögregla á Indlandi handtók yfir þúsund manns í morgun í Bombay, höfuðborg verslunar og viðskipta á Indlandi, vegna ólöglegra verkfalls- aðgerða er stjórnarandstaðan boðaði til að mótmæla hækkandi verði á matvælum. Verkfallsaðgerðimar eru nú ú góðri leið með að lama allt athafnalíf i landinu. Lögreglan lýsti hinum handteknu sem undirróðursmönnum og þekkt- um glæpamönnum og gaf þá ástæðu fyrir handtökunum að um fyrir- byggjandi aðgerðir væri að ræða. „Við höfum fyrirskipað 20 þúsund manna lögregluliði borgarinnar í viðbragðsstöðu vegna ólöglegra verkfallsaðgerða og þeir eru við öllu UMSJÓN: GUÐMUNDUR PÉTURSSON OG HANNES HEIMISSON búnir,“ sagði D.S.Soman, yfirlög- regluþjónn í Bombay, í morgun. Hvarvetna má sjá merki um verk- fallið á Indlandi er stjórnarandstað- an boðaði fyrr í þessum mánuði. Flestar verksmiðjur, skólar, skrif- stofur og verslanir hafa verið lokað- ar að undanförnu og víða má sjá yfirgefna vöru og flutningabíla með- fram þjóðvegum. Vakta járnbrautir Gandhi forsætisráðherra hefur skorað á fólk að koma aftur til vinnu og hefur fyrirskipað lögreglusveitum að vakta jámbrautarstöðvar vegna hótana verkfallsmanna um að loka fyrir járnbrautarsamgöngur. Talsmenn verkfallsmanna segja að almenn verkfallsþátttaka sýni betur en allt annað óánægju fólks með verðhækkanir Gandhis forsætisráð- herra og að það sé tilbúið til að fórna öllu fyrir lækkandi vöruverð. Stjórnvöld fyrirskipuðu allt að 15 prósent hækkun ýmissa nauðsynja- vara, svo sem á hrísgrjónum, brauði, bensíni og steinolíu, fyrr ú þessu ári vegna aðhaldsaðgerða Rajiv Gand- his forsætisráðherra í efnahagsmél- um og ört vaxandi viðskiptahalla. Danir flykkjast á kjörstaði á morgun og greiða atkvæði um breytingar á stofnsamningi Efnahagsbandalagsins. Skoðanakannanir gefa til kynna að rúm 60 prósent kjósenda séu fylgjandi þeim bréytingum er rikisstjórnin hefur lagt til. Þjóðaratkvæði hjáDönumum EBE-breytingar Danir ganga á morgun til þjóðarat- kvæðis sem gæti ráðið úrslitum um áframhaldandi aðild þeirra að Efna- hagsbandalagi Evrópu. Spurt er um hvort Danmörk eigi að sætta sig við breytingar á Rómarsáttmálanum, stofnsamningi EBE, sem miða að því að draga úr neitunarvaldi hvers einstaks aðildarríkis og beygja það í fleiri tilvikum undir meirihlutavald bandalagsríkj anna. Andstæðingar þessara breytinga múla það upp á vegginn að með þeim mundu Danir glata sjálfstæði sínu og eigin forræði í hendur EBE í Brussel. Þeir kvíða því að Evrópu- þingið fái of mikið vald í hendur. Auk þess óttast þeir að þetta sé aðeins fyrsta skrefið. „Ekki rétta skrattanum litla fingurinn því að hann tekur síðan alla höndina," segjaþeir. Innan EBE eru þeir til sem finnast hinar fyrirhuguðu breytingar alls- ekki ganga nógu langt. Eins og Ítalía sem hefur látið í ljós undrun yfir hikinu á Dönum. Það eru vinstriflokkarnir í Dan- mörku sem andstæðir eru breyting- unum. En skoðanakannanir gefa til kynna að 62% Dana séu fylgjandi breytingunum og að ríkisstjórn Schlúters muni hafa sigur í múlinu, en hún hefur varað kjósendur við því að verði breytingunum hafnað muni Danmörku ekki lengi vært í bandalaginu. Þar taka breytingarn- ar á Rómarsáttmálanum ekki gildi nema öll aðildarríkin tólf samþykki þær. Danmörk er eina EBE-landið sem eftir er að samþykkja. • • • • ÞEIR KROFUHORÐPSTP VELJA ESEOiini í BÍLINN NUER Stórkostleg verðlækkun í nokkra daga. Isetning á staðnum eftir pöntun. Áður Nú AL 416 kr. 18.205 kr ■ ■■■■■ JL ■ 15.470 AL 417 kr. 23.225 kr. 19.740 AL 408 kr. 20.310 kr. 17.260 AL 409 kr. 19.695 kr. 16.740 AL 406 kr. 15.325 kr. 13.020 AL 407 kr. 17.340 kr. 14.740 AL 433 kr. 19.275 kr. 16.380 Sjónvarpsmiðstöðin hf. Síðumúla 2 sími 39090.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.