Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1986, Blaðsíða 37
DV. MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR1986. 37 v. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Nóg komið af leiðindum Fregnir frá henni Hollívúdd herma að Joan Collins - Alexis í Dynasty - hafi fengið æðiskast og öskrað svo hræðilega á framleið- anda þáttanna að starfsfólkið sat eftir eins og ringlaður hænsnahópur þegar leikkonan yfirgaf senuna. Þetta átti sér stað inni á skrifstofu hans hátignar framleiðandans og þótti honum sér mjög misboðið að sögn viðstaddra. Annars er Collins fræg fyrir að hafa skapið á sínum stað og hræð- ist hún nú mjög að vinsældir þáttanna fari dvínandi. Það gengur rétta boðleið i skapsmunina og lætur hún líðan sína óspart í Ijósi við flest tækifæri. Handritið er að hennar dómi orðið afspyrnulélegt, leikar- ar ekki skárri og allt annað á sömu bókina lært. Hún vill allra síst slíka þróun, það gæti þýtt minnkandi tekjur sem hún má ekki við ef takast á að halda úti rándýrum eiginmanninum, Peter Holm. Því var það ákveðið af hennar hálfu - annaðhvort betrumbætur eða hún pakkar saman og fær sér aðra og arðbærari vinnu. Framleiðendurnir eru að hugsa sig vandlega um því þeir þekkja skapsmuni stjörnunn- ar. Vala konan hans Óla skans er greinilega ekki eini kvenvargurinn í veraldarsögunni. Joan Collins sló í gegn í fyrsta þættinum árið 1983. Það er eins gott fyrir hana að halda vel á spöðunum - nú hefur hún fyrir hinum þurftafreka eiginmanni, Peter Holm, að sjá. Tveir sjarmar: Silvio Berlusconi og Alain Delon. Báðir voru þeir í veislunni hjá Mireille Mathieu. Það fór vel á með söngkonunni og Silvio. Hann var að bjóða henni samning um að vera með skemmtidagskrá í sjónvarpinu hans. Veislan hennar Mireille Þegar Mireille Mathiu steig út af sviðinu í Palais des Congres eftir glæsilega tónleika vék sér að henni leikari að nafni Alain Delon og hvísl- aði í eyra hennar: „Stjarna er fædd", en eitt lagið, sem Mireille söng, hét einmitt Stjarna er fædd. Seinna um kvöldið bauð Mireille 240 vinum sínum til veislu á frægasta veitingastað Parísar, Maxim's. Þar var borin fram margréttuð máltíð sem söngkonan reyndar bragðaði aðeins lítilega því hún vill passa að línurnar séu í lagi. En hamingjuóskunum rigndi yfir hana og því var spáð að hún myndi aldrei gleyma þessum stórkostlegu tónleikum. Kortér yfir tólf á miðnætti kom í veisluna Itali nokkur sem vakti jafnvel enn meiri athygli en söngkonan. Það var Silvio Berlusconi sem er einn mest umtalaði maður Parísar um þessar mundir. Hann er kaupsýslu- maður og er að fara af stað með eigin sjónvarpsstöð. Hann er ákaflega umdeildur en hefur mikla persónu- töfra til að bera. Ástæðuna fyrir því að hann kæmi of seint í veisluna sagði hann vera þá að hann hefði verið á skrifstofu sinni ásamt lögfræðingum sínum að undirbúa snjalla varnarræðu sem hann þyrfti að flytja fyrir dómstól- um innan tíðar. Það hefði tekið sinn tíma. Hins vegar var hann fljótur að bregða sér í smóking og bruna í veisl- <r'- una á Maxim's. Þar tók hann Mireille sér við hönd og alvarlegur á svip bauð hann henni að vera með skemmti- þáttaröð í sjónvarpinu sínu. Og um morguninn, eftir að allir gestirnir voru farnir, voru þau enn að ræða þau mál, ásamt umboðsmanni Mireille, Johnny Stark. En fyrr um nóttina hafði Silvio þó gefið sér tíma til að ræða við Alain Delon, sem áður er getið um, og þrátt fyrir að gestir vildu ólmir fá að vita hvað þeir ræddu svona merkilegt var ekkert upp úr þeim að hafa. Þeir bara brostu leyndardómsfullir hvor til ann- ars og það var greinilega eitthvað á döfinni sem gladdi þá báða. Þýtt og endursagt: -JSÞ Þessa skemmtilegu mynd tók KAE á Mímisbarnum á Hótel Sögu. Umsjónarmað- ur Mímisbarssíðasta aldarfjórðunginn er HaraldurTómasson og sést hann hérna á tali við viðskiptavin. Þau eru örugglega ófá samtölin sem hafa áttsér staðyfirbar- borðinu á þessum langatíma og aldrei farið lengra. Því lætur Sviðsljósiðsérnægja að birta myndina og hugarflugið verður látið ráða í hvað varð þungamiðjan í um- ræðunum þessu sinni I aldarfjórðung

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.