Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.10.1986, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 16. OKTÓBER 1986. Spumingin Hefurðu horft á Stöð 2? Guðrún Baldursdóttir sjúkraliði: Nei, það hef ég ekki gert og ætla ekki að kaupa mér afruglara, stöð 1 nægir mér alveg Eva Kristinsdóttir sjúkraliði: Eg hef nú ekki haft tækifæri til þess hingað til og einnig finnst mér stöð eitt algjörlega fullnægja mínurn þörf- um Hörður Guðmundsson: Nei, Stöð 1 hefur nægt mér hingað til og býst ég fastlega við því að hún muni haída því áfram. Nóg er um sjónvarps- glápið nú þegar WÍSmm Sigurður Þorvaldsson bifvéla- virki: Mér fínnst fullnóg að horfa á stöð 1 og hef því ekki gefið mér tíma til að horfa á Stöð 2. Erna Jónsdóttir framkvæmda- stjóri: Mér líst vel á Stöð 2 og held hún lofi góðu, annars finnst mér per- sónulega alveg nóg að hafa stöð 1 því maður hefur ekki meiri tíma fyr- ir sjónvarpið Sigrún Sigurgeirsdóttir nemi: Ég hef ekki horft á hana og býst ekki við að gera það. Samt líst mér mun betur á dagskrárefnið á Stöð 2 heldur en á 1. Lesendur Vígbúnaðarkapphlaupið á að stóðva Konráð Friðfmnsson skrifar: Maraþonfundi leiðtoga austurs og vesturs er lokið. Þvi miður án árang- urs eftir því sem best verður séð. Þar kom enn einn skellurinn fyrir þá sem vilja afvopnun í heiminum og að friður á jörð sé í heiðri hafður. Draugamir sem gist hafa Höfða í áratugi höfðu ekki þau jákvæðu áhrif á stórmennin sem vonir mínar vom bundnar við. Þrátt fyrir það er mikil sárabót í því að Islendingar em búnir að eignast frægustu hurð- arhúna í heimi. Regnboginn fagri, sem yfir fundarstaðnum birtist, gerði ekki frekar en draugamir nokkurt gagn þótt hann hafi verið talinn merki um frið hér áður fyrr. Allir vita nú hvemig fór. Er máttur álfa og annarra vætta að engu að verða í okkar gamla og góða landi? Það er af sem áður var eins og kerlingin sagði þegar karlinn kom edrú úr réttunum. Ræða Gorbatsjovs í Háskólabíói á sunnudagskvöldið er ein sú merki- legasta sem ég hef lengi heyrt og sannfærði mig að minnsta kosti um að æðsti maður Rússaveldis hefði komið til íslands til að ná árangri í þeirri vítisvitleysu sem vígbúnaðar- kapphlaupið er og sem allir viti bomir menn hljóta að viðurkenna. Gorbatsjov taldi einnig að breytt viðhorf almennings til vígbúnaðar- bröltsins þyrfti að koma til svo samningar stórveldanna gætu orðið að veruleika, hann taldi einnig að Reagan hefði ekki meirihluta sinna kjósenda bak við sig varðandi stjömustríðsáætlunina, sem ég vona að rétt sé, en hver hefði getað ímyn- dað sér fyrir fáeinum árum að leið- togi Sovétríkjanna færi að leita á náðir almennings sem að áliti vest- urálfumanna virðir einstaklinginn að vettugi og skoðanir hans að engu. Ég hefði haldið að slík yfirlýsing, sem gefin var frammi fyrir milljónum jarðarbúa, væri umhugsunareíni fyrir þá sem hafa áhuga á batnandi samskiptum þjóðanna. Spámaður er ég lítill en samt er ég viss um að hinn nýi viðfelldni leiðtogi Sovétmanna mun lyfta Rússum á hærra plan meðal okkar og er það að mínu mati orðið tíma- bært að menn myndi sér sjálfstæða skoðun á þeirri merku þjóð. Islend- ingar ættu að einbeita sér að því að eiga sem best samskipti við alla að- ila, einnig eru hér góð skilyrði fyrir boðbera friðar og mannréttinda. Við ættum alltaf að hafa það að leiðar- ljósi. Stöð 2 Sjónvarpsáhorfandi skrifar: Ég vil byrja á að þakka sjónvarpinu (stöð 1) fyrir mjög góða dagskrá en að mínu mati hefur hún batnað mjög eftir breytingamar á dagskránni. Ástæðan fyrir skrifrim mínum er Stöð 2 og finnst mér hún ekki eins jákvæð. Hvað eru þessir menn eigin- lega að hugsa? Dagskráin á þessari stöð er nógu góð, ekki vantar það, en svo virðist sem Reykvíkingar og ná- grannar eigi bara að njóta hennar. Svo þarf fólk utan þess svæðis greinilega að eiga einhver spes lofnet því það næst ekki svo mikið sem stillimynd Stöðvar 2 á Selfossi. Er þessi stöð of góð fyrir fólk úti á landi? Svo eru það þessir fjandans afruglarar. Mikið er það nú stórkostlega fáránlegt að fólk sem vill sjá þessa stöð þurfi að kaupa sér afruglara á litlar 11.200 kr. Hvaða hag sjá stöðvarmenn sér í þvi? Auk þess er ég alls ekki viss um að allir hafi efni á því. Ég er ekki í vafa um að nú eru seljendur afruglaranna í sjöunda himni yfir viðskiptunum. Það hlýtur að vera hægt að koma upp einhvers konar sendum svo allir nái stöðinni, eða er það ekki það sem þeir vilja? Þó svo að það kosti eitt- hvað þá hlýtur það að borga sig þegar fram í sækir því þá borga augljóslega fieiri afnotagjöld til stöðvarinnar. Ég er viss um að það eru margir sammála mér og ég vona bara að að- standendur stöðvarinnar sjái að sér og sendi dagskrána út ótruflaða. Að lokum hvet ég fólk til að skrifa og láta í ljós skoðun sína á þessu máli. „Vonast til að Stöð 2 sendi ótruflaða dagskrá út.“ „Atómvopnaframleiðsla ætti að fara til fjandans og leggjast með öllu niður.“ Sovét- leiðtoginn í æstu skapi Ólafur Einar skrifar: Ég fylgdist vel með leiðtogafund- inum sem hér var haldinn og þó ekki síður fundum þeirra hvors um sig með blaðamönnum að loknum sjálfum fundinum. Blaðamannafundur Gor- batsjovs í Háskólabíói var fjölsóttur. Leiðtoginn virtist í æstu skapi og tal- aði að mestu leyti í kosningastil. Mér skilst að leiðtogamir hafi orðið sam- mála um fækkun langdrægra kjam- orkuvopna um helming og verður það að teljast nokkur árangur. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að öll atómvopn og í raun öll atómvopna- framleiðsla ætti nú þegar að fara til fjandans og leggjast með öllu niður. Áð öðru leyti vil ég bera fram eftirfar- andi fyrirspum: Var lítið eða kannski ekkert minnst á mannréttindi á þess- um langa og stóra fundi?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.