Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986.
Fréttir
Jón Sigurðsson gefur kost á sér í préfkjör Alþýðuflokksins:
„Vona að reynsla mín
komi mér að gagni“
Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofriunar, hefur ákveðið að
gefa kost á sér í prófkjöri Alþýðu-
flokksins í Reykjavík sem fram fer
dagana 29. og 30. nóvember næst-
komandi. Gefur Jón kost á sér í
fyrsta sæti listans.
„Eg hef ákveðið að sækja eftir
þessu framboði vegna tilmæla fjölda
alþýðuflokksmanna í Reykjavík og
vegna þess að ég tel að stefha Al-
þýðuflokksins eigi erindi til þjóðar-
innar eins og málum er háttað í
dag,“ sagði Jón Sigurðsson í samtali
við DV eftir að hann hafði tekið
þessa ákvörðun.
í máli hans kom einnig fram að
nú mundi hann spreyta sig á þjóð-
málunum á vettvangi stjómmálanna
eftir 20 ára starf í efnahagsstofnun-
um ríkisins.
„Ef það ætti fyrir mér að liggja að
ná kjöri vona ég að sú reynsla sem
ég hef öðlast á þessu sviði komi mér
að gagni í því starfi sem ég ætla
mér,“ sagði Jón.
Eins og kunnugt er af fréttum mun
prófkjör Alþýðuflokksins í Reykja-
vík verða lokað öðrum en flokks-
bundnum alþýðuflokksmönnum og
þeir sem gefa kost á sér gera það í
ákveðin sæti á listanum.
-FRI
Vinna við að ná hvalbátunum upp úr Reykjavíkurhöfn er nú í fullum gangi og er reiknað með því að allt
verði tilbúið undir að dæla sjó úr skipunum um hádegisbilið á sunnudag. Sú dæling tekur ekki nema um
klukkutíma og ættu bátarnir þá að komast á flot. Meöal hjálpartækja við verkið er viðamikill krani sem sést
á milli bátanna en hlutverk hans verður að halda bátunum á réttum kili er þeir koma upp á yfirborðið.
DV-mynd KAE
„Reikna með að
gera bátana upp“
- segir Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf.
„Ég reikna með því að gera hval-
bátana upp þótt ekki sé áformað að
þeir verði í notkun á næsta ári, nema
þá til vara ef eitthvað kemur fyrir
hina bátana," sagði Kristján Lofts-
son, forstjóri Hvals h£, í samtali við
DV er hann var spurður um hvað
ætti að gera við Hval 6 og Hval 7
þegar þeir nást á flot nú á sunnudag-
inn.
Kristján sagði að ekki væri hægt
að meta skaðann á bátunum fyrr en
þeir væru komnir úr kafi, jafnvel
mætti hugsa sér að þeir sem sökktu
þeim hefðu gengið berserksgang um
borð svipað og í hvalstöðinni.
Eins og kunnugt er af fréttum DV
eru hvalbátamir tryggðir fyrir upp-
hæð sem nemur rúmum 166 milljón
kr. hver. Sagði Kristján að ef svona
skip væru byggð í dag mundi það
örugglega kosta nokkru meira en
nemur þeirri upphæð. Þótt skipin
væru orðin nokkuð gömul, byggð
1945-46, þá væru þau enn í topplagi
og gætu enst langt fram á næstu öld.
-FRI
11.000 vatta háspennuskot hljóp í íbúðarhús:
„Skær blossi og
mikill hvellur"
Við stórslysi lá er 11.000 vatta há-
spennuskot hljóp í íbúðarhúsið að
Vindási við Grundarfjörð og þaðan
eftir rafleiðslu í nærliggjandi fiós.
„Þessu fylgdi skær blossi og mikill
hvellur og brá okkur mjög við þennan
atburð," sagði Nói Jónsson, einn af
íbúunum í Vindási, í samtali við DV
en auk hans voru stödd í húsinu kona
hans og sonur sem rekur býlið.
Miklar skemmdir urðu á rafkerfi
hússins við skotið, það kviknaði í raf-
magnsinntakinu í húsið, rafmagnsta-
flan brann yfir og inntakið í fiósið
brann.
Þau þijú sem í húsinu voru sakaði
ekki en Nói sagði að þau hefðu mest
óttast um kýmar í fiósinu... „Þær em
nú hræddar og nytlausar eftir þennan
atburð,“ sagði Nói.
Atburður þessi varð snemma í gær
og er ekki ljóst hvað olli honum en
næsta virkjun við Vindás er Fossár-
virkjun í Ólafsvík.
-FRI
Stríðið um jólatrén að hefjast:
Fréttamaður skelfir
skógræktarmenn
„Ég þekki mann sem á skóg í Dan-
mörku og ég vel min tré sjálfur. Þeir
hjá Landgræðslunni og Skógræktinni
em sárir vegna þess að í fyrra gat ég
boðið 30-40 prósent lægra verð en
þeir,“ sagði Magnús Guðmundsson,
fréttaritari Ritzau fréttastofunnar hér
á landi, en hann hefur flutt inn jólatré
undanfarin ár.
Innlendir skógræktarmenn segja
Magnús eingöngu bjóða slæma vöm,
flytja inn ódýr tré sem séu bæði krækl-
ótt og ljót eða, eins og einn orðaði
það: „Þetta er ódýr þinur, ógurlegt
rusl. Hjálparstofnun kirkjunnar var
með Magnúsi í þessu í fyrra og fólk
keypti trén vegna þess hve ódýr þau
vom.“
Magnús Guðmundsson segist hins
vegar ekki vera í neinu samstarfi við
Hjálparstofhun kirkjunnar um inn-
flutning á jólatijám: „í fyrra seldi ég
Hjálparstofhuninni að vísu nokkur
hundrnð jólatré sem þeir síðan seldu
áfram. Önnur vom samskipti okkar
ekki á þessu sviði,“ sagði Magnús.
Eins og fram hefúr komið í fréttum
DV hefur landbúnaðarráðuneytið
bannað innflutning á rauðgreni vegna
þess að nægilegt magn sé til af því
innanlands. Samkvæmt upplýsingum
Kristins Skæringssonar hjá Skóg-
ræktinni mun innlent rauðgreni, 160
sm að hæð, kosta um 1.150 krónur í
ár en kostaði 830 krónur í fyrra. Aðrar
innfluttar tegundir verða töluvert dýr-
ari.
-EIR
„Howard“ er Howitt:
Notaði bæði nöfnin hér
Paul Wátson hefur gefið þá yfirlýs-
ingu að annar þeirra, sem grunaðir
em um skemmdarverkin á eigum
Hvals hf„ heiti David Howitt en ekki
Howard eins og hann var skráður á
Hjálpræðishemum. Mun Howitt búa
í Bretlandi.
Samkvæmt upplýsingum frá rann-
sóknarlögreglunni mun maður þessi
hafa notað bæði nöfnin meðan á dvöl
hans stóð hérlendis. Hefúr RLR sent
Interpol beiðni um upplýsingar um
þessa menn, m.a. hvort þeir hafi verið
á sakaskrá áður.
-FRI
Leiktækjasalurinn í Garðabæ:
TTApótekið innsiglað
Eigandi leiktækjasalarins í
Garðabæ, sem kærður hefur verið fyr-
ir að nauðga komungum stúlkum og
brjóta áfengis- og fíkniefnalöggjöfina,
hefúr verið úrskurðaður í gæsluvarð-
hald til 27. nóvember. Maðurinn, sem
er 27 ára gamall, er nú í stöðugum
yfirheyrslum og beinist rannsókn
einnig að því hvort hann hafi nauðgað
ungum pilti í ofanálag.
„Við fórum og könnuðum leiktækja-
salinn og líktist hann einna helst
apóteki. Pilluglös út um allt og merki
um eiturlyfianeyslu,“ sagði starfsmað-
ur fíkniefnalögreglunnar í samtali við
DV á miðvikudaginn. Leiktækjasalur-
inn hefúr nú verið innsiglaður af
yfirvöldum og starfsemi hætt.
í gær vörðust rannsóknarlögreglu-
menn allra frétta af gangi málsins en
ljóst er að kæmmar a manninn eru
fleiri en tvær. Koma þær frá stúlkum
á aldrinum 12-15 ára. -EIR
Innsiglið á hurð leiktækjasalarins i
Garðabæ. DV-mynd BG
Sjónvarpsfréttir:
Verða aftur kl. 20
Útvarpsráð hefur ákveðið að færa
fréttir sjónvarpsins aftur til fyrri tíma,
eða kl. 20, og verður þetta gert firá og
með 1. desember nk.
í könnun, sem Félagsvísindastolhun
Háskólans gerði, kom fram að tæplega
70% notenda sjónvarpsins vilja að
fréttimar séu kl. 20 en aðeins 25%
vilja hafa þær fyrir kl. 20.
I könnun Félagsvísindastofnunar,
sem gerð var um síðustu helgi, kom
fram að mun fleiri horfa á fréttimar í
sjónvarpinu en á Stöð 2. Ef teknir eru
þeir sem ná Stöð 2 kemur í ljós að 20%
þeirra horfa á fréttfrnar þar en 50% á
fréttimar í sjónvarpinu.
-FRI