Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Qupperneq 15
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986.
15
Vísnaþáttur
Ástin sjálf
á betri stað
Þær stökur tvær, sem nú koma,
eru munaðarlausar og verða það
eflaust lengi. En einhverntíma var
mér sagt, að þær væru ættaðar frá
árum kreppunnar miklu, sem þeir
muna, sem nú eru aldraðir. Lóa mun
hafa ráðið sig í vist í Flóanum hjá
feðgum, sem báðir hétu Jón, gert þá
báða hálfruglaða, en átti kærasta í
Reykjavík, sem var nógu'hagmæltur
til að yrkja þessar vísur:
Stundum þegar sterki Jón
steinsefúr um nætur,
litli Jón, sem leikur flón
Lóu sína grætur.
Þetta er árans eymdarkot,
- og allir mega vita það,
þótt ýmsir fái augnaskot,
er ástin sjálf á betri stað.
í næstu vísu er lýst veislu, eins og
sumum finnst að þær geti bestar
orðið. Höfundur er Benedikt Vald-
imarsson á Þröm. En ég veit engin
deili á þeim manni, né þeim bæ. Ein-
hver þeirra, sem er mér fróðari, lætur
vonandi til sín heyra.
Ekki bresta vínsins völd,
veislan besta sýnir,
munu flestir fara í kvöld
fullir gestir þínir.
Næstu þrjár visur hef ég einhvem-
tíma skrifað mér til minnis. Ein
þeirra er nokkumveginn ömgglega
eftir Valdimar Hólm Hallstað yrk-
ingameistara og fombókasala á
Húsavík, en líklega em þær það all-
ar. Vona ég að hann láti okkur
einhvemtíma vita hvað rétt er í þeim
fullyrðingum og sendi um leið þær
af nýjustu vísunum sínum, sem hann
helst má sjá af á prent. Fyrst spyr
hann og svarar sjálfur.
Hvað er að frétta, hverju spáð?
Hvemig hljóðar svarið?
Öllu glatað, engin ráð,
allt er á hausinn farið.
Næst kemur vorvisa á hausti, enda
ekki alveg ný.
Hækkar sólin himni á,
hæð og slakka gyllir.
Augu vorsins, ung og blá,
árdagsbirtu fyllir.
Og sú þriðja er svona:
Lemja élin land og sjó,
leggja flest til baga.
Bak við sortann sé ég þó
sólskin nýrra daga.
Vísnaþáttur
Jón úr Vör
En ætli nokkur viti hver hefur ort
þessa?
Kátlegt er að kyssa þig,
kæra Sigga Gurrna,
ei þér nægðu að elska mig
þó ætturðu tíu munna.
Einu sinni mun vel hæfur og
smekkvís maður hafa tekið sér fyrir
hendur að safha og búa til útgáfu
vísur Haralds Hjálmarssonar frá
Kambi, sem lést 1970. Hann var
Skagfirðingur, en mikið hér syðra.
Þeir vom kunningjar hann og
Steinn Steinarr og sátu oft saman á
skálanum, urðu stundum samferða á
gleðimót. Vísur þeirra vom þannig
að mönnum kemur ekki alltaf saman
um hvor hafi ort hvað. Þessi er merkt
Haraldi:
Allir dagar eiga kvöld,
allar nætur daga.
Þannig verða árin öld,
aldir mannkynssaga.
Þetta er gömul ástavísa:
Dísa kelling þú ert þver
og þykist vera að stríða mér,
en ef þú bíður upp við sker
ætla ég kannski að giftast þér.
Góður og skemmtilegur útvarps-
maður orti einhveiju sinni á merkis-
afmæli sínu vísu er viða flaug, og
var hún á sínum tíma birt í Utvarps-
tíðindum og höfundar getið. Þessi
ágæti maður er nú löngu látinn.
Vísan lifir, hún er svona:
Lífs míns sól fer lækkandi,
loks hún hverfur sýnum.
Fer nú óðum fækkandi
framhjátökum mínum.
Pétur á Skeljagranda í Reykjavík,
rúmlega þrítugur maður, sendir mér
bréf og vísur til að velja úr. Auðséð
er að hann getur vel ort, en yrkisefn-
in eru nokkuð öldurmannleg. Ræð
honum til að lesa meir en hann seg-
ist hafa gert. Það gæti orðið honum
til gagns og ánægju. Sýnishom:
Ævin varir
augnablik í eilífðinni.
Lífs um stræti dönsum dátt,
dauðinn meðan segir fátt.
Ungir deyja, falla á fold,
fölnuð lauf á vori.
Til sín kallar móðurmold
menn af æskuspori.
Árin færast yfir mann,
æskan löngu dáin.
Yrði happ ég hitti þann
háboma með ljáinn.
Kveðja frá undirrituðum:
Langur spölur ef'tir er,
allt mun ganga betur.
Vísumar ég þakka þér,
þú skalt yrkja, Pétur.
Utanáskrift: Jón úr Vör, Fannborg
7, Kópavogi.
m ER HOFUD PRÝ0I Hjfo
EINKAUMBOÐ:
pierre
balmain
Dömu-
hárkollur
og
hártoppar.
Ávallt nýjustu gerðir
fyrirliggjandi.
•
Tökum gömlu hárkolluna
upp í þá nýju.
Háfíj..
'01
Póstsendum myndalista.
Kreditkortaþjónusta
Háaleitisbraut 58—60,
Sérverslun sími 32347.
Ekki bara tilboð ársins heldur það sem
^ i._ - — ■ ----------------------1 ^
| Chevrolet Blazer Silverado 4x4 dísil |
^ Til sölu eru 3 Blazerar árg. '82. eknir 40-50.000 mílur og koma með eftirtöld-
^ um aukabúnaði frá verksmiðju:
I
verksmiðju
6,2 lítra dísilvél • Rafmagni í rúðum og
v Sjálfskiptingu með overdrive hurðalæsingum
^ • Aflstýri og -bremsum • Sportfelgum
% • Veltistýri • Stereo útvarpi með 40 rása CB
»5 m Km^knntrnli • Söluverðmæti 1.700.000,-
1
___________ _______________________________ ^
! • LituðiT gleri, dökku • En seíjast fyrir aðeins !
1.070.000,-
i
8$ Einnig 2x4 og 4x4 Chevrolet pickup bílar árg. '82, með 6,2 dísilvél. Söluverð ^
^ 580-650.000,-
| Nánari uppl. í síma 92-6641.
amn
J