Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Side 11
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986.
11
Ábyrgðaiieysi í öndvegi
Þegar Stefán Benediktsson al-
þingismaður ákvað, í kjölfar upplýs-
inga um umdeilanlega meðferð hans
á fjármunum Bandalags jaffiaðar-
manna, að hætta við framboð til
alþingis urðu margir hissa.
Það var að vonum.
Landsmenn eiga því ekki að venj-
ast að stjómmálamenn eða aðrir
forystumenn í þjóðfélaginu sýni það
í verki að þeir telji sig bera ein-
hverja ábyrgð á mistökum sínum.
Hér gildir það pólitíska og embætt-
islega siðferði að sitja á meðan þess
er nokkur kostur. Þar skiptir engu
máli þótt menn hafi gert afdrifan'k
og kostnaðarsöm mistök.
Þjóðfélagsumræðan síðustu daga
sýnir það greinilega áð ákvörðun
Stefáns Benediktssonar er ekki upp-
haf nýrra vinnubragða. Hún er
einungis undantekningin sem sann-
ar regluna.
Að taka afleiðingum gerða
sinna
Grundvallarspumingin, sem krefst
svars, er einfóld. Eiga þeir menn, sem
falið er að gæta hagsmuna almenn-
ings, að taka afleiðingum gerða
sinna eða ekki?
Þessi spuming snýr ekki aðeins
að stjómmálamönnum. Hún hlýtur
einnig að beinast að öllum þeim
embættismönnum sem ráðnir em til
áhrifamikilla starfa í opinberri
stjómsýslu í víðtækustu merkingu
þess hugtaks. Hún á jafnt við um
háttsetta starfsmenn ráðuneyta sem
forstöðumenn ríkisstofhana svo sem
ríkisbankanna. Þessir menn fá
áhrifamikil embætti og vellaunuð.
Það er ætlast til þess að í staðinn
gegni þeir skyldu sinni. Eða í það
minnsta að þeir verði þjóðinni, eða
þeim málstað sem þeir eiga að þjóna,
ekki til stórtjóns.
Ef þeim verða samt á slík glappa-
skot að alvarlegt tjón hlýst af, hljóta
þeir að víkja.
Eða hvað?
Því miður hefúr svar kerfisins við
slíkum afglöpum alltof oft verið á
annan veg. Það er klappað á bakið
og sagt: ekkert mál.
Og svo er safnað í næstu mistök.
Stjórnendur án ábyrgðar
Utvegsbankamálið er dæmigert
um þetta.
Það liggur fyrir að eigendur Út-
vegsbankans, skattborgarar þessa
lands, munu tapa hundruðum millj-
óna á því hvemig staðið var af hálfú
bankans að viðskiptum við skipafé-
lagið Hafskip. Lágmark 600 milljón-
ir. Kannski nær einum milljarði.
Margir eiga erfitt með að gera sér
í hugarlund svo háar tölur. En glat-
að fé Útvegsbankans er til að mynda
vart minna en verð um tvö hundruð
snoturra einbýlishúsa. Það munar
um minna.
Með það í huga er nánast óhugn-
anlegt að enginn hefúr talið ástæðu
til að taka á sig ábyrgðina á þessu
stórfellda tapi.
Maður sem gengi um borgina og
gerði tvö hundruð einbýlishús með
einhverjum hætti verðlaus yrði
snarlega handtekinn og dæmdur til
þungrar refsingar. En mönnum, sem
glata álíka verðmætum af almanna-
fé, dettur ekki einu sinni í hug að
þeir ættu að hverfa úr embætti, hvað
þá að þeim þyki ástæða til að reyna
að bæta með einhverjum hætti fyrir
tjónið. Nei, slíkt er af og frá.
f þessu efhi dansa þeir eftir pípu
stjómmálamannanna. Formaður
bankaráðs Útvegsbankans hefur
beinlínis sagt það opinberlega, hvað
eftir annað, að hann áfellist hvorki
núverandi né fyrrverandi banka-
stjóra Útvegsbankans fyrir að tapa
þessum hundruðum milljóna. Hvað
þá að hann telji bankaráðið, kjöma
stjóm bankans, eiga þar nokkra sök.
Ekki er annað að heyra en við-
skiptaráðherra sé áþekkrar skoðun-
ar.
Af þessu má helst ráða að stjóm-
endur ríkisbankanna vinni störf sín
án þess að bera nokkra ábyrgð á
afleiðingum aðgerða sinna eða að-
gerðarleysis. Það er eiginlega eins
og þessir peningar hafi ráðið sér
sjálfir.
Alþýðubankafordæmið
í skýrslu rannsóknamefhdar Al-
þingis um Útvegsbankann kveður
að vísu við annan tón. Þar segir:
„Að dómi nefndarinnar er það eng-
um vafa undirorpið að bankastjórar
Útvegsbankans bera meginábyrgð á
þeim áföllum sem bankinn varð fyrir
við gjaldþrot Hafekips, enda þótt
bankastjóramir eigi sér líka nokkrar
málsbætur."
Auðvitað er þetta svo. Eins og
nefht er í skýrslunni er þetta ekki í
fyrsta sinn sem banki tapar stórfé á
ógætilegum viðskiptum við einn að-
ila. Slíkt henti Alþýðubankann fyrir
rúmum áratug og hafði nærri riðið
þeim banka að fullu eins og Útvegs-
bankanum nú. Þá létu bankastjór-
amir af störfum, samkvæmt
ákvörðun bankaráðs, og bankaráðs-
menn gáfu ekki kost á sér til
endurkjörs.
Fordæmi siðferðislega réttra at-
Laugardags
pistill
Elías Snæland Jónsson
aðstoðarritstjóri
hafha var og er þannig fyrir hendi
í íslenskri bankasögu.
Stjórnmálamenn lika án
ábyrgðar
í skýrslu rannsóknamefhdarinnar
er vikið að því að bankaráð Útvegs-
bankans var að mestu leyti endur-
kjörið á Alþingi í desember siðast-
liðnum. Nefndin telur að með því
hafi þingið sýnt lítinn áhuga á því
að beita stíirfsábyrgð gagnvart
bankaráðsmönnum og gæti þar
nokkurs ósamræmis samanborið við
þann rannsóknarvilja þingsins sem
fram kom í ákvörðuninni um að setja
rannsóknamefhdina á laggimar.
Þessa og aðra gagnrýni nefhdar-
innar á stjómmálamenn hafa sumir
ráðherrar og þingmenn tekið óstinnt
upp. Viðskiptaráðherra er í þeim
hópi. Hann telur rangt að gagnrýna
alþingi fyrir að endurkjósa banka-
ráðið. Sömuleiðis telur hann rangt
að gagnrýna bankaráðið fyrir að
víkja ekki bankastjórum frá um
stundarsakir meðan rannsókn máls-
ins fór fram.
Þetta kemur ekki á óvart.
Sú siðferðislega blinda sem virðist
gegnsýra opinbera kerfið og setur
ábyrgðarleysi stjómenda á eigin
mistökum í öndvegi er að sjálfeögðu
frá ráðandi stjómmálamönnum
æðstuprestum kerfisins komin. Eft-
ir höfðinu dansa limimir í þessu efni
sem öðm.
Á saina hátt er það auðvitað ljóst
að einungis með því að almenningur
knýi fram breytt viðhorf stjóm-
málamanna til þessara mála tekst
að innleiða þá persónulegu ábyrgð
stjómenda opinbera kerfisins sem
er ekki aðeins sjálfeögð og eðlileg
heldur einnig nauðsynleg vöm gegn
meiriháttar mistökum á borð við þau
sem gerst hafa í Útvegsbankanum
og eytt nánast öllu eigin fé bankans.
Látið undan kröfum almenn-
ings
Kröfur almennings í þessu efni em
ljóslega aðrar og meiri en þjóðmála-
foringjanna. Þetta hefur berlega
komið i ljós í þeirri miklu umræðu
sem orðið hefur um Hjálparstofnun
kirkjunnar í kjölfar þeirrar úttektar
sem gerð var á rekstri og starfe-
háttum stofnunarinnar.
Hjálparstofhunin er, eins og ríkis-
kerfið, rekin fyrir almannafé. Sá er
hins vegar munurinn á að ríkið
heimtir sitt með valdboði en Hjálp-
arstofnunin verður að treysta á
sjálfviljugt frumkvæði einstakling-
anna.
Af þessum sökum hefur almenn-
ingur átt mun auðveldara með að
hafa áhrif á stjómendur Hjálpar-
stofhunarinnar en æðstupresta
bankakerfisins.
Það er hins vegar athyglisvert að
meðal stjómenda Hjálparstofnunar-
innar var ríkjandi nákvæmlega
sama viðhorfið og hjá þeim stjóm-
málamönnum og bankamönnum
sem em í brennidepli Útvegsbanka-
málsins. Sem sé að ekki væri um að
ræða slíka persónulega ábyrgð
stjómenda, þ.e. stjórnar og starfs-
manna, á því að hafa leitt Hjálpar-
stofhunina á „villigötur" að þeir
ættu að segja af sér. Það er einung-
is vegna mjög ákveðinna krafna
almennings, einkum í gegnum fjöl-
miðla, og þess hversu Hjálparstofn-
unin er háð frjálsri ákvörðun
einstaklinganna sjálfra um fjárfram-
lög, að sú breyting hefur nú orðið á
afetöðu stjómenda stofhunarinnar
sem kunn er af fréttum.
Það ber að sjálfsögðu að fagna
ákvörðun Guðmundur Einarsson og
samstarfemanna hans um afsögn.
Auðvitað hefur verið mjög erfitt og
sársaukafullt fyrir viðkomandi ein-
staklinga að taka slíka ákvörðuri.
Það er oft harla erfitt fyrir einstakl-
inginn að stiga slíkt skref þótt hann
viti að það sé siðferðilega hið eina
rétta. En óneitanlega hefði það verið
heillavænlegra fyrir framtíð Hjálp-
arstofnunarinnar, sem nú er i mikilli
óvissu, að þessi ákvörðun hefði verið
tekin miklu fyrr og án slíks eftir-
reksturs af hálfu almennings sem
raun ber vitni. Ef ekki er að vænta
siðferðislegrar forystu hjá ráða-
mönnum þjóðkirkjunnarog stofhun-
um hennar, hvar þá?
„Löglegt en siðlaust“
I umræðunum um Hjálparstofhun,
Útvegsbankann og mál Stefáns
Benediktssonar hefúr því oft verið
haldið á lofti af verjendum kerfisins
að ekki hafi verið um lögbrot að
ræða og því eigi menn ekki að víkja.
Því hefúr vissulega aldrei verið
haldið fram að forráðamenn Hjálp-
arstofhunar hafi brotið lög. Stefán
Benediktsson hefúr heldur ekki ve-
rið kærður fyrir lögbrot. Og enn
liggur ekkert fyrir um að stjórnend-
ur Útvegsbankans hafi gengið þvert
á lagabókstafinn.
Svo er að sjá af opinberum ummæl-
um sem ýmsir verjendur kerfisins
átti sig ekki nægjanlega á því að það
eru ekki einungis gerðar kröfur til
ráðamanna hins opinbera um að
þeir fari að lögum, svo sjálfsagt sem
það auðvitað er. Til þeirra gerir al-
menningur einnig siðferðislegar
kröfur sem eru jafhmikilvægar. Um
það snýst málið en ekki um bein
lögbrot.
Vilmundur heitinn Gylfason gaf
tilteknum athöfhum stjómmála-
manna þá einkunn að þær væru
löglegar en siðlausar.
Það er kominn tími til fyrir þá sem
fara með stjóm opinbera kerfisins
fyrir hönd almennings að taka til
hendinni og gera stórauknar kröfur
um persónulega ábyrgð sjálfra sín
og annarra sem á einn eða annan
hátt er trúað fyrir peningum al-
mennings. Geri þeir það ekki munu
margir áfram líta á þessi fleygu
ummæli Vilmundar sem táknræn
einkunnarorð kerfis þar sem hver
hlífir öðrum og enginn ber ábyrgð á
því sem aflaga fer.
Elías Snæland Jónsson