Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 4
LÁUGARDÁGÚR 15. NÓVEMBÉr' 1966. Fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins á flokksráðsfundi: Þurfum afl til þess að ekki verði mynduð stjórn án okkar „Kostimir eru skýrir,“ sagði Þor- steinn Pálsson flármálaráðherra, formaður Sjálfetæðisflokksins, í ræðu við setningu flokksráðsfundar í gær. „Með nýrri vinstri stjóm myndu allar dyr opnast íyrir verð- bólguglundroða ó nýjan leik. Með öflugri forystu Sjálfstæðísflokksins i nýrri ríkisstjóm yrði á hinn bóginn unnt að halda uppbyggingarstarfinu áfram. Um þetta stendur valið. Ár- angurinn verður ekki varðveittur nema Sjálfstæðisflokkurinn komi með því afli til þings að loknum kosningum, að ekki verði unnt að mynda stjóm án hans þátttöku." Þorsteinn gerði ítarlega grein fyrir gangi þjóðarbúskaparins undaníarin misseri. „Þannig bendir allt til þess, að það muni takast sem við sögðum, þegar þessar ákvarðanir voru tekn- ar, að ná jöfnuði á ný í ríkisbúskapn- um innan þriggja ára. Við höfiim einnig náð því marki með þeim fjár- lagatillögum, sem nú liggja fyrir, að á næsta ári munu opinberir aðilar í fyrsta skipti í áraraðir grynnka á erlendum skuldum, greiða niður meira af erlendum lánum en þeir taka af nýjum. Þá gerði formaðurinn skattamál að umtalsefhi. Þar á meðal greindi hann frá því að í framhaldi af ffum- varpi um virðisaukaskatt í stað söluskatts væri nú til athugunar að breyta tekjuskattskerfinu og lækkun skattaálagningar. Vísaði hann til byltingarkenndra breytinga Banda- ríkjamanna í skattamálum. Þor- steinn sagði að á næsta ári yrði neðra skattþrep vegna tekjuskatts hækkað í 400 þúsund krónur og það effa í 800 þúsund krónur. Skatthlut- föllin yrðu lækkuð og myndi jaðar- skattur til ríkisins lækka úr 41% í 37%. „Á tíma núverandi ríkisstjómar mun skatthlutfall í efeta þrepi þann- ig lækka úr 50% niður 1 38,5% á næsta ári. Skattbyrðin í heild er um það bil fjórðungi minni en hún var árið 1982. Hjón sem eiga tvö böm og hafa á þessu ári 70-80 þúsund krónur í mánaðarlaun munu verða skattfrjáls á næsta ári þegar þessar breytingar hafa tekið gildi. Frum- varp um þetta verður lagt fram á mánudag," sagði Þorsteinn Pálsson. Loks vék formaðurinn sérstaklega að vígstöðu flokksins nú. „Könnun sem gerð var í þessari viku á fylgi stjómmálaflokkanna, hlýtur að valda okkur nokkrum vonbrigðum. En um leið hlýtur hún að hvetja okkur til nýrrar sóknar í flokksstarf- inu. ... Engum vafa er undirorpið að kosningaúrslit í samræmi við nið- urstöðu síðustu könnunar myndu opna dyr fyrir nýja vinstri stjóm. Ef Sjálfetæðisflokkurinn tapar at- kvæðum yfir miðjuna til vinstri, verður ekki séð hvemig vinstri flokkamir eiga að komast hjá því, að mynda nýja stjóm, jafhvel þótt þeir sjálfir hiæðist ekkert meir...“ -HERB Graskögglaverksmiðjan sem engin þörf var fýrir: Glóruleysi lauk með gjaldþroti Graskögglaverksmiðjan Vallhólmur hf. í Skagafirði. -KMU Grfuriegur verðmunur á gosinu: Kókið 14 kr. í Reykjavík en 24 kr. á Raufarhöfn Gjaldþrot graskögglaverksmiðj- unnar Vallhólms hf. í Skagafirði kom ekki á óvart. Stutt saga fyrir- tækisins hefur verið samfelld raunasaga. Þessi nýjasta graskögglaverk- smiðja landsins hóf rekstur árið 1983. Aðeins ári síðar, 1984, var Al- þingi búið að afgreiða fyrstu ósk um fjárhagsaðstoð með því að sam- þykkja 12 milljóna króna lán úr Ríkisábyrgðasjóði til að breyta van- skilum Vallhólms hf. í föst lán. Fréttaljós Kristján Már Unnarsson Árið eftir, 1985, leitaði stjóm verk- smiðjunnar enn á náðir stjómvalda um aðstoð. Beiðni um 23 milljóna króna lán fyrir gjaldföllnum skuld- um var lögð fyrir Alþingi. Þessari beiðni var hafnað „þar sem ljóst er að fjárhagsstaða fyrirtækis- ins í heild verður að fá ítarlegri umfjöllun", eins og sagði í áliti fjár- hags- og viðskiptanefhdar efri deild- ar Alþingis. Skuldar 80 milljónir króna Niðurstaðan liggur nú fyrir. Fjár- málaráðherra hefur ekki áhuga á að láta ríkissjóð hlaupa undir bagga. Heimamenn, sem eiga fjórðung í fyr- irtækinu, treystu sér heldur ekki til að endurreisa það. Stjóm fyrirtækis- ins hafði því ekki annað ráð en að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Gjaldþrot þetta er að því leyti sér- kennilegt að um er að ræða fyrirtæki sem að þrem fjórðu er eign ríkis- sjóðs. Stofnanir ríkisins em einnig langstærstu kröfuhafar. Talið er að gjaldþrotið verði upp á meira en 60 milljónir króna. Sam- kvæmt upplýsingum, sem DV fékk úr fjármálaráðuneytinu í haust, er Vallhólmur hf. talinn skulda 80 milljónir króna. Verðmæti eigna fyr- irtækisins er talið innan við 20 milljónir króna. Ekki var þörf fyrir verksmiðjuna Meginskýringin á þessu afhroði er sú að ekki var þörf fyrir framleiðslu verksmiðjunnar. Fyrirtækinu tókst ekki að selja afuiðir sínar í því magni né á því verði sem þurfti til að standa undir kostnaði. Stjómendur fyrirtækisins hafa sagt að tíu milljóna króna hlutafé í upphafi hafi verið of lítið og fyrir- tækið þurft á móti að taka hærri lán. Áður en Vallhólmur kom til átti ríkið fjórar graskögglaverksmiðjur, í Saurbæ í Dölum, í Mýrahreppi við Homafjörð og tvær í Rangárvalla- sýslu, að Gunnarsholti og Stórólfe- völlum. Hinar ríkisverksmiðjurnar töpuðu 38 milljónum í fyrra Tap af rekstri þessara fjögurra verksmiðja á árinu 1985 nam sam- tals 38 milljónum króna. Vegna taps þeirra á árinu 1984 sótti yfirstjóm þeirra um 30 milljóna króna aðstoð en fékk 12 milljóna króna lán úr Ríkisábyrgðasjóði. Graskögglaverksmiðjur em aðeins reknar á sumrin. f sumar vom ríkis- verksmiðjumar ekki nýttar nema að þriðjungi tif að bæta ekki of miklu á birgðir fyrri ára. Erfiðleikar eldri verksmiðjanna em beinlínis raktir til Vallhólms. Allt að 71% verðmunur reyndist á hæsta og lægsta verði af 19 cl Coca Cola, 67-69% munur var á 25 cl flösku af appelsíni, allt að 61% verðmunur var á gosdrykkjum í 1,51 plastflöskum í verðkönnun sem verðlagsstjóri lét gera á tuttugu og einum stað víðs vegar um landið. Minnstu munaði á verði á maltöli og pifener eða frá 31-38%. Nýlega gerði Verðlagsstofiiun um- fangsmikla verðkönnun á nauðsynja- vörum og reyndist vömverð hæst á Vestfjörðum. Var þessi gosdrykkja- verðskönnun gerð í framhaldi af því. Gosdrykkjaverð reyndist hæst á Vestfjörðum en einnig mátti finna hæsta verð á norðausturhomi lands- ins. Miðað var við það sem kallað er leiðbeinandi smásöluverð í Reykjavík. f fréttatilkynningu frá Verðlags- stofiiun segir að flutningskostnaður sem leggst ofan á verðið úti á landi skýri ekki nema hluta af verðmunin- um. Kostnaður vegna milliliða og mishá smásöluálagning veldur hluta af verðmuninum. Og hvað kostar svo blessað gosið? Tapreksturinn er aðallega talinn stafa af miklum birgðakostnaði. Til- koma Vallhólms leiddi til þess að miklar umframbirgðir grasköggla mynduðust í landinu. Ofíramleiðsla í landbúnaði olli þvf einnig á sama tíma að minni þörf varð fyrir grasköggla. Þingmenn voru varaðir við „Þetta var vitað áður en farið var út í að byggja Vallhólmsverksmiðj- una,“ sagði Páll Ólafeson, bóndi að Brautarholti á Kjalamesi, í samtali við DV fyrir nokkrum vikum. Hann rekur einu graskögglaverksmiðjuna hérlendis sem er í einkaeign. „Þá vom meira að segja áform um að byggja tvær nýjar verksmiðjur að svipaðri stærð, í Þingeyjarsýslu og í Borgarfirði. Það var búið að stofna hlutafélag um báðar verk- smiðjumar. Þeir börðust um það þingmennim- ir á þessum stöðum hvaða verk- smiðju ætti að byggja fyrst, Vallhólm eða hinar verksmiðjumar. Þetta var glóruleysi," sagði Páll. Sagði hann að þingmenn hefðu verið varaðir við því á sínum tíma að markaðurinn tæki ekki við þessu framleiðslumagni. Vallhólmsverksmiðjan var í sumar rekin af Kaupfélagi Skagfirðinga samkvæmt leigusamningi. Verk- smiðjan, hús og vélar, hefur raunar verið seld Kaupfélaginu fyrir 12,5 milljónir króna en með þeim fyrir- vara að kröfuhafar samþykki. -KMU Minnsta gerðin af kóki kostar ódýr- ust 14 kr. og dýrust 24 kr., 30 cl kók kostar minnst 19 kr. og mest 29 kr„ 1,51 kók kosta minnst 79 kr. og mest 112 kr„ 25 cl Egils appelsín kostar minnst 15 kr. og mest 25 kr.,sykur- laust kostar það minnst 16 kr. og mest 27 kr„ Egils pilsner og maltöl kosta minnst 29 kr. og mest 38 kr. Pilsner ög malt frá Sanitas kostar minnst 29 kr. og mest 40 kr„ appelsínið 15 kr. minnst og 25 kr. mest og diet pepsi, 1,5 1, kostar minnst 79 kr. og mest 127 kr. -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.