Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986. Handknatfleikur unglinga Markakóngar Tilraun verður gerð til þess af hálfu unglingasíðunnar í vetur að fylgjast með markaskorun einstakl- inga í yngri flokkunum á Islands- mótinu. Hvemig til tekst byggist að miklu leyti á því hversu vel ritarar vinna verk sín í vetur. Tölur um markaskomn em unnar upp úr leik- skýrslum og ef þær em illa útfylltar verður erfitt að fá réttar niðurstöð- ur. Því miður em nær allar leik- skýrslur, sem borist hafa úr 5. flokki karla, það illa unnar að ekki er hægt að byija að fylgjast með markaskomn í þessum flokki fyrr en í 1. umferð deildakeppninnar. í dag verða birtar tölur yfir marka- skorun í þeim flokkum þar sem allar skýrslur hafa borist. Þessar tölur em birtar með fyrirvara og án ábyrgðar og ef mörk em tekin af leikmönnum eða bætt er á leikmenn mörkum em viðeigandi beðnir afsökunar. Markahæstu menn í 3. flokki karla eru: Jóhann Lapas, KR, 22 mörk (3 leikir). Kristinn Tómasson, Fylki, 21 mark (3 leikir). Sindri Grétarsson, Tý, V., 21 mark (3 leikir). Valdimar Kristófersson, Stjömunni, 20 mörk (3 leikir). Magnús Guðmundsson, Víkingi, 16 mörk (3 leikir). Friðrik Ragnarsson, UMFN, 15 mörk (2 leikir). Markahæstir i 4. flokki karla eru: Jason K. Ólafsson, Fram, 30 mörk (3 leikir). Páll Þórólfsson, Þrótti, 18 mörk (3 leikir). Jóhann Sigurðsson, Stjömunni, 16 mörk (3 leikir). Ámi B. Halldórsson, Armanni, 16 mörk (3 leikir). Gunnlaugur Ingibergsson, Fylki, 15 mörk (3 leikir). Erlingur Ríkharðsson, Þór, V., 15 mörk (3 leikir). Markahæstar í 3. flokki kvenna eru: Kristín Blöndal, UMFN, 19 mörk (3 leikir). Helga Brynjólfsdóttir, Fylki, 15 mörk (3 leikir). Hafdís Sveinbjömsdóttir, UMFG, 15 mörk (3 leikir). Helga Sigmundsdóttir, Stjömunni, 13 mörk (3 leikir). Sigríður F. Pálsdóttir, KR, 11 mörk (2 leikir). Það er von mín að hægt verði að halda þessu saman í vetur og tölur úr öðrum flokkum verða birtar um leið og skýrslur berast. Jason K. Ólafsson skoraði 30 mörk fyrir Fram í forkeppni 4. flokks karla. Sigriður Fanney Pálsdóttir skoraði 11 mörk í tveimur leikjum fyrir KR í forkeppni 3. flokks kvenna. Johann Lapas skoraði 22 mörk fyrir KR í forkeppni 3. flokks karla. i Reykjavíkur- | mótið i í hand- j knattleik Sunnudaginn 9. nóvember sl. | fóm fram nokkrir leikir í Reýkja- ■ víkunnótinu i handknattleik. ■ Umsjón mótsins að þessu sinni var I í höndum Ármanns og KR og fórst 1 þessum félögum starfið vel úr I hendi. Lítið var um óvænt úrslit _ og má segja að flestir leikimir I hafi farið eftir bókinni. ■ Urslit á mótinu urðu þessi: I 5. fl. karla, KR Víkingur A 10-7 * 5. fl. karla, Ánnann-Valur 7-5 15. fl. karla, Fram-Víking. B 21-6 Jð. fl. karla, ÍR-Þróttur 11-8 Línumar í fimmta flqkki em _ aðeins farnar að skýrast eftir þessi I úrslit. Ljóst er að Fram vinnur sinn ■ riðil örugglega en í hinum riðlin- I um virðist baráttan standa milli 1 KR og Ármanns. 4. fl. karla, Valur-Ármann 13- 8 4. fl. karla, KR-Víkingur A 15- 6 4. fl. karla, ÍR-Þróttur 14-11 4. fl. karla, Fram-Víking- ur B 12- 7 Fram er ömggt í úrslit en barátt- an um hitt sætið í úrslitaleiknum stendur á milli KR og Vals. 2. fl. karla, Víkingur-Fylkir 43- 8 4. fl. kvenna, KR-Fylkir 14- 7 3. fl. kvenna, Víking.-Fram 16-12 3. fl. karla, Fylkir-Þróttur 14-10 Víkingur og ÍR berjast um 1. sætið í sínum riðli en í hinum riðl- inum getur allt gerst enn þótt KR standi óneitanlega best að vígi. KR-stelpunum nægir jafntefli í leik sínum gegn Þrótti til að komast í úrsli-aleikinn. Samkvæmt mótabók verður Reykjavíkurmótinu í handknatt- leik framhaldið um þessa helgi. ■■i mi mmm mmm mmm mmm Skrýtið skipulag Um þessa helgi fer fram fyrsta umferð í deildakeppni 3. flokks karla og kvenna og 5. flokks karla. Einnig fara um þessa helgi fram leikir á Reykjavíkurmótinu í handknattleik. Þar sem verulegur hluti íslandsmóts- ins fer fram í Reykjavík verður að teljast hklegt að einhverjir árekstrar komi upp. Bæði er að hentugt húsrými fyrir handknattleik er af skornum skammti í Reykjavík og það að Reykjavíkurfélögin virðast eiga í nægum erfiðleikum með að sinna umsjónarhlut- verki sínu þótt aðeins sé um eitt mót í einu að ræða. Vonandi eru þessar áhyggj- ur óþarfar og út í hött. Leikskýrslur í ólestri Enn vantar nokkuð upp á að félögin hafi gert full skil á leikskýrslum úr for- keppni íslandsmótsins. Á þetajafnt við um Reykjavík- urfélögin og félög úti á landi. Einnig eru sumar þeirra leikskýrslna, sem borist hafa HSÍ, þannig útfylltar að þjálfaðir leyniþjónustu- menn ættu í erfiðleikum við að lesa úr þeim. Báðum þessum atriðum ætti að vera auðvelt að kippa í liðinn og er það von mín að viðkom- andi aðilar taki þetta til athugunar. Kven- dómurum sýntvirðingar- leysi Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að karl- mennirnir sýni kvendómur- um í handboltanum „óvirð- ingu“. Á þetta jafnt við um leikmenn sem þjálfara. Virðist þetta fremur byggj- ast á fordómum en hlutlausu mati á störfum kvendóma- ranna. Það þýðir ekkert að dæma dómarann vonlausan fyrirfram, allra síst á þeirri forsendu að um kvenmann sé að ræða. Við höfum ekki efni á því að fækka virkum dómurum okkar vegna for- dóma af þessu tagi. Deilda- keppni byrjar um helgina Um þessa helgi verður spiluð 1. umferð deilda- keppninnar í 3. flokki karla og kvenna og 5. flokki karla. Óhætt er að segja að þetta nýja fyrirkomulag hafi feng- ið jákvæðar undirtektir leikmanna og þjálfara. Ef að líkum lætur verður hart barist um sæti í öllum deild- um og hvergi gefið eftir. Vonandi verður framkvæmd keppninnar alls staðar í lagi og viðkomandi félögum til sóma. Breytum fyrirkomu- laginu á Reykja- víkurmótinu Háværar raddir eru uppi meðal þjálfara yngri flokk- anna í Reykjavík um að breyta þurfi fyrirkomulagi Reykjavíkurmótsins. Þessir þjálfarar telja mótið allt of langdregið eins og það er spilað nú og nýtast illa sem undirbúningur fyrir átök vetrarins. Einnig tala þessir einstaklingar um að Reykj avíkurmótið skipi ekki þann sess sem því ber í handknattleiknum hér á landi. Unglingasíðan tekur heils hugar undir þessi sjónarmið. Það er löngu orðið tímabært að breyta um form á Reykja- víkurmóti yngri flokkanna og vonandi tekst þá í leið- inni að auka hróður móts- ins. Nærtækast virðist vera að taka upp „turneringa“ snið og keyra mótið í gegn á styttri tíma en nú er gert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 263. tölublað - Helgarblað I (15.11.1986)
https://timarit.is/issue/190878

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

263. tölublað - Helgarblað I (15.11.1986)

Aðgerðir: