Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Síða 20
20 LAUGÁRDÁGdM 15. NÓVÉMBER 1986. Skáklandsliðið í DV-nærmynd: Mislit hj örð DV-mynd BG í dag hefst ólympíuskákmótið, það 27. í röðinni, og fer það að þessu sinni fram í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum við Persaflóa. Lengi vel var útlit fyrir að við íslendingar sendum ekki sveit okkar til keppni þar til að mótmæla útilokun ísraels- manna frá mótinu. Sem betur fer var horfið frá því og munum við íslend- ingar keppa á ólympíumótinu, að öllum líkindum einir Norðurlanda- þjóða. Það hefði verið synd að láta þetta tækifæri sér úr greipum ganga því líklega höfum við aldrei sent jafn vaska sveit til leiks og nú. Skáksveit- in verður skipuð fimm stórmeistur- um og einum alþjóðlegum meistara. Fyrir mótið hefur henni verið skipað í 7.-8. sæti í styrkleikaröð samkvæmt Elo-skákstigum. Er það nánast ótrú- legt að jafnlítil þjóð og íslendingar skuli geta sent jafnsterka sveit og raun ber vitni til leiks. Það eru fleiri en bjartsýnustu menn sem gera sér vonir um að sveitin eigi eftir að vinna til verðlauna á þessu fjölmenn- asta ólympíumóti sem um getur. Einn viðmælenda DV var meira að segja svo bjartsýnn að hann spáði sveitinni fyrsta sæti! Löngum hefur manntaflið verið sveipað dularfullum ljóma og hafa skákmeistararnir ekki farið varhluta af því. Á 64 svörtum og hvítum reit- um er keppt upp á líf og dauða og einu vopnin sem leyfð eru rúmast í hugarheimi skákmeistaranna. Þeir sitja nánast hreyfingarlausir hvor andspænis öðrum tímunum saman. Einbeiting hugans er gífurleg og undrast margir að ekkert skuli und- an láta. Reyndar eru til fjölmargar sögur um það hvernig það álag og sú einbeiting, sem felst í því að tefla skák, fer með huga margra. Afdrif Bobby Fischers eru aðeins nýjasta dæmið um það. Það er þvi ekki nema von að marg- ir velti því fyrir sér hvernig menn þessir skákkappar séu sem nú eiga að halda uppi heiðri landsins í skák- listinni. Þeir eru sex sem keppa í Dubai: Helgi Ólafsson stórmeistari, sem keppir á fyrsta borði, Jóhann Hjartarson stórmeistari á öðru borði, Jón L. Árnason stórmeistari á þriðja borði og Margeir Pétursson stór- meistari á fjórða borði. Fyrsti varamaður er Guðmundur Sigur- jónsson stórmeistari en Karl Þor- steins, alþjóðlegur meistari, er annar varamaður. Þessi sveit lenti í 17. sæti á síðasta ólympíumóti. Það kom öllum þeim, sem blaðamaður DV ‘hafði samband við, saman um það að styrkleiki sveitarinnar fælist mik- ið í því hversu jafnt liðið væri. Það gæti hver sem væri af fjórum fyrstu mönnunum teflt á fyrsta borði. Þá væri samheldni og kunningsskapur skákmanna okkar miklu meiri en þekkist meðal annarra skáksveita þar sem persónuleg óvild milli ein- stakra skákmanna væri oft mikil og áberandi. Það er skáklandslið íslands sem er í DV-nærmynd. „Helgi er mesta skákidjótið" Helgi Ólafsson er elstur í „fjór- menningaklíkunni" svokölluðu sem samanstendur af þeim Margeiri, Jóni L. og Jóhanni. Hann var einnig fyrst- ur þeirra til að ná stórmeistaratitlin- um eftirsótta. Hann mun tefla á fyrsta borði nú og er það eðlilegt því hann er hæstur að Elo-stigum, með 2560 stig frá því í júní. Aðeins Frið- rik Ólafsson hefur verið með fleiri stig. Það hafa ávallt verið töluverð vandamál því samfara að raða niður á borð fyrir ólympíumótið. Því veld- ur persónulegur metnaður skák- manna en oft er óljóst við hvað á að miða þegar svo jöfnum skákmönnum er raðað niður. „Þeir ákváðu þetta sjálfir að þessu sinni og þeim kom saman um að láta stigin ráða. Þetta hefur alltaf verið viðkvæmt mál og stundum hafa orðið vinslit út af þessu,“ sagði Þráinn Guðmundsson, forseti Skáksambandsins. Að þessu sinni var ákvörðunin tek- in í mesta bróðemi en vitað er að fyrir mótið 1984 urðu töluverðar deil- ur um niðurröðunina. „’84 hélt Helgi því til streitu að vera á fyrsta borði og sýndi þá töluverða óbilgimi í því máli. Margir töldu að Margeir og Jóhann hefðu frekar átt að vera þá á fyrsta.borði en Helgi er að mínum dómi ekki rétta „týpan" til að tefla Skáksveitin við brottforina til Dubai. þar. Hann virkar stundum eins og að hann sé hræddur, þá við vissa skákmenn. Það er eins og hann sé búinn að tapa fyrirfram. Það tekur því til dæmis ekki fyrir hann að stilla upp gegn Portish og Hubner. Ég veit að Margeir myndi ekki gefa það jafn- baráttulaust," sagði maður sem lengi hefur starfað að skákmálum hér. „Eg veit að margir hafa talað um að Margeir hefði átt að vera á fyrsta borði því hann sé svo öruggur. Ég hef þó þá trú að hann geti orðið eins notadrjúgur fyrir sveitina á fjórða borði. Einnig held ég að Helgi eigi mesta möguleika af þeim að ná góð- um árangri gegn sterku mönnunum," sagði Jóhann Þórir, útgefandi og skákfrömuður. Það vakti töluverða athygli að Helgi skyldi ekki taka þátt í Skák- þingi íslands sem fór að þessu sinni fram í Gmndarfirði í haust. Var sums staðar hent að því gaman að Helgi væri hræddur um stigin sfn en mikið af ungum og efnilegum strákum, sem ekki voru háir að stigum, tóku þátt í mótinu. Reyndar er þetta að nokkru skiljanlegt. Þegar skákmenn em komnir með þetta mörg stig hljóta þeir nánast að tapa einhverjum á svona móti nema þá að þeir vinni mótið með því meiri yfirburðum. Sumir gagnrýndu Helga fyrir þetta. „Honum bar siðferðileg skylda til að ímæta,“ sögðu margir. „Helgi heldur utan um skákstigin sín af mikilli vandvirkni. Hann veit að hann er stigahæstur og honum þykir vænt um það. Hann var því ekki að ómaka sig á Islandsmótið enda taldi hann sig ömggan í ólympíusveitina," sagði skákmaður. Helgi er sá eini í skáksveitinni sem er ekki langskólagenginn. Hinirhafa allir lokið háskólaprófum eða eru enn í námi. „Helgi er ekki námsmað- ur, ég held einfaldlega að hann hafi enga eirð í sér til þess,“ sagði skák- maður einn, en Helgi hefur lifað af skákiðkunum sínum undanfarin ár þó hann sé nýlega kominn á mennta- skólakennaralaunin sem stórmeist- ararnir fá. „Ég held að Helgi sé mesta „skákidjótið" af þeim, hann lifir og hrærist fyrir skák,“ sagði gamal- kunnur skákmaður. Það var sameiginlegt álit þeirra sem við var rætt að Helgi hefði manna mest lokað sig inni í skák- inni. Hann væri „lokuð týpa“ og ákaflega feiminn. Hann ætti þó ýmis strákapör til, sérstaklega þegar hann væri við skál. Helgi hefur fengið gott orð á sig fyrir skákskrif sín. „Ég held að það sé ekki ofsagt að Helgi sé vinsælasti penninn af þeim og mest rómaður. Það stafar sjálfsagt af því að hann er óhræddastur við að segja skoðan- ir sínar,“ sagði Jóhann Þórir. „Helgi og Jón L. eru mestu „nátt- úrutalentamir“ að mínum dómi. Helgi er stórskemmtilegur skákmað- ur þegar hann er í stuði. En í mótlæti hættir honum til að taka vitlausar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.