Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986. 2?'"' Hin hliðin m ___ jmammsM g. • Guðmundur Guðmundsson, fyrirliði Vikings i handknattleik, er mest hræddur við kriur. Hangikjöt og kók í mestu uppáhaldi en hræddastur við kríur - segir Guðmundur Guðmundsson, fýririiði Víkings í handbolta \ „Ég er með alveg hrikalega veiðidellu og geri eins mikið að því að veiða og ég get. Þeir eru margir veiðitúramir sem eru minnisstæðir frá sunirinu en minnisstæðasti fiiskurinn sem ég glímdi við er stór urriði sem ég missti í Laxá í Þingeyjar- sýslu. Ég sá hann stökkva og hann var ekki undir sex pund- um. Hann tók flugu sem ég lrnýtti sjálfur. Ég skírði hana í höiuðið á konunni minni, Helgu Björgu, og urriðinn tók liana grimmt,“ sagði Guðmund- ur Guðmundsson, fyrirliði Víkings og landsliðsmaður í handknattleik. Guðmundur, sem leikið hefur 119 landsleiki, verður í sviðsljósinu annað kvöld í Laugardalshöllinni þeg- ar Víkingar leika gegn sviss- neska liðinu St. Ottmar í Evrópukeppninni. Guðmundur tók því vel að svara spuming- unum sem á eftir fara og svörin koma þá hén Fullt nafn: Guðmundur Þórður Guð- mundsson. -• Starf: Kerfisfræðingur. Aldur: 25 ára. Maki: Bý með Helgu Björgu Her- mannsdóttur. Böm: Engin. Bifreið: Toyota Hilux, árgerð 1982. Helsti veikleiki: Veiðidella. Helsti kostur: Samviskusemi. Hvað myndir þú gera ef þú ynnir tvœr milljónir í happdrætti? Eg er að byggja raðhús og myndi nota peningana í að klára það. Myndir þú vilja vera ósýnilegui- í einn dag? Nei, ég hef engan áhuga á því. Mestu vonbrigði í lífinu: Það eru engin sérstök vonbrigði sem sitja eftir. Mesta gleði í lífinu: Velgengni landsliðsins á síðasta heimsmeist- aramóti í Sviss. Uppáhaldsmatur: Hangikjöt. Uppáhaldsdrykkur: Kók. Uppáhaldslag: Television man með Talking Heads. Umsjón: Stefán Kristjánsson Uppálraldshljómsveit: Talking He- acis. Uppáhalclssöngvari: David Bowie. Uppáhaldsstjómmálamaður: Jón Baldvin Hannibalsson. Uppáhaldsíþróttamaður: Diego Maradona. Við emm þjáningar- bræður því hann er álíka lítill og ég. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Páll Magnússon. Uppáhaldsblað: DV að sjálfeögðu. Uppáhaldstímarit: Sportveiðiblaðið. Uppáhaldsrithöfundur: Halldór Kiljan Laxness. Ef þú yrðir bóndi á morgun, með hvaða skepnur vildir þú helst búa? Ég hugsa að ég myndi vilja búa með refi. Við hvaða skepnur ert þú mest hræddur? Kríur. Ætlar þú að kjósa sama flokk í kom- andi alþingiskosningum og þú kaust síðast.? Nei. Hlynntur eða andvígur ríkisstjóm- inni: Andvígur. Hlynntur eða andvígur núverandi meirihluta í borgarstjóm: Hlynntur. Er eitthvað sérstakt sem þú ert án- ægður með af verkum þínum á síðasta siunri? Það eru þá helst veiðiferðimarog árangurinn í þeim. Eitthvað sérstakt sem þú stefnir að í vetur: Ná enn meiri árangri i starf- inu. Ef þú vrðir að syngja lag á Amar- hóli að viðstöddu miklu íjölmenni, hvaða lag myndir þú velja þér? Ég hugsa að ég myndi ákveða að syngja Gamla Nóa. Myndir þú telja þig góðan eigin- mann? Svona ágætan. Vaskar þú upp fyrir konuna þína? Já, en við vöskum yfirleitt upp í sam- einingu. Besta bók sem þú hefur lesið: Gerpla eftir Halldór Kiljan Laxness. Fallegasti kvenmaður sem þú hefur séð: Konan min. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Jack Nicholson leikara. Ætli ég verði þá ekki að sjá leik með Los Angeles Lakers. Hann er vist fastagestur á þeim. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fór í veiðitúr i Laxá i Þingeyjarsýslu. Hvor finnst þér myndarlegri Raisa Gorbatsjov eða Nancy Reagan? Báð- ar jafnmyndarlegar. -SK ^l^Dansk ^■"Silkopal a/s Tilkynning til trésmíðaverkstæða: Hinar vel þekktu plasthúðuðu SILKOPAL spónaplötur nýkomnar í 16 mm og 19 mm þykktum, 125x275 cm. LITIR: hvítur, eik, fura, grár, brúnn og beige. Hagstætt verð. PÁLL ÞORGEIRSSON & CO., (eigandi: Þ. Þorgrímsson & Co.) Ármúli 16 - Símar 38640 og 686100. Til sölu notuð skrifstofuhúsgögn: skrifborð - stólar - fundaborð - afgreiðsluborð, laus skilrúm og margt fleira. EINSTAKT TÆKIFÆRI Opið í dag kl. 14-16. Komið í Síðumúla 12, 2. hæð. Dagblaðið-Vísir ÚRVALS NOTAÐIR Isuzu Trooper bensin 1983 32.000 585.000,- Opel Rekord 1982 58.000 340.000,- Datsun Cherry 1500, sjálfsk. 1984 25.000 290.000,- Honda Accord EX 1983 60.000 420.000,- MMC Tredia 1983 72.000 330.000,- Volvo 240 DL 1984 20.000 500.000,- Renault van disil 1984 65.000 550.000,- Isuzu van disil 1983 60.000 380.000,- AMC Eagle 1981 33.000m 350.000,- BMW 518 1981 81.000 320.000,- Ch. Malibu Classic 1979 84.000 290.000,- Buick Regal, 2d. 1979 70.000 350.000,- Ch. Cabric Cl. d. 1982 á vél 720.000,- Mazda 929 LTD, sjálfsk. 1982 74.000 370.000,- MMC Galant 2000 GLS 1982 79.000 280.000,- Honda Quinted, 5 d. 1981 71.000 240.000,- Isuzu Trooper bensin 1984 24.000 750.000,- Citroen Axel 1986 10.000 230.000,- Dodge Omni, sjálfsk. 1980 70.000 230.000,- Opel Kadett luxus 1982 38.000 240.000,- Saab 99 GLI 1981 84.000 270.000,- BMW 318i 1982 83.000 380.000,- Toyota Carina 1982 26.000 330.000,- Volvo 245 station 1981 76.000 360.000,- Volvo 244 DL 1980 89.000 270.000,- Daihatsu Charade 1982 70.000 210.000,- Mazda 323 1978 97.000 95.000,- Opið laugardaga 13-17. Sími 39810 (bein lina). BÍLVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.