Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 28
28
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986. .
Norræn útsýn
Einar Karl Haraldsson
Norðurlandahyggja í fjárfestingum:
Norðmerin og Fiirnar sækja á
Norðmenn nota oliuauðinn til fjárfestinga i nágrannalöndunum.
Talsvert hefur verið um það rætt
að undanfömu að norrænt sam-
starf sé nú hvað blómlegast í
atvinnurekstrinum. Fréttir um fyr-
irtækjakaup, samslátt eða samruna
eru nær daglegt brauð og hvorki
almenningur né stjórnvöld virðast
líta það hornauga þó eigandaskipti
verði, svo fremi að hagsmunaaðil-
arnir, sem i hlut eiga, séu norrænir.
Þessi nýja Norðurlandahyggja í
fjárfestingum á sér margar rætur.
Svíár hafa lengi verið athafnasam-
ir í finnsku atvinnulífi en síðustu
ár hafa Finnar snúið dæminu við.
Og olíupeningar Norðmanna eru
nú óspart notaðir til kaupa á fyrir-
tækjum í Svíþjóð og Danmörku.
Að baki liggur ekki bara góður
árangur í finnskum og norskum
efnahagsmálum á liðnum árum
heldur einnig sú nýja hugsun að
áður en norræn fyrirtæki séu í
stakk búin til þess að leggja í al-
vöru til atlögu við hina stóm á
meginlandinu, í Japan eða Banda-
ríkjunum, þurfi þau áð stæla krafta
sína á norrænum heimamarkaði.
Finnsk útþenslustefna
í Svíþjóð
Ýmsir hafa vakið máls á þessari
þróun síðustu mánuði en fátt hefur
verið um tölur í þessu sambandi.
Þó er mér kunnugt um að við-
skiptaráðuneytin í Finnlandi,
Svíþjóð og í Noregi munu á næsta
ári hefja reglulega útgáfu á upplýs-.
ingum um fyrirtækjasamstarf á
Norðurlöndum. En lítum á þær töl-
ur sem hægt er að skrapa saman
úr ýmsum áttum um það sem hér
er að gerast.
Á árinu 1985 keyptu finnsk fyrir-
tæki 22 sænsk fyrirtæki með 3611
starfsmenn. Fyrir 20 árum voru 47
dótturfyrirtæki í finnskri eigu í
Svíþjóð. Nú eru þau um það bil
220. (Til samanburðar skal þess
getið að sænsk hlutafélög í Finn-
landi eru um 600.) Finnska út-
þenslustefnan í Svíþjóð hefur verið
mjög áberandi síðustu ár. Ef öll
finnsk fyrirtæki í Svíþjóð eru sett
undir sama hatt þá eru þau tuttug-
asti stærsti atvinnurekandinn í
Svíþjóð með rúmlega 20 þúsund
starfsmenn.
Finnar segja sjálfir að það sé
nauðsynlegt fyrir þá að horfa til
allra átta, ekki aðeins til Svíþjóðar
heldur einnig til Vestur-Þýska-
lands og Bandaríkjanna, þar sem
finnsk iðnfyrirtæki hafa fjárfest
talsvert upp á síðkastið. - Svíþjóð
er eins og tilraunastofa þar sem við
þjálfum okkur í kunnuglegu um-
hverfí áður en við tökum stóra
stökkið út á alþjóðamarkaðinn,
geta Finnar átt það til að segja.
Finnska efnahagsundrið byggðist
m.a. á því að hækkandi olíuverð
þýddi aukin vöruskipti við Sovét-
ríkin og þar af leiðandi mikla
atvinnu og hagkvæma framleiðslu
í Finnlandi. Nú horfir málið þver-
öfugt við og lækkandi olíuverð
hefur í för með sér þrengingar í
finnsku efnahagslífi nema Finnar
standi sig vel á hinum kapitalísku
mörkuðum.
Kone, Neste og Nokia eru
stærstu finnsku fyrirtækin í Sví-
þjóð og á hvert þeirra átta dóttur-
fyrirtæki. Þau kaup, sem hvað
mesta athygli hafa vakið á þessu
ári, er 3,3 milljarða króna fjárfest-
ing Neste í nýja olíuhringnum
OK-Petroleum. Finnsku fyrir-
tækjakaupin hafa þau einkenni að
miðast fyrst og fremst við greinar
sem eru á undanhaldi, svo sem
málmiðnað og trjáiðnað, og þá er
tilgangurinn ef til vill fremur að
tryggja sér markaðshlutdeild held-
ur en að stuðla að frekari viðgangi
lega 800 fyrirtæki í Svíþjóð í eigu
norskra. Sambærileg tala frá því í
fyrra eru 670 hlutafélög. Fyrir
þremur árum voru norsk fyrirtæki
í Svíþjóð aðeins 400, eða helmingi
færri en nú. Og þessi þróun heldur
áfram. í fyrra héldu menn að met
hefði verið slegið með kaupum
Norsk Hydro og Statoil á dreifi-
kerfi Mobil og Esso í Svíþjóð. Þessi
viðskipti námu milljörðum króna.
í ár og næsta ár er gert ráð fyrir
að metið frá 1985 verði að minnsta
kosti jafnað.
Rúmlega þriðjungur erlendra fyr-
irtækja í Svíþjóð er nú í finnskri
eða norskri eigu. 1985 keyptu eða
stofnuðu erlendir aðilar 250 fyrir-
tæki í Svíþjóð. Þar af voru 180
norsk eða finnsk.
Sænskar fjárfestingar í Noregi
hafa lengi verið nokkuð umfangs-
miklar og Sænsk-norski iðnaðar-
sjóðurinn hefur í ár mælt með 20
meiri háttar fyrirtækjakaupum en
það er nær helmingsaukning frá
því 1985.
Norðmenn kaupa upp
Danmörku
Norski olíugróðinn leitar einnig
til Danmerkur. Þar eru nú um 150
fyrirtæki sem norskir hagsmuna-
aðilar eiga eða hafa náð undirtök-
um í. 1 félagi norskra dótturfyrir-
tækja í Danmörku eru 75 meðlimir.
Á þessu ári hafa kaup Statoil á
Esso vakið hvað mest umtal í Dan-
mörku. Veltan í starfsemi Statoil
og Norsk Hydro nemur um níutíu
milljörðum króna á þessu ári. Þar
sem hér er um að ræða norsk ríkis-
fyrirtæki hefur Danskurinn það í
flimtingum að norska ríkið sé orðið
allsráðandi í dönsku efnahagslífi.
Danir höfðu vænst þess að norsk,
sænsk og finnsk fyrirtæki myndu
setja á stofn dótturfyrirtæki í Dan-
mörku til þess að ná fótfestu innan
Efnahagsbandalagsins. Áköfustu
fylgismenn bandalagsins í Dan-
mörku héldu því fram að þessar
fyrirséðu norrænu fjárfestingar
myndu skapa aukna atvinnu en á
þvi er ekki vanþörf í Danmörku.
Þetta hefur þó látið á sér standa.
Einungis forráðamenn um þriðj-
ungs þeirra norsku fyrirtækja sem
fjárfesta í Danmörku segja aðildina
að Efnahagsbandalaginu vera sér-
staka ástæðu umsvifa á danskri
grund. Dæmi um aðila, sem stendur
í EBE-gættinni hjá Dönum, er fyr-
irtæki sem reykir norskan lax í
Danmörku og flytur vöruna síðan
í neytendaumbúðum til Frakk-
lands.
íslendingar utanveltu?
Danir festa ekki fé sitt erlendis
um þessar mundir og líta í aðrar
áttir en til granna sinna norrænna
ef þvi er að skipta. Og Norðmenn
fara frekar annað en til Finnlands
með olíugróðann. Hér skortir enn
á að ýtt sé undir æskilega verka-
skiptingu og nauðsynlega þróun í
atvinnulífi á Norðurlöndum, segja
margir. Burt með allar viðskipta-
hindranir, setjið á stofn norrænan
verðbréfa- og kauphallarmarkað og
gerið það kleift að koma á laggirn-
ar norrænum hluta- og eignar-
haldsfélögum. Þessar kröfur
heyrast og ekki er verkalýðshreyf-
ingin á Norðurlöndum eftirbátur
annarra í að krefjast uppbygging-
arstefnu í atvinnumálum sem
kallar á samruna og samstarf í
norrænu atvinnulífi.
íslendingar eru ekki alveg utan-
veltu í þessari þróun en nokkuð
trúi ég skorti á umhugsun um það
og skilning á því hvaða möguleikar
þama bjóðast.
Einar Karl Haraldsson
þeirra fyrirtækja sem keypt eru.
Norðmenn hafa annan hátt á og
leggja fé í þenslugreinar eins og
þjónustuiðnað hvers konar og
tölvuiðnað.
Norsk útþensla í Svíþjóð
„Over Kjölen etter gryn“ var
yfirskriftin í grein í Norges Hand-
els og Sjöfartstidende í haust.
„Grjón“ eru í munni alþýðu manna
í Noregi sama og peningar og
greinin fjallaði reyndar um hina
gífurlegu útþensluþörf norskra fyr-
irtækja í Svíþjóð. Samkvæmt
tölum, sem blaðið aflaði sér hjá
Noregsbanka, kaupa eða stofna
norskir hagsmunaaðilar 15 ný fyr-
irtæki í Svíþjóð í hverjum mánuði.
Fjórðung af þessum nýju sprotum
má rekja til fyrirtækja sem áður
höfðu skotið rótum á sænskri
grund. Um þessar mundir eru rúm-