Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Síða 10
10
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022
Setníng, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI Í1
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 500 kr.
Verð I lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr.
Hvað kostar næsti gísl?
Okkur þætti miður, ef íslendingur yrði tekinn í gísl-
ingu, til dæmis á sólarströnd í arabaríki. Við mundum
þó sennilega einnig líta á atburðinn af því raunsæi, að
við mundum ekki heimta, að stjórnvöld okkar fórnuðu
þjóðarhagsmunum fyrir hagsmuni hins óheppna gísls.
En það eru stjórnvöld á Vesturlöndum einmitt að
gera hver um önnur þver, líka þau, sem hafa gortað af,
að þau muni aldrei láta kúga sig til samninga við
hryðjuverkamenn. Stjórn Reagans Bandaríkjaforseta
er fremst í flokki í þessari stuðningssveit hryðjuverka.
I hálft annað ár hafa fulltrúar öryggismálanefndar
Hvíta hússins staðið í samningamakki við ráðamenn í
íran um skipti á gíslum fyrir hergögn. Þessar viðræður
hafa verið svo leynilegar, að utanríkis- og hermálaráðu-
neyti Bandaríkjanna fengu ekki að vita um þær.
Fram til þessa hafa Bandaríkin, með milligöngu ísra-
els, afhent íran hergögn fyrir sem svarar 2,5 milljörðum
íslenzkra króna og fengið í staðinn afhentan gíslijm
Jacobsen, sem shítar í Líbanon höfðu í haldi. Hergögn-
in notar íran í hinni langvinnu styrjöld við Irak.
Mikla fákænsku þurfti til að halda, að ráðamenn
írans gætu eða vildu halda leyndum þessum viðskipta-
sigri yfir aðilanum, sem þeir kalla djöfulinn sjálfan.
Enda er komið í ljós, að þeir hafa ekki neitað sér um
að gera grín að hinum bandarísku viðsemjendum sínum.
Vonandi leiða viðskiptin ekki til, að íran sigri í stríð-
inu við írak. Eldhugar Khomeinis erkiklerks hafa
margoft svarið að stöðva ekki sóknina fyrr en allir van-
trúarhundar hafi verið sigraðir. Óþægilegt væri til
dæmis að vita þá ráða yfir olíulindum Arabíuskaga.
En hvað gera stjórnir Bandaríkjanna og annarra
Vesturlanda, ef fleiri gíslar verða teknir, ýmist til að
láta lausa fyrir dæmda hryðjuverkamenn í vestrænum
fangelsum eða fyrir fé og hergögn til að nota í styrj aldar-
sigrum, sem koma Vesturlöndum afar illa?
Má líta svo á, að úr þessu verði eins konar vestræn
þróunarhjálp við hryðjuverkamenn og mannræningja?
Þeir geti fjármagnað hermdarverk sín og náð hryðju-
verkamönnum úr haldi með því að hafa alltaf á boðstól-
um nokkra gísla til að leysa úr haldi í skiptum?
Bandaríkjamenn og aðrir Vesturlandabúar þurfa að
losna úr þessari nýju martröð. Fólk þarf að átta sig á,
að lög og vald ríkisins ná ekki út fyrir landsteinana.
Þeir, sem fara til útlanda, taka áhættu. Stjórnvöld
þeirra geta ekki ábyrgzt öryggi þeirra.
Nauðsynlegt er, að ekki séu stunduð viðskipti með
gísla, heldur séu þeir hreinlega afskrifaðir. Þetta kann
að virðast kaldranalegt, en er nauðsynlegt til varnar
þeim, sem annars yrðu teknir í gíslingu í framtíðinni.
Og án viðskiptavonar hætta glæpamenn að taka gísla.
í stað þess að senda öryggismálafulltrúa með tertur
og vopn til Teheran, eiga vestræn ríki að standa þétt
saman gegn hryðjuverkamönnum og ríkisstjórnum, sem
vernda þá. Hryðjuverkamenn á að handtaka, framselja,
dæma, og halda inni fullan tíma samkvæmt dómi.
Ennfremur ber að slíta stjórnmálasambandi við
verndarríki hryðjuverkamanna og mannræningja, svo
sem Sýrland og íran, stöðva samgöngur við þau, þar á
meðal flug, banna borgurum þeirra að koma til vest-
rænna ríkja og draga verulega úr viðskiptum við þau.
Að öðrum kosti myndast ný tegund gengisskráning-
ar. Spurt verður, hvert sé verðið á næsta gísli. Fljótlega
mun það hækka úr 2,5 milljörðum króna á mann.
Jónas Kristjánsson
Hinn sterkari er einn á fótum, sigri hrósandi.
Tími
Flensunnar
Já, þá er hann genginn í garð -
Tími Flensunnar - þetta ógurlega
hörmungatímabil þegar ósýnileg
ófreskjan geysist um byggðimar og
breiðir vá sína yfir réttláta og rang-
láta og skilur þá eftir í bjargarleysi
einsog hráviði um víðan völl, hóst-
andi svo lungun snúa röngunni útí
kalda veröldina og með horinn
hangandi; vitin öll full af ókenni-
legri stíflu sem ekki var þama í
gær, andardrátturinn tregur og
brjósthroðinn verri en orð fá lýst.
Jafnvel þeir sem sögðu sig úr þjóð-
kirkjunni í fyrra vegna trúleysis
ákalla nú drottin hásum rómi og
sverja og sárt við leggja að það verði
þeirra fyrsta verk að láta skíra sig
og ferma til kristinnar trúar og heita
drottni og hans heilaga húsi eilífri
hollustu ef þeim bara verði hlíft við
þessari písl. Hinn sterkari stendur
einn á fótunum, sigri hrósandi, án-
þess svo mikið sem að kinka kolli í
bjartsýnni meðaumkun til hinna
veikari sem liggja í bælum sínum
og korra; en þeir engjast sundur og
saman sem geta. Og sólin rís og
hnígur til viðar ánþess nokkur fái
rönd við reist; öll vopn læknisfræð-
innar em bitlaus, allir helstu snill-
ingar þessara sömu fræða standa
agndofa frammifyrir hinum ósi-
grandi dreka sem frussar slími í
grænum lit yfir vamarlausan heim-
inn, með þeim afleiðingum að millj-
ónir manna liggja í valnum. Þetta
er eina refsing drottins sem enn hríf-
ur á menn og fær þá til að snúa
sínum vota vanga að brjósti hans á
ný - oft eftir langan viðskilnað. Við
öllum öðrum refsibrögðum föðurins
hefur manneskjan séð af hyggjuviti
sínu og þannig óhrædd getað treyst
á sjálfa sig og enga forsjón úr upp-
himni; en þegar Flensan herjar er
stolt mannskepnunnar ekki einu-
sinni í nösunum á henni því þar er
fyrir þvílíkur kökkur að jafhvel and-
anum er úthýst og hún liggur ein
og yfirgefin í hnipri á berangri og
ákallar gvuð sinn.
En svo gerist það einn góðan veð-
urdag að hinir sárþjáðu endur-
heimta þrek sitt og rísa alheilir úr
í talfæri
Kjartan Ámason
rekkjum sínum, svipta til hhðar
þungum gluggatjöldum, spenna upp
alla glugga til að hleypa inní pestar-
bælið fyrrverandi fersku lofti og ljósi
sólarinnar, varpa síðan svitastokkn-
um sængurfötum með kvikum
bakteríum inní gapandi þvottavélar
og hendast af stað útí heiminn.
Fögnuður þessa fólks yfir endurunn-
um mætti sínum er takmarkalaus,
hróp og köll og gleðisöngvar endu-
róma frá bæ til bæjar, kettir breima
og hundar spangóla en eina tegund
dýra er ekki að finna í þessum glað-
beitta flokki og það eru fuglar
himinsins sem flestir eru flúnir til
suðrænna pálmalunda eða látnir úr
vosbúð upptil fjalla og því eðlilega
víðsfjarri þegar skapadægrin löng
ganga yfir. En með því fögnuður
yfir endurfengnu heilhrigði gagntek-
ur sálir fólksins, vilja gleymast þau
fögru fyrirheit og alvarlegu svardag-
ar sem það átti við drottin allsheijar
og er gleymska þessi svo djúpstseð í
eðli sínu að ekki vottar fyrir svo litlu
sem einu atkvæði úr löngum bæna-
gjörðum og loforðum sem hófust úr
sárum börkum á sjúkrasæng; öll iðr-
un og yfirbót er að engu orðin,
gleðivíman tekin við og einsog ís-
lendingar vita best allra eru ölvaðir
menn ekki auðsannfærðir um villu
síns vegar og fara því undantekning-
arlaust lengri leiðina heim.
Og nú er náttúra Hinnar Ósi-
grandi Bakteríu slík að hún leggst
ekki einungis á líkama einstakling-
anna heldur aukinheldur á sjálfan
líkama þjóðarinnar og þaðan herjar
hún síðan á þjóðarsálina og á því
augnabliki sem hún sýkist, sýkjast
allir þegnamir ánþess þó að finna
til beinna einkenna einsog tilað-
mynda þegar Flensan ræðst á þá
milliliðalaust. Lúmskar eitranir af
þessu tæi hafa ófyrirsjáanlegar af-
leiðingar; fólkið verður einskis vart
lengi framanaf en fer svo um síðir
að finna til einkennilegs æðis sem
ekki virðist af því renna heldur þvert
á móti ágerast með hverjum degin-
um og verða djúpstæðara og illviðr-
áðanlegra; stundum hvarflar að
mönnum að þessi pest standi í ein-
hveiju sambandi við myrkur vetrar-
ins, hina stuttu daga og litla ljós og
kannski gerir hún það; en þó er það
soldið sérkennilegt að æðið nær
hámarki í þann mund sem hin mikla
og árlega Hátíð ljóssins gengur í
garð og allsheijarsturlun hins
kristna heims sýnist vera óumflýjan-
leg aðeins andartaki áðuren kirkju-
klukkumar vekja fók til raunveru-
leikans í mynd dáins svíns sem bíður
síðasta viðkomustaðar síns á leið-
inni inní eilífðina - eða í líki fugls
sem lést úr vosbúð á fjöllum uppi
og týndur veiðimaður hnaut um á
eigri sínu um ókunna slóð.
En það er ekki aðeins líkaminn
sem fær sitt á þessari hátið; sálin og
andinn líta líka glaða daga því Jóla-
bókin liggur ólesin á náttborðinu
eftir að Flóðið tók að sjatna, þetta
Flóð sem vekur í mönnum svipaðar
kenndir og Flensan. Skerandi ang-
istarópin kveða við meðan það ríður
yfir, þeir em ekki ófáir sem lenda
undir Flóðinu sjálfu og merjast og
klemmast en á tuttugasta og sjöunda
degi síðasta mánaðar ársins er allur
harmur gleymdur og kviknuð eflir-
vænting eftir næstu hátíð.
Og svona geisar Flensan ár eftir
ár, okkar myrkur er hennar ljós.
Kjartan Árnason