Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986.
17
Fréttir
Þáttur banka'
stióranna
PólHískt valdajafnvægi
I kafla sem nefnist Þáttur bankastjó-
ranna er fyrst skýrt frá skyldum
bankastjóra og nokkur lýsing gefin á
starfi þeirra. Síðan segir að nefndin
sé sammála um að það sé engum vafa
undirorpið að bankastjórar Útvegs-
bankans beri meginábyrgð á þeim
áfollum sem bankinn varð fyrir við
gjaldþrot Hafskips. Þeir bera sameig-
inlega ábyrgð og enginn öðrum fremur
hafi farið með málefni Hafskips og að
þeir hafi greint frá því að hafa alltaf
verið sammála hvað þetta varðar. Síð-
an er það rakið að bankastarfsemi sé
alltaf nokkuð áhættusöm og að ekki
sé hægt að sjá alla hluti fyrir. Einnig
er bent á að bankastjórar séu mann-
legir og að þeim geti skjöplast eins og
öðrum. En síðan segir orðrétt:
„En þegar litið er sérstaklega til
Útvegsþankans og viðskipta hans við
Hafskip er greinilegt að mistökin eru
of mörg, of mikil og of afdrifarík til
þess að unnt verði að afgreiða þau
með þessum hætti. Hér var ekki um
neitt venjulegt gjaldþrot að ræða því
bankinn tapar öllu eigin fé sínu á þess-
um viðskiptum. Helstu mistök banka-
stjóranna eru:
1. Að gæta þess ekki að hafa nægar
trýggingar fyrir skuldbindingum Haf-
skips.
2. Að fylgjast ekki nægjanlega vel með
rekstri og fjárhag Hafskips, einkum
eftir 1981.
3. Að gera ekki ráðstafanir til að knýja
fram gjaldþrot eða sölu á eignum fyrir-
tækisins löngu fyrr en raun varð á.
Málsbætur
banka-
stjóranna
Á einum stað er leitað málsbóta fyr-
ir bankastjóra Útvegsbankans. Þar er
sagt að bankastjóramir hafi uppi þær
málsbætur á þessu bankaslysi að þeir
hafi einfaldlega treyst Hafskipsmönn-
um. Þeir treystu því að ársreikningar
félagsins undirritaðir af löggiltum
endurskoðanda væru öruggir. Þeir
treystu upplýsingum frá Hafskipi um
verðmæti eigna félagsins. Þeir treystu
því að Hafskip fengi vamarliðsflutn-
ingana aftur. Þeir treystu fyrirætlun-
um Hafskips um Átlantshafssigling-
amar. Þeir treystu styrk hluthafanna
í félaginu og fjármálareynslu stjómar-
manna þess. Svo kom í ljós að Hafskip
brást þessu trausti og því fór sem fór.
Síðan segir í skýrslunni.
„Þetta takmarkalausa traust banka-
stjóranna var óhyggilegt og sýndi
skort á aðgæslu. Hafskip var ávallt
einn af mestu skuldurum bankans og
var oft í vanskilum við hann. Af hálfu
bankans var þvi nauðsynlegt að sýna
ýtrustu varfæmi, afla sjálfstæðra upp-
lýsinga og láta skoða ofan í kjölinn
öll gögn, sem frá félaginu bárust um
fjárþag þess og fyrirætlanir. Þetta var
að mestu vanrækt og því fór svo illa
sem raun varð á.“
Þá er og bent á það að bankastjór-
amir hafi staðið frammi fyrir því oftar
en einu sinni að velja á milli þess að
halda áfram lánveitingum til félagsins
eða gera það gjaldþrota og eiga það
víst að bankinn myndi tapa á því fé.
Þetta kom fram 1973 og 1978 þegar
ákveðið var að bjarga fyrirtækinu frá
gjaldþroti. Hafskip veitti öðrum skipa-
félögum harða samkeppni sem talið
er að hafi lækkað flutningskostnað til
landsins. Út frá þessu sjónarmiði var
eðlilegt að bankinn vildi halda Haf-
skipi á floti í lengstu lög, en Útvegs-
bankinn tefldi hagsmunum sínum í
alltof mikla tvísýnu til þess að þetta
viðhorf réttlæti gerðir hans, segir í
skýrslunni.
4. Að gjalda ekki varhug við Atlants-
hafesiglingunum sem hófust haustið
1984.
Stærsta yfirsjón bankastjóranna var
að hafa ekki tryggingar í lagi og á
þetta við um allt rannsóknartímabilið,
þótt síðustu árin ráði úrslitum í því
efhi.
í skýrslunni segir á einum stað.
„Svo er máhun háttað að banka-
stjórar Útvegsbankans, sem og
annarra ríkisbanka, em valdir á
flokkspólitískum gmndvelli. Sér-
hver bankastjóri að heita má hlýtur
stöðu sína fyrir tilstyrk einhvers
stjómmálaflokks. Sama máli gegnir
um bankaráðin sem áður er frá
skýrt. Þetta fyrirkomulag hefur það
í för með sér að fyrirtæki með sterk
pólitísk sambönd, eins og til dæmis
Hafskip, eiga greiðari aðgang að
fjármunum ríkisbankanna en hin,
sem ekki njóta slíkra sambanda. Hin
mikla fyrirgreiðsla, sem Hafskip
hlaut í Útvegsbankamun, var því að
hluta til af pólitískum rótum mnnin,
þar sem bankastjórum var ætlað að
þjóna kerfinu. I þessu sambandi er
rétt að vekja athygli á því sem
bankaeftirlitið segir um skuldir Haf-
skips við Útvegsbankann í skýrslu
frá miðjum októbermánuði 1985:
Ljóst er að bankaleg sjónarmið hafa
ekki ráðið þróun þessa skuldamáls.
Hins vegar lætur bankaeftirlitið
ósagt hvaða sjónarmið vom lögð hér
til grundvallar en það vom greini-
lega ekki heilbrigð viðskiptasjónar-
mið.“
Þetta þurfa
auglýsendur að vita
um útvarpshlustun:
Sjáið styrka stöðu Rásar 1 ogRásar 2
skv. nýrri könnun *
ÚTVARPSHLUSTUN, LANDIÐ ALLT FIMMTUDAGINN 6. NÓVEMBER1986.
Frá kl. 7-9 eru 3 auglýsingatímar, hámark 3 mínútur
hver.
Nýr auglýsingatími er kl. 12:10 á undan
hádegisfréttum.
Sterkur auglýsingatími er að loknum kvöldfréttum.
Þeir sem auglýsa á Rás 1 og svæðisútvarpinu Akureyri
geta fengið sambirtingu á Rás 2 með u.þ.b. 40%
afslætti.
Aðrir auglýsingatímar en þeir sem nefndir eru hér
að ofan eru ódýrari og dreifðir um dagskrána.
% %
KL. hlustaði RAS1 hlustaði RÁS2 hlustaði BYLGJAN**
6-7: 3 Veður/bæn Enginútsending i Tónlist í morgunsárið
7-8: 20 Morgunvaktin Enginútsending 8 Sigurður G. Tómasson
8-9: 19 Morgunvaktin Enginutsending 11 Sigurður G. Tómasson
9-10: 7 Morgunst. barnanna 9 Morgunþáttur 11 Páli Þorsteinsson
8 Lestur úr forystugr. 9 Sama 10 Sama
10-11: 8 Égmanþá tíð 10 Morgunþáttur 11 PállÞorsteinsson
11-12: 5 Söngl. áBroadway 10 Morgunþáttur 13 PállÞorsteinsson
12-13: 21 Tilkynningar 7 Létttónlist 11 Fréttir
50 Fréttir/veður Enginútsending 7 Jóhanna Harðardóttir
(Áhádegismarkaði)
13-14: 8 Tilkynningar/tónleikar 9 Hingaðogþangað 13 Jóhanna Harðardóttir
7 ídagsinsörm 9 Sama 13 Sama
14-15: 6 Miðdegissagan 10 Sama 11 PéturSteinn
3 ílagasmiðjuL.W. 9 Sama 11 Sama
15-16: 6 Fréttir/tilkynningar 7 Sólarmegin 11 PéturSteinn
6 Landpósturinn 7 Sama 11 Sama
16-17: 8 Fréttir/veður 8 Tilbrigði 9 PéturSteinn
4 Bamaútvarpið 7 Sama 9 Sama
17-18: 2 Tónskáldatimi 10 Rokk/J.L.Lewis 9 Hallgr. Thorsteinsson
4 Torgið (17.40) 8 Sama 8 Sama
18-19: 6 Torgið Enginútsending 7 Fréttir
12 Tilkynningar/veður Enginútsending 6 Hallgr. Thorsteinsson
19-20: 47 Fréttir Enginútsending 2 Tónl. með léttum takti
21 Tilkynningar Enginútsending 3 Sama
18 Dagl. mál/Aðutan Enginútsending 3 Sama
20-21: 13 Leikrit 12 Vinsældalisti 5 JónínaLeósdóttir
21-22: 12 Sama 10 Gestagangur 5 Sama
12 Sama 10 Sama 5 Spumingaleikur
22-23: 8 Fréttir/veður 7 Rökkurtónar 4 Sama
3 Kvöldsaga 7 Sama 6 Leikrit
23-24: 3 Túlkunítónlist 6 DavidBowie 6 Vökulok
24-01: 3 Fréttir/dagskr.lok Enginútsending 3 Rólegtónlist
Til auglýsenda:
Við hvetjum auglýsendur til að kynna sér niðurstöðu könnunarinnar.
Tvennt vekur einkum athygli:
1. Yfirburðastaða Rásar 1 milli kl. 7 og 9 á mórgnana, í hádeginu milli
kl. 12 og 13 og á kvöldin milli kl. 19 og 20.
2. Styrk staða Rásar 2, þrátt fyrir fuUyrðingar ýmissa í gagnstæða átt.
* Könnunin var unnin á vegum
Félagsvísindastofnunar, eftir úrtaki úr þjóðskrá.
Könnunin var birt í gær, 14. nóvember.
* * Bent er á, að Bylgjan sendir út til hluta landsins.
/rIfU
RÍKISÚTVARPIÐ
Sterkasti ljós vakamiðillinn
á landsvísu
© ra*
Rás 1
o.
Rás 2 Sjónvarp