Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Side 19
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986.
19
þó ekki væri nema til að rýma fyr-
ir öðrum verkefnum. En ég breytti
sögunni nánast ekkert á þessu eina
ári. Ég gerði aðeins smábreytingar
á textanum og bjó til nýja kápu.“
Ertu ánægð með hana eins og
hún er í dag?
„Já, ég held að þetta sé ágætis-
bók. Ég er mjög spennt að sjá
hvernig henni verður tekið. Ég hef
sýnt hana nokkrum krökkum. Hún
hefur fengið góðar undirtektir hjá
þeim.“
Fyrir fuliorðna
Er þetta fyrst og fremst skemmti-
saga?
Já. Það sem skiptir mig mestu
máli er saga sé skemmtileg frekar
en hún hafi eitthvert uppeldislegt
gildi. Svoleiðis sögur voru mikið í
tísku fyrir nokkrum árum. Það var
alltaf verið að fræða börnin um
alvarlega hluti í lífinu. 1 þessum
sögum er raunsæið allsráðandi.
Foreldrarnir skilja, fólk deyr eða
fer á skjúkrahús.
Það er ekki þar með sagt að ég
sé hlynnt því að vernda börn fyrir
flestu því sem gerist í umhverfi
þeirra. Alls ekki. Mér finnst ein-
faldlega ástæðulaust að skella
öllum mögulegum vandamálum á
börnin áður en þau eru nógu göm-
ul til að skilja þau.
Bétveir á að vera skemmtileg
saga og ég vona að börnunum finn-
ist það. Reyndar finnst mér ekki
síður mikilvægt að fullorðnum
finnist sagan skemmtileg. Þeir
þurfa í flestum tilfellum að lesa
hana fyrir börnin.
Sjálfri finnst mér mjög gaman að
lesa skemmtilegar barnabækur."
Mynd og texti
Nú semur þú textann og teiknar
jafnframt myndir til skýringar.
Gerir það þér sem höfundi ekki
auðveldara fyrir?
„Vissulegá. Ég veit ekki hvort ég
hefði nokkru sinni byrjað á að
skrifa barnabækur ef ég hefði ekki
líka getað teiknað myndimar. Þær
skipta ekki minna máli en textinn.
Ég byrja á að teikna persónurn-
ar. Ég sem svo söguna út frá þeim.
Ég gekk með hugmyndina að þess-
ari sögu i nokkum tíma áður en
ég settist við skriftir. Ég var fljót
að skrifa hana.“
Þú ert bjartsýn á að Bétveim
verði vel tekið. Hvernig viðtökur
hafa fyrri bækur þínar fengið, til
dæmis hjá gagnrýnendum?
„Ég fékk ágætisdóma fyrir þær
hjá gagnrýnendum. Ég man alla-
vega ekki eftir að hafa verið
skömmuð!"
Magnað fyrirbæri
Hvernig standa íslenskar
barnabækur í samkeppni við er-
lendar þýðingar?
„Að vissu leyti standa íslenskar
barnabækur höllum fæti. Það er
ódýrara að gefa út erlendar þýðing-
ar. Ég held hins vegar að fólk vilji
kaupa íslenskar bækur. En margir
standa frammi fyrir því í jólagjafa-
innkaupum að geta sparað á því
að kaupa frekar þær erlendu."
Hvað með gæði barnabóka á
markaðnum?
„Þau eru auðvitað upp og ofan.
Það koma út margar góðar og
vandaðar bamabækur, bæði inn-
lendar og erlendar. Svo kemur fyrir
að það koma út bækur sem eru
. \ ■
N V
ekki nógu góðar, þar sem þýðingar
eru ef til vill illa unnar. Sem betur
fer hefur það breyst mjög mikið til
hins betra.
Það sem mér finnst skipta mestu
máli í barnabók er að málið sé eðli-
legt og gott. Og eins að mynd-
skreytingar séu góðar.“
Gott mál já. Krakkamir í Bét-
veim segja geimveruna æðislega
og tala um magnað fyrirbæri...
„Að mínu áliti er þetta eðlilegt
mál. Svona tala krakkarnir. Mér
finnst þetta góð íslenska. Þau segja
reyndar líka á einum stað „spés“.
Það er kannski ekki nógu gott. En
þetta orð nota þau mikið."
Veltur á viðtökum
Ætlar þú að halda áfram að skrifa
barnabækur? Jafnvel eitthvað
meira um bókaorminn Bétvo?“
„Já, alveg ömgglega. Fyrir mér
er þetta góð tilbreyting frá mynd-
listinni. Svo finnst mér gaman að
skrifa fyrir börn. Hvort ég skrifa
meira um Bétvo veit ég aftur á
móti ekki. Sögunni lýkur á að Bét-
veir fer með bókina um sjálfan sig
heim til að sýna hana systkinum
og vinum.“
Hann gæti þess vegna snúið aftur
með systkinahópinn?
„Því ekki það. Við sjáum til
hvernig viðtökur hann fær.“
-ÞJV
Notaðir bflar
íséiflokkií
Range Rover 1983, ekinn aðeins
51.000 km, silfurgrár, 4ra dyra.
CMC Jimmy 1974, algjörlega
eundurbyggður bíll, toppeintak,
V8 dísilvél., sjálfsk., vökva- og
veltistýri o.fl.
Peugeot 505 GL dísil 1982, beinsk.
með vökvastýri. Verð kr. 330.000,-
fæst á skuldabréfi til allt að
tveggja ára.
Datsun 280 C dísil 1983, stórglæsi-
legt eintak, allir aukahlutir. Verð
kr. 430.000,- litil útborgun, eftirst.
til tveggia ára.
Renault 9 TC 1982, ekinn aðeinu Mazda 62616001981, sérlegafall-
55.000 km, einn eigandi. Verð kr. egur. Verð kr. 200.000,- útb.
190.000,- útb. 60.000,- eftirst. til 10 70.000,- eftirst. til 10 mán.
mán.
Nissan Bluebird 1981, ekinn
82.000 km, sjálfskiptur, útvarp/
segulband. Verð kr. 230.000,- útb.
80.000,- eftirst. til 10 mán.
Fiat 127 1985, gullfallegur frúar-
bill. Verð kr. 210.000,- útb. 70.000,-
eftist. til 10 mán.
Toyota Tercel 4 WD 1983, ekinn
aðeins 51.000 km, hvitur, með
aukamælum, toppeintak.
Lada Sport 1986, ekinn aðeins
3.500 km. Nánast sem nýr, hvítur.
0SKODA
|n»S| ■ PEUCEOT
icmccr
JOFUR HF
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600
HIS11111 i 11 11