Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986. Afmæli 90 ára verður á morgun, sunnudag- inn 16. nóvember, Árni Einarsson, fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma á Hvolsvelli. Hann tekur á móti gestum á heimili sínu, Álf- heimum 31, eftir kl. 15. Tilkynriingar Kvenfélagið Seltjörn heldur fund þriðjudaginn 18. nóvember kl. 20.30 í Félagsheimili Seltjarnarness. Gest: ^ ir fundarins verða kvenfélagskonur úr Fjólu af Vatnsleysuströnd. Golfskóli Þorvalds Golfskóli Þorvalds Ásgeirssonar tekur aft- ur til starfa laugardaginn 15. nóvember nk. Kennslan sem bæði er fyrir byrjendur og lengra komna í íþróttinni verður í íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ á laug- ardögum. Allar nánari upplýsingar um golfskólann eru gefnar í síma 34390. Jólakort kvenfélagsins Hringsins ^ Jólakort til styrktar barnaspítalasjóði Hringsins eru komin á markaðinn. Hönn- uður kortanna er Guðrún Geirsdóttir félagskona. Þau eru í tveimur litum, blá og rauð, á bakhlið er merki félagsins. Þau verða seld á ýmsum stöðum í borginni, m.a. á Barnaspítala Hringsins, Hagkaupi, blóma- og bókabúðum og hjá félagskonum. Tónleikar Hátíðartónleikar Karlakórs Reykjavíkur með Sinfóníuhljómsveit íslands í Laugardalshöll Laugardaginn 22. nóvember nk. mun Karlakór Reykjavíkur efna til hátíðartón- leika í Laugardalshöll í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit íslands. - Tónleikarnir heíjast kl. 15 og mun Lúðrasveit Reykja- víkur leika létt lög við komu gesta. Hvatinn að þessum tónleikum er 60 ára afmæli kórsins og 200 ára afmæli Reykja- víkurborgar. Karlakór Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit íslands hafa átt mikið og gott samstarf undanfarna áratugi. Árið 1969 voru t.d. haldnir tvennir tónleikar í Laugardalshöll sem um 6 þúsund manns sóttu. Þessir aukatónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Islands verða með hátíðar- sniði, t.d. setja óperukórar mikinn svip á söngskrána. Viðar Gunnarssón bassa- söngvari verður einsöngvari með kórnum. Stjórnandi verður Páll Pampichler Páls- son. Tónleikar á Kjarvalsstöðum Mánudaginn 17. nóvember munu kana- díski blásarakvintettinn York Winds og Blásarakvintett Reykjavíkur halda sam- eiginlega tónleika..á Kjarvalsstöðum kl. 20.30. York Winds hefur verið hér undan- farna daga með námskeið í Tónlistarskól- anum í Reykjavík og tónleika fyrir Tónlistarfélagið. Það er ekki oft að erlend- um listamönnum, sem koma hér, gefst tími og tækifæri til að vinna með og halda tón- leika með íslenskum listamönnum, en svo verður í þetta sinn. Á efnisskránni er Rondino eftir Beethoven, Serenade í Es- dúr eftir Mozart og Petite Suite eftir Gounod. Miðar verða til sölu við inngang- inn. Firmakeppni í innanhúss- knattspyrnu Helgarnar 1. og 2. nóv. og 8. og 9. nóv. sl. hélt knattspyrnudeild ÍR fírmakeppni í innanhússknattspyrnu með þátttöku 48 liða og var keppt í 10 riðlum - 8 með 5 liðum og 2 með 4. Úrslitakeppnin var hald- in sunnudaginn 9. nóv og var henni háttað þannig að ef lið tapaði tveim leikjum var það úr keppni. Úrslitin urðu þannig í keppninni að í 3. sæti urðu A. Karlsson, 2. sæti Gylfí og Gunnar og 1. sæti Póstur og sími. Úrslitaleikurinn endaði 4-4 eftir venjulegan leiktíma sem var 2X7 mín. En Póstur og sími sigraði í vítaspyrnukeppni, 3-2. Safnaðarfélag Ásprestakalls heldur fund í safnaðarheimili Áskirkju við Vesturbrún nk. þriðjudag, 18. nóvember, kl. 20.30. Auk venjulegra fundarstarfa verður spiluð félagsvist og borið fram kaffi. Gestir velkomnir. „Svart og sykurlaust" í Regnboganum Þýsk-íslenska kvikmyndin Svart og sykur- laust verður endursýnd í Regnboganum um helgina. Vegna óviðráðanlegra að- stæðna geta sýningar aðeins staðið í fjóra daga eða til sunnudags 16. nóv. Þessi gerð myndarinnar er örlítið breytt frá þeirri útgáfu sem sýnd var hér á landi á sínum tíma. Sem kunnugt er stóð íslenski leik- hópurinn Svart og sykurlaust að gerð myndarinnar í félagi við þýska leikstjó- rann Lutz Konermann, sem auk þess að leikstýra gerði handrit myndarinnar. Tök- ur hennar fóru fram á íslandi og Ítalíu sumarið 1985. leikstjórinn Lutz Koner- mann leikur aðalhlutverkið í myndinni ásamt leikkonunni Eddu Heiðrúnu Back- mann og leikkurum leikhópsins Svart og sykurlaust. Aðstoðarleikstjóri er Þorgeir Gunnarsson og kvikmyndatökumaður Tom Fáhrmann. Háskólatónleikar Fimmtu-háskólatónleikarnir á haustmiss- eri verða haldnir í Norræna húsinu miðvikudaginn 19. nóvember. Að þessu sinni leikur Blásarakvintett Reykjavíkur en það hefur verið fastur liður hjá honum að koma fram á Háskólatónleikum. Kvint- ettinn skipa: Bernharður Wilkinson, flauta, Daði Kolbeinsson, óbó, Einar Jó- hannesson, klarínett, Joseph Ognibene, hom og Hafsteinn Guðmundsson, fagott. Verkin, sem flutt verða, eru Blásarakvint- ett í A dúr op. 68 nr. 1 eftir Franz Danzi og le Tombeau de Couperin eftir Maurice Ravel. Tónleikarnir heljast kl. 12.30 og standa í um það bil hálfa klukkustund. Tapað-fundið Seðlaveski tapaðist Ljósbrúnt seðlaveski tapaðist laugardag- inn 8. nóvember sl. fyrir utan Hollywood. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 18966. Fundarlaun. Gullhringur fannst Gullhringur með steini fannst efst á Vita- stíg í desember sl. Upplýsingar í síma 23396 eftir kl. 17. Seðlaveski tapaðist Vínrautt seðlaveski tapaðist á þriðjudag- inn sl. Er iíklegast að veskið hafi tapast á Suðurlandsbraut 28-30, Sólningu, Skeif- unni 11 eða við Kríuhóla 4. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 75991. Úr tapaðist Kona varð fyrir því óhappi að tapa úri sínu í miðbænum 13. nóvember sl. Þetta er gyllt Pierpont úr. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í síma 10823. Bridge Frá Bridgefélagi Hafnarfjarðar Sl. mánudag, 3.11., var spiluð fjórða og síðasta umferðin í aðaltvímenn- ingskeppni félagsins og urðu úrslit eftirfarandi: A-riðiIl stig 1. sæti Ásgeir Ásbjörnsson- Hróifur Hjaltason 1% Meinatæknar brautskráðir Þann 3. október sl. voru 16 meinatæknar brautskráðir af námsbraut í meinatækni við Tækniskóla Islands. Við það tækifæri var þess einnig minnst að 20 ár eru liðin fra því að kennsla hófst í meinatækni við skólann. Fjöldi gesta var viðstaddur hátíð- arhöldin af þessu tilefni. Heiðursgestur samkomunnar var Árni Gunnarsson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneyti. Flutti hann ávarp, árnaði námsbrautinni heilla og kvað tímabært að huga að fram- haldsmenntun fyrir meinatækna. Einnig fluttu rektor Tækniskóla íslands, Bjarni Kristjánsson, og deildarstjóri heilbrigðis- deildar, Guðrún Yngvadóttir, ávörp og sögðu frá þróun í menntun meinatækna. Sinitta í Evrópu í dag Söngkonan Sinitta myn syngja vinsælustu lögin sín á balli sem haldið verður í Evr- ópu í dag milli kl. 15 og 17. Allir aldurs- hópar eru velkomnir á ballið og verður þar hægt að kaupa áritaða mynd af Sin- ittu. Egill sýnir í gallerí Gangskör Egill Eðvarðsson opnar sýningu á nýjum 'myndum í gallerí Gangskör í dag kl. 14. Egill er flestum kunnur fyrir myndverk sín en þá frekar þegar um er að ræða hrey- fimyndir. Hann útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Islands 1971. Sýningin stendur til 1. desember og er ætluð fólki á öllum aldri. Hjartans þakkir til allra Jjær og nær sem glöddu okkur meó kveðjum, heimsóknum og gjöfum á 90 ára afmæli mínu og 65 ára hjúskaparaf- mæli okkar 5. nóv. síðastlióinn. Guó blessi ykkur ÖU. Þóróur Maríasson og Margrét Sveinbjörnsdóttir frá Súgandajirói, nú vistmenn á Hrafnistu í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 135., 141. og 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Stekkjarhvammi 50, 2. h„ Hafnarfirði, þingl. eign Marteins Marteins- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði á eigninni sjálfri mánudaginn 17. nóvember 1986 kl. 14.00. ______Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. 2. sœti Albert Þorsteinsson- Sigurður Emilsson 181 3. sæti Kristján Hauksson- Ingvar Ingvarsson 172 B-riðill stig 1. sæti Árni Hálfdánarson- Jón Gíslason 184 2. sæti Hörður Þórarinsson- Magnús Jóhannsson 181 3. sæti Einar Sigurðsson- Björgvin Víglundsson 179 Lokastaðan í mótinu varð eftirfarandi: stig 1. sæti Ásgeir Ásbjörnsson- Hrólfur Hjaltason 3 715 2. sæti Kristján Hauksson- Ingvar Ingvarsson 699 3. sæti Anton Gunnarsson- Hjálmar Pálsson 687 4. sæti Guðbrandur Sigurbergsson- Kristófer Magnússon 679 5. sæti Böðvar Magnússon- Þorfinnur Karlsson 654 6. sæti Erla Siguijónsdóttir- Dröfn Guðmundsdóttur 650 Mánudaginn 10.11 hefst síðan sveitakeppni félagsins og er áætlað að þeirri keppni verði lokið fyrir ára- mót. Stjórn félagsins hvetur alla þá sem hug hafa á að taka þátt í sveita- keppninni að mæta tímanlega vegna skráningar fyrsta kvöldið. Frá Bridgesambandi Reykajvíkur Undanrásir Reykjavíkurmótsins í tvímenningi verða spilaðar fímmtu- daginn 20. nóvember, laugardaginn 29. nóvember og sunnudaginn 30. nóvember (ein umferð á dag). Skrán- ing stendur yfir hjá félögunum í Reykjavík, en að auki verður skráð á skrifstofu Bridgesambandsins í næstu viku. Skráningu lýkur mið- vikudagskvöldið 19. nóvember nk. Mótið er opið öllum bridgespilurum sem áhuga hafa. Keppnisgjald er aðein kr. 2.400 fyrir par (fyrir undan- rásir og einnig úrslit, sem spiluð verða 13.-14. desember). Allt mótið er spilað í Hreyfils-húsinu v/Grens- ásveg og hefst keppni kl. 19.30 á fimmtudeginum. Fyrirkomulag er með gerbreyttu sniði og þannig byggt upp, að ALLIR hafa raunhæfan möguleika, ALLT mótið (undanrásir) að ná í úrslit. í fyrstu tveimur umferðunum í undan- rásum spila menn í einum „hóp“. Eftir þá spilamennsku, mynda 24 efstu pörin A-grúppu og þau pör sem þá kunna að vera eftir, B-grúppu. Úr A-grúppu komast svo 16 efstu pörin í úrslit, en úr B-grúppu komast 3 efstu pörin í úrslit. Alls 19 pör og að auki komast meistarar síðasta árs (Karl Logason og Svavar Björnsson) beint í úrslit. Og aðalatriðið, í þriðju umferðinni gildir skorin tvöfalt. Með því móti er ekkert af efstu pörunum „öruggt“ í úrslit og ekkert af neðstu pörunum „vonlaust", þar sem skorin í þriðju umferð telur tvöfalt. Og þá er bara að fjölmenna í mótið. Frá Bridgefélagi Kvenna: Þær virðast óstöðvandi, Gunnþór- unn og Ingunn í aðaltvímennings- keppni félagsins. Eftir fjögur kvöld (af átta) er staða efstu para þessi: Gunnþórunn Erlingsd. - stig Ingunn Bernburg Halla Bergþórsd. - 443 Kristjana Steingrímsd. Alda Hansen - 227 Nanna Ágústsdóttir Ilalla Ólafsdóttir - 214 Sæbjörg Jónasdóttir Sigrún Straumland - 189 Þuríður Möller Elín Jóhannsdóttir - 118 Sigrún Ingibjörg Halldórsd. - 109 Sigríður Pálsdóttir Sigriður Ingibergsd. - 104 Jóhanna Guðlaugsd. Ingunn Hoffmann - 100 Ólafía Jónsdóttir Steinunn Snorradóttir - 91 Þorgerður Þórarinsd. 30 Keppni verður fram haldið næsta mánudag. Spilað er að Borgartúni 18 (Sparisjóðurinn). Frá Bridgefélagi Akureyrar Sl. þriðjudag hófst Akureyrarmótið í sveitakeppni. 16 sveitir taka þátt í mótinu. Spilaðar eru tveir leikir á kvöldi, allir v/alla. Eftir tvær um- ferðir, er staðan þessi: Sveit stig 1. Grettis Frimannssonar 48 2. Gunnlaugs Guðmundss. 48 3. Zarioh Hamadi 41 4. Gunnars Berg 35 5. Símonar I. Gunnarss. 34 6. Stefáns Vilhjálmss. 33 7. Stefáns Sveinbjörnss. 32 8.-9. Hellusteypunnar h/f 29 8.-9. Hauks Harðars. 29

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 263. tölublað - Helgarblað I (15.11.1986)
https://timarit.is/issue/190878

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

263. tölublað - Helgarblað I (15.11.1986)

Aðgerðir: