Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1986næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986. 23 Guðmundur Einarsson hefur sagt upp starfi sínu sem framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar. I átta vikur hafa spjótin staðið á þessari stofnun og gagnrýnin vaxið dag frá degi. Nefnd, sem skipuð var til að fara ofan í saumana á þessari gagnrýni, komst að þeirri niðurstöðu að stofnunin hefði lent á nokkrum villigötum þótt hún hefði engu að síður einnig unnið mjög gott starf. Háværar raddir hafa verið uppi um að framkvæmdastjóranum og jafnvel stjórnarmönnum bæri að segja af sér. Og nú hefur Guðmundur ákveðið að segja upp. Hann ræddi við helgar- blaðið um störf sín hjá Hjálparstofn- un kirkjunnar og ástæður þess að hann sér sér nú ekki annað fært en að yfirgefa stofnunina. Ég trúi því að þetta geti orðið til þess að endurheimta það traust sem Hjálparstofn- un hefur glatað. Og ég legg einfaldlega allt í sölurnar til þess. Blendin tilfinning Guðmundur var aðeins tuttugu og fimm ára gamall þegar hann hóf störf hjá Hjálparstofnuninni árið 1975. Hann hefur því unnið þar mestallan sinn starfsaldur. Hvernig er honum innanbrjósts nú á þessum tímamót- um? „Það er auðvitað blendin tilfinn- ing. Ég get ekki annað en verið stoltur af starfi Hjálparstofnunar kirkjunnar, þrátt fyrir alla þá gagn- rýni sem hefur komið fram. Auðvitað einblíni ég á þá skjólstæðinga sem ég veit að hafa notið góðs af starfi Hjálparstofnunarinnar. Ég veit að hún hefur orðið til þess að bjarga svo mörgum mannslífum. Ég veit að svo margir hafa fengið að borða fyrir verk og gjafir íslendinga. Að þvi leyti hlýt ég að vera stolt- ur. Hins vegar er mér innanbrjósts eins og ég hafi misst nákominn ætt- ingja eða að ég sé að horfa á húsið mitt fuðra upp í einni andrá. Það er tilfmning sem óþarft er að lýsa fyrir fólki hvernig er. Tilfinningum mínum til þessarar stofnunar hugsa ég að megi helst líkja við tilfinningar sem maður ber í brjósti til afkvæma sinna. Ég hef unnið hérna frá því í febrúar 1975. Upphaflega var ég ráðinn til bráða- birgða, eða fyrst um sinn, eins og það var orðað. Þá var mikill aðsteðjandi vandi hjá Hjálparstofnun kirkjunn- ar, hún stóð mjög illa fjárhagslega og hafði varla unnið sér sess í þjóð- félaginu. Það var því mikið verk að byggja þessa stofnun upp og þá fyrst og fremst að koma henni á framfæri þannig að hún yrði til í huga almenn- ings. Ég varð mjög oft var við það fyrstu árin að menn áttuðu sig ekki á því, þegar ég var spurður hvað ég ynni, hvað Hjálparstofnun kirkjunnar var. Menn blönduðu gjarnan saman Hjálpræðishernum eða Rauða kross- inum eða einhverju slíku. Þess vegna fannst mér mest áríðandi að koma stofnuninni þannig á framfæri að hún yrði til í hugum fólks og það má segja að það hafi tekið átta ár að gera Hjálparstofnunina að því barni að fólk tæki eftir henni.“ Ör vöxtur „Eins og ég sagði þá var þetta í byrjun afskaplega smátt í sniðum. Ég var eini starfsmaðurinn til að byrja með. Fljótlega var bætt við öðrum starfsmanni, fyrst bálfan dag- inn og síðan allan daginn. Síðan, eftir að við hófum okkar reglu- bundnu söfnunarátök, óx stofnun- inni mjög fiskur um hrygg, sérstak- lega þó síðustu fjögur, fimm árin, þá var eins og hún tæki kipp upp á við. Ég býst við því að þessi vöxtur stofnunarinnar á svona skömmum tíma hafi komið okkur öllum dálítið í opna skjöldu. Það að stýra lítilli stofnun með fáar krónur var tiltölu- Múgæsing og krossfestingar „Hinu er ekki að neita að hin síð- ari ár hefur verið talað um það á aðalfundum Hjálparstofnunar kirkj- unnar að samfara mikilli velgengni þá vaxi gagnrýnin og velgengninni fylgi vaxtarverkir. Það er alveg ljóst í okkar huga að þessir vaxtarverkir hafa komið fram. Þegar gagnrýnin kemur fram þá óskum við eftir því að fá stjórnskip- aða nefnd til þess að skoða þessi mál og fara ofan í saumana á þeim með það fyrir augum að birta þessa gagn- rýni almenningi hver svo sem niðurstaða verði. Niðurstaða þessar- ar skýrslu liggur fyrir og menn hafa séð hana og það var engin spurning í okkar huga að birta hana til þess að þjóðin, sem stendur að baki þess- ari stofnun, fengi allar upplýsingar um það hvernig hún starfar. Það sem hefur valdið mér kannski mestum vonbrigðum er að þau gagn- rýniatriði, sem við óhrædd setjum þar fram og biðjum þjóðina að taka þátt í með okkur að leysa og færa til betri vegar, þau verða til þess að menn gleyma raunverulega öllu því sem vel hefur verið gert. Menn trúa því sem miður hefur farið og magna upp með sér, að mínu mati. I mínum huga hefur þetta snúist nánast upp í múgæsingu þár sem málefnaleg umfjöllun er borin fyrir róða en hróp um krossfestingar hafa orðið ofan á. Nú höfum við kannski búið okkur undir þetta vegna þess að við vitum um hjálparstofnanir allt í kringum okkur sem hafa orðið fyrir slíku. Þetta er óskaplega við- kvæmt og vandmeðfarið og það er erfitt að gera svo öllum líki.“ Óþolandi ofsóknir „Þau gagnrýniatriði sem hæst hef- ur borið eru fyrst og fremst húsakaup okkar. Hjálparstofnunin hefur verið í leiguhúsnæði frá upphafi og það var alltaf draumur að geta byggt upp starfsstöð þar sem við getum aukið Það hafa orðið mér mikil vonbrigði að sjá að æðstu fulltrúar kirkjunnar taka ekki þessa forystu heldur taka undir með dóm- stóli götunnar. lega auðvelt verk; þegar umfangið er hins vegar orðið með þeim hætti að verið er að senda út hundruð lesta af matvælum og tugi starfsmanna til hjálparsvæða, auk þess að afla fjár og hjálpargagna og sinna venjulegu skrifstofuhaldi, þá verður álagið óskaplega mikið á alla. Síðan virðist sem samfara aukn- ingunni hafi gagnrýniraddir marg- faldast að sama skapi. Það datt engum í hug að gagnrýna starf Hjálparstofnunarinnar meðan hún var lítil og vann fá verk. Þetta er í sjálfu sér mjög eðlilegt og þetta á ábyggilega við um fleiri. Hins vegar er alveg ljóst að allt sem gert er ork- ar tvímælis. Við urðum auðvitað að taka ákvarðanir um stefnumótun, um áhersluatriði, um langtímahjálp, þróunaraðstoð eða skyndihjálp og neyðaraðstoð. Raunar hefur niður- staðan af þessu orðið sú að fólkið í landinu hefur ráðið stefnunni með framlögum sínum. Það sem við höfum reynt að leggja áherslu á þessi ár er að reyna að fara svo með þær krónur sem eru gefnar hingað að þær komi sem óskertastar á áfangastað til hjálpar. Við höfum gert þetta með því til dæmis að leggja gífurlega vinnu í að afla matvæla, fatnaðar og annars þess sem hægt er að fá hér á íslandi, helst fyrir ekki neitt, þannig að í verðmætum talið höfum við jafnvel sent meira en það sem fólk er að gefa með fjárframlögum sínum. Við höfum verið stolt af því að geta litið svo á að með þessari vinnu séum við jafnvel að tvöfalda það framlag sem hefur komið frá hverjum og einum.“ sérstaklega innanlandsaðstoð. Við höfðum hugsað okkur að hafa þar ráðgjafarþjónustu og taka á móti fatnaði og öðrum gjöfum sem til stofnunarinnar berast. Við vildum auka allt fræðslustarf í því skyni að gera betur grein fyrir ástandinu í þróunarlöndunum og uppfræða ís- lendinga betur heldur en við höfum gert hingað til. En því miður verður bið á að þessi draumur rætist. Það er líka annað í þessu máli sem mér er mjög ofarlega í huga og það er hvernig veist hefur verið að stjórnarformanni, formanni fram- kvæmdanefndar og stjórnarmönnum Hjálparstofnunar kirkjunnar. Hér er um að ræða menn sem eru í sjálf- boðavinnu í stjórn fyrirtækis sem hefur mikil umsvif. Þeir hafa aldrei þegið laun fyrir þetta starf sitt eða nokkra umbun af nokkru tagi. Þeir að við börnin mín og beðið þau um skilaboð til mín sem eru aldeilis ótrú- leg. Þó ekki væri nema fyrir þá sök hefði ég viljað hlaupa, til að hlífa þeim. Hins vegar spyr ég ekki lengur. Ég tek þessa ákvörðun að segja upp starfi. Ég óska eftir þvi að fá að fara eins fljótt og kostur er, ekki síst í ljósi þess að á kirkjuþingi hafa bæði einstakir kirkjuþingsmenn og prest- ar lýst opinberlega skoðunum sínum með þeim hætti að ég tel óviðunandi að sitja undir og geri það einfaldlega ekki lengur.1' hafa þvert á móti haft kostnað af setu sinni hér. Þetta eru vammlausir menn, heið- arlegir, hörkuduglegir og ráðhollir og kirkjan hefur notið þeirrar gæfu að hafa þessa menn í stjórn þessarar stofnunar. Arásirnar á þá og sögu- sagnir um óheilindi þeirra eru ef til vil ekki síður ástæða þess að ég fer frá núna. Þessar ofsóknir á hendur þessum mönnum eru algjörlega óþol- andi í mínum huga. Sömuleiðis er alveg með ólíkindum að menn skuli geta verið að draga biskupinn inn í þessa umræðu og tortryggja æru hans með því að gera tortryggilega ferð hans til Póllands stuttu eftir dauða Popieluszko. Bisk-. upinn varð fyrstur vestrænna bisk- upa til að fara og votta samstöðu með pólsku þjóðinni. Mér fmnst það hafa verið reisn af biskupi að þekkj- ast þessa tillögu Hjálparstofnunar kirkjunar um að fara og votta Pól- verjum þannig samstöðu íslensku þjóðarinnar og íslensku kirkjunnar. Og að draga æru hans á nokkurn hátt í efa vegna þessarar ferðar finnst mér með ólíkindum ósmekk- legt.“ Tilfinningalegt áfall - Hver er meginástæða þess að þú ákveður að segja upp störfum? „Strax og fyrsta gagnrýnin kom fram á starf Hjálparstofnunar kirkj- unnar óskaði ég eftir því við stjórn- ina að ég fengi að segja af mér til þess að freista þess, ef gagnrýnin beindist fyrst og fremst gegn mér, eins og virtist vera, að endurheimta traust stofnunarinnar með afsögn minni. Óumdeilanlega hef ég verið andlit stofnunarinnar út á við og með því að skipta um þetta andlit taldi ég að endurvinna mætti traust almennings. Stjórnin féllst ekki á þessi rök mín á þeirri forsendu að ljóst væri að ég hefði ekki viðhaft neitt rangt og að þau gagnrýniatriði sem komið hefðu Dómstóll götunnar - Er það þá gagnrýnin sem kemur- fram á kirkjuþinginu sem gerir út- slagið? „Það er fyrir mér bara kornið sem fyllir mælinn. Ég var afskaplega hrif- inn af greinargerð prófessors Björns Björnssonar í siðfræði sem hann rit- aði kirkjuþingi. Þar segir hann að hann telji það alls ósæmandi innan vébanda kirkjunnar að láta sér til hugar koma að grípa til afsagna. Veigamestu rökin gegn afsögn hafi verið ótalin en þau séu þau að í kristilegu samfélagi sé möhnurn ekki refsað fyrir afbrot sem þeir hafa ekki framið. Ennfremur segir hann í greinargerðinni að mál sé að linni þeim sakfellingum á menn fyrir dóm- stóli götunnar sem nú tíðkast. Það er hans álit að það standi engum nær en kirkjunni að vera í forystu í þeim efnum. Það hafa orðið mér mikil vonbrigði að sjá að æðstu fulltrúar kirkjunnar taka ekki þessa forystu heldur taka undir með dómstóli götunnar. Það þarf að fórna og þá helgar tilgangur- inn meðalið sem í kristnum skilningi hlýtur að vera miklum vafa undir- orpið." - Attir þú þá von á meiri stuðningi frá kirkjuþingsmönnum? „Ég vil eiginlega ekki tala svona persónulega. Ég var sjálfur undrandi á því hversu persónuleg gagnrýnin var frá þessum einstaklingum. En ég vil táka það skýrt fram að jafn- margir fulltrúar á þessu sama þingi hafa stutt við bakið á Hjálparstofnun kirkjunnar og borið hönd fyrir höfuð hennar og mig persónulega. Ég hef fengið margar hvatningar i þá átt að láta ekki bugast og láta undan þrýstingi. En á þessari stundu er mér það efst í huga að gera það eitt sem getur orðið til þess að Hjálp- arstofnun kirkjunnar geti haldið áfram. Ég er í hjarta mínu sannfærður um að ég er að gera rétt, vegna þess að ég trúi því að þetta geti orðið til þess að endurheimta það traust sem Hjálparstofnun hefur glatað. Og ég legg einfaldlega allt í sölurnar til þess. Þetta er ævistarf mitt og ég get ekki hugsað mér að sjá það verða að engu." -VAJ í mínum huga hefur þetta snúist nánast upp í múgæsingu þar sem málefnaleg um- fjöllun er borin fyrir róða en hróp um krossfestingar hafa orðið ofan á. fram væru ekki þess eðlis að ástæða væri til að segja upp störfum. Ég ítrekaði síðan afsagnarbeiðni mína á fundi stjórnar á mánudaginn en afstaða stjórnarinnar var óbreytt. Ég neita því ekki að það hefur verið miklu erfiðari ákvörðun að sitja áfram heldur en að láta undan þess- um þrýstingi, sem ég hef óneitanlega fundið fyrir, og segja af mér. í þessari stöðu spilar auðvitað inn í líka að tilfmningalíf manns verður fyrir miklu áfalli og það sem hefur sært mig mest er að, ég vil segja óvandað, fólk hefur hringt heim, tal-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 263. tölublað - Helgarblað I (15.11.1986)
https://timarit.is/issue/190878

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

263. tölublað - Helgarblað I (15.11.1986)

Aðgerðir: