Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1986, Blaðsíða 36
36
LAITGARDAGUR 15. NÓVEMBER 1986.
Ólympíuskákmótið
hefst í Dubai í dag
- íslendingar hafa best náð 11. sæti í Havana 1966
f dag verður tefld fyrsta umferð ó
ólympíuskákmótinu í Dubai í Samein-
uðu arabísku íurstadæmunum. Þetta
er 27. ólympíumótið í skák og búist
er við þátttökumeti. Yfir hundrað
þjóðir hafa skráð sig til leiks en á síð-
asta móti, sem haldið var í Þessalón-
iku í Grikklandi 1984, tefldu 88 sveitir.
Sennilega munu þátttakendur frá
þróunarlöndunum aldrei vera fleiri en
nú og vafalaust verða einhverjar þjóð-
ir í fyrsta sinn með fulltrúa á ólympíu-
móti. Florencio Campomanes, forseti
FIDE, hefur náð samkomulagi við
Muhammed Bin Rashid al Maktum
sjeik, sem er vamarmálaráðherra Fur-
stadæmanna, um að mótshaldarar
greiði ferðakostnað þróunarríkja.
Campomanes hefur einmitt stuðning
sinn frá þróunarlöndum og með aðstoð
þeirra hyggst hann halda forsetastóln-
um næstu Qögur árin. Brasilíumaður-
inn Lucena, með enska stórmeistar-
ann Keene sér á hægri hönd, býður
sig fram gegn Campomanes. Hann
hefúr stuðning heimsmeistarans Ka-
sparovs og flestra sterkari skákmanna.
En hæpið er að það dugi til gegn veldi
Campomanesar.
Firnasterk sovésk sveit
Sovétmenn tóku í fyrsta skipti þátt
í ólympíuskákmóti í Helsinki 1952 og
unnu nauman sigur þrátt fyrir að val-
inn maður væri á hverju borði. Sveitin
var skipuð þeim Keres, Smyslov,
Bronstein og Geller - varamenn Bo-
leslavsky og Kotov. Argentínumenn,
með Najdorf á fyrsta borði, hlutu að-
eins l'A vinningi minna en sovéska
Skák
Jón L. Árnason
sveitin. Þessi fyrsti sigur Sovétmanna
var hins vegar upphafið að óslitinni
sigurgöngu sem stóð í 24 ár.
Sovésk sveit var ekki meðal þátt-
takenda á ólympíumótinu í Haifa í
fsrael 1976 en 1978, er mótið var hald-
ið í Buenos Aires, skutust Ungverjar
óvænt upp fyrir risann í austri. Á
þremur síðustu ólympíumótum hafa
Sovétmenn svo sigrað, þó afar naumt
á Möltu 1980 er stig réðu úrslitum eft-
ir að Ungverjar höfðu farið illa með
íslendinga í síðustu umferðinni.
Og hver er spáin í Dubai? Jú, allir
búast við að slagurinn muni fyrst og
fremst standa um 2. og 3. sætið. Sov-
ésk sveit hefur sennilega aldrei fyrr
verið jafhsterk á pappírunum. Átta
manna landsliðshópur er skipaður
þeim Kasparov heimsmeistara, sem
væntanlega mun tefla á 1. borði,
Karpov (2. borð), Sokolov (3. borð),
Jusupov (4. borð), Beljavsky, Tsesh-
kovsky, Vaganjan og Polugajevsky.
Ekki er enn ljóst hvaða tveir þessara
stórmeistara verða látnir fylgjast með
úr fiarlægð og e.t.v. láta sér nægja að
bera kaffi í landa sína - Sovétmenn
hafa yfirleitt notað nokkra stórmeist-
ara til þess. Líklegt er að Beljavsky,
sem varð efstur á stórmótinu í Tilburg
á dögunum, og Tseshkovsky, Sovét-
meistarinn í ár, muni verða varamenn
sveitarinnar. En Vaganjan og Pol-
ugajevsky myndu vafalaust sóma sér
vel í hvaða annarri skáksveit sem
væri.
Jöfn íslensk sveit
Haft hefur verið á orði að íslending-
ar hafi aldrei fyrr sent svo jafna og
sterka sveit til keppni á ólympíumóti.
Sveitina skipa sömu menn og á síðasta
ólympíumóti en nú hefur öllum farið
eitthvað fram og flestir eru tveimur
árum eldri og reynslunni ríkari. Helgi
Ólafsson teflir á 1. borði, Jóhann
Hjartarson á 2. borði, Jón L. Ámason
á 3. borði, Margeir Pétursson á 4. borði
og varamenn em Guðmundur Sigur-
jónsson og Karl Þorsteins. Liðsstjóri
sveitarinnar er dr. Kristján Guð-
mundsson en hann hafði einnig það
hlutverk með höndum í Þessalóniku.
Þá mun Þráinn Guðmundsson, forseti
Skáksambands fslands, fara utan og
sækja þing Alþjóðaskáksambandsins,
FIDE.
Á síðasta móti var íslenska sveitin
í eldlínunni lengst af en botninn datt
úr taflmennskunni í lokin. Stórtap
gegn V-Þjóðveijum, 3-1, í næstsíðustu
umferð og aðeins naumur sigur gegn
ítölum, 2V2-I/2, í síðustu umferð sko-
luðu sveitinni niður í deilt 15. sæti.
Það er þó besti árangur sem íslensk
sveit hefur náð á ólympíuskákmóti ef
mótið í Havana 1966 er undanskilið.
Þá komust íslendingar í A-úrslit og
lentu í 11. sæti af 14 þjóðum sem þar
tefldu. Nú hefur fyrirkomulagi keppn-
innar verið breytt þannig að allar
OLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ
STUÐNINGSAÐILI ÍSL.
þjóðimar tefla í einum hópi, 14 um-
ferðir eftir Monradkerfi.
Hvernig Beljavsky vann
Karpov
Eins og sagt var frá í síðasta skák-
þætti vann Beljavsky þijá skákjöfra í
röð á stórmótinu í Tilburg og varð
efstur fyrir vikið. Við skulum líta á
hvemig hann lagði sveitunga sinn,
Anatoly Karpov, að velli. Skákin er
hraustlega tefld af Beljavskys hálfu
sem tekui- af skarið eftir varlega liðs-
flutninga á báða bóga framan af
miðtafli. Ef Beljavsky teflir í þessum
anda i Dubai þurfa Sovétmenn engu
að kvíða. En Karpov virðist ekki hafa
náð sér að fullu eftir einvígið harða
við Kasparov.
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Alexander Beljavsky
Drottningarbragð
l.d4 d5 2.c4 e6 3.Rc3 Rffi 4.cxd5 exd5
5.Bg5 Be7 6.e3 c6 7.Bd3 Rbd7 8.Rf3 <L0
9.0-0 He8 10.Dc2 Rffi ll.h3 Be6 12.BÍ4
Bd6 13.Bxd6 Dxd6 14.a3 De7 15.b4 Hac8
16.Hfcl R6d7 17.Re2 Rg6 18.Rg3 Rdf8
19.Rd2 Rh4 20.Rb3
Staðan er dæmigerð fyrir uppskipta-
Mikil harka á toppnum
í aðalsveitakeppni BR
, Mikil harka er nú á toppnum í
Aðalsveitakeppni Bridgefélags
Reykjavíkur og skilja aðeins örfá stig
efstu sveitimar að.
Röð og stig efstu sveitanna er nú
þessi:
.1. Stefán Pálsson 148
2. Esther Jakobsdóttir 147
3. Samvinnuferðir-Landsýn 147
4. Pólaris 143
5. Sigtryggur Sigurðsson 143
6. Jón Hjaltason 137
7. Páll Valdimarsson 130
Spilað er á miðvikudagskvöldum i
Hreyfilshúsinu.
Frá Bridgesambandi
Reykjavíkur
Undanrásir Reykjavíkurmótsins í
tvímenningskeppni verða spilaðar
fimmtudaginn 20. nóvember, laugar-
daginn 29. nóvember og sunnudag-
inn 30. nóvember nk. í Hreyfils-
húsinu v/Grensásveg. Að lokinni
undankeppni spila svo 20 efstu pörin
til úrslita helgina 13.-14. desember,
á sama stað. Skráning er þegar hafin
hjá öllum félögunum á Reykjavíkur-
svæðinu, sem eru í Bridgesamband-
inu. Þátttökugjald verður aðeins kr.
2.400 pr. par (fyrir bæði mótin, fyrir
þá sem komast í úrslit).
Nýtt fyrirkomulag verður reynt í
þessu móti, sem vonir standa til að
höfði til spilara sem eitthvað nýtt
og ferskt. I undanrásum verða fyrst
spilaðar tvær umferðir (á fimmtudeg-
inum og laugardeginum). Að þeim
loknum mynda 24 efstu pörin A-
grúppu, en önnur pör, sem kunna að
verða eftir, B-grúppu. I þriðju um-
ferðinni (á sunnudeginum) spila svo
A-grúppu-pörin um 16 sæti til úrslita,
en B-grúppu-pörin um 3 sæti til úr-
slita. I þriðju umferðinni mun skorin
gilda tvöfalt (öll pör halda skor úr
fyrri umferðunum). Þetta þýðir það
Sveit Pólaris var heillum horfin í
einvígi ferðaskrifstofanna um daginn
þegar hún spilaði við sveit Samvinnu-
ferða-Landsýnar.
Hér er sýnishom. Norður gefur/n-s
á hættu. 72 973 762 AKG97
D94 AKG1063
42 G10
A1074 D93
10632 85 AKD1085 KG5 D5 84
að jafnvel neðsta parið á möguleika
á að ná í úrslit, þó þannig að umtals-
verð þrenging hefur átt sér stað
(B-grúppan á aðeins 3 pör til út-
slita). Að auki spila meistarar síðasta
árs sem par nr. 20. (Ef það par dettur
út í framtíðinni skal það sæti færast
til B-grúppu.) Heimilt er að hætta
keppni í B-grúppu eftir tvær um-
ferðir (þó það sé óráðlegt, því vissu-
lega er möguleiki fyrir alla með
tvöföldun á skor í þriðju umferðinni).
Úrslitakeppnin mun síðan verða
hefðbundin barómeterkeppni með 5
spilum milli para, alls 95 spil (í stað
108 áður). Nv. Reykjavíkurmeistarar
í tvímenningi eru yngra landsliðs-
parið, Karl Logason og Svavar
Björnsson.
Frá bridgesamböndum
Norðurlands:
Bikarkeppni bridgesambandanna á
Norðurlandi er hafin. 24 sveitir taka
þátt í keppninni að þessu sinni. Dreg-
ið hefur verið í 1. umferð keppninnar
og sitja eftirtaldar sveitir yfir í 1.
umferð:
Steinar Jónsson, Siglufirði, Grettir
Frimannsson, Akureyri, Hellusteyp-
an h/f, Akureyri, Gunnar Berg,
í opna salnum sátu n-s Ásmundur
Pálsson og Karl Sigurhjartarson, en
a-v Sigurður Sverrisson og Jón Báld-
ursson.
Sagnir gengu þannig:
Norður Austur Suður Vestur
pass 1S 2H 2S
4 H 4S 5H pass
pass pass
Vestur spilaði út spaða, austur drap
með kóng og spilaði tígli til baka.
Suður lét kónginn og vestur drap með
ás. Hann spilaði síðan meiri tígli og
austur tók síðan spaðaás, tveir niður
og 200 til a-v.
Akureyri, Inga Jóna Stefánsdóttir,
Fljótum, Halldór Tryggvason, Sauð-
árkróki, Stefán Sveinbjörnsson,
Akureyri, og Kristín Jónsdóttir, Ak-
ureyri.
Og eftirtaldir spila saman í 1. um-
ferð (heimasveit talin á undan):
Jakob Kristinsson, Akureyri, gegn
Eðvarð Hallgrímssyni, Skagaströnd.
Kári Gíslason, Akureyri, gegn Gunn-
laugi Guðmundssyni, Ákureyri.
Zarioh Hamadi, Akureyri, gegn
Reyni Pálssyni, Fljótum. Valtýr
Jónsson, Siglufirði, gegn Ásgeiri
Valdemarssyni, Eyjafirði. Sturla
Snæbjörnsson, Akureyri, gegn Cecil
Haraldssyni, Akureyri. Þorsteinn
Sigurðsson, Blönduósi, gegn Hauki
Harðarsyni, Akureyri. Valgarður
Jökulsson, Hofsósi, gegn Ásgrími
Sigurbjömssyni, Siglufirði. Amar
Einarsson, Eyjafirði, gegn Ragnhildi
Gunnarsdóttur, Akureyri.
Ólafur Lárusson hjá BSÍ annast
drátt í hverri umferð. Leikjum í 1.
umferð skal vera lokið fyrir sunnu-
daginn 7. desember. Urslit skal
tilkynna til Gunnars Berg á Akur-
eyri.
Nv. bikarmeistarar eru sveit Ás-
Á hinu borðinu sátu n-s Guðmundur
Pétursson og Valur Sigurðsson, en a-v
Guðlaugur R. Jóhannsson og Öm
Amþórsson.
Nú vom sagnir á þessa leið:
Norður Austur Suður Vestur
pass 1S 2H 2S
3L pass 4H pass
pass 4S pass pass
dobl pass pass pass
Sagnhafi tvísvinaði tíglinum, en það
vom samt tveir niður og 300 til n-s.
Samvinnuferðir græddu því 500, eða
samtals 11 impa.
gríms Sigurbjömssonar frá Siglu-
firði.
Ríkisspítalar sigruðu
Sveit Ríkisspítala, A-sveit, sigraði
í stofnanakeppni Bridgesambandsins
og Bridgefélags Reykjavíkur, annað
árið í röð. í sveitinni eru: Sigurður
B. Þorsteinsson (prímus mótor),
Hrólfur Hjaltason, Karl Logason
(varamaður), Ragnar Hermannsson,
Runólfur Pálsson og Sigurjón Helga-
son.
1 öðm sæti varð sveit SÍS - sjávar-
afurðadeild (Halldór Jóhannesson,
Ólafur Jónsson, Sigurður Njálsson
og Pétur Jónsson) og í þriðja sæti
sveit Suðurlandsvideó (Valgarð
Blöndal, Aðalsteinn Jörgensen,
Sverrir Kristinsson og Kristján
Blöndal).
Röð efstu fyrirtækja/stofnana varð
annars þessi:
stig
1. Kjkisspítalar A-sveit 178
2. SÍS - sjávarafurðadeild 167
3. Suðurlandsvideó 164
4. ÍSAL - 2. 152
5. ÍSAL - 1. 151
6. Múrarafélag Reykjavíkur 148
7. JB-myndbönd 144
8. Logmannafélag íslands 143
9. Skýrsluvélar ríkisins 141
10. Dagblaðið Vísir 137
11. Atvinnubílstjórar 131
12. SÍS - búvörudeild 130
Alls spiluðu 24 sveitir í þessari
þriðju stofnanakeppni sem haldin
hefur verið. Mótsaðilar þakka þátt-
tökuna og fyrirtækjum/stofnunum
fyrir veittan stuðning. Stjórnendur
voru þeir Hermann Lárusson og
Agnar Jörgensson.
Frá Bridgesambandi íslands
Á stjórnarfundi Bridgesambands-
ins í vikunni var samþykkt að þeir
spilarar (fyrirliðar), sem enn hafa
ekki greitt keppnisgjald í bikar-
keppnir Bridgesambandsins sl. tvö
ár (um 15 aðilar) fyrir 1. desember
nk., fari sjálfkrafa í keppnisbann í
öllum mótum á vegum Bridgesam-
bandsins uns fullnaðaruppgjör
liggur fyrir. í framhaldi af þessu
verður enginn ferðastyrkur gerður
upp til sveita fyrr en uppgjör liggur
fyrir. I framtíðinni mun sú regla gilda
að engin skráning í bikarkeppni
Bridgesambandsins mun hafa gildi
nema greiðsla fylgi.
Bridgesamband íslands harmar
þessa málsmeðferð að fjöldinn skuli
líða fyrir þá fáu sem ekki standa í
skilum.
Og nú er vissara fyrir þá sem tóku
þátt í bikarkeppninni 1985 og 1986
að kanna hvort fyrirliðinn þeirra
hafi gert upp málin. Sé svo ekki fer
öll sveitin sjálfkrafa í keppnisbann.
Portoroz-mótið á Loftleiðum:
Bridgesamband íslands minnir á
skráninguna í Portoroz mótið með
ítalska bridgesnillingnum Giorgio
Belladonna, sem spilað verður föstu-
daginn 21. nóvember og laugardag-
inn 22. nóvember nk. (ein umferð
hvorn daginn).
Mótið er öllum opið sem áhuga
hafa. Skráning fer fram á skrifstofu
Bridgesambandsins. Vakin er sér-
stök athygli á því að allur ágóði af
þessu móti rennur í Guðmundarsjóð,
húsakaupasjóð Bridgesambandsins.
Það ætti að vera óþörf ábending
fyrir bridgespilara að þetta verður
sennilega eina tækifærið á lífsleið-
inni að etja kappi við fremsta bridge-
spilara heims, þar sem Belladonna
er. Að auki má geta þess að öll bestú
bridgepör landsins munu taka þátt í
þessu móti.
Stórglæsilegir ferðavinningar eru